Morgunblaðið - 27.02.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 27.02.1996, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 27. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Ríkisstjórnin mun leggja fram frumvörpin þrátt fyrir hörð mótmæli „Teljum að frumvörpin séu ekki árás á einn eða neinn“ RÍKISSTJÓRNIN hyggst leggja fram á Alþingi frumvörp um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins og um sáttastörf í vinnudeilum, þrátt fyrir kröftug mótmæli frá samtökum opinberra starfsmanna, sem telja frumvarpsdrög sem kynnt hafa verið fela í sér grófa árás á starfskjör og réttindi launafólks verði þau samþykkt. Davíð Oddsson forsætisráðherra sagði að loknum fundi nokkurra ráðherra ríkisstjómar- innar með forystumönnum samtaka ríkisstarfs- manna í gær að ríkisstjómin vildi eiga sam- starf og samráð við samtökin á meðan á með- ferð frumvarpanna í þinginu stæði. „Við munum leggja þessi fmmvörp öllsömul fram, leitast við að ná samkomulagi um þau og leitast við að þau verði afgreidd. En það mun auðvitað ganga betur ef við náum að vinna sameiginlega að málinu með þessum aðilum," sagði Davíð. Hann sagði að þegar hefðu verið gerðar all- margar breytingar á frumvarpsdrögunum í samræmi við gagnrýni sem fram hefði komið, og ekki væri útilokað að frekari breytingar gætu orðið á fmmvarpsdrögunum ef ábending- ar fengjust um að eitthvað mætti betur fara. „Við bentum þeim á að á meðan þeir lýsa þessum framvörpum'eins og hrikalegum árásar- framvörpum, þá er okkur auðvitað nauðugur sá kostur að leggja framvörpin fram þannig að allir megi þau sjá, því við teljum að frum- vörpin séu ekki árás á einn eða neinn,“ sagði Davíð. Ekki fullnægjandi skýringar Ögmundur Jónasson, formaður BSRB, sagði að á fundinum hefðu ekki fengist fullnægjandi skýringar á misræmi sem annars vegar væri á milli yfírlýsinga ráðherra um að áunnin réttindi ríkisstarfsmanna yrðu ekki skert og hins vegar þeim framvarpsdrögum sem hefðu verið kynnt og boðuðu stórfellda réttinda- og kjaraskerð- ingu og gjörbreytingu á öllu samningsumhverfi ríkisstarfsmanna. \ „Við erum að fjalla um kjör sem era lögbund- in og að finna í reglugerðum en um þau hefur verið samið í kjarasamningum, og þessum kjör- um og réttindum verður að okkar mati ekki breytt nema í tengslum við kjarasamninga. Þeir hafa ekki tekið vel undir það og vilja halda fast við það að leggja frumvörpin fram. Þeir segjast vilja halda áfram viðræðum við okkur og að sjálfsögðu munum við gera það, en mér finnst vera of mikið óðagot á ríkisstjórninni," sagði Ögmundur. Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasam- bands íslands, sagðist hafa gert ráðherrunum grein fyrir því að hann teldi sig óbundinn af því sem hann hefði undirritað varðandi flutning grunnskólans til sveitarfélaganna og þá sér- staklega varðandi lífeyrismálin. Frumvarps- drögin gengju þvert á þá sátt sem orðið hefði í verkefnisstjórn 1. febrúar og á meðan svo væri, væri öli áframhaldandi vinna í sambandi við flutninginn án samráðs við kennarasamtök- in. Morgunblaðið/Kristinn Rannsókn á fram- göngu lög- reglunnar HILMAR Magnússon, lögmað- ur Önnu Kristínar Sigurðar- dóttur, nemanda í Fjölbrauta- skólanum í Breiðholti, hefur óskað eftir opinberri rannsókn á framgöngu lögreglumanna við veitingastaðinn Jakkar og brauð um miðja síðustu viku þar sem nemendur skólans og gestir þeirra héldu teiti eftir árshátíð skólans. Lögreglu- menn beittu þar kylfum og táragasi þegar þeir rýmdu veit- ingastaðinn. Anna Kristín missti meðvit- und þegar hún fékk táragas í vitin og kenndi særinda í aug- um. Hilmar óskar rannsóknar eingöngu fyrir hönd Önnu Kristínar. Hiimar segir að líðan Önnu sé eftir atvikum. Hún er ofnæmissjúklingur. Hilmar kveðst áskilja sér rétt til þess að kæra lögregluþjóna sem á staðnum voru ef svo ber undir. Hann áskilur sér einnig þann rétt að höfða skaðabótamál á hendur lögreglunni. RLR staðfesti að beiðni hefði borist frá lögmanninum um opinbera rannsókn á málinu. Fórst í eldsvoða MAÐURINN, sem fórst í eldsvoð- anum á Árskógssandi, hét Bjarni Höskuldsson til heimilis að Öldu- götu 7. Bjarni var fæddur 3. októ- ber árið 1957. Hann var fráskilinn og lætur eftir sigþijú börn. Foreldr- ar hans era Höskuldur Bjarnason og Ingibjörg Ólafsdóttir í Hátúni á Arskógsströnd. Bjarni starfaði sem bifreiðastjóri. ■ Maður fórst/12 Flóðbylgja í Laxá hreif bílinn með sér * Urum og skarti fyrir á aðra milljón stolið KLAKASTÍFLA brast í Laxá í Kjós skömmu fyrir neðan Þórufoss síðastliðinn sunnu- dag og hreif flóðbylgja sem þá myndaðist með sér bíl sem lagt hafði verið á eyri við ána. Á bílnum voru þeir Bernhard Bernhardsson og Bárður Örn Gunnarsson, en þeir voru í fjallgöngu og horfðu á þegar áin hreif bílinn og bar hann með sér um 70 metra vega- lengd. Bernhard sagði í sam- tali við Morgunblaðið að þeir félagar hefðu verið komnir hátt upp í fjallið þegar þeir heyrðu skyndilega miklar drunur og sáu hvar klakastífla í ánni hafði brostið. „Áin rudd- ist fram alveg kolmórauð og . ýtti á undan sér klakanum. Það tók heillangan tíma áður en hún náði bílnum en við vorum að velta því fyrir okkur hvort hann færi með eða ekki. Síðan sáum við allt í einu að ekkert nema toppurinn á honum stóð upp úr,“ sagði Bernhard. Þeir félagar reyndu hvað þeir gátu að losa bilinn eftir að sjatnað hafði í ánni en hann var fast- skorðaður í klakahröngli sem áin hafði borið með sér. Þeir urðu því að skilja bílinn eftir og ætla þeir að freista þess að ná honum upp úr ánni með aðstoð gröfu í dag. Bernhard sagði að ómögulegt væri að segja til um hve skemmdimar á bílnum væru miklar, en telja yrði líklegt að þær væru veru- legar. ÚRUM og skartgripum fyrir á aðra milljón króna var stolið í tveimur innbrotum hjá Jóni og Óskari við Laugaveg um helgina. Lögreglan handtók í gær tvo menn sem grunaðir voru um innbrotin. í fórum þeirra fundust úr sem stol- ið var í versluninni í fyrrinótt, að sögn Óskars Óskarssonar, kaup- manns í Jóni og Óskari. Óskar segir að undanfarið hálft ár hafi fjórum sinnum verið brotn- ar rúður í versluninni og stolið úr gluggum verðmætum fyrir samtals á þriðju milljón króna. í gluggun- um er öryggisgler með öryggis- filmu og öryggiskerfi sem er bein- tengt öryggisgæslufyrirtæki. „Við erum orðnir hálfráðþrota,“ sagði Tveir menn hand- teknir í gær Óskar. „Ég vil helst ekki láta þá yfirbuga mig með því að setja rimla fyrir gluggana en kannski maður neyðist til þess,“ sagði hann. Hann kvaðst nú vera að íhuga að setja eftirlitsmyndavélar við verslunar- gluggann. „En koma þeir þá ekki bara með lambhúshettur?" sagði Óskar. Aðfaranótt sunnudags var brot- in rúða og skartgripum, aðallega hringum, fyrir um 800 þúsund krónur stolið úr versluninni. í fyrri- nótt var svo rúða í sýningarglugga fyrir úr brotin og úr glugganum stolið sex armbandsúrum og trúlof- unarsetti, hringum og úrum, sam- tals að verðmæti á þriðja hundrað þúsund krónur. Sjónvarvottar sáu til tveggja manna við verslunina í gærmorg- un. Lögregla gerði að þeim leit og handtók tvo síbrotamenn fyrir há- degi í gær vegna málsins. Óskar Óskarsson sagði að síðdegis í gær hefðu rannsóknarlögreglumenn komið til sín með úr sem fundust á mönnunum til að kanna hvort þau væru úr versluninni. Svo reyndist vera. Mennirnir eru í haldi lögreglu sem hefur málið til rann- sóknar. Óskar hafði í gær ekki endurheimt neitt af þýfinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.