Morgunblaðið - 27.02.1996, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 27.02.1996, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. FEBRÚAR 1996 9 FRÉTTIR Fólk Þórir Guð- mundsson til Kasakstan •ÞÓRIR Guðmundsson, fréttamað- ur Stöðvar 2 og Bylgjunnar, hefur verið ráðinn til starfa sem sendifull- trúi Rauða kross íslands til eins árs. Hann heldur til Almaty í Kasakst- an nú í lok febrúar en þar mun hann gegna starfi upp- lýsingafulltrúa Al- þjóðasambands Rauða krossins fyrir Kasakstan, Kirgisistan, Tadsjikistan, Túrkmen- istan og Úsbekistan. Auk þess hefur Ingvar Asgeirsson viðskiptafræð- ingur gerst sendifulltrúi í Monróvíu í Líberíu. Hann mun hafa umsjón með fjármálum vegna hjálparstarfs- ins þar og aðstoða við uppbyggingu líberíska Rauða krossins. Að Þóri og Ingvari meðtöldum starfa tíu sendifulltrúar Rauða kross íslands í níu löndum um þessar mundir. Lýðveldin fimm í Mið-Asíu, sem áður tilheyrðu Sovétríkjunum, eru í sárum efnahagslega og félagslega. Stór hluti íbúanna líður skort og opinberu velferðarkerfi er vart fyrir að fara. Rauði krossinn hefur á und- anförnum árum staðið fyrir ýmiss konar hjálparstarfi og sinnt mikil- vægum verkefnum í heilbrigðismál- um og neyðarvörnum. Fatnaði og matvælum var til dæmis dreift til um 700 þúsund íbúa Tadsjikistans eins á síðasta ári. Sérstök áhersla er lögð á að aðstoða við uppbygg- ingu hinna nýstofnuðu landsfélaga Rauða krossins í löndunum enda munu þau gegna mikilvægu hiut- verki í neyðarvörnum og hjálpar- starfi. Þórir Guðmundsson er 35 ára. Hann á að baki nám í fjölmiðlun og alþjóðlegum samskiptum í Banda- ríkjunum og Evrópu og hefur mikla reynslu af alþjóðlegri fjölmiðlun. Hann starfaði um hríð á DV og hjá Ríkisútvarpinu en gekk til liðs við fréttastofu Stöðvar 2 þegar hún tók til starfa og hefur verið fréttastjóri erlendra frétta þar undanfarin ár, auk þess að vera fréttaritari Reuters á íslandi. Þórir er kvæntur Stein- unni Arnþrúði Björnsdóttur guð- fræðingi og eiga þau tvö börn. Fjöl- skylda Þóris mun fara til hans í Kasakstan innan skamms. Stuðningsyfirlýsing við biskupshjónin MORGUNBLAÐINU hefur borist yfirlýsing frá vinum og samstarfs- mönnum biskupshjónanna í Bú- staðakirkju: „Vinir og samstarfsmenn herra Ólafs Skúlasonar til fjölda ára í Bústaðasókn lýsa hryggð sinni yfir þeim gegndarlausu árásum og áróðri, sem fram hefur komið í hans garð og harma þá raun, sem hann og fjölskylda hans hefur orðið að þola að undanförnu. Á samstarf okkar við Ólaf hefur aldrei fallið skuggi og allt frá fyrstu tíð í Bústaðasókn einkenndist allt samstarf af gagnkvæmu trausti og virðingu. Við erum þakklát fyrir að hafa átt hann að, sem og eiginkonu hans, frú Ebbu Sigurðardóttur, bæði á gleði- og sorgarstundum á umliðn- um árum. Við viljum lýsa stuðningi við herra Ólaf Skúlason sem við virðum, met- um og berum fullt traust til. Vinir og samstarfs- menn í Bústaðakirkju." Franskir foolir röndóttri og einlitir úr polyester TESS Verið velkomin - neðst við Dunhaga, sími 562 2230 . neð Opið virka daga kl.9-18, laugardaga kl. 10-14. - kjarni málsins! t Marshal Stálúr 100 m vatnsþétt, skrúfuð króna, Rolex style". 100 m „kafaraúr" Verð aðeins kr. 8.950,- úra- og skartgrlpaverslun Álfabakka 16 « Mjódd • s. 587 0706 t, (.X'c/ /JfW/f.V.S'O/i úrsmiöur ísafiröi • Aöalstræti 22 • s. 456 3023 Islenskat laekninnaiurtit Námskeið verður haldið 5. og 7. mars. kl. 20.00 — 22.00. Kennt að búa til jurtasmyrsl, te og seyði. Verð kr. 4.900. Einnig einkaviðtöl, ráðgjöf og ilmolíunuddtímar. Anna Rósa Róbertsdóttir MINMH grasalæknir og ilmolíunuddari, sími 551-0135. Nýtt útbob spariskírteina mibvikudaginn 28. febrúar 1996 Verbtryggb spariskírteini ríkissjóbs 1. fl. D 1995, 20 ár. 10 ár. Útgáfudagur: 29. september 1995 1. febrúar 1995 Lánstími: 20 ár 10 ár Gjalddagi: 1. október 2015 10. apríl 2005 Grunnvísitala: 173,5 3396 Nafnvextir: 0,00% 4,50% fastir Einingar bréfa: 100.000, 1.000.000, 5.000, 10.000, 50.000, 10.000.000 kr. 100.000, 1.000.000, 10.000.000 kr. Skráning: Skráö á Verðbréfa- Skráö á Verðbréfa- þingi íslands þingi íslands Viöskiptavaki: Seölabanki íslands Seðlabanki íslands Verbtryggb spariskírteini ríkissjóbs Árgreiösluskírteini 1. fl. B 1995, 10 ár. Útgáfudagur: 27. október 1995 Lánstími: 10 ár Gjalddagar: 2. maí ár hvert, í fyrsta sinn 2. maí 1997 Grunnvísitala 174,1 Nafnvextir: 0,00% Einingar bréfa: 500.000,1.000.000, 10.000.000 kr. Skráning: Skráö á Verðbréfa- þingi íslands Viöskiptavaki: Seðlabanki íslands Sölufyrirkomulag: Spariskírteinin veröa seld meö tilboös- fyrirkomulagi. Öllum er heimilt aö bjóöa í þau aö því tilskyldu aö lágmarks- fjárhæö tilboösins sé ekki lægri en 10 milljónir króna aö nafnverði. Öörum aðilum en bönkum, spari- sjóöum, veröbréfafyrirtækjum, verðbréfasjóðum, lífeyrissjóðum og tryggingafélögum er heimilt í eigin nafni, aö gera tilboð í meðalverð samþykktra tilboða, aö lágmarki 100.000 krónur. Öll tilboð í spariskírteini þúrfa að hafa borist Lánasýslu ríkisins fyrir kl. 14:00 á morgun, miðvikudaginn 28. febrúar. Tilboðsgögn og allar nánari upplýsingar eru veittar hjá Lánasýslu ríkisins, Hverfisgötu 6, í síma 562 4070. LANASYSLA RIKISINS Hverfisgötu 6, 2. hæð, 150 Reykjavík, sími 562 4070. Self-Realization Fellowship Hugleiösluhópurinn Félagar hafiö samband vegna hugleiöslu 7. mars, mahasamadhi Paramahansa Yogananda. S. 483-4059 og 552-7755. ff Edda er meðal þeirra fjölmörgu sem hefur sannreynt hvað fjallagrasahylki hafa góð áhrif á orku- og vatnsbúskap líkamans. Fjallagrasahylkin og aðrar heilsuvörur frá íslenskum fjallagrösum hf. byggja á áralöngum rannsóknum og eru framleiddar undir ströngu gæðaeftirliti. Fjallagrasahylkin innihalda a.m.k. 5% fléttusýrur. Fæst í heilsubúðum, apótekum og heilsuhillum stórmarkaða. F.dda Aemirsdóttii „Eftir að égfór að taka fjallagrasahylkin reglulega líður mér allri mikið betur og meltingin er í góðu lagi."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.