Morgunblaðið - 27.02.1996, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 27.02.1996, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. FEBRÚAR 1996 13 LAIMDIÐ HIÐ nýja hús hafnarvogarinnar. Á innfelldu myndinni eru Örn Jóhannsson, formaður hafnarnefndar, Ólafur Krisljánsson, hafn- arsljóri, Elísabet Gunnarsdóttir, arkitekt, og Guðfinnur Þórðar- son, bæjartæknifræðingur. Ný hafnarvog í Bolungarvík Bolungarvík - Ný hafnarvog ásamt vogarhúsi var tekin í notk- un við Bolungarvíkurhöfn um sl. helgi. Fyrsta verkefni hinnar nýju hafnarvogar var löndun á 1.000 Iestum af loðnu úr flutningaskip- inu Mahdi er kom með farminn af loðnumiðunum til vinnslu hjá loðnubræðslu Gnáar. Hin nýja hafnarvog leysir af hólmi eldri vog og vogarhús sem tekið var í notkun árið 1963. Hið nýja vogarhús, sem hefur útlínur skipsbrúar, er teiknað og hannað af Elísabetu Gunnarsdótt- ur, arkitekt, og er það rúmir 77 fm að stærð og skiptist í tvo meg- inhluta. Á efri palli fer fram vigt- un og gagnaskráning en á neðri palli er tækjageymsla. Vogin er tölvuvog af gerðinni Cardinal. Hún er 18 metra löng og löggilt fyrir 60 tonn en hægt er aðlög- gilda hana fyrir 100 tonn. ÖIl vigt- un skráist sjálfvirkt inn á tölvu- forritið Lóðsinn sem tengt er Fiskistofu. Húsið ásamt undirstöðum vogar var boðið út sl. sumar og voru til- boð opnuð 12. júlí sl. Alls bárust þijú tilboð og var Naglinn hf. á Isafirði með lægsta tilboðið sem var upp á 11,7 milljónir króna eða 115% af kostnaðaráætlun. Verk- samningur var síðan undirritaður 19. júlí sl. Heildarkostnaður við verkið að loknum lóðarfrágangi er áætlaður um 20 milljónir króna. Hafnarverðir við Bolungarvík- urhöfn eru þeir Gunnar J. Egils- son og Einar Helgason, hafnar- stjóri er Ólafur Kristjánsson og formaður hafnarnefndar er Örn Jóhannsson. Fjölmargir voru viðstaddir er manrivirkið var tekið í notkun og almenn ánægja með þessa nýju og glæsilegu aðstöðu. Alþýðubandalagsfélög á Yestfjörðum sameinast Á SAMEIGINLEGUM aðalfundi Al- þýðubandalagsfélaganna í Dýrafirði, Ónundarfirði, Suðureyri og á ísafirði, sem haldinn var á Isafirði, laugar- daginn 24. febrúar sl., voru félögin sameinuð í eitt félag, Alþýðubanda- lagsfélag Isafjarðarsýslu. Stjórn hins nýja félags skipa: Smári Haraldsson, formaður, Ágústa Guðmundsdóttir, gjaldkeri, Snorri Sturluson, ritari, Elísabet Gunn- laugsdóttir og Sæmundur Þorvalds- son meðstjórnendur. í varastjórn eru þau Bryndís Friðgeirsdóttir og Kjell Hymer. Ráðstefnu um byggðamál, sem fyrirhugað var að halda í tengslum við sameiningu féiaganna, var frest- að þar sem nokkrir frummælenda komust ekki til ísafjarðar vegna sam- gönguerfiðleika. Stórtjón á vegamannvirkjum í Súgandafirði Sjór gekk á land á Suðureyri Suðureyri - Nú er ljóst að stór- tjón hefur orðið á veginum fyrir Spilli í Súgandafirði eftir vestaná- hlaupið sl. miðvikudag. Brimið gekk látlaust yfir veginn á stór- flóðinu og hefur brotið í hann stór skörð og nánast skolað hon- um í burtu á verstu köflunum. Símastrengur og vatnslögn Súg- firðinga sem grafin hafði verið í veginn liggur nú berskjölduð á stórum kafla og síminn rofnaði á nokkrum stöðum. Vegurinn fyrir Spilli liggur milli Suðureyrar og Staðardals. Þar eru tveir bæir í byggð, Staður og Bær. Þeir einangruðust alveg um tíma þar til bráðabirgðaviðgerð hafði farið fram á veginum og sí- malínunni. Þá urðu einnig skemmdir á veginum utan við byggðina á Suðureyri og sjór gekk á land í neðsta hluta bæjarins. Þar flæddi upp á Eyrargötu og voru nokkur hús umflotin sjó þegar verst lét. Skemmdir á fasteignum urðu þó óverulegar og þakka kunnugir því að vindur náði sér aldrei á strik með flóðinu. Hreppsnefnd Suðureyrarhrepps hefur lýst yfir áhyggjum vegna seinagangs við gerð sjóvamagarða neðan við byggðina og við haf- skipabryggju. Eftir síðasta fund hreppsnefndar var eftirfarandi ályktun send frá henni: „Með tilliti til þess að tvisvar á þessu ári hefur sjór gengið á land á og við Suðureyri með nokkru tjóni skorar hreppsnefnd Suður- eyrarhrepps á stjórnvöld að beita sér fyrir því að sjóvarnargarðarnir við hafskipabryggju og neðan við byggðina verði kláraðir sem allra fyrst. Hreppsnefnd telur afar brýnt að ljúka þessum varnargörð- um áður en meira tjón hlýst af en orðið er.“ Iþróttamaður ársins 1995 í Grindavík Grindavík, Morgunblaðið. GUÐMUNDUR Bragason körfu- knattleiksmaður hefur verið valinn íþróttamaður ársins 1995 í Grinda- vík. Hann hlaut Kiwanisbikarinn sem fylgir útnefningunni. Kjörinu var lýst í hófi sem bæjarstjórn Grindavíkur hélt og þar voru kynntir þeir 10 sem hlutu tilnefn- ingar frá deildum innan UMFG. Guðmundur er fyrirliði hins sig- ursæla körfuknattleiksliðs UMFG, sem vann sinn fyrsta bikarmeist- aratitil á síðasta ári og keppti til úrslita við nágranna sína úr Njarð- vík um íslandsmeistaratitilinn þar sem þeir urðu að játa sig sigraða eftir harða rimmu milli félaganna. Guðmundur var valinn íþróttamað- ur ársins í þriðja skiptið núna, en fyrst var hann valinn árið 1988. Viðurkenning fyrir körfuboltann „Fyrir mig er þetta mikill heiður því að hér í Grindavík eru margir góðir íþróttamenn sem væru vel að þessu komnir. Ég iít á þetta sem viðurkenningu fyrir körfubolt- ann og það gekk vel hjá okkur á síðasta ári, við urðum bikarmeist- arar og kepptum til úrslita um íslandsmeistaratitilinn. Þó ég hafi fengið þessa viðurkenningu áður er það alltaf hvatning að stefna að henni og undir niðri veit maður af henni, en það er ekkert sjálfgef- ið að fá þessa viðurkenningu," sagði Guðmundur í samtali við Morgunblaðið. Eins og fyrr segir voru 10 íþróttamenn tilnefndir til íþrótta- manns Grindavíkur og í kosningu milli þeirra varð Milan Jankovic knattspyrnumaður í öðru sæti og Albert Sævarsson knattspyrnu- maður í því þriðja. Helgi Jónas Guðfinnsson, körfuknattleikur, Gunnlaugur Sævarsson, golf, Ólaf- ur Ingólfsson, knattspyrna, Marel Guðlaugsson, körfuknattleikur, Morgunblaðið/Frímann Ólafsson GUÐMUNDUR Bragason íþróttamaður ársins 1995 í Grindavík. Sigrún Sigurðardóttir, golf, Sig- urður Kristmundsson og Hlynur Helgason, júdó, voru einnig til- nefndir. Guðmundur fékk ekki mikið næði til að njóta veitinga sem voru á boðstólum því fram- undan var leikur með íslenska landsliðinu gegn liði erlendra leik- 'manna í stjörnuleik þar sem hann stóð vel fyrir sínu sem fyrirliði landsliðsins. Launin Hans Launin Hennar Skattar. 9S|»iariia«r«r Verðbrét Nauðsynjar Iimiíwi HEIMILISLINAN Ódýra heimilishjálpin! Hómer er einfaldur og þægilegur „Windows" hugbúnaöur, sérstaklega ætlaöur fyrir heimilis- bókhaldiö. Þú þarft ekki bókhaldsþekkingu til aö nota hann, þú færir aðeins inn upphæð- irnar og Hómer sér um framhaldið. Hómer færöu í Búnaðarbankanum á 900 kr. og ef þú ert í Heimilislínunni kostar hann aöeins 450 kr. Með Hómer veistu hvað þú átt - og hvað þú mátt! BÚNAÐARBANKINN - traustur heimilisbanki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.