Morgunblaðið - 27.02.1996, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 27.02.1996, Blaðsíða 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 27. FEBRÚAR 1996 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ A Ottast árás IRA á Buck- ingham- höll Belfast, London. Reuter. ÓVENJUMIKILL öryggisvið- búnaður var við Buckingham- höll í London í gær og breskir fjölmiðlar skýrðu frá því að Irski lýðveldisherinn (IRA) hefði skipulagt árás á bresku konungsfjölskylduna. Vopnað- , ur lögreglumaður fylgdi Díönu prinsessu í líkamsræktarstöð hennar í London, en hún hefur hingað til verið án lífvarða á ferðum sínum um borgina, og öryggisgæslan var hert við aðsetur Karls Bretaprins. Breskir fjölmiðlar skýrðu frá því að efni ti) sprengju- gerðar og ýmis gögn hefðu fundist á heimili Edwards O’Briens, ungs IRA-manns sem lést þegar sprengja sem hann bar sprakk í strætisvagni í London fyrir rúmri viku. Dagblaðið The Sun sagði í gær að á meðal gagnanna, sem fundust á heimili hans í Lond- on, væru kort og upplýsingar um öryggisgæsluna í Bucking- ham-höll og Windsor-kastala, ásamt blaðaúrklippum og upp- lýsingum um ferðir Elísabetar drottningar. Blaðið sagði að drottningin væri efst á lista yfir meðiimi konungsfjölskyld- unnar og stjórnmálamenn sem IRA hygðist ráða af dögum. John Major forsætisráðherra var sagður á maðal stjórn- málamannanna a listanum. Breska lögreglan vildi ekki tjá sig um þessa frétt en varaði við hættu á sprengjutilræðum í Bretlandi á næstunni. Díana undir lögregluvernd Tugir vopnaðra lögreglu- manna og hermenn, vopnaðir rifflum og klæddir búningum í felulitunum, voru á verði við Buckingham-höll og tóku við öryggisgæslunni af vörðum drottningarinnar. Daglegri vaktaskiptaathöfn lífvarðanna var,,aflýst. Hermenn umkringdu einnig Windsor-kastala, þar sem drottningin dvelst yfirleitt um helgar. The Daily Mirror skýrði frá því að Díana prins- essa, sem er vön að fara allra sinna ferða í London án líf- varða, yrði nú undir vernd lög- reglu allan sólarhringinn. IRA hefur ekki reynt að ráða meðlimi konungsfjöl- skyldunnar af dögum frá því Mountbatten lávarður var drepinn í ágúst 1979. Talið er að IRA hafi ekki viljað ráðast á konungsfjölskylduna þar sem slíkt myndi kalla á hörð viðbrögð á Norður-írlandi. ' Árás á konungsfjölskylduna gæti orðið til þess að hermdar- verkamenn úr röðum mótmæl- enda gerðu árás á kaþólikka á Norður-írlandi í hefndar- skyni. Fjölmennir friðarfundir Um 100.000 manns tóku þátt í fundum sem fóru fram á Norður-írlandi og írlandi á sunnudag til að krefjast þess að samið yrði um frið. Þetta eru fjölmennustu friðarfundir sem efnt hefur verið til á eyj- unni frá því blóðsúthellingarn- ar vegna deilunnar um Norð- ur-írland hófust fyrir rúmum 25 árum. Hnífjafnt fyrir forkosningar í Arizona Phoenix, Arizona. Reuter. HÖRÐ kosningabarátta hefur verið háð fyrir forkosningarnar, sem verða haldnar í Arizona, Norður- Dakóta og Suður-Dakóta í dag. Mest er í húfi í Arizona. Bob Dole, leiðtogi meirihluta repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþíngs, fékk á sunnudag stuðning Barrys Gold- waters, fyrrverandi öldungadeildar- þingmanns repúblikana og forseta- frambjóðanda, en Pat Buchanan sjónvarpsmaður er þess fullviss að geta skotið Dole aftur fyrir sig öðru sinni. Dole var í öðru sæti í forkosning- um, sem haldnar voru í Delaware á laugardag, með um 25% atkvæða. Steve Forbes, auðkýfíngur og útgef- andi, hreppti fyrsta sætið með tæpan þriðjung atkvæða og Buchanan var þriðji með 18%. Lamar Alexander var í fjórða sæti með um 12%. Daufleg barátta í Delaware Kosningabaráttan í Delaware var daufleg og var Forbes nánast einn um hituna. Fréttaskýrendur hafa haldið því fram að allur vindur sé úr Forbes, sem dalaði eftir að hafa haft meðbyr í fyrstu, en sigurinn í Delaware gefur til kynna að ekki megi afskrifa hann enn. Samkvæmt skoðanakönnun dag- blaðsins New York Post og sjón- varpsstöðvarinnar Fox eru Buchan- an, Dole og Forbes hnífjafnir í Ariz- ona. Alexander var í fjórða sæti, nokkuð langt á eftir hinum þremur. Buchanan sterkari í kosningum en könnunum í kosningunum í Iowa, New Hampshire og Delaware reyndist fylgi Buchanans ávallt meira, en skoðanakannanir höfðu bent til. Dole hefur hins vegar fengið minna fylgi, en komið hefur fram í könnunum. Doie hefur tekist að reyta íbúa Arizona til reiði með því að koma ekki til kappræðna í sjónvarpi fyrir helgi og sumir fréttaskýrendur í Arizona eru þeirrar hyggju að Dole gæti hafnað í þriðja sæti í forkosn- ingunum í ríkinu. Fife Symington, ríkisstjóri í Ariz- ona, sagði að eitt væri víst með Pat Buchanan: „Hans stuðningsmenn láta sig aldrei vanta. Þannig að verði mjótt á munum, sigrar hann.“ Buchanan hefur hrifsað frum- kvæðið í baráttunni um tilnefningu til forsetaframboðs fyrir Repúblik- anaflokkinn og sagt er að peningar streymi í sjóði hans. Réttur til að bera vopn áskapaður? Buchanan tókst að komast í sviðs- ljósið um helgina þegar hann sagði á vopnasýningu í Phoenix í Arizona að réttur hvers manns til að bera vopn væri áskapaður. Barry Goldwater er oft kallaður Reuter PAT Buchanan þykir hafa hrifsað frumkvæðið í baráttunni um að verða forsetáefni repúblikana í kosningunum í haust. Buchanan hefur óhræddur lagt til atlögu við stórfyrirtæki og valdamenn í Repúblikanaflokknum. Hér mundar hann skotvopn á byssusýningu i Phoenix í Arizona um heigina. guðfaðir íhaldsvængs Repúblikana- flokksins og hann hefur enn áhrif í Arizona, þótt eftir eigi að koma í ljós hvort stuðningur hans muni koma Dole til góða. Staða Doles er hins vegar talin trygg í Norður- og Suður-Dakóta, sem eru landbúnaðarríki í miðjum Bandaríkjunum og nánast heima- völlur öldungadeildarþingmannsins. Dole er frá Kansas, sem einnig til- heyrir miðríkjunum, og hafa and- stæðingar hans lítið haft sig í frammi í Norður- og Suður-Dakóta. Kúbumenn skjóta niður tvær einkavélar milli Kúbu og Bandaríkjanna S1j órn Kúbu fordæmd og farið fram á refsiaðgerðir FJÖLMÖRG ríki hafa fordæmt Kúbumenn fyrir að skjóta niður tvær einka- flugvélar á hafsvæðinu milli Bandaríkjanna og Kúbu á laugardag og kraf- ist tafarlausrar rannsóknar. Bandaríkjamenn hafa farið fram á að öryggis- ráð Sameinuðu þjóðanna samþykki refsiaðgerðir og alþjóðaflugmálastofn- unin (ICAO) rannsaki málið. Rússar neituðu hins vegar að skella skuldinni á Kúbumenn að svo komnu máli og sögðu að Bandaríkjastjórn yrði að stöðva flug samtakanna Bræður til bjargar inn í kúbanska lofthelgi. „Hvað sem öðrum kringumstæð- um líður er engin afsökun fyrir því að bijóta alþjóðalög og mannréttindi með þessum hætti,“ sagði í yfirlýs- ingu utanríkisráðherra Evrópusam- bandsins (ESB) í gær. Flugvélarnar, sem voru af gerð- inni Cessna 337, voru við eftirlit á hafsvæðinu milli Kúbu og Bandaríkj- anna til að kanna hvort þar væru á reki fleytur með flóttafólki frá Kúbu sem væri að reyna komast til Banda- ríkjanna. Það hafa þær gert þrisvar í viku í nokkur misseri. Kúbustjórn hélt því fram í gær, að flugvélarnar hefðu verið skotnar niður 8 og 13 kílómetrum frá Baracoa-strönd vestur af Havana á Kúbu. Allt annað vágri háugalýgi. Sagði stjórnin, að hún hefði í haldi liðsmann Bræðra til bjargar en óljóst var hvort um var að ræða einn flugmannanna fjögurra eða útsendara, sem laumað hefði sér inn í raðir samtakanna og snúið til baka. Ennfremur sögðust Kúbu- menn hafa upptökur af samræðum flugmanna, afrit af ratsjármyndum sem sýndu flug vélanna og brak úr flugvélunum sem fundist hefði innan lögsögunnar. í alþjóðlegu loftrými Bandarísk stjórnvöld segja hins vegar fullum fetum, að flugvélarnar hafi verið í alþjóðlegu loftrými þegar MIG-þota kúbanska hersins skaut þær niður. Aukinheldur hafí flug- maður hennar engar tilraunir gert til að ná sambandi við vélarnar. Samkvæmt tilkynningu, sem gef- in var út í Hvita húsinu í Washing- ton D.C., fóru flugvélarnar á loft frá Opa Locka-flugvellinum í Flórída milli 13:15 og 14 að staðartíma á laugardag, klukkan 18:15 til 19 að íslenskum tíma. Um klukkustund síðar kalla þær upp flugstjórnarmið- stöðina í Havana og segjast ætla halda sig á svæði suður af 24. breiddarbaug. Flugumferðarstjóri varar við hættu en flugvélarnar segj- ast engu siðar ætla halda flugi áfram. Klukkan 15:01 fljúga vélarnar suður yfir 24. gráðu norðlægrar breiddar og átta mínútum síðar hefja tvær orrustuþotur sig á loft frá her- stöð á Kúbu, önnur MIG-23 og hin MIG-29. Flugmaður seinni vélarinn- ar segist koma auga á flugvél í lág- flugi klukkan 15:20 og fjórum mín- útum síðar hefur hann, að fengnu leyfi.frá stjórnstöð, skotið hana nið- ur og tilkynnt það yfirboðurum sín- um. I yfirlýsingu Hvíta hússins seg- ir að atvikið hafi átt sér stað 8 kíló- metrum norður af kúbönsku loft- helginni. Sömuleiðis hafi seinni vél- in, sem skotin var niður sjö mínútum síðar, verið 26 km norður af loft- helgi Kúbu. NY KUBUDEILA Kúbustjórn sagði á sunnudag að tvær flugvélar útlaga í Banda- ríkjunum hefðu lofthelgi lapflsins og verið skotnar niður Tvær Cessna-flug- vélar með fjórum flugmönnum innanborðs skotnarniður 8-13 km norður af Playa Barocoa, vestur af Havana. Þrjú bandarisk strandgæsluskip og flugvél leita að flugmönnunum 40 km norðvestur af Havana. REUTERS Vitni að atburðunum Flugvélin, sem komst tiL baka, fór fyrst flugvélanna þriggja í loftið og var komin nokkra kílómetra inn í kúbanska loftrýmið er fyrri vélin var skotin niður. Farþegar skemmtiferðaskipsins Majesty of the Seas urðu vitni að atburðunum og skýrðu frá þeim er skipið kom til hafnar í Miami sunnu- dag. Ónafngreindur farþegi sagði sjónvarpsstöð, að flugskeytin hefðu splundrað flugvélunum. Annar far- þegi tók atvikið upp á myndband og á því sjást svartir reykjarbólstrar út við sjóndeildarhring en skipið var þá rúmlega 2ö sjómílur (36 km) frá Kúbuströndum. Rússum þykir avikið miður „Okkur þykir atvikið mjög miður en að öðru leyti ræðst afstaðan af því hvað í ljós kemur í smáatriðum að átt hafi sér stað,“ sagði Grígoríj Karasín, talsmaður rússneska utan- ríkisráðuneytisins. Hann gaf ótví- rætt til kynna að Rússar myndu ekki taka undir kröfu um fordæm- ingu öryggisráðs SÞ fyrr en óháðir aðilar hefðu rannsakað málið. Jose Basulto, annar flugmaður flugvélarinnar sem komst undan, hélt því fram að flugvélarnar hefðu verið allar verið í alþjóðlegu loftrými er kúbönsk MIG-þota birtist óvænt og hóf skotrhíð. Basulto játaði að hafa verið var- aður við því að fljúga inn í loftrými Kúbu. Hann sagði stjórn Castro Kúbu- leiðtoga seka um aftöku. Samtökin hefðu heitið því að beita sér friðsam- lega og þau myndu halda starfi sínu áfram. Verja byltinguna Utanríkisráðuneytið í Havana sagði að flugvélarnar hefðu flogið inn í lofthelgi landsins fyrr á laugar- dag en vérið hraktar í burtu af her- þotu. Þegar þær birtust aftur nokkr- um stundum seinna hefðu flugum- ferðarstjórar í Havana varað flug- menn einnar þeirra við hættunni sem við blasti en án árangurs.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.