Morgunblaðið - 27.02.1996, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 27.02.1996, Blaðsíða 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 27. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ I- LISTIR Fjögur herbergi og afturför KVIKMYNPIR Rcgnboginn Fjögur herbergi (Four Rooms) ★ ★ Leikstjóm og handrit: The Missing higrcdient Allison Anders; The Wrong Mnn Alexandre Rockwell. The Misbehavers Robert Rodrigu- ez. The Man From Hollywood Quentin Tarantino. Tónlist. Aðal- leikendur Tim Roth, Marisa Tomei, Sammi Davis, Valeria Gol- ino, Madonna, Ione Skye, Lili Tayl- or, Jennifer Beals, Antonio Bande- ras, Quentin Tarantino, Bmce Willis. Bandarísk. Miramax 1995. SAMSUÐA fjögurra, banda- rískra kvikmyndagerðarmanna sem vakið hafa mikla og verð- skuldaða athygli á jaðri iðnaðar- ins, virkar ekki. Við sjáum hvemig hótelherbergi á nýárs- kvöld, kemur þessu annars ágæta fólki, fyrir augu. Hótel- þjónninn Ted (Tim Roth) hnýtir sögurnar fjórar saman. Fyrsti hlutinn, Efnið sem vantaði, er framlag leikstjórans Allison Anders. Sá á aðeins þrjár jnyndir að baki og hafa tvær þeirra hlotið góða dóma; Gas Food Lodging (’92), og komið hefur út hérlendis á myndbandi, og Mi Vida Loca (’94). Hér leiða fimm nomir saman krafta sína til að vekja upp kvenpersónu sem lét lífið á hótelinu fyrir fjórum áratugum. Magna þær seiðinn og kemur í ljós að framlag einn- ar nornarinnar, sæði úr bónda hennar, vantar í mjöðinn. Er þá komið að þætti kúsksins Teds. Langskásti hluti myndarinn- ar, prýddur fríðum hópi leik- kvenna sem standa sig bærilega. Gamansemin hittir í mark og maður fer vongóður inn í kafla II, The Wrong Man. Hann er gerður af Alexandre Rockwell sem hefur gert tvær, eftirtektar- verðar myndir, In the Soup og Somehody to Love. Sú fyrr- nefnda hefur komið út á mynd- bandi, gráglettin smámynd um vonlitla kvikmyndagerðarmenn þar sem Steve Buscemi, Seymo- ur Cassell og fleiri góðir menn fara á kostum. Því er ekki að fagna hér að einhver bretti upp ermárnar, heldur er þessi kapít- uli um afskipti hótelþjónsins af fordrukknum og rugluðum eigin- manni sem reyrt hefur kerlu sína niður í stól og setur upp leikrit þar sem Ted garmurinn er borinn þumgum sökum. Hljómar vel en hefur tekist afleitlega í flesta staði. Einkum vantar þó undir- stöðuatriði gamanmyndarinnar - fyndnina. Þá er komið að mexíkósku voninni þeirra í Hollywood, Ro- bert Rodriguez, sem setti kvik- myndaiðnaðinn úr jafnvægi með velgengni smámyndarinnar E1 Maríachi. Columbia gaf honum undir fótinn og Desperado, fyrsta mynd hans norðan landa- mæranna, varð til í fyrra og var ekki nógu góð. Þáttur Rodriguez á sín góðu augnablik, ekkert meira. Antonio Banderas og Tamlyn Tomita leika foreldri sem skilja óþekktarangana sína tvo eftir inná hótelinu meðan þau fara út á lífið. Sjónvarpið og vikapilturinn Ted eiga að annast gæsluna. Sem öll fer úr skorðum. Kaflinn er ekki gjörsneyddur þeim gálgahúmor sem einkennt hefur myndimar hans tvær en Rodriguez hlýtur að geta mikið betur, einkum sem handritshöf- undur. Smekkleysið er ríkjandi, Roth og krakkamir eiga þó skil- ið hrós fyrir tilburði til að skemmta okkur. Þá er komið að lokakaflanum hans .Quentins Tarantino, sem hvert mannsbarn þekkir (sem veit hvað er kvikmynd) af mynd- unum hans tveim, Reservoir Dogs og Reyfara. Hér gerði maður kröfur um að vera rifinn upp frá meðalmennskunni sem einkennt hafði fyrstu hlutana þrjá, en þær vonir urðu að engu. Hlutur Tarantinos nefnist Mað- urínn frá Hollywood um kvik- myndafólk á áramótafylleríi. Fer Quentin í fararbroddi fyrir brennivínsberserkjunum og þó svo að honum takist að leikstýra sjálfum sér, Roth, Willis, og fleiri gestum þokkalega, er handrits- höfundurinn Tarantino ekki í gamalkunnu formi. Það sem þessi mannskapur lætur sér um munn fara er að mestu leyti bölv og ragn, afgangurinn lítið áhugaverðari. Roth á að halda þessum ósköpum saman og bregður fyr- ir sig skrípalátum sem oftar virka útí hött við persónuna og umhverfið. Steve Buscemi átti lengi vel að fara með hlutverk þjónsins og hefði að öllum líkind- um gert betur. Roth er magn- aður leikari, hér er honum annaðhvort mislagðar hendur eða illa leikstýrt. Það er frægðarljómi kringum þessi nöfn og sannarlega von á forvitnilegri og frumlegri skemmtun. Því miður fylltist maður einna helst vonbrigðum yfir þessari sýningu og fékk á tilfinninguna að þetta fólk sé allt saman oflofað og ofmetið. Maður rétt vonar að svo sé ekki. Sæbjörn Valdimarsson Morgunblaðið/Ásdís Vel safnaðist á barnaleikhúshátíð BARNALEIKHÚSHÁTÍÐ var haldin á vegum Barna- og brúðuleikhússamtakanna á Is- landi 17. og 18. febrúar. Hátíðin var haldin til að safna fé til styrktar eina barnaleikhúsinu sem enn starfar í Sarajevo í Bosníu-Hersegóvínu. Allir þeir sem þátt tóku í hátíðinni gáfu vinnu sína. Hallveig Thorlacius hjá Sögu- svuntunni, sem annast hefur undirbúningin hér á landi, sagði í samtali við Morgunblaðið að aðsókn að hátíðinni hefði verið mjög góð. „Þetta tókst í alla staði mjög vel. Áhorfendur fjöl- menntu á sýningarnar og mynd- um við sem stóðum að þessu vilja koma á framfæri þökkum okkar og þeirra sem hljóta ágóðan af hátíðinni.“ Hallveig segir að um 160.000 krónur hafi safnast á hátíðinni. „Þessir peningar renna óskiptir til leikhússins í Sarajevo og þótt það virðist ekki há upphæð í okkar augum, verður meira úr þessum peningum þarna úti en hér. Peningarnir verða not- aðir til þess að kaupa ýmsan tæknibúnað í leikhúsið sem er af mjög skornum skammti þar.“ Álíka hátíð fór fram á hinum Norðurlöndunum á sama tíma og söfnuðust þar jafn miklir peningar til samans og hér heima. Sönghópurinn Sólarmegin í Hallgríms- kirkju í Saurbæ SÖNGHÓPURINN Sólarmegin frá Akranesi heldur tónleika í Hall- grímskirkju í Saurbæ í kvöld kl. 2L Á efnisskránni eru lög úr ýms- um áttum, innlend og erlend. Sönghópurinn Sólarmegin er skip- aður fimm konum og fímm körlum sem sungið hafa í sex ár. Hópurinn hefur komið víða fram, bæði innanlands og utan. Tónleikarnir eru þeir fyrstu í tónleikaröð hópsins sem nú vinnur að upptöku á geisladiski. ♦ » »----- Þrír listamenn sýna í Borgar- leikhúsinu « UM þessar mundir stendur yfír sýn- ing á verkum eftir þrjá myndlistar- menn í Borgarleikhúsinu. G.R. Lúðvíksson sýnir vinnu- palla, Pétur Öm Friðriksson róbóta og Guðlaugur Jón Bjarnason ljós- myndaverk. Sýnendur vom valdir af Nýlista- safninu en Borgarleikhúsið hefur verið í samstarfi við það um upp- setningu á verkum í anddyri leik- hússins. Sýningin stendur til 17. mars. Tónleikaferð Sinfómuhljómsveitar íslands um Bandaríkin gengur vel Spilar í Carnegie Hall New York, Morgunbladið. HÁPUNKTUR tónleika Sinfóníu- hljómsveitar Islands um Bandarík- in verður í kvöld þegar hún kemur fram á tónleikum í Carnegie Hall, einu nafntogaðasta tónleikahúsi heims. Miðasala hefur farið vel af stað, samkvæmt upplýsingum frá Camegie Hall, og er hugur í hljóm- sveitarmeðlimum sem von er. Það er skammt stórra högga á milli hjá hljómsveitinni, en í nótt að íslenskum tíma átti hún að spila í Mitchel Hall í Newark Delavare, sem er í nágrenni New York þar sem bækistöðvar hljómsveitarinnar em þessa dagana. Síðastliðinn laugardag lék Sinfóníuhljómsveit íslands í Tilles Center á Long Is- land - höll sem rúmar ríflega 2.000 manns. Var bekkurinn þéttsetinn og hljómsveitinni vel fagnað að leik loknum. Sérstaklega féll píanóleik- ur bandaríska einleikarans, Illjönu Verede, áheyrendum vel í geð. „Hún lék vel í kvöld, en ennþá betur í Mechanics Hall í Wurcester í gærkvöldi, föstudag, enda var flygillinn og hljómburðurinn betri þar,“ sagði Runólfur Birgir Leifs- son, framkvæmdastjóri hljómsveit- arinnar, í hita augnabliksins. Helga Hauksdóttir tónlistar- stjóri, sem leikur sjálf með hjóm- sveitinni í ferðinni, tekur í sama streng. „Mechanics Hall er án efa skemmtilegasti salurinn sem við höfum leikið í í ferðalaginu til þessa. Ekki nóg með að hljómburð- urinn sé frábær, heldur er um- gjörðin öll afar glæsileg. Það kem- ur því ekki á óvart að Mechanics Hall sé vinsæll og virtur tónleika- staðúr.“ Þess má geta að fjöldi íslendinga búsettir í Boston sóttu tónleikana í Wurcester. Runólfur Birgir hjó eftir því að tónleikagestir á Long Island hlust- uðu mjög vel. Lítið var um klapp á milli þátta og á Rósu Hrönn Guðmundsdóttur fíðluleikara má heyra að mikill munur var á áheyr- endum á tónleikunum tveimur á Flórída annars vegar og í Wurcest- er og á Long Island hins vegar. „Það er greinilegt að hlustendur eru mjög vanir hérna upp frá.“ Viðtökurnar í Tillers Center voru Sinfóníuhljómsveit íslands kærkomnar enda erfíður dagur að baki. Ekki nóg með að önnur rút- an sem flutti hana frá Wurcester til New York hefði gengið úr lagi í miðjum klíðum, heldur hefti umferðin á Manhattan för hljóm- sveitarinnar til eyjunnar löngu. Hún komst reyndar í tæka tíð á vettvang, en lítill tími var til að stilla strengi, beija bumbur og þeyta lúðra.“ „Það er þægilegra að geta vanist nýjum sal fyrir tón- leika. Til þess gafst hins vegar ekki tími að þessu sinni, þannig að við urðum að venjast honum í fyrsta verkinu," segir Rósa Hrönn. Sunnudagurinn var hvíldardag- ur, líkt og til forna, og nýtti hljóm- sveitin tækifærið til að spóka sig í sólinni og storminum sem leyst hafa snjóinn af hólmi á Manhattan - um stundarsakir að minnsta kosti. í góðra vina hópi TÓNLIST Fclla- og Hólakirkja KÓRTÓNLEIKAR Ýmis kór- og einsöngslög. Samkór- inn Björk; Jóna Fanney Svavarsdótt- ir, einsöngur; Thomas Higgerson, píanó; Guðmundur Hagalín Guð- mundsson, dragspil. Stjórnandi: Peter Wheeler. Fella- og Hólakirlqu, laugardaginn 24.2. kl. 16. SAMKÓRINN Björk úr Austur- Húnavatnssýslu heimsótti Reykjavík á laugardaginn var, er hann efndi til tónleika í Fella- og Hólakirkju. Gegndarlaust norðanbálið aftraði ekki liðlega hálfu hundraði manns frá að sækja tónleikana, en að sögn kynnis úr hópi söngfélaga var kórinn ekki fullskipaður sakir veðurs. Efnisskráin var frekar yfírlætis- laus og bar að hætti sumra átthaga- kóra fá merki um að mikið sé dekr- að við sígildar heimskórmenntir heima í héraði um þessar mundir, hvað svo sem síðar kann að verða. Að vísu geta mörkin milli „sí- grænna" dægurlaga og léttra sí- gildra kórperla stundum verið næsta óljós, en í heild bar lagaval kórsins samt öðru fremur keim af gleðskap rétta, ungmennafélagsmóta, fjalla- skála og þorrablóta. Virtist því markið ekki sett hærra að sinni en að skemmta sjálfum sér og Húnvetn- ingum búsettum á mölinni, og er svo sem ekkert við því að segja. Öllum er vitanlega ftjálst. hvað þeir vilja leggja mikla vinnu í tómstundir eins og kórstarf, enda markmið og metn- aður mismunandi eftir efnum og aðstæðum. Hvað varðar svokallaða létta tón- list, er það hins vegar útbreiddur misskilningur, að árangur náist þar fyrr og með minni fyrirhöfn en þeg- ar glímt er við „fagurtónlist". Það gleymist, að tíminn sem kann að sparast við auðlærðar raddir glatast aftur við að fægja túlkunina, því sakir útbreiðslu og auðfenginnar viðmiðunar útheimtir létta tónlistin ef nokkuð er meiri tæknilipurð en verk meistaranna til að gera sig - auðvitað að því tilskildu, að áheyr- endur (utan við hóp nátengdra) þyki skipta einhveiju máli. Bæði efnisval kórsins og flutning- ur urðu undirrituðum tilefni þessara hugrenninga. Miðað við aðstæður (þ. á m. skerta kórstærð) var margt þokkalega sungið, einkum fyrir hlé, eins og Við gengum tvö eftir Friðrik Jónsson, þar sem komu fram .skemmtilega markvissar styrkbreyt- ingar, og sænska þjóðlagið Með gleði lát rödd þína klingja, svo og ítalska svifbrautarlagið Funiculi, funicula undir tónleikalok, þar sem ferskleiki áhugamennskunnar naut sín einna bezt. Þrátt fyrir röggsama stjórn varð þó brátt ljóst, að kórinn á margt eftir ónumið, t.d. varðandi tónstöðu og stuðning, og þrátt fyrir góðar söngraddir innan um, einkum í sópr- an, voru alt og bassi heldur dauf og inntónun tenóra stundum í bág- ara lagi. Hæst á tónleikunum reis einsöng- ur Jónu Fanneyjar Svavarsdóttur, og efnisskráin um leið, því hér fóru hinar alkunnu perlur Draumalandið, Söngur bláu nunnanna, Jeg elsker dig eftir Grieg og Þú eina hjartans yndi mitt við prýðilegan píanóundir- leik Thomasar Higgersons. Jóna Fanney söng af öryggi og þokka og skartaði fallega hljómandi mezzo- sópranödd, sem vel gæti átt eftir að gleðja marga í náinni framtíð. Ríkarður Ö. Pálsson I I I \ \ \ \ í \ i \ \ \ \
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.