Morgunblaðið - 27.02.1996, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 27.02.1996, Blaðsíða 22
MORGUNBLAÐIÐ 22 ÞRIÐJUDAGUR 27. FEBRÚAR 1996 Sterkleiðtil fræðslumiðlunar Stoppleikhópurínn hefur að undanfömu efnt til nýstáríegrar umferðarfræðslu í grunnskól- um Reykjavíkur. Orri Páll Ormarsson tók Eggert Kaaber, stofnanda hópsins, tali og fræddist um umferðarleikritið Stopp. UMFERÐIN er einn mesti skað- valdur samtímans. Hætturnar leyn- ast víða og upplýst umræða því allra hagur. Forvarna- og fræðslu- starf gegnir enda mik- ilvægu hlutverki í nú- tíma samfélagi — ekki síst með tilliti til yngstu kynslóðarinnar. Starfi þessu bættist nýverið liðsauki í líki Stoþpleikhópsins; at- vinnuleikhóps sem komið var á fót í því skyni að flytja leiksýn- ingar sem tengjast hvers konar fræðslu- og forvarnastarfi. I fyrsta verkefni sínu beinir hann sjónum að umferðarmálum og kallast leikritið einfald- lega Stopp. Hugmyndin að sam- starfi hópsins er runnin undan riij- um Ingu Karlsdóttur, svæðisfull- trúa í umferðarfræðslu í Reykjavík, sem leit, að sögn Eggerts Kaabers, stofnanda Stoppleikhópsins, á leik- húsið sem kjörinn vettvang fyrir umferðarfræðslu fyrir grunnskóla- börn á aldrinum 9-12 ára. „Það hafa verið gerð umferðarleikrit fyr- ir yngri börn en þessi aldurshópur hefur einhverra hluta vegna orðið útundan. Þörfin var því fyrir hendi,“ segir Eggert. í kjölfarið kom Inga að máli við Eggert síðastliðið haust og bauð honum að setja á laggirnar leikhóp í því skyni að færa upp umferðar- leikrit í grunnskólum borgarinnar. „Mér leist strax vel á hugmyndina og fékk til liðs við mig fjóra leikara; Gunnar Gunn- steinsson, Dofra Her- mannsson, Hinrik 01- afsson og Katrínu Þor- kelsdóttur, sem allir útskrifuðust frá Leik- listarskóla íslands eins og ég,“ segir Eggert. Spunavinna Hann segir að þeir Gunnar hafi þegar mótað ramma að leik- ritinu sem byggði á umferðarslysi og þremur börnum sem því tengdust, leiknum af Dofra, Katrínu og Hinriki. Æf- ingar hófust 1. desember undir stjórn Eggerts og fyrir lok janúar hafði fullmótað leikverk litið dags- ins ljós. „Umferðarleikritið Stopp varð alfarið til í gegnum spuna- vinnu sem gerir það að Verkum að við eigum það öll saman, þótt hand- ritið sé skrifað af Gunnari. Þá nut- um við góðs af ráðleggingum Um- ferðarráðs, auk þess sem við hittum fjöldann allan af krökkum í Selás- skóla að máli.“ Eggert segir hópinn hafa kapp- Morgunblaðið/Ásdís Eggert Kaaber NÚ standayfir æfingar á ballettkvöldi sem frumsýnt verður í Islensku óperunni 8. mars næstkomandi Verk þriggja NÚ standa yfir æfingar á ballett- kvöidi íslenska dansflokksins sem frumsýnt verður í íslensku óperunni þann 8. mars næstkom- andi. Sýningin samanstendur af verkum þriggja danshöfunda, en það eru þau David Greenall, Lára Stefánsdóttir og Hlíf Svavars- dóttir. Hlíf sem er skólastjóri dans- akademíunnar í Arnheim Hol- landi, er væntanleg til landsins um miðjan mánuðinn vegna upp- setningar verksins „Af mönnum" en það hlaut 1. verðlaun í sam- keppni dansskálda á Norðurlönd- danshöfunda um í Osló 1988. Tónlistin er eftir Þorkel Sigurbjörnsson. Verk Davids og Láru eru í vinnslu. „Kveikjan að verki Davids er tónlist William Boyce sem er breskt tónskáld er uppi var á 18. öld. Verk Láru er samið við tón- list hljómsveitarinnar „Dead can dance“, sem ber heitið „The Ser- pent’s Egg“. Allir dansarar Islenska dans- flokksins, ellefu talsins, taka þátt í sýningunni. Frumsýningin verð- ur 8. mars og verður einungis um fjórar sýningar að ræða,“ segir í frétt frá dansflokknum. LISTIR Morgunblaðið/Ámi Sæberg HINRIK Ólafsson, Katrín Þorkelsdóttir og Dofri Hermannsson í hlutverkum sínum í umferðarleikritinu Stopp. kostað að ná sem bestu sambandi við börnin og því gegni tónlistin — einkum rapp — veigamiklu hlut- verki í sýningunni. Er hún eftir Válgeir Skagfjörð en Jón St. Krist- jánsson samdi söngtextana. Umferðarleikritið Stopp var frumsýnt í Seljaskóla 1. febrúar síðastliðinn og hefur, að sögn Egg- erts, hlotið feikigóðar viðtökur. Skólarnir hafi fagnað því að fá leik- hús með boðskap og fræðslugildi í heimsókn. Og fleiri en mennta- stofnanir hafa hrifist: „Stoppleik- hópurinn vinnur verk sitt af alúð og metnaði og skapar sýningu sem er bæði skemmtileg og fræðandi auk þess sem hún gerir kröfur til áhorfenda sinna, barnanna, um fulla athygli," sagði meðal annars í leiklistardómi í Morgunblaðinu. „Það hefur sýnt sig að einfaldar stuttar leiksýningar, þar sem leikið er fyrir framan krakkana í þeirra umhverfi, er sterk leið til fræðslu- miðlunar. Mun sterkari en þurrir fyrirlestrar. Við förum engum silki- hönskum um þetta viðfangsefni enda er fræðsla af þessu tagi ákaf- lega mikilvæg og ef okkur tekst að fá krakkana til að hugleiða boð- skapinn er takmarkinu náð,“ segir Eggert og bætir við að Stoppleik- hópurinn hafi jafnan efnt til um- ræðna eftir sýningarnar við góðar undirtektir. í alla grunnskóla landsins Hugmyndin var að sýna umferð- arleikritið Stopp í þijátíu gruhn- skólum á höfuðborgarsvæðinu. Eru nú tólf sýningar að baki. Eggert segir að þegar þeim ljúki standi til að bjóða grunnskólum víðs vegar um land sýninguna. „Okkur langar helst til að sýna leikritið í öllum grunnskólum landsins, hvort sem það getur orðið í vor eða haust.“ Stoppleikhópurinn hefur fullan hug á því að halda samstarfinu áfram þegar þessu verkefni lýkur. Segir Eggert ýmsar hugmyndir vera til umræðu en vill ekki nefna þær að svo stöddu. „Það er á mörgu að taka fyrir hóp eins og okkar en ég veit ekki betur en Stopp sé eina fræðsluleikhúsið sem er starfandi hér á landi í dag.“ Atvinnuleikhópar eru ávallt háð- ir ijárframlögum og að sögn Egg- erts munu ýmsis fyrirtæki hafa brugðist rausnarlega við umferðar- leikritinu Stopp. Ahugi hafi verið mikill og er leikritið meðal annars samstarfsverkefni leikhópsins, Skólaskrifstofu Reykjavíkur og Sjóvár/Almennra en að auki hafa fjölmargir aðilar styrkt verkefnið. Eggert segir þó að hið opinbera mætti að ósekju sýna starfi af þessu tagi meiri áhuga enda sé tvímælalaust um atvinnuskapandi framtak að ræða. Eggert horfir björtum augum til framtíðar enda gefi þetta fyrsta verkefni Stoppleikhópsins góð fyrirheit. „Vonandi verður unnt að byggja framtíðarstarfið á þessu fyrsta leikriti og viðtökunum sem það hefur fengið. Það er afar mikil- vægt fyrir nýjan leikhóp að byija vel, auk þess sem það er gefandi að geta lagt fræðslustarfinu í þjóð- félaginu lið með þessum hætti.“ Háskólatónleikar í Norræna húsinu Stutt verk eftir sjö tónskáld Á HÁSKÓLATÓNLEIKUM mið- vikudaginn 28. febrúar koma fram þau Snorri Örn Snorrason, sem leikur á lútu og gítar og Camilla Söderberg, blokkflautur. Tónleik- arnir eru haldnir í Norræna húsinu og heijast kl. 12.30. Á tónleikunum verða flutt stutt verk eftir sjö tónskáld frá endur- reisnar- og klassíska Úmanum, bæði dúettar og einleiksverk. Snorri Örn Snorrason hóf tón- listarnám í Lúðrasveit drengja hjá Karli 0. Runólfssyni en var síðan í Lúðrasveit Reykjavíkur um fimm ára skeið. Jafnframt lék hann á rafgítar í danshljómsveit. Hann stundaði nám í klassískum gítar- leik við Tónlistarháskólann í Vín- arborg 1971-1976 og lauk þaðan einleikaraprófi. Á árunum 1976- 1978 stundaði hann svo fram- haldsnám í Basél í Sviss auk þess að taka einkatíma í lútuleik. Hann hefur haldið einleikstónieika, tpkið þátt í kammertónlist heima og erlendis, leikið í útvarpi og sjón- varpi, starfað í Þjóðleikhúsinu og er einn af stofnendum Musica Antiqua. Á námsárunum í Vín hóf Snorri að kenna á gítar og hefur frá árinu 1980 verið gítarkennari við Tónlistarskólann í Reykjavík og Tónlistarskóla FÍH. Camilla Söderberg er fædd í Stokkhólmi en ólst upp í Vínar- borg. Hún lærði á blokkflautu hjá dr. René Clemencic og Hans Mar- ia Kneihs við Tónlistarháskóla Vínarborgar, þar sem hún lauk einleikaraprófi 1970. Hún stund- aði framhaldsnám hjá Jeanetta CAMILLA Söderberg og Snorri Örn Snorrason. van Wingerden við Schola Cantor- um Basiliensis í Sviss. Camilla hefur haldið tónleika í Austurríki, Þýskalandi, Sviss, Ítalíu, Svíþjóð, Noregi, Finnlandi og íslandi auk þes sem hún hefur gert upptökur fyrir útvarp og sjónvarp á Islandi og víðar. Hún hefur verið búsett á íslandi frá árinu 1980 og er tónlistarkennari við Tónlistarskól- ann í Reykjavík og Kennarahá- skóla íslands. Aðgangseyrir á tónleikana er 300 kr., en frítt fyrir handhafa stúdentaskírteinis. „Stilltar myndir“ THALÍA, Leikfélag Menntaskólans við Sund, frumsýnir miðvikudags- kvöldið 28. febrúar leikverkið Stillt- ar myndir í leikstjórn Vigdísar Jak- obsdóttur. Verkið er unnið í sam- vinnu leikara og leikstjwa ög er einskonar klippimynd í leiklistar- formi. í kynningu segir: „Áhorfendur kynnast 14 persónum sem til að byija með virðast dæmigerðar týpur úr íslenskum samtíma. Þær eru þægilega svart-hvítar og auðþekkj- anlegar. En myndin fær á sig lit eftir því sem líður á verkið og per- sónurnar trúa áhorfendum fyrir sögum sínum, leyndarmálum og draumum. Og þar kennir ýmissa grasa!“ Alls koma milli 40 og 50 manns nálægt sýningunni á einn eða annan hátt. Sýnt er í Þrísteini, húsi Menntaskólans við Sund, og er að- gangseyrir aðeins fjórtán krónur. Uppbókað er á frumsýningu, en næstu sýningar verða föstudaginn 1. mars, sunnudaginn 3. mars og mánudaginn 4. mars.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.