Morgunblaðið - 27.02.1996, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 27.02.1996, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ MENNTUN ÞRIÐJUDAGUR 27. FEBRÚAR 1996 25 Iðnnemar án þjálfunar Iðnnemaplássum hefur fækkað um 1.000 á undanfömum fimm árum vegna erfiðleika nema við að komast á samning. Hildur Frið- riksdóttir komst að því að menn telja markað- inn í hefðbundnum iðngreinum mettaðan og að brýnt sé að at- vinnulífið og mennta- kerfið taki höndum saman um að búa til nýjar námsbrautir. I Morgunblaðið/Or myndasafni MISJAFNT er eftir starfsgreinum hversu erfitt nemendum gengur að komast í starfsþjálfun. IÐNNEMAPLÁSSUM hefur fækkað um 1.000 á undanförnum fimm árum eða úr 2.500 árið 1990 í 1.500 1995. Ástæðan er rakin til þess hversu erfitt nemar eiga með að komast á samning, sem aftur endurspeglar atvinnuleysi í greinunum. Menn benda á að þegar aðeins sé útlit fyr- ir atvinnu í þijá mánuði sé ekki fýsi- legur kostur að taka nema á fjög- urra ára samning, vegna þeirrar bindingar sem það skapar. Iðnnám er tvenns konar, annars vegar er um að ræða nám þar sem nemendur fara strax eða fljótlega á samning. Tekur það 3-4 ár og skipt- ist ýmist í bóklegt eða verklegt. Hins vegar er um að ræða verknám, þar sem bóklega hlutanum er lokið fyrst, oftast á 6-7 önnum, og síðan fer fram starfsþjálfun í 6-18 mánuði. í nokkrum greinum verknáms eru dæmi um að nemar komist alls ekki í starfsþjálfun til þess að ljúka námi. Á þetta t.d. við um húsasmíði og bifvélavirkjun. „Þetta er í raun spurning um framboð og eftirspurn. Húsgagnasmíði hefur til dæmis breyst hér á landi og nánast engin hefðbundin húsgagnaframleiðsla er til staðar," sagði Þorbjörn Guð- mundsson framkvæmdastjóri Sam- bands iðnfélaga. Endurnýjun ekki í takt Gallinn við núverandi kerfi er sá að þegar samdráttur verður í einni grein endurspeglast það í því að færri nemar komast á samning. Þeg- ar þörf verður síðan fyrir aukið vinnuafl er endurnýjunin ekki í takt við umhverfið og fjölgun manna í greininni verður því eftir á. „Það er eiginlega ekki hægt að ætlast til þess af einstökum atvinnurekendum að þeir taki nemendur í starfsþjálfun eða á samning, nema þeir hafi þörf fyrir þá,“ sagði Ingvar Ásmundsson skólameistari Iðnskólans. Hann segir að hugmyndir hafi komið fram sem leyst geti þetta vandamá! að hluta, þ.e. að ljúka mætti sveinsprófi um svipað leyti og skólaprófum. Síðan fái menn ekki full réttindi fyrr en þeir hafí skilað tilteknum starfstíma hvenær sem það svo yrði. „Þetta er auðvitað ekki lausn fyrir þær greinar þar sem enga starfsþjálfun er að fá hvorki fyrr né síðar.“ Bijánn Jónsson framkvæmdastjóri Iðnnemasambands íslands segir að fyrir um tveimur árum hafi vandi verknámsnema verið orðinn mjög áberandi. Þá hafi verið kominn stór uppsafnaður hópur sem skorti starfs- þjálfun. Menntamálaráðuneytið hafi gripið til þess ráðs að veita peningum til að auðvelda fólkinu að komast í vinnu. „Það gekk eftir en þó aðeins fyrir þann hóp sem hafði í raun ný- lokið námi, því margir hinna höfðu snúið sér að öðrum störfum," sagði Bijánn. Hann bendir á annan möguleika, þ.e. að breyta verknámsbrautum þannig að nemendur ljúki námi að mestu leyti innan skólanna. Jafnvel að starfsþjáifun verði felld út t.d. í rafeindavirkjun og húsgagnasmíði. „Sá timi sem menn taka í starfsþjálf- un í rafeindavirkjun er tímaskekkja. Vinnustaðirnir eru svo einhæfir, að menn koma verr undirbúnir undir sveinspróf en hefðu þeir tekið prófið strax eftir skóla. Fall í sveinsprófi í þessari grein hefur verið um 80% undanfarin ár.“ Andstaða atvinnulífsins Bijánn tekur ennfremur fram að þegar rætt sé um starfsnám innan skólans mæti nemendur nokkurri andstöðu atvinnulífsins. „Þar vilja menn stjórna fjöldanum, þó svo að það hafi margsinnis komið þeim í koll eins og nú í málmiðnaðinum." Ingvar Asmundsson telur vænlegri leið að koma nemum á samning eða að þeir geti lokið starfsþjálfun á ótil- greindum tíma eins og fyrr greinir. Hann segir hugmynd nemanna þó vel koma ti! greina. Þorbjörn Guðmundsson telur aftur á móti að starfsþjálfun geti aldrei farið fram í skólum vegna þess hversu ólíkt skólaumhverfí sé vinnu- umhverfi. „Eg get ekki séð að þetta geti átt við nema í einstökum grein- um. Ef við tökum dæmi af skipa- eða byggingariðnaði, þá felst þjálf- unin ekki bara í því að læra verkið heldur að vera á vinnustað þar sem margt er í gangi í einu. Grunnþekk- ingu er hægt að fá í skóla en á vinnu- markaði lærir maður að nýta hana. Nemendur hafa ekki heldur vinnu- hraða, sem getur einungis skapast á vinnustað en ekki í skólastofu." ívilnanir til fyrirtækja? Hugmyndir hafa komið fram um hvort hægt sé að veita fyrirtækjum skattaívilnanir eða styrki til að taka nema. Er litið til nágrannalanda eins og Danmerkur í því sambandi. Þar eru atvinnugreinar skattlagðar og þeir sem taka til sín nema hafa feng- ið greitt fyrir það. Menn eru þó ekki á eitt sáttir hvort túlka beri árangur Dana að þessu leyti góðan eða ein- ungis þokkalegan og lítt til eftir- breytni. Ingvar Ásmundsson tekur fram að þrátt fyrir þetta hafi ekki tekist að koma öllum nemum fyrir. Jafnvel hafi þurft að setja upp gervi- fyrirtæki, meira að segja á vegúm skólanna sjálfra. Þorbjörn Guðmundsson bendir einnig á að með því að veita fyrir- tækjum styrki sé verið að grípa inn í fijálsa samkeppni. „Fyrirtækin hefðu þá forskot um að bjóða í verk, því þau eru með ódýran starfskraft auk fjármagns í formi styrkja." Aðrar greinar þar sem erfitt hefur verið að komast í starfsnám eru raf- virkjun, bifvéla- og rafeindavirkjun en í þeirri síðastnefndu gerði Iðnskól- inn í Reykjavík rammasamning við Meistarafélag rafeindavirkja. Fól hann m.a. í sér að útvega öllum þeim rafeindavirkjanemum sem ljúka 6. önn samkvæmt námskrá og undan- farareglum starfsþjálfunarpláss. Má segja að hér sé um tímamótasamning að ræða, því enginn slíkur hefur áður verið gerður. Iðnskólinn í Hafnarfirði hefur sömuleiðis hafið viðræður við Meistarafélag bygg- ingarmanna í Hafnarfirði um að þeir tryggi ákveðnum fjölda nemenda starfsþjálfun. Viðkvæmt mál Viðmælendur Morgunblaðsins voru sammála um að hér væri mikill vandi á ferðum, málið viðkvæmt og nokkuð sem ekki væri einfalt að leysa. Ábyrgðin væri bæði í höndum skóla og atvinnulífs. Margir nefndu að markaðurinn væri mettaður fyrir hinar hefðbundnu greinar, meðal annars vegna þess að með nýrri tækni hefðu afköst manna aukist hröðum skrefum. Þorbjörn Guðmundsson tók sem dæmi þegar Höfðabakkabrúin var byggð, þá hafi 5-6 trésmiðir unnið að byggingu hennar á þeim stutta tíma sem það tók, en fyrir nokkrum árum hefðu þeir verið 10-15. „Ég sé enga skynsemi í að beina fjölda nemenda inn í starfsgreinar þar sem ljóst er að aðeins lítill hluti geti haft atvinnu af því í framtíðinni," sagði hann en tók fram að hann væri ekki að tala um að greinunum yrði lokað. „Spurningin er hvort skóli, at- vinnulíf og menntakerfí eigi að reyna að búa til einhvetjar rásir fyrir þessa nemendur. Til að auka verkmenntun almennt verðum við að útbúa nýjar námsbrautir og ný störf. Það má þróa nýjar greinar út frá þeim sem fyrir eru eins og í málmiðnaði," sagði hann og tók dæmi um fyrirtæki eins og Marel sem hefur þróað nýja fram- leiðslu út frá hefðbundnum iðngrein- um. Sömuleiðis nefndi hann þróun i rafeindaiðnaði þar sem möguleikarn- ir væru ótæmandi. Spurður hvort ekki væri eðlilegt að sú kvöð væri á Iðnskólanum að hann taki ekki inn nemendur nema menn sjái fram á að þeir geti lokið starfsþjálfun svaraði Ingvar Ás- mundsson því til að málið væri marg- þætt. „Þetta snýst m.a. um hvort takmarka eigi aðgang að greinum. Mjög neikvætt væri að loka t.d. raf- iðnaði nema fyrir þeim sem hægt væri að tryggja starfsþjálfunarpláss. Menn stefna ekki allir á að verða raf-, rafeinda- eða rafvélavirkjar. Einhvern tíma á þessum ferli geta þeir tekið ákvörðun um að snúa sér að tækni- eða verkfræði. Þessi grunnur er mjög góður fyrir slíkt nám og því væri slæmt að loka þess- ari leið.“ Björn Bjarnason mennta- málaráðherra segir misjafnt hvernig nemum gengur að komast á samning eftir árferði í þjóðfélaginu og það sé ekki á færi ráðuneytisins að gefa fyrirmæli um að fyrirtæki ráði fólk. „Þetta er ekkert sem stjórnvöld geta leyst með einu pennastriki. Spurning er auðvitað hvernig á að veita þessa þjálfun," sagði hann og bætti við að málið hefði verið til umræðu innan ráðuneytisins. Nýjar námsbækur NÁMSGAGNASTOFNUN hef- ur nýlega gefið út nokkrar kennslubækur í íslensku. Meðal annars er um að ræða eftirfar- andi bækur: • Handbók um málfræði eftir Höskuld Þrá- insson er upp- flettirit fyrir kennara og_ nemendur. í fyrri hluta er að finna skil- greiningar á liðlega 420 hugtökum og heitum í íslenskri málfræði. í síðari hluta bókarinnar er yfir- lit yfir íslenska málfræði í víð- asta skilningi og skiptist efnið í sjö meginkafla. Lögð hefur verið áhersla á nákvæmni í skil- greiningum og einfalda fram- setningu, þannig að bókin komi sem allra flestum að gagni. Bókin er 333 bls. • Rauðkápa er annað bindið í röð lestrarbóka sem ætlaðar eru 10-12 ára bömum. Bókin er í samantekt Guðnýjar Ýrar Jóns- dóttur og Siiju Aðalsteins- dóttur, en myndir gerðu Halla Sólveig, Freydís Kristj- ánsdóttir og fleiri. I bókinni er efni eftir innlenda og erlenda höfunda og eru í henni sögur, frásagnir, ljóð, þættir úr Islend- inga sögum og þjóðsögur. Einn- ig er sagt frá Egyptum, Grikkj- um og Rómveijum að fornu. Bókinni fylgir kennarahandbók og hljóðbók, þar sem allt efni bókarinnar er lesið upp. Er það ætlað nemendum sem eiga erf- itt með lestur. í bókinni, sem er 224 bis., eru orðskýringar og heimildaskrá, en kennara- handbókin er 31 bls. • Mályrkja IIeftir Þórunni Blöndal er önnur bókin í röð þriggja kennslubóka fyrir ungl- inga. Myndir gerðu Halla Sólveig Þor- geirsdóttir, Halldór Bald- ursson, Laura Valentino og Margrét E. Laxness. Bók- in er framhald Mályrkju I. í þessum bókaflokki er fengist við svokallaða heildstæða móður- málskennslu. Með því er átt við að lögð er mikil áhersla á lest- ur, bæði á bókmenntum og öðra efni, ritun og málþjálfun, auk þess sem málfræði og aðrar hjálpargreinar móðurmálsins fléttast inn í þessa þætti. Efni bókarinnar er skipt í þijá hluta og tengist efnið ákveðnu þema. Vinnubók fylgir, en í henni er ýmsu bætt við efnið og gefinn er kostur á margvíslegri þjáifun. Heimilda- og atriðaorðaskrá era i bókinni. Grunnbókin er 220 bls. en vinnubókin 48 bls. ■ ■ ■ ■ - ■-■ >■ ‘He i miLis i ðnaðarsfióLinn LAUFASVEGI2, REYKJAVIK., SlMl 551-7800, FAX: 551-5532. Allar upplýsingar og skráning á námskeið eru á skrifstofu skólans, Laufásvegi 2, í síma 551-7800 mánudaga til fimmtudaga kl. 10.00-15.00 og föstudaga kl. 13.00-17.00. i. SPJALDVEFNAÐUR 27. feb.-12. mars þriðju- og fimmtudaga kl. 19.30-22.30. Kennari: Ólöf Einarsdóttir. DÚKAPRJÓN 28. feb.-27. mars miðvikud. kl. 19.30-22.30. Kcnnari: Ragna bórhallsdóttir. PAPPÍRSGERÐ í rÁsKAurijM 4. mars-1. apríl mánud. kl. 19.30-22.30. Kcnnari:Þorgcrður Hlöðversdóttir. NVTJAHLUTIR ÚR LOÐSKINNI 5. mars-27. mars. þriðju- og fimmtudagar kl. 18.00-22.00. Kennari: Lara Sigurbjörnsdóttir. I, FATASAUMUR - PÁSKAFÖT 13. mars-27. mars mánu- og miðvikudaga kl. 19.30-22.30. Kcnnari: Hcrdís Kristjánsdóttir. PRJÓNTÆKNI 28. fcb.-27. mars miðvikud. kl. 19.30-22.30. Kcnnari: Ragna Þórhallsdóttir. LITIR OG RENDUR 4. mars-27. mars mánu- og miðvikudagar kl. 19.30-22.30. Kcnnarar: Litasamsctningar Guðrún Hannclc. Vefnaður Guðrún Kolbcins. ÞJÓÐBÚNINGASAUMUR 5. mars-7. maí þriðjud. kl. 19.30-22.30. Kcnnarar: Vilborg Stephensen og Oddný Kristjánsdóttir. •I BUTASAUMUR 6. mars-3. apríl miðvikud. kl. 19.30-22.30. Kcnnarí: Bára Guömundsdóttir. FVRIRLESTUR Markaðs- og sölumál handverksfólks 30. mars kl. 14.00 í Norræna húsinu. Fyrirlesari cr Guðrún Hannclc. V i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.