Morgunblaðið - 27.02.1996, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 27.02.1996, Blaðsíða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 27. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREIIMAR Mataræði Sverris Hermannssonar SIÐASTLIÐINN sunnudag varð mér ljóst, að trúlega mjmdi ekki þýða fyrir mig á næstunni að _ selja Landsbanka _ íslands dálítinn víxil. Á blaðs- íðu íjögur var grein eft- ir sjálfan aðalbanka- stjórann, sem snerist sumpart um mataræði en sumpart um það sem bankastjórinn kallar dapurlega blaða- mennsku. Nú hvarflar ekki að mér að leggja í um- fangsmiklar ritdeilur um mataræði Sverris Hermannssonar, en ég finn mig knúinn til að leiðrétta þann misskilning sem hann ber á borð. Staðreyndir málsins eru eftirfar- andi. Hinn 20. febrúar síðastliðinn hringdi ég á vegum Alþýðublaðsins í Sverri Hermannsson bankastjóra. Ég spurði Sverri hvort Landsbankinn ætlaði að fylgja fordæmi íslands- banka og lækka vexti. Einsog allir vita hafa menn tekist hart á um vaxtamál að undanfömu, og ábúðar- fullir ráðherrar og seðlabankastjórar fundað um þessi mál í Ráðherrabú- staðnum. Aðspurður hvort Landsbankinn ætlaði að lækka vexti svaraði Sverr- ir í Alþýðublaðinu: „Við hreyfum okkur ekki. Við gefum reglulega skýringar á stöðunni, en við förum ekki að elta íslandsbanka. Það væri eins og að éta óðs manns skít.“ Nú er komið á daginn að þetta alkunna orðatiltæki hefur valdið nokkrum misskilningi, ogjafnvel Iát- ið að því liggja að blaðið hafði lagt „óðsmannskítinn" í munn Sverris. Það er vitaskuld argasta firra, eins og bankastjórinn staðfestir reyndar í yfirlýsingu sinni í Morgunblaðinu á sunnudag. Þar segir hann meðal annars: „Ritstjórinn spurði hvort Lands- bankinn myndi breyta vöxtum að því sinni. Og kvað ég nei við. Bankinn teldi sig ekki hafa fram- ið afglöp með hækkun- inni 1. febrúar og vildi ekki játa neitt stíkt á sig, enda væru tök á vaxtabreytingmn á 10 daga fresti. Ég kvað óðagot á mönnum í þeim efnum vera með ólíkind- um og væri líkast því sem þeir hefðu étið „óðsmannsskít", sem var algengt orðatiltæki í minni sveit um fólk sem anaði áfram með gassagangi. Að öðru leyti margtók ég fram að ég vildi ekkert láta eftir mér hafa en óð nokkuð á súðum í viðtalinu. Mig minnir að ritstjórinn hafi þrítekið að það væri allt okkar í milli eða „off the record“, eins og blaðamönnum er tamt.“ Lítum nú aðeins á þennan texta bankastjórans. Hann staðfestir efnis- lega. um hvað viðræður okkar um vaxtamál snerust. Þá átti Sverri Hermannssyni að vera ljóst að ég hringdi í hann til þess að fá opinber viðbrögð um stefnu bankans í vaxta- málum. Á hinn bóginn er laukrétt þegar Sverrir segist hafa „vaðið nokkuð á súðutn" í viðtalinu. Og ég staðfesti áreiðanlega þrisvar að ég myndi ekki hafa nokkurn skapaðan hlut eftir honum um nokkur sjálfval- in umræðuefni hans. Ég get ekki lit- ið svo á, að ég sé nú að upplýsa nein leyndarmál, þótt ég hafi lofað — og staðið við það — að skrifa ekki stafkrók eftir Sverri um forsetakosn- ingarnar 1952, álit hans á ákveðnum ráðherrum og seðlabankastjórum, mati hans á áhrifum af forsetafram- boði Davíðs Oddssonar og ýmsum stórmálum fleirum. Hrafn Jökulsson Vel að merkja. Ég bað" ekki Sverri Hermannsson að tjá sig um þau mál en virðist hafa hitt á bankastjóra sem hafði óvenjulega ríka tjáningarþörf. Hafí hinsvegar bankastjóri Lands- bankans misskilið aðalerindi ritstjóra Alþýðublaðsins hlýtur það að vera okkur sameiginlegt harmsefni. En varla trúir hinn vaski víkingur af Vestfjörðum því, að „ritstjóravesal- ingur“ — svo notuð sé einna geðfelld- asta lýsingin sem Sverrir greip til í grein sinni — að þessi ritstjóravesal- ingur hafí hringt í hann til að spjalla um daginn og veginn? Vitanlega var Bankastjórinn staðfestir efnislega, segir Hrafn Jökulsson, um hvað viðræður okkar um vaxtamál snerust. Sverri Hermannssyni ljóst að mitt litla Alþýðublað hafði áhuga á fyrir- ætlunum Landsbankans í vaxtamál- um. Vitanlega var honum ljóst að það var verið að leita viðbragða hans. Að öðru leyti var fróðlegt að spjalla við Sverri um forsetakosningar 1952, og önnur þau ótal umræðuefni sem hann bryddaði uppá. Ég harma þann misskilning sem orðið hefur milli stórveldanna Lands- bankans og Alþýðublaðins. Ég sé hinsvegar ekki ástæðu til að víkja efnislega að þeirri yfirlýsingu Sverris Hermannssonar að ég eigi að éta skít. Ég kýs að Iíta svo að orðgnóttin hafi borið hinn virðulega bankastjóra ofurliði. En athyglisverðast í öllum þessum kynlega málarekstri eru náttúrlega sú staðreynd, að síðastliðinn föstudag sendi Landsbankinn frá sér yfirlýs- ingu um vaxtalækkun. Ég fagna því að Sverrir Hermanns- son er maður til þess að skipta um skoðun í grundvallarmáli á aðeins tveimur dögum. Og mér dettur svo sannarlega ekki í hug, að koma fram með nokkrar hnyttnar samlíkingar um menn sem þurfa að éta sín eigin orð — eða annað sem vekur þeim matarlyst. Með bestu kveðju í Landsbankann. Höfundur er ritstjóri. SIEMENS Siemms í ddhúsið! m - Eldavélar - sígildar gæöavélar. Orbylgjuofnar - mikið úrval og gott verð. Gufugleypar - í öll alvöru eldhús. Innbyggðir ofnar - þeir gerast ekki betri. 0 Helluborð - treystu Siemens. Mikið úrval af eldavélum, bakstursofnum, helluborðum, gufugleypum og örbylgjuofnum. Gæða-eldunartæki til að prýða eldbúsið þitt. Þúáttþaðskilið. SMITH & NORLAND NÓATÚNI 4 • SÍMI 51 1 3000 Viljiröu endingu og gæöi . , Akranes: Rafþjónusta Sigurdórs tc Borgarnes: Glitnir Borgarfjörður: Rafstofan Hvítárskála Hellissandur: Blómsturvellir Grundarfjörður: Guðni Hallgrímsson w . Stykkishólmur: Skipavík Búðardalur: Ásubúð O ísafjörður: Pólfinn Hvammstangi: Skjanni Sauðárkrókur: Z Rafsjá Siglufjörður: Torgið Z Akureyri: Ljósgjafinn Húsavík: LU Öryggi Þórshöfn: Norðurraf Neskaupstaður Rafalda Revðarfjörður: Kí\ Raívélaverkst. Árna E. Egilsstaðir: Sveinn Guðmundsson O Breiðdalsvík: Stefán N. Stefánsson Hófn i Hornafirði: O Króm og hvítt Vestmannaeyjar Tréverk CQ Hvolsvöllur: Kaupfélag Rangæinga « Selfoss: Árvirkinn Grindavík: Rafborg 3 Garður: Raftækjav. Sig. Ingvarss. Keflavík: Ljósboginn Hafnarfjörður: Rafbúð Skúla, Álfaskeiði Iþróttir og forvarnir ÞESSA dagana kemst fátt annað að hjá íslensku þjóðinni en fíkniefnaneysla ung- menna og hvernig skuli bregðast við síauknum vanda á þessu sviði. í umræðunni hefur end- urspeglast ráðaleysi stjórnvalda og hinna fullorðnu gagnvart vandanum og í sumum tilvikum er þar um hreina afneitun að ræða. Allir tala um nauðsyn forvarna án þess að fyrir liggi skil- greining á því við hvað er átt með þessu töfra- orði. Snýr það að uppalendum og heimilunum eða fræðslu í skólum? Hefur það kannski eitthvað með stefnu stjórnvalda í heilbrigðismál- um að gera? Hvar birtist sú stefna? Eru forvarnir eitthvað sem íþrótta- félög eiga að sinna? Fíkniefnavandinn á dagskrá stjórnmálanna Hlutverk stjórnmálaflokka i þess- ari umræðu er fyrst og fremst að taka pólitíska afstöðu til málsins, en einnig að beita sér fyrir því á þingi og í sveitarstjórnum að vand- in sé tekinn föstum tökum. Því miður hefur fíkniefnavandinn ekki verið efst á dagskrá fiokkanna, þótt þeir séu að vakna til vitundar um málið um þessar mundir. Al- þýðubandalagið hefur sinnt þessum málaflokki vel um nokkurt skeið og er þar skemmst að minnast ráð- stefnu sem haldin var um ofbeldi og fíkniefni á landsfundi flokksins í október síðastliðnum. Þar talaði fólk sem hefur reynslu af starfi með fíkniefnaneytendum en einnig heyrðist þar rödd aðstandenda ungs fyrrverandi fíkniefnaneytanda sem sagði átakanlega sögu af baráttu hans við kerfið. Ráðstefnan opnaði augu margra fyrir umfangi vandans og landsfundurinn ályktaði í kjölfar hennar um að Alþýðubandalagið muni beita sér fyrir samstarfi stjórnvalda og samtaka áhugafé- laga, heimila og einstaklinga til að vetja samfélagið gegn fíkniefna- vandanum. Til þess að þetta takist þarf aukin fjárframlög til þessa málaflokks, en tillögur þess efnis sem lagðar voru fram við fjárlaga- gerðina fengu ekki stuðning stjórn- arflokkanna. Gildi íþrótta í forvarnarstarfi Innan Alþýðubandalagsins hefur þáttur íþrótta í forvarnarstarfi verið nokkuð til umræðu í seinni tíð. í febrúar 1995 var haldin íþrótta- stefna á vegum flokksins, þar sem samskipti íþróttahreyfingar og stjórnvalda voru rædd. Þar var einnig skeggrætt um gildi íþrótta í forvarnarstarfi og hlutverk stjórn- valda í því að styðja við starfsemi íþróttahreyfingarinnar. Þar kom margt athyglisvert fram, sem leitt hefur til frekari umræðu um stefnu- mótun í íþróttamálum. Skýrsla Rannsóknastofnunar uppeldismála um gildi íþrótta fyrir íslensk ung- menni var kynnt en þar er vakin sérstök athygli á mikilvægi íþrótta- iðkunar á unglings- árum sem lið í forvarn- arstarfi. Brottfall er mikið úr íþróttum á unglingsárunum, eink- um og sér í lagi hjá stúlkum, og við þeirri staðreynd ættu stjórn- völd að bregðast. Til- laga um viðbrögð við brottfalli stúlkna úr íþróttum liggur nú fyr- ir Alþingi til umíjöll- unar, en að henni standa konur úr öllum stjórnmálaflokkum. Norska stefnan Norðmenn hafa um nokkurt skeið rekið sérstaka pólitík í íþróttamálum, þar sem grundvöll- urinn er viðurkenning á mikilvægi íþróttaiðkunar í uppeldisstarfi. Norsk stjórnvöld hafa að leiðarljósi aukið samstarf stjórnvalda og íþróttahreyfingar og í stefnu þeirra felst viðleitni til þess að auka íþróttaiðkun meðal landsmanna. Sérstök áhersla hefur verið lögð á að koma í veg fyrir brottfall stúlkna og kvenna úr íþróttum og samfara víðtækum aðgerðum hefur árang- urinn skilað sér í stóraukinni íþróttaiðkun þessara hópa. Þá hafa norskar stelpur sýnt stórbættan árangur í keppnisgreinum á mörg- Iþróttahreyfingin gegn- ir mikilvægu hlutverki í nútímaþjóðfélagi. Bryndís Hlöðversdótt- ir skrifar um samstarf stjórnvalda og íþrótta- hreyfingar. um sviðum og má rekja það beint til átaks stjórnvalda í þessum mál- um. Hvernig á opinber íþróttapólitík að vera? íþróttahreyfingin gegnir gífur- lega mikilvægu hlutverki í nútíma- samfélagi og í heimi aukinnar tæknihyggju og einangrunaráráttu er félagslegt starf, þar sem uppeldi og leikur haldast í héndur, ómetan- legur þáttur. Stjórnvöld eiga því að beita sér fyrir samstarfi við íþrótta- hreyfinguna og leggja sitt af mörk- um til þess að tryggja að þar sé unnt að bjóða upp á vandað uppeld- is- og félagsstarf, sem allir hafa efni á að nýta sér. Það starf sem þar fer fram á ekki að vera einka- mál íþróttafélaganna, eftir að íjár- veitingavaldið hefur lagt fram sinn skerf, eins og reyndin er í dag. Hitt er svo annað mál að íþrótta- hreyfingin hefði kannski mátt gera betur í að koma því á framfæri hversu mikilvægt uppeldis- og fé- lagsstarf hún hefur rekið. Það eru því miður allt of margir sem hafa ekki hugmynd um það. Höfundur er þingmadur fyrir Al- þýðubandalagid. Bryndís Hlöðversdóttir blabib - kjarni málsins! Sjábu hlutina í víbara samhengi!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.