Morgunblaðið - 27.02.1996, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 27.02.1996, Blaðsíða 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 27. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ AÐSEIMDAR GREINAR Fokið í síðasta skjólið EF FRÁ eru taldar fáeinar hjá- róma raddir, má það heita viðtekin skoðun að vextir hér á landi séu allt of háir og að allar efnahagsleg- ar forsendur séu til staðar til þess að þeir geti farið lækkandi. Fáum dylst nauðsyn vaxtalækkana nú við þessar aðstæður, til þess að auðvelda bráðnauðsynlegar fjárfestingar at- vinnulífsins sém eru hættulega litlar á flestum sviðum. Finnur Ingólfsson viðskiptaráð- herra lýsti því yfir í framhaldi af athugasemd og fyrirspurn sem ég flutti á Alþingi um þessi mál þann 12. febrúar sl., að öll skilyrði væru nú fyrir hendi til þess að vextir gætu lækkað. Ráðherra vakti sér- staka athygli á því að vextir hér á PRACTIC - Stálvaskar á hagstæðu verði Verð kr. 4.709 stgr. Verð kr. 5.007 stgr. Verð kr. 5848 stgr. Verð kr. 6.160 stgr. Verð kr. 7.062 stgr. VATNSVIRKINN Ármúla 21, sími 533 2020 landi hefðu hækkað á sama tíma og þeir hefðu farið lækkandi í löndunum í kringum okkur. Davíð Oddsson forsætisráðherra sagði eftir fund ráðherra og fulltrúa Seðlabankans þann 16. febrúar að það hefði verið samhljóma skoðun þeirra sem fundinn sátu að ekki hefðu verið forsendur til hækkana á , skammtímavöxtum og að nýjar verð-, bólguspár og fleira sem menn hefðu í höndunum gæfu fulla ástæðu til þess að bankarnir lækki skamm- tímavextina á ný og menn eigi frem- ur að vænta vaxtalækkana en vaxta- hækkana. Birgir ísleifur Gunnarsson seðla- bankastjóri sagði það skoðun Seðla- bankans að ýmislegt benti til þess að vaxtalækkanir á skammtíma- og langtímavöxtum væru framundan. Áðilar vinnumarkaðarins voru einnig sammála um að vaxtahækk- anir undangenginna mánuða hefðu verið með öllu tilefnislausar. Þannig benti Hannes G. Sigurðsson, aðstoð- arframkvæmdastjóri Vinnuveitenda- sambandsins, á að vaxtahækkanir bankanna að undanförnu hefðu auk- ið vaxtamun þeirra á sama tíma og útlánatöp þeirra færu minnkandi. Miðstjóm Álþýðusambandsins vakti athygli á því að vextir af verðtryggð- um skuldabréfum bankanna fari nú hækkandi án þess að vextir af ríkis- skuldabréfum hafí hækkað á sama tíma. Allt ber að sama brunni Allt ber þetta að sama brunni. Talsmenn ríkisstjórnarinnar, Seðla- bankans, fulltrúar launþega og vinnuveitenda eru sammála um að engar efnahagslegar forsendur hafi knúið bankana til vaxtahækkana. Þvert á móti. Þær efnahagslegu Menn hljóta að vænta vaxtalækkana á næstunni, segir Einar K. Guðfinnsson, enda standa engar efnahagslegar for- sendur til annars. aðstæður sem við búum við núna ættu að fela í sér skýr skilaboð um það að vextir ættu að lækka. Þannig skildi Islandsbanki þetta og boðaði vaxtalækkun. Því miður kjósa aðrir bankar enn að berja hausnum við steininn; eins ógæfu- leg sem sú iðja er. Úreltur rökstuðn- ingur. í umræðum um vaxtamál hafa verið flutt margvísleg rök fyrir því að vextir hérlendis eru svo háir. Það hefur verið vísað til óvissu í verð- lagsmálum, kjaramálum og rík- isfjármálum. Það hefur verið skír- skotað til vaxtahækkana erlendis. Þá hefur verið minnt á útlánatöpin og rekstrarkostnað bankanna. Nú bregður hins vegar svo við að hávaxtapostularnir geta ekki stuðst við neitt af þessu. Verðbólga er mjög lítil hér á landi og raunar minni en í flestum viðskiptalöndum okkar. Kjarasamningar eru í höfn og fjárlagagerð að baki. Vextir er- lendis hafa lækkað á undangengn- um mánuðum. Bankarnir hafa sjálf- ir greint frá því að útlánatöpin hafi farið minnkandi og sérstök ástæða er til þess að minna á að útlánatöp bankastofnana hér- lendis hafa verið minni en til dæmis á Norðurlöndunum. Loks hefur komið fram að rekstrar- kostnaður bankanna hafi lækkað í kjölfarið af furðu síðbúinni rekstrarhagræðingu þeirra. Sókn ríkisins í lánsfé Hið eina sem menn hafa stuðst við í um- ræðu síðustu daga til þess að rökstyðja há- vaxtapólitík bank- anna er sú fullyrðing að ríkið sé svo sólgið lánsfé að það kalli á vaxtahækkun,- Ekki er nauðsynlegt að deila um réttmæti þessarar fullyrðingar. Sem betur fer höfum við viðurkenndan mælikvarða sem sýnir okkur hvort sókn hins opinbera í lánsfé sé að aukast eða minnka. Hin opinbera lánsfjárþörf, það er þörf ríkisins og sjóða þess eins og lánsfjárlög skil- greina, sýnir okkur hvort ríkið er að sælast í aukin lán eða minni. Þess vegna er fróðlegt að skoða þá þróun. Minnkandi opinber lánsfjárþörf Hér fer á eftir tafla er sýnir hreina lánsfjárþörf hins opinbera á árunum 1991 til 1996 í milljörðum króna á núgildandi verðlagi: Ár: MiIIjarðar: 1991 40,2 1992 23,8 1993 23,2 1994 15,0 1995 13,7 1996 11,6 Af þessu sést hversu lánsfjárþörf opinberra aðila hefur dregist saman á undanförnum árum. Úr því að vera 40 milljarðar ofan í tæpa tólf á þessu ári gangi áform fjárlaga eftir. Nú þykir sjálfsagt einhveijum henta að kveða upp úr um að fjárlög muni ekki standast. Útgjöld verði meiri en þar er gert ráð fyrir. Látum það liggja á milli hluta, að öðru leyti en því að benda á að hin opinbera láns- fjárþörf sem hlutfall af landsframleiðslu hefur oftast á undangengn- um árum verið minni Einar K. en áætlanir gerðu ráð Guðfinnsson fyrir. Ef tölur síðasta árs eru skoðaðar sér- staklega kemur og í ljós að lánsfjár- þörf hins opinbera er innan við þriðj- ungur þess sem hún var árið 1991. Þróunin er líka augljós. Hin opin- bera lánsfjárþörf hefur lækkað ár frá ári. Fokið í síðasta skjólið Sama máli gegnir ef hin opinbera lánsfjárþörf er skoðuð sem hlutfall af landsframleiðslu eins og sjá má í meðfylgjandi töflu: Ár: Hlutf. af landsframl.: 1991 10,1% 1992 6,0% 1993 5,6% 1994 3,5% 1995 3,0% 1996 2,4% Þetta sýnir vel að nú er líka fok- ið í það síðasta skjól sem talsmenn hávaxtastefnunnar hafa kosið að skríða í. Menn hljóta því að vænta vaxtalækkana á næstunni, enda standa engar efnahagslegar for- sendur til annars. Höfundur er alþingismaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn á Vestfjörðum. Hollusta mjólkur og mjólkurvinnsla SAMKVÆMT ís- lenskum manneldis- markmiðum eru mjólk- urafurðir skilgreindar sem einn af grundvall- arfæðuflokkunum. í því felst að hvatt er til að mjólk eða mjólkuraf- urðir skipi sess á borð- um landsmanna á degi hveijum. Mjólk er nátt- úruleg afurð sem inni- heldur fjölmörg efni sem eru mikilvæg frá næringarfræðilegu sjónarmiði. Meðal þpirra eru mjólkursykur (laktósi), mjólkurfita, prótein, vítamín, kalk og önnur steinefni auk snefilefna sem gera mjólkina mjög alhliða sem fæðutegund, ekki bara fyrir börn og unglinga heldur fólk á öllum aldri. í okkar þjóðfélagi þar sem fitu- neysla er almennt of mikil er ráðlagt að velja heldur magrar mjólkurvörur en þær sem fituríkar eru, t.d. frem- Tölvuþjálfun Windows • Word • Excel Það er aldrei of seint að byrja! 60 stunda námskeið þar sem þátttakendur kynnast grundvallarþáttum tölvuvinnslu og fá hagnýta þjálfun. Vönduð kennslubók innifalin í verði. Innritun stendur yfir. Fjárfestu í framtíðinnil Tölvuskóli íslands Höfðabakka 9 • Sími 567 1466 ur léttmjólk eða und- anrennu en nýmjólk. Fyrir alla aldursflokka eru næringarefnin í mögru mjólkurafurð- unum mjög mikilvæg og á Islandi er enginn fæðuflokkur mikilvæg- ari kalkgjafi. Um langt árabil hef- ur mjólkurvinnslan sem á sér stað áður en mjólkin kemur á borð neytenda verið mönn- um áhyggjuefni enda um flókið ferli að ræða, sem hefur fjölþætt Guðmundur áhrif á næringarefnin í Þorgeirsson mjólkinni. Þar ná nefna kælingu, kæligeymslu, fituspreng- ingu, hitun til gerilsneyðingar og pökkun. Lengi hefur verið ljóst að mjólkurfitan breytir mjög um eigin- leika í mjólkurvinnslunni. Til þess að mjólkin skilji sig ekki, þ.e. ijóm- inn í mjólkinni setjist ofan á, eru fitukúlurnar í mjólkinni, sem eru 3-6 míkrómetrar í þvermál, sprengdar og myndast við það minni kúlur og fleiri með miklu stærra heildaryfirborð. Hinar smærri kúlur mynda dreif í mjólkinni, þ.e. aðskilj- ast ekki. Þess ber þó að geta að litlu fitukúlurnar sem myndast eftir fitu- sprengingu eru um 1 míkrómetri í þvermál, sem er áþekk stærð og í móðurmjólk. Fitusprengingarferlið felur því í sér að stærð fitukúlanna breytist í átt til þess sem er í mannamjólk. Engu að síður hafa ítrekað komið upp kenningar um að þessi breyting kunni að vera hættuleg. Ein kenn- ingin heldur því fram að hinar litlu fitukúlur komist ómeltar gegnum þarmaslímhúðina. í tengslum við fitukúlurnar eru ýmis virk prótein, þar á meðal lífhvatinn xanthine oxid- asi. Skaðsemiskenningin boðaði að xanthine oxidasi kæmist inn í blóð- strauminn í virku formi og kæmist þannig í aðstöðu til að skaða sla- gæðaveggina og valda æðakölkun og æðastíflum. Þessi kenning vakti talsverða athygli á sínum tíma og víðtækar rannsóknir hafa verið gerð- ar til að kanna sannleiksgildi henn- ar. Þótt að sjálfsögðu verði ekki endanlega fullyrt að kenningin sé röng mælir flest gegn því að hún standist. Xanthine oxidasi kann að vísu að tengjast oxunarhvörfum í æðaveggnum sem mikilvæg eru fyr- ir meinþróun æðakölkunar, en flest bendir til að hann myndist í æða- veggnum við sérstakar aðstæður sem stuðla að æðakölkun en berist ekki þangað með blóðstraumnum. Aldrei hefur verið sýnt fram á að hinir litlu fitudropar í unninni mjólk Það er skoðun Mann- eldisráðs íslands og sambærilegra stofnana austan hafs og vestan, segir Guðmundur Þorgeirsson, að holl- usta mjólkur minnki ekki við vinnslu og að gerilsneyðingin hafi skipt sköpum í barátt- unni við fæðuborna smitsjúkdóma. komist ómeltir í gegnum þarmaslím- húð manna né dýra og aldrei hefur tekist að sýna fram á aukið magn xanthine oxidasa í blóði þeirra sem drekka unna mjólk. Hins vegar er mjólkurfita rík af mettaðri fitu og sem slík eykur hún kólesteról í blóði og magn eðlisléttra fitupróteina, sem flest bendir til að sé aðalorsakavald- ur æðakölkunar. Þegar komið er fram á unglingsár er því full ástæða til að gæta hófs í neyslu mjólkurfitu sem og annarrar mettaðrar eða hertrar fítu. Nægilegt framboð af mögrum mjólkurafurðum á skikkan- legu verði gerir slíkt auðvelt og stuðlar að neyslu á öllum þeim mikil- vægu næringarefnum sem mjólkin leggur til daglegrar fæðu lands- manna. Til eru einstaklingar sem ekki þola mjólk, annaðhvort vegna of- næmis gegn ákveðnum innihaldsefn- um mjólkur (aðallega börn) eða vegna skorts á lífhvatanum laktasa, sem brýtur niður mjólkursykur. I flestum tilvikum hefur vinnsluferlið í nútímamjólkuriðnaði h'til áhrif á slík vandkvæði. Frá því eru þó und- antekningar. Ein rannsókn benti til þess að um 10% barna með ofnæmi gegn mjólkurpróteinum fengju frek- ar ofnæmisviðbrögð við neyslu geril- sneyddrar_ mjólkur en neyslu hrá- mjólkur. Ákveðnir gerlar (t.d. jóg- úrtgerlar), Sem að sjálfsögðu eru ekki til staðar í gerilsneyddri mjólk nema þeim sé bætt út í eftir geril- sneyðinguna, geta bætt nýtingu á mjólkursykri í þörmum þeirra sem vantar laktasa. í þessari grein er ekki tilefni til að fjalla um öll þrep þess vinnsluferl- is sem á sér stað í mjólkurstöðvum né áhrif þeirra á hollustu mjólkur í smáatriðum. Þeim sem áhuga hafa skal bent á heimildalistann hér að neðan. I stuttu máli er það skoðun Manneldisráðs íslands og sambæri- legra stofnana austan hafs og vest- an, að þær rannsóknir sem vandað- astar eru og ítarlegastar bendi til að hollusta mjólkur minnki ekki við vinnslu og að eitt vinnsluþrepanna, þ.e. gerilsneyðingin, hafi skipt sköp- um í baráttunni við fæðuborna smit- sjúkdóma. Nokkrar heimildir: 1. H. Korrhonen, R. Korpela: The effects of dairy processes on the components and nutritional value of milk. Scandinavian Jo- urnal of Nutrition, 38:166-172, 1994. 2. A.J. Bramley, C.H. McKinnon: The microbiology of raw milk. Kafli í Dairy MJcrobiology, ritstjóri: R.K. Robinson. London Elsevier 1990. 3. E. Waagner Nielsen: Pasteuriseret og homogeniseret konsummaelk. Maelkertid- ende, 15:305-309, 1985. Höfundur er læknir og formaður Manneldisráðs íslands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.