Morgunblaðið - 27.02.1996, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 27.02.1996, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ÞRIÐJUDAGUR 27. FEBRÚAR 1996 35 I I I I ) I ) ) > ) í i i I : > i? » » » CON MURPHY + Con Murphy, sáttasemjari írska lýðveldisins, fæddist 23. október 1923 í Lismire í Kork á írlandi. Hann lést á hjúkrun- arheimilinu Our Lady’s Hospice í Dublin 17. desember síðastliðinn. Kona hans var Theresa Murphy. Synir þeirra eru Brendan og Conn, og dæturn- ar Deirdre og Aede- en. Sú síðarnefnda er gift foringja í írska sjóhernum. Synir þeirra eru Rory og Ciaran. Útför hans fór fram frá Kirkju heilagrar Theresu þriðjudaginn 19. desember síð- astliðinn. MARGT á ég að þakka mínum góða vini, Steindóri Steindórssyni frá Hlöðum. Eitt af því eru kynni og vinátta okkar Cons Murphy. Þeir Steindór hittust fyrst á ráðstefnu í Svisslandi árið 1962 og bundust strax tryggðar- og vináttuböndum, þótt álar Atlantshafsins skildu þá að frá daglegum samskiptum. Stein- dór heimsótti Con árið eftir og dvaldi um nokkurt skeið hjá honum. Stein- dór hefur aldrei getað iðjulaus verið og því notaði hann tækifærið til þess að kynna sér fióru Irlands og naut þar dyggilegrar leiðsagnar vin- ar síns. Bakgrunnur þeirra vinanna var svipaður; báðir fæddust og ólust upp í sveit, brutust áfram til mennta þrátt fyrir þröngan kost, og urðu virtir menn í sínu heimalandi. Islend- ingar þekkja það hvílíkur fróðleiks- og sagnabrunnur Steindór Stein- dórsson er, þar er fáum við að jafna, og Irar vissu slíkt hið sama um Con Murphy. Þar fór maður með yfir- burðaþekkingu á sögu sinnar þjóðar og með fullkomið, meðfætt vald á hinni fornu tungu írlands, gelísk- unni, sem Bretar hafa að mestu barið úr þjóðinni. Con eignaðist fjölda vina hér á landi í áranna rás. Mér ber skylda til að tilkynna þeim fráfall þessa vinar okkar og leyfi mér í leiðinni að segja frá ævi hans í nokkrum orðum. Con hét fullu nafni Cornelius Murphy.-Hann fæddist og ólst upp á 22ja ekra bóndabæ í Lismire í Kant- urksókn í Kork. Þar rann bændablóð í æðum hans og bóndi var hann allt- af í hjarta sínu, þótt örlögin skákuðu honum til annarra starfa. Hann lauk háskólaprófi með láði í landbúnaðar- vísindum, með meistaragráðu í gerla- og bakteríufræðum, og hóf feril sinn sem menntaskólakennari. Fljótlega var hann beðinn um að veita forystu stórfelldu uppgræðsluátaki í dreifð- um og fátækum byggðum Irlands. Það var honum kærkomið verkefni og í endurminningunni voru það stærstu stundirnar í lífí hans er hann sá grasið gróa í áður líflausu landi. Andleg uppgræðsla var honum einnig hugleikin. Það kom því af sjálfu sér að hann varð brautryðjandi í fullorð- insfræðslu, á þeim árum þegar land hans var að vakna til lífsins og hrista af sér hlekkina, eftir að hafa liðið undir oki erlends valds um aldir. Hann vissi að mennt er máttur og að hver einstaklingur skiptir miklu máli í fámennu og fátæku samfé- lagi. Þetta mikilsverða framtak hans vakti strax athygli fyrir hugkvæmni, óvenjulegan dugnað, ákveðni en jafn- framt hjartahlýju og samúð með þeim sem minna máttu sín. Augu ráða- manna beindust fljótt að þessum unga og efnilega manni og hann var fenginn til þess að byggja upp, ásamt Lieutentant General MJ Costello, hið mikla, írska sykurfyrirtæki og var aðstoðarforstjóri þess. í því starfí var hann ábyrgur fyrir ráðningu, þjálfun og stjórn 4.000 starfsmanna. Þegar MJ Costello lét af störfum vegna ald- urs kaus Con að hverfa einnig frá sykurfyrirtækinu. Hann tók þá að sér stjórnarformennsku í fjölda fyrir- tækja og stofnana, m.a. írsku alþýðuskólahreyf- ingunni. Árið 1969 voru sett ný lög á Irlandi um atvinnumál og stofnað embætti opinbers sátta- semjara. Það kom sem af sjálfu sér að Con var fyrstur manna skipaður í það mikilvæga emb- ætti. Því starfi gegndi hann til ársins 1987 og naut trausts og virðing- ar allra aðila vinnu- markaðarins og varð brátt einn af kunnustu írum sinnar samtíðar. Á þessum tæpu tuttugu árum hafði hann afskipti af 18.000 málum og talið er að hann hafí ekið um 40.000 mílur á ári hveiju í starfí sínu. Hann lét þess einu sinni getið að ekkert væri heimilisföður eins þungbært og að koma heim að kvöldi og verða að segja eiginkonunni að hann hefði enga vinnu eða peninga til heimilishaldsins. Ég hygg að þetta viðhorf hans hafí, ásamt meðfæddum eiginleikum, stuðlað öðru fremur að farsæld hans í þessu ábyrgðarmikla hlutverki. Con kynntist æðstu valdsmönn- um; forsetum, forsætisráðherrum, erkibiskupum og ambassadorum, svo eitthvað sé nefnt, en hann var trúr sínum innra manni, gleymdi aldrei upprunanum og umgekkst háa sem lága sem jafningja. Árið 1981 lét Con loks langþráðan draum rætast og kom til Islands til að heimsækja vin sinn Steindór, en þá voru liðin 19 ár frá þeirra fyrstu kynnum. Með honum í för var kona hans Theresa og sonur þeirra Conn, þá 12 ára. Þess má gjarnan geta í framhjáhlaupi að Conn yngri er um þessar mundir að ná meistaragráðu í bókmenntum og fornleifafræðum við háskóla í Cambridge. Það féll í hlut okkar hjóna að taka á móti fjöl- skyldunni þar til Seindór kæmi suð- ur nokkru seinna. Mér varð strax ljóst að hér var á ferðinni einstakur persónuleiki, þá þegar stórfróður um land okkar og sögu, þyrstur í enn meiri fróðleik, samhliða því að miðla sjálfur stöðugt og óafvitandi fróðleik til samferðamannanna, ótæmandi sagnasjór og minnið ótrúlegt; írskur Steindór. Þetta fyrsta sumar var farið víða um land með írsku fjol- skylduna og hrifning Cons var ein- læg, en honum nægði ekki að drekka í sig fegurðina, hann varð líka að fá að heyra söguna. Hann var vel lesinn í íslenskum fræðum, sérstak- lega var honum Njála hugleikin og minnisstæð. Hann þekkti vel til tengsla þjóðanna frá fornu fari og naut þess_ að koma á þá staði sem tengjast Irum og írsku landnámi. Con kom einnig hingað til lands sumrin 1982, 1984, 1985, 1986, 1987, 1988, 1989 og 1994, ferðaðist vítt og breitt og drakk í sig sögu og sérkenni. Hann varð einlægur Islandsvinur og vildi veg okkar Is- lendinga sem mestan. Að loknu há- skólaprófi dvaldi hann á sínum tíma um skeið í Danmörku og lagði stund á landbúnaðarfræði og lét sig ekki muna um að læra dönskuna í leið- inni. Dönskukunnátta hans gerði honum kleift að ná undrafljótt tals- verðum tökum á íslensku. Hann las sér til gagns í íslenskum blöðum og bókum og reyndi að tala íslensku hvenær sem færi gafst, sem ekki var alltaf svo auðvelt meðal okkar tvítyngdu þjóðar, sem vill frekar æfa sig í enskunni en örva útlendinga til að fóta sig á okkar eigin máli. Con hafði áhyggjur af framtíð ís- lenskrar tungu og hafði þar í huga örlög síns eigin móðurmáls, írskunn- ar, sem aðeins örlítið brot írsku þjóðarinnar skilur og talar. „Þið megið gæta ykkar,“ sagði hann. „Þið eruð þegar tvítungd og því er hættan stöðugt fyrir hendi, áreiti enskrar tungu gegnum nútíma fjölmiðlun er slík, að ef þið haldið ekki vöku ykkar, fer fyrir ykkur eins og okkur írum, þið glatið þessum mikla þjóðarauði og -arfi.“ Hann kom þessum skoðunum sínum á framfæri í Morgunblaðinu fyrir nokkrum árum og allt fram til hinstu stundar hafði hann uppi þessi viðvör- unarorð. Þjóðin átti sannarlega hauk í horni þar sem hann var. Vinátta hans við okkur íslendinga var vel kunn meðal íra og hann var við mörg tækifæri fenginn til þess að segja opinberlega frá landi okkar og þjóð. Hann á stóran hlut í auk- inni þekkingu íra á íslandi og ís- lenskum málum. Áhugi Cons fyrir íslandi stækkaði það í augum sam- landa hans. Fólk hlustaði þegar hann hóf upp raust sína. Con var af kaþólsku bergi brotinn og kirkjurækinn með afbrigðum. Hann sótti messur í kaþólsku kirkj- una hér í Reykjavík en einnig í öðr- um íslenskum kirkjum. Eitt sinn eft- ir helgihald á Jónsmessu í Viðeyjar- kirkju, þar sem hann gekk til altaris með brottfluttum Viðeyingum og afkomendum þeirra, sneri hann sér að mér, sýnilega mjög snortinn og sagði: „Þið eruð jafn kaþólskir og ég, hvað svo sem þið segist vera.“ Sumarið 1994 kom Con hingað í sína síðustu íslandsför. Hann átti við erfiðan sjúkdóm að stríða og vissi hvert stefndi. Hann varð að sjá ís- land enn einu sinni, hitta íslenska vini sína og kveðja þá, sérstaklega Steindór, og jafnframt koma enn einu sinni heim til Hóla. Ganga þar í helgidóminn, fá að Iíta og snerta hina fornu altarisgripi frá kaþólskri tíð, anda að sér sögunni og minnast Jóns Arasonar sem hann dáði mikið. Það var áhrifamikil stund og ógleymanleg þegar þessi strangtrú- aði kaþólikki kvaddi Hóla í hinsta sinni. Á bakaleiðinni var komið við hjá Guðmundi L. Friðfinnssyni, skáld- bónda á Egilsá í Norðurárdal í Skagafirði. Guðmundur er einn mesti ræktunarmaður íslands, rammíslenskt skáld og sagnamaður. Þótt Guðmundur sé um nírætt fann Con í honum hið unga ísland, síkvik- an, síungan ræktunarmann og eld- heitan hugsjónamann sem fært hef- ur þjóð sinni þjóðleg, söguleg verð- mæti sem verða lesin meðan íslensk tunga verður töluð. Þetta var maður sem írski bóndasonurinn dáði. í skógarlundum Egilsárbóndans and- aði hann að sér þeim ilmi sem fyllti hann enn frekari trú á framtíð lands og þjóðar. Hann fór þaðan sæll og glaður og minntist þess sérstaklega að Conn sonur hans hafði unnið nokkur sumur hjá Skógræktarfélagi Reykjavíkur og tekið þátt í íslensku ræktunarstarfi. Con kvaddi þennan heim einnig sæll og glaður. „Ég er hamingjusam- ur maður, það máttu vita. Eg hefi haft ánægju af störfum mínum, ég á yndislega fjölskyldu og Guð hefur verið mér góður,“ sagði hann við blaðamann skömmu fyrir andlát sitt 17. desember sl. Síðan sagði hann blaðamanninum frá sínum 35 ferð- um til Lourdes í Frakklandi, en þangað fór hann árlega sem sjálf- boðaliði til þess að hjálpa þeim sem leituðu þar lækninga. Hann minntist þess við blaðamanninn þegar hann sá 40 þýsk börn sem héldu hvert i annars bak á göngu sinni við heilsu- brunnana. Þau voru öll blind. Hinr tilfinningaríki maður komst við ! minningunni og sagði blaðamannin- um að í hvert sinn sem hann minnt- ist þessarar sjónar kæmi þakklæti í hugann fyrir eigin fjölskyldu. I mínum huga ríkir einlægt þakk- læti fyrir að hafa átt þennan mann að vini. Við erum alltaf að læra í lífinu og sumir kenna okkur sam- ferðamönnunum meira en aðrir. Con Murphy var mikill kennari á mann- leg gildi. Hann var mikill að vexti og vallarsýn, en hann var fyrst og fremst mikill og sannur maður. í síðasta samtali okkar í síma bað hann mig fyrir kveðju til vina sinna hérlendis og bað fyrir landi og þjóð. Mér er ljúft að verða við þessari síð- ustu ósk þessa mæta manns og mikla íslandsvinar. Það er bjart yfír minningu hans. Ég veit ég mæli fyrir mun allra þeirra íslendinga sem kynntust Con Murphy þegar ég færi fjölskyldu hans samúðarkveðjur og bið þeim öllum blessunar. Orlygur Hálfdanarson. t Elskuleg móðir okkar, SVAVA JÓNSDÓTTIR frá Snartartungu, lést 23. febrúar á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð, Kópavogi. Börn og tengdabörn. t Ástkær eiginkona mín, móðir og frænka, GUÐRÚN JÓNSDÓTTIR, Sandvfk, Eyrarbakka, lést í Sjúkrahúsi Suðurlands að morgni mánudagsins 26. febrúar. Ólafur Gíslason, Sigrún Guðmundsdóttir, Gfslína Sólrún Jónatansdóttir. t Faðir okkar, ÞÓRARINN SIGMUNDSSON mjólkurfræðingur, Glóru, Hraungerðishreppi, lést að Ljósheimum á Selfossi, sunnudaginn 25. febrúar. Fyrir hönd annarra vandamanna, Guðrún S. Þórarinsdóttir, Björn Þórarinsson, Kristín Þórarinsdóttir, ÓlafurS. Þórarinsson. t BJÖRN BJARNARSON fv. ráðunautur hjá Búnaðarfélagi íslands, Hagamel 34, lést sunnudaginn 25. febrúar. Rita Bjarnarson, Ella B. Bjarnarson, Helgi Torfason, Sigrún Bjarnarson, Magnús B. Eyþórsson, Jón Bjarnarson, Guðrún S. Karlsdóttir og barnabörn. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengda faðir, afi og langafi, SIGURGEIR FRIÐRIKSSON bifreiðasmiður, Holtagerði 52, sem andaðist á heimili sínu 15. febr- úar, verður jarðsunginn frá Fossvogs- kirkju fimmtudaginn 29. febrúar kl. 13.30. Þeim sem vilja minnast hans er bent á hjúkrunarþjónustu Karitas (sími 551-5606). Lilja Vigfúsdóttir, Steinunn Sigurgeirsdóttir, Sigurberg Einarsson, Dröfn Sigurgeirsdóttir, Bryndfs Sigurgeirsdóttir, Geir Hafsteinn Sigurgeirsson, Hreinn Sigurgeirsson, Rut Sigurgeirsdóttir, Jón Björn Sigurgeirsson, barnabörn og barnabarnabörn. Helgi Ólafsson, Hrafnkeli H. Kristjánsson, Gunnhildur Ólafsdóttir, Sesselja Jónsdóttir, Jens Arason, Guðmunda Sigfúsdóttir, t Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ANNA RÓSA ÁRNADÓTTIR, Hringbraut 75, Hafnarfirði, verður jarðsungin frá Þjóðkirkjunni í Hafnarfirði, fimmtudaginn 29. febrúar kl. 13.30. Ketill Eyjólfsson, Sigurður Steinar Ketilsson, Sólveig Baldursdóttir, Helga Eyberg Ketilsdóttir, Torfi Kristinsson, Guðrún Eyberg Ketilsdóttir, Sæmundur Árnason, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.