Morgunblaðið - 27.02.1996, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 27.02.1996, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. FEBRÚAR 1996 43 Félagsfundur með frönsku sniði FÉLAG íslenskra háskólakvenna og Kvenstúdentafélag íslands halda félagsfund fimmtudaginn 29. febr- úar kl. 18 í Þingholti Hótel Holt. í boði verður frönsk fiski- og græn- metissúpa. Gestur fundarins verður Elsa Haraldsdóttir, hárgreiðslumeistari og eigandi hárgreiðslustofunnar Salon VEH. Hún mun halda fyrir- lestur um hárið og vera með sýni- kennslu þar sem hún sýnir nýjustu hárlínuna frá París en Elsa er ný- komið þaðan. Elsa rekur tvær hár- greiðslustofur í Reykjavík. Hún hefur setið í dómnefnd í Norður- landa-, Evrópu- og heimsmeistara- keppni, er meðlimur í Haute Coiff- ure Francaise og hefur unnið mikið með Mr. Alexandre í París. Hún hefur víða tekið þátt í hárgreiðslu- sýningum og má þar nefna Rio de Janero, París, New York, Orlando, Seattle, Suður-Afríku og Ástralíu. Fundurinn er öllum opinn meðan húsrúm leyfir, nauðsynlegt er að bóka hjá formanni félagsins, Geir- laugu Þorvalsdóttur, eða gjaldker- anum Brynju Runólfsdóttur. Að- gangur að fyrirlestri og hársýningu, með mat, er 1.600 kr. Aðalfundur félagsins var hal'dinn 15. febrúar sl. að Hótei Holti. Stjórnin var endurkosin en hana skipa: Geirlaug Þorvaldsdóttir for- maður, Margrét Sigurðardóttir varaformaður, Brynja Runólfsdóttir gjaldkeri, Áslaug Ottesen, ritari við útlönd, Ásdís Guðmundsdóttir ritari og Kristín Njarðvík og Ragnheiður Ágústsdóttir meðstjórnendur. Fyrirlestur um þjóðerni ANNAR fyrirlestur Vísindafélags Islands á þessu ári verður haldinn í Norræna húsinu miðvikudaginn 28. febrúar nk. og hefst kl. 20.30. Dr. Guðmundur Hálfdanarson, sagnfræðingur, flytur fyrirlestur sem hann nefnir: Hvað er það sem gerir íslendinga að þjóð? Nokkrar hugleiðingar um uppruna og eðli þjóðernis. í frétt frá Vísindafélaginu segir m.a.: „Þjóðerni og þjóðernisstefna hafa verið mjög vinsælt viðfangs- nefni meðal fræðimanna í félags- og hugvísindum undanfarna tvo áratugi. Ástæðan er ekki síst sú óvissa sem ríkir um framtíð þjóð- ríkja Evrópu á tímum samruna og sundrungar, sem hefur grafið und- an trú margra á viðteknum hug- myndum um samband þjóðernis og samfélagsþróunar. Þessara hrær- inga hefur ekki gætt verulega á Islandi, enda draga fáir íslenskt þjóðerni í efa. En hvað er það sem gerir íslendinga að þjóð? Er íslenskt þjóðerni ímyndun ein eða er það eðlislæg hvöt? Leitast verður við að svara þessum spurningum út frá fræðilegri umræðu um eðli og þróun þjóðernis og þjóðemisstefnu og með sérstakri tilvísun í samanburðar- rannsóknir Guðmundar á þjóðfé- lagsþróun á íslandi og Bretagne- skaga á síðari hluta 19. aldar og fyrri hiuta þeirrar 20.“ Aðgangur að fyrirlestrinum er ókeypis og öllum heimill. Kaffistofa Norræna hússins verður opin að loknum fyrirlestri. Bakarar vona i að fleiri hefji framleiðslu á eggjum í ÁLYKTUN frá Bakarameistarafé- lagi íslands lýsir stjórn BMFÍ yfir ánægju sinni með niðurstöðu Sam- keppnisráðs vegna vinnubragða Félags eggjaframleiðenda og vill . BMFÍ ítreka fyrri yfirlýsingar • vegna verðlagsmála og markaðs- skiptingar Félags eggjaframleið- enda. „Samt sem áður virðist Félag eggjaframleiðenda ætla að hundsa ályktun ráðsins í skjóli þess að eggjaframleiðendur lúti ekki nein- um nútíma lögum. Það er von okkar í BMFÍ að fleiri I hefji framleiðslu á eggjum þar sem j markaðurinn er að opnast og hugs- t anlegt er fyrir bakara að hefja sjálf- ' ir framleiðslu á eggjum fyrir sína félagsmenn,“ segir í ályktuninni. Náttúruham- farir og Vestur- heimsferðir ÞJÓÐHÁTTADEILD Þjóðminja- safns íslands hefur nýlega sent frá sér spurningaskrá nr. 89 um nátt- úruhamfarir og aukaspurningablað um Vesturheimsferðir. í spurningaskrá nr. 89 er leitað eftir hvers konar alþýðufróðleik og arfsögnum um snjóflóð, sjávarflóð, skriður, jarðskjálfta, eldgos og ofsaveður. Spurt er um minjar eft- ir slíka atburði, um reynslu manna, t.d. aðstæður sem bjóða heim hættu þar sem menn þekkja best, fyrir- boða í hegðun dýra, í náttúrunni eða með öðrum hætti, t.d. í draum- um eða dularfullum fyrirbærum. Jafnframt er leitað eftir sögnum sem menn kunna að hafa heyrt í tenglum við náttúruhamfarir svo sem um álagabletti og huldubyggð- ir, kveðskap og ljósmyndum eða ábendingum um tilvist ljósmynda sem efninu tengjast. Með aukaspurningum um Vest- urheimsferðir er leitast við að safna saman þeim upplýsingum um Vest- urfara og samskipti við þá, t.d. bréf, muni og myndir, sem enn kunna að liggja á lausu hjá eldra fólki. Fundur í Fjör- gyn um sam- skipti unglinga og foreldra FORELDRAFÉLAG Foldaskóla efnir til fræðslufundar um sam- skipti barna/unglinga og foreldra í kvöld, þriðjudaginn 27. febrúar, í félagsmiðstöðinni Fjörgyn kl. 20. Fyrirlesari er Einar Gylfi Jóns- son, sálfræðingur og deildarstjóri foi’varnadeildar SÁÁ. Erindi um mat á umhverfis- áhrifum FUNDUR verður haldinn í Félagi landfræðinga í stofu 102 í Lög- bergi þriðjudagskvöldið 27. febrúar kl. 20. Þar mun Ásdís Hlökk Theodórs- dóttir, landfræðingur og skipulags- fræðingur hjá Skipulagi ríkisins, halda erindi um mat á umhverfis- áhrifum. FRÉTTIR Dagbók Lögreglunnar Húsráðandi meiddi innbrotsþjóf 23. - 26. febrúar 1996 UM helgina voru tæplega fimmtíu umferðaróhöpp tilkynnt til lögreglunnar. Meiðsli á fólki voru í 4 tilvikum. Þá var tilkynnt um 21 innbrot og 8 þjófnaði. Eign- arspjöllin voru 8 og líkamsmeið- ingarnar voru 3, sejn reyndar er með minnsta móti. í öllum tilvik- um var um ölvað fólk að ræða. Tuttugu og tvær bókanir eru vegna ölvunarástands fólks á al- mannafæri og 15 sinnum var kvartað vegna hávaða og ónæðis í ölvuðu fólki að næturlagi. Tutt- ugu og fimm manns vermdu bekki fangageymslunnar um helgina. Af innbrotunum voru 14 í bif- reiðir. M.a. voru tveir ungir menn handteknir á bifreiðastæðinu við Bíóhöllina eftir að tveir starfs- menn bíósins höfðu fylgst með mannaferðum á svæðinu og séð til þeirra athafna sig við eina bif- reiðina. Piltarnir viðurkenndu inn- brot í 10 aðrar bifreiðir, þar af 8 á bifreiðastæðinu við bíóið. Önnur innbrot voru framin í fyrirtæki við Háteigsveg og Síðumúla, í hús í Mosfellsbæ, í sumarhús ofan við bæinn og í verslun við Laugaveg. Lögreglumenn höfðu 5 sinnum afskipti af fólki vegna meðferðar eða neyslu fíkniefna. M.a. fannst hass í bifreið, sem stöðvuð var á Suðurlandsvegi á föstudagskvöld. Ætlað amfetamín fannst á manni, sem stöðvaður var á Barónsstíg sama kvöld. Hald var laggt á smáræði af hassi í húsi í Grafar- vogi aðfaranótt laugardags og þrír menn voru fluttir á lögreglu- stöðina eftir að þeir voru stöðvað- ir á bifreið í Árbæjarhverfi. Fíkni- efni fannst á einum þeirra. Rúmlega tvítug stúlka varð fyrir bifreið á Hverfisgötu við Ingólfsstræti aðfaranótt laugar- dags. Hún var flutt á slysadeild með minniháttar meiðsli á fæti. Á laugardag varð harður árekstur þriggja bifreiða á Fríkirkjuvegi. Tveir ökumenn og þrír farþegar voru fluttir á slysadeild. Síðdegis á laugardag þurfti að flytja far- þega á slysadeild eftir árekstur tveggja bifreiða á gatnamótum Lönguhlíðar og Miklubrautar. Á laugardag féll stórt klaka- stykki af listaverki í Laugardal og lenti á andliti 12 ára stúlku. Talið er að þrjár tennur hafi brotn- að við óhappið, auk annarra meiðsla. Sjaldan hefur verið eins fátt í miðborginni og var aðfaranætur laugardags- og sunnudags. Þegar mest var voru þar aðeins nokkrir tugir manna. Engir unglingar undir 16 ára aldri sáust þar á ferli. Þrátt fyrir fámennið þurftu lögreglumenn í miðborginni að hafa afskipti af ölvuðum ungum manni sem barði þar á öðrum aðfaranótt laugardags. Ástæða þótti til að færa manninn á lög- reglustöðina, sem varla telst í frá- sögur færandi. Þangað eru nokk- ur þúsund slíkir færðir á hveiju ári. Það sem er öllu merkilegra er það að þegar löreglumenn blönduðu sér í slagsmálin lét við- komandi hendur falla og gafst umyrðalaust upp. Hann fékk að fara að loknum viðræðum við varðstjóra. Annar ölvaður ungur maður, sem lögreglumenn þurftu að hafa afskipti af vegna ölvunaraksturs þessa nótt brást hins vegar allt öðru vísi við. Þegar ungi maðurinn hafði verið stöðvaður lýsti hann því strax yfir að frændi hans væri lögfræðingur og hann myndi sjá til þess að lögreglumennirnir yrðu allir kærðir og síðan reknir ef þeir svo mikið sem snertu hann. Og ekki nóg með það. Vinkona hans ynni hjá fjölmiðli og hann skyldi sko sjá til þess að þeir yrðu auk þess allir sviptir ærunni. Að sjálfsögðu var maðurinn handtek- inn, eins og 11 aðrir ökumenn grunaðir um ölvunarakstur um helgina, færður til skýrslutöku og síðan til töku blóðsýnis. Húsráðandi einn beitti borgara- legri handtöku aðfaranótt laugar- dags þegar maður braust inn á heimili hans í Vesturbænum. Inn- brotsþjófurinn, sem áður hefur komið við sögu slíkra mála, meiddist lítilsháttar við handtök- una. Skemmdarverk voru unnin á 8 bifreiðum við innanlandsflug Flugleiða aðfaranótt sunnudags. M.a. voru rúður og ljósker brotin í bifreiðunum. Um helgina könnuðu löreglu- menn á Suðvesturlandi ástand og búnað eftirvagna, sérstaklega þó snjósleðakerra. Af u.þ.b. 22 kerr- um, sem skoðaðar voru, reyndist 12 í engu ábótavant, 8 þurftu smálagfæringa við, en ástæða þótti til að stöðva frekari akstur með 2 þeirra. Eigendur eftirvagna eru beðnir um að huga að búnað þeirra svo ekki þurfi að koma til frekari afskipta lögreglu af þeim. Auk eftirlits með eftirvögnum hafði verið ákveðið að kannað yrði ástand ökumanna stærri öku- tækja, s.s. vöru- og flutningabif- reiða, að morgni laugardags og sunnudags með tilliti til hugsan- legra áfengisáhrifa. Öndunarsýni tveggja ökumanna sýndi svörun. Þeir höfðu að sögn báðir neytt áfnegis kvöldið áður. Rétt er að minna á að áfengismagn í blóði getur mælst allt að 12 klukku- stundir eftir að neyslu var hætt. Fjölmargir ökumenn, sem stöðv- aðir hafa verið morguninn eftir neyslu, hafa þurft að sæta sektum og sviptingu ökuréttinda. Enginn á því að aka bifreið í a.m.k. hálf- an sólarhring hafi hann drukkið áfengi. Það gildir jafnt um öku- menn stærri ökutækja og ann- arra. Fyrirlestur um norrænt sam- starf o g Evr- ópumál FÉLAG stjómmálafræðinga gengst fyrir fyrirlestri á efri hæð Sólons íslandus í kvöld, þriðjudagskvöld, kl. 20.30. Páll Snævar Brynjarsson, MA í stjórnmálafræði, heldur fyrirlestur undir yfirskriftinni „ísland og nor- rænt samstarf í ljósi aukins evr- ópsks samruna", en um þetta efni fjallaði hann í MA-ritgerð sinni við Árósaháskóla í Danmörku. Páll lauk MA-prófi á síðasta ári en hann hafði áður lokið BA-gráðu í stjórnmálafræði frá Háskóla ís- lands. Hann starfar nú sem ritari flokkhóps hægrimanna í Norður- landaráði. Að loknu erindi Páls mun Siv Friðleifsdóttir, þingmaður Fram- sóknarflokksins og varaformaður Evrópunefndar Norðurlandaráðs, tjá sig um fundarefnið í stuttu máli. Að því búnu verða umræður og fyrirspurnir. - kjarni málsins! Góugleði Gjábakka GÓUGLEÐI verður haldin í Gjá- bakka miðvikudaginn 28. febrúar kl. 14. Meðal dagskráratriða verður upplestur í umsjón Ástu Sigurðar- dóttur, Guðrún Lóa Jónsdóttir syng- ur einsöng við undirleik Vilhelmínu Ólafsdóttur, spilað verður og sungið með aðstoð Kára Gestssonar, Bogi Guðjónsson flytur hugdettu og danssýning frá Dansskóla Sigurðar Hákonarsonar. Auk þess kemur leynigestur. Dagskráin er öllum opin. Morgunverðarfundur Fimmtudaginn 29. febrúar 1996, Skála, 2. hæð Hótel Sögu frá kl. 8:00 - 9:30 Leiðirtil A að einkavæða ríkisbankana? FVH boðar til fundar um einkavæðingu. Fundurinn verður haldinn á Hótel Sögu. Frummælendur eru Gunnlaugur Sigmundsson, alþingismaður og formaðurnefndar um einkavæðingu ríkisbankanna og Benedikt Jóhannesson, framkvæmdastjóri Talnakönnunar og útgefandi Frjálsrar verslunar og Visbendingar. Gunnlaugur Sigmundsson fjallarian • Einkavæðingu rikisbankanna • Pólitísk framkvæmd Benedikt Jóhannesson fjallar um: • Leiðir til einkavæðingar • Framkvæmd einkavæðingarinnar FELAG VIÐSKIPTAFRÆÐINGA OG HAGFRÆÐINGA Opinn fundur-gestir velkomnir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.