Morgunblaðið - 27.02.1996, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 27.02.1996, Blaðsíða 46
46 ÞTIÐJUDAGUR 27. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ FERMINGARMYNDATÖKUR SVIPMYNDIR Hverfisgötu 18, sími 552 2690 VÁKORTALISTI Dags. 27.02.’96.NR. 203 5414 8300 2954 3104 5414 8300 3045 5108 5414 8300 3225 9102 5413 0312 3386 5018 5414 8300 3236 9109 Ofangreind kort eru vákort, sem taka ber úr umferð. VERÐLAUN kr. 5000.- fyrir þann, sem nær korti og sendir sundurklippt til Eurocard. KREDITKORT HF., Ármúla 28, 108 Reykjavík, . sími 568 5499 VÁKORT Eftirlýst kort nr.: Erlend kort: 4581 0981 2741 8138 4925 6550 0001 1408 Aforaiðalufólk. vinumlagast taklA ofangreind kort úr umferö og sendlBVISA íslandi sundurklippt. VERD LAIN KR. 6000,- ffyrlr aB kláfosta kort og vlsa 4 vágat J Vaktþjónusta VI8A or opin allan J I «ólarhrin0inn. Þsngað ber afl | Itilkynna um glfltufl og ntolln kort SÍMI: 567 1700 Álfabakka 16-108 Hsykjavik SUN LIFE Kynningarfundur um söfnunarlíftryggingar og fjárfestingar erlendis Hótel Esju föstudaginn 8. mars kl. 10 f.h. Fundarstjóri: Hilmar Foss, þýðandi. Dagskrá: Kynning á Sun Life tryggingafélaginu: Philip Morse Horfur á fjárfestingamarkaði 1996: David Brickley David Brickley hefur unnið við líftrygginga- og eftirlaunamál undanfarin 26 ár. Hann hefur 10 ára reynslu sem verðbréfasali og er nú framkvæmdastjóri fjárfestingasviðs Sun Life. í fyrirlestrinum mun hann fjalla um hin ýmsu markaðssvæði, svo sem Bretland, Evrópu, lapan, Ameríku og fleiri. Einnig mun hann fjalla um hina mismunandi fjárfestingarsjóði Sun Life, en þeir hafa sýnt mjög góða ávöxtun undanfarin ár, Fyrirspurnir og umræður. Léttur hádegisverður. Hvað hefur Sun Life að bjóða íslendingum: Philip Morse. Phiiip Morse hefur unnið við líftrygginga- og eftirlaunamál undanfarin 10 ár. Þar áður vann hann við bankastarfsemi. Hann er nú markaðsstjóri Sun Life Intemational. í fyrirlestrinum mun hann fjalla um líftryggingar, sjúkdómatryggingar og söfnunartryggingar. Einnig mun hann fjalla um hinar mismunandi tegundir líftryggingasamninga sem í boði eru. Fyrirspurnir og umræður. Á fimmtudeginum 7. mars, frá kl. 17-19, býður breska sendiráðið væntan- legum þátttakendum léttar veitingar í húsakynnum sínum við Laufásveg. Fjöldi gesta er takmarkaður. Þátttaka tilkynníst í síma 551-8354. SUN LIFE International Stofnað 1810 ÍDAG SKÁK Umsjón Marjjeir Pétursson Hvítur leikur og vinnur EINI enski keppandinn á Reykjavíkurskákmótinu verður væntanlega stór- meistarinn Stuart Conqu- est (2.540) frá Hastings. Það varð Hastingsbúum til mikillar gleði í byrjun árs- ins þegar hann sigraði á árlega Hastingsmótinu á 100 ára afmæli þess. Þetta var fyrsti heimasigurinn og vona þeir að ekki líði önnur öld þar til þetta verður end- urtekið. Conquest er nú nálægt því að kom- ast í enska Ólymp- íuliðið. Þessi staða kom upp á opnu móti í Hastings í sumar. Conquest (2.540) var með hvítt og átti leik gegn Þjóð- veijanum Hartmut Metz. 17. Rxdð! - exd5 18. Dxb4 - Bc2 19. Hxc2! - Dxc2 20. Rf5 - f6 21. Bf4 - Hc6 22. Hel - He6 23. exf6! - Dxf4 24. Hxe6+ - Kf7 25. fxg7 - Hh7 26. Df8+ - Ke6 27. Dxg8+ og svartur gafst upp. Conquest tefldi mikið hér á iandi 1992, tók þátt á tveimur alþjóðamótum og tefldi nokkrar skákir fyrir Skákfélag Hafnarfjarðar í deildakeppninni. HÖGNIHREKKVÍSI ÞÚ hafðir rétt fyrir þér, pabbi. Maður verður miklu gáfaðri þegar maður kvænist, en þá er það bara orðið of seint. Ást er ... 4-14 Nýr pútter í afmælisgjöf. 4 Lo> Angtlts Times Syndtcate VELVAKANDI Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Netfang: lauga@mbl.is Takk fyrir skemmtunina FB ÉG VEK athygli fólks á feykilega skemmtilegri sýningu nemenda FB á leikritinu „Sumar á Sýr- landi" í íslensku óperunni um þessar mundir. Þar er leikið og sungið af mikilli lífsgleði og ljóst er að vel er á málum haldið. Gömlu Stuðmannalögin eru enn í fullu gildi og hnyttinn texti er stórskemmtilegur. Anægður gestur * Islenskt ullargarn? KONA nokkur hringdi í Velvakanda fyrir nokkru og var að furða sig á því að Kristbjörg Ragnars- dóttir í Smáragrund í Jökuldal skyldi ekki nota íslenskt ullargarn í peys- urnar sínar, en viðtal og myndir birtust í Morgun- blaðinu við Kristbjörgu. Vegna þessarar klausu er Kristbjörg búin að leita að íslensku ullar- garni en án árangurs. Hún hefur hins vegar ofnæmi fyrir lopa. Nú er þessi kona beðin að hafa samband við Kristbjörgu í síma 471 1079 og upp- lýsa um málið. Tapað/fundið Kross tapaðist FALLEGUR gullkross tapaðist sl. þriðjudag, líklega í Grafarvogi eða í miðbænum við Kára- stíg eða Skólavörðustíg. Krossinn var eigandan- um mjög kær og ef ein- hver hefur fundið kross- inn er hann beðinn að hringja í síma 587 1604. Penni tapaðist CROSS-penni úr gulli tapaðist sl. föstudags- morgun, líklega á horni Vonarstrætis og Tjarnar- götu. Finnandi vinsam- lega hringi í síma 568 1335. Sjal tapaðist STÓRT blámunstrað ull- ar- og silkisjal merkt Pierre Cardin tapaðist einhvers staðar í kring- um Landspítalann sl. mánudag. Hafi einhver fundið sjalið er hann fteðinn að hringja í síma 565 4768 eða 561 1330, Gleraugu töpuðust MJÓ gleraugu með dökk- um málmspöngum og gylltum örmum og nef- klemmu töpuðust iaugar- dagskvöldið 3. febrúar sl. Líklegt er að þau hafí týnst á Langholtsvegi eða þá í leigubíl sem tek- inn var þetta kvöld. Finnandi vinsamlegast hringi í Jóhann í síma 567 8176. VIÐ erum með fersk- asta fiskinn í hverfinu. Víkveiji skrifar... AÐ vekur jafnan athygli hve margir laganemar falla á prófi í hinni svonefndu almennu lög- fræði. Nú fyrir skömmu fóru leikar svo, að 91% þeirra, sem skráðu sig í prófið, fékk falleinkunn. Að ein- hveiju leyti virðist staðan vera sú, að hópur laganema skráir sig í próf- ið af tæknilegum ástæðum, eftir því, sem fram kom hér í blaðinu sl. laugardag. Þeir skrá sig í prófið, skila auðu, þ.e. engri úrlausn, en fá þá tækifæri til að taka prófið á ný á árstíma, sem gerir þeim kleift að lesa undir það yfir sumarið. Margar aðrar skýringar eru gefnar á því, hve margir laganemar falla á prófi í almennri lögfræði, sem fyrir nokkrum áratugum var auðvelt að ná en virðist nú vera orðinn einhvers konar hreinsunar- eldur, sem væntanlegir lögfræðing- ar verða að ganga í gegnum. Vík- verji hefur hins vegar hvergi séð eina hugsanlega skýringu setta fram en hún er sú, að kennsla í lagadeildinni, þ.e. í almennri lög- fræði, sé einfaldlega ekki nógu góð. Sá árangur, sem nemendur ná í prófum, segir ekki bara sögu um námsmennina, sem prófin taka, heidur einnig kennarana, sem búa þá undir prófin. Er þetta hugsan- lega skýring að einhveiju leyti? XXX FYRIR nokkrum dögum kom fram hér í Morgunblaðinu, að slökkviliðsstjórinn í Reykjavík hefði gert athugasemdir við það, að hóp- ur starfsmanna undir hans stjórn hefði farið á almennan umræðu- fund, þar sem mótmælt var fyrir- komulagi svonefndrar Neyðarlínu. Út af fyrir sig gat verið eðlilegt, að slökkviliðsstjóri gerði athuga- semdir við, að slökkviðliðsmenn á vakt hyrfu á braut til fundarhalda. Það var hins vegar ekki ástæðan, sem hann gaf upp, heldur að slökkviliðsmennirnir ættu ekki að hafa uppi mótmæli við stefnumörk- un yfirboðara sinna i vinnutíma! Þetta er fráleit afstaða. Slökkvi- liðsstjóri gat með réttu gert athuga- semd við ferð mannanna á fundinn á þeirri forsendu, að þeim bæri að standa sína vakt. Hann gat hins vegar ekki haft þessar athugasemd- ir uppi á þeirri forsendu, að menn- irnir hefðu aðra skoðun en hann eða borgaryfirvöld á málefnum Neyðarlínunnar.' Starfsmenn geta með engu móti unað við það, að yfirmenn beiti slíkum aðferðum til þess að hafa áhrif á skoðanir þeirra eða koma í veg fyrir að þeir láti skoðanir sínar í ljósi. Á íslandi ríkir tjáningarfrelsi og skoðanafrelsi. Það nær líka til slökkviliðsmanna í vinnutíma þeirra. xxx EITTHVAÐ sýnast sjónvarps- stöðvarnar hlusta á athuga- semdir áhorfenda. Víkveiji hefur veitt því eftirtekt, að Stöð 2 hefur sýnt mjög góðar myndir sum föstu- dagskvöld að undanförnu a.ni.k. og Ríkissjónvarpið er með afbragðs- góða þætti um tónskáld fyrri tíma á sunnudagskvöldum. Efni þessara stöðva hefur verið svo lélegt mánuðum saman, að at- hygli vekur, þegar skyndilega verð- ur breyting á.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.