Morgunblaðið - 27.02.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 27.02.1996, Blaðsíða 1
f'f BLAÐ ALLRA LANDSMANNA |Kigiir0wI&Ifa^il> 1996 ÞRIÐJUDAGUR 27. FEBRÚAR BLAÐ SKIÐI / HEIMSMEISTARAKEPPNIN Tomba sýndi mikið öryggi ITALINN Alberto Tomba sýndi geysilegt öryggi þegar hann tryggði sér önnur gullverðlaunin á heimsmeistaramótinu á skíðum í Sierra Nevada á Spáni — varð sigurvegari í svigi á sunnudag. Tomba, sem var sjötti eft- ir fyrri umferðina, skíð- aði óaðfinnanlega niður í seinni umferðinni og kom í mark öruggur sigurveg- ari. Hér á myndinni til hliðar er hann með yerð- launapeninga sína. ís- lensku skíðamennirnir Haukur Arnórsson og Arnór Gunnarsson féllu í brautinni. Reuter SMAÞJOÐALEIKARNIRAISLAND11997 Sundsambandið sættir sig ekki við gang mála og áréttarfyrri afstöðu sína Ekki keppt í sundi vegna aðstöðuleysis Sundsamband íslands ákvað á fundi sínum um helgina að taka ekki þátt í Smáþjóðaleikunum á íslandi í maí á næsta ári vegna aðstöðuleysis. Standi það við þessa ákvörðun verður ekki keppt í sundi á leikunum en sund og frjálsíþróttir hafa verið helstu greinar þeirra og íslendingar hafa jafnan verið sigur- sælastir í lauginni. Eins og greint hefur verið frá skoðaði Reykjavíkurborg möguleika á því að byggja 50 metra innilaug í Grafarvogi en hætt var við vegna mikils kostnaðar. „Það var meiri- hluti fylgjandi því að við tökum ekki bátt í Smáþjóðaleikunum vegna aðstöðuleysisins," sagði Sævar Stefánsson, formaður Sund- sambandsins, aðspurður um niður- stöður fundarins. 50 metra innilaug er ekki skilyrði á Smáþjóðaleikun- um en að sögn Sævars er ekki til boðleg laug hér á landi til að halda alþjóðamót. Fyrir fundinum lá boð frá Vestmannaeyjum um að halda sundkeppnina þar og sagði Sævar að það hefði verið skoðað en menn hefðu verið sammála um að ekki gengi endalaust að draga í land. „Það var eindregin niðurstaða að það væri komið nóg. Það er búið að lofa þessu svo oft [bættri að- stöðu], tala svo oft um þetta, en nú sögðu menn: „Nú er komið nóg, nú hlustum við ekki meira á þetta." Auk þess yrði talsverður auka- kostnaður við að hafa sundið í Vest- mannaeyjum og það yrði úr tengsl- um við leikana sjálfa en þrátt fyrir vankanta hefði það verið skársti kosturinn miðað við stöðuna." Með öðrum orðum verður engin sundkeppni á Smáþjóðaleikunum? „Nei, það þarf mikið að breytast. Ólympíunefndin getur ekki haldið sundkeppnina nema með Sundsam- bandið sem framkvæmdaraðila." Sævar sagði jáfnframt að þetta hefði mikil áhrif á Smáþjóðaleikana. „Leikana setur niður vegna þess að sundið hefur verið rúsínan og skilað okkur flestum verðlaunum." Rætt hefur verið um að gera nauðsynlegar lagfæringar á Laug- ardalslaug vegna keppninnar og m.a að setja tjald yfír hana. Sævar sagði að hugmyndin hefði verið rædd en ekki fengið hljómgrunn. „Menn eru ekki tilbúnir að taka þátt í því að eyða peningum út í loftið. Þó nokk- uð margar milljónir færu í þetta og fólki fannst ekki verjandi að við værum að taka þátt í slíkri vitleysu. Nær væri að þeir peningar færu í að grafa grunninn fyrir nýrri laug. Afstaða okkar er óbreytt og menn eru ekki tilbúnir í skyndilausnir." FRABÆRT MET HJÁ GUÐRÚNU ARNARDÓTTUR / B8 VINNINGSTOLUR LAUGARDAGINN rÖLUR 'CfflGWP'&i AGINN tUMSMfeáiJ 31136 23 Vinningar FjSldl vlnninga Vinnings-upphæð "| „5at5 0 4.146.173 2.X5íS 3 135.360 3.4.(5 55 12.730 4. j»is 2.468 660 —. '-:;: u-.'¦¦¦ ¦*¦.¦¦¦¦¦¦ ¦¦¦ :»fc ':**,jfc"^*.":':¦¦¦¦'--Samtats: 2.526 6.881.283 i»xr#l VINNINGSTOLUR MIÐVIKUDAGINN 02.1996 AÐALTOLUR 10W33M?6 37 M 41M 48 BÓNUSTÓLUR O ^ ^ Vinningar "| . 6af6 3. 5af6 5.. Fjeidi -vinninga 159 551 Vinnings- upphæð 53.820.000 253.389 99.540 1.990 240 54.721.119 901.119 KIN VINNINGSTOLUR VIKUNA I.2.-26.2.'! (öíö 18 UPPLYSINGAR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.