Morgunblaðið - 27.02.1996, Page 1

Morgunblaðið - 27.02.1996, Page 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA L Tomba sýndi mikið öryggi ÍTALINN Alberto Tomba sýndi geysilegt öryggi þegar hann tryggði sér önnur gullverðlaunin á heimsmeistaramótinu á skíðum í Sierra Nevada á Spáni — varð sigurvegari í svigi á sunnudag. Tomba, sem var sjötti eft- ir fyrri umferðina, skíð- aði óaðfinnanlega niður í seinni umferðinni og kom í mark öruggur sigurveg- ari. Hér á myndinni til hliðar er hann með verð- launapeninga sína. Is- lensku skíðamennirnir Haukur Arnórsson og Arnór Gunnarsson féllu í brautinni. Reuter 1996 ÞRIÐJUDAGUR 27. FEBRÚAR BLAD SKIÐI / HEIMSMEISTARAKEPPNIN SMAÞJOÐALEIKARNIR A ISLAND11997 Sundsambandið sættir sig ekki við gang mála og áréttar fyrri afstöðu sína Ekki keppt í sundi vegna aðstöðuleysis | Vinningar Fjöldi vinninga Vinnings- upphæð i 1.5 af 5 0 4.146.173 9 n 4 af 5 ■ | Z. piús HJ w~* 135.360 | 3.48,5 55 12.730 I 4.3 3,5 2.468 660 2,626 6.881.283 Vinningar Fjöldi vinninga Vinnings- upphæð 1 . 6 af 6 0 53.820.000 <r\ 5 af 6 • + bónus 0 253.389 3. 5a,s 2 99.540 4. 4af6 159 1.990 r- 3 af 6 0. + bónus 551 240 Samtals: 712 54.721.119 l'Vr/ •iá VINNINGSTÓLUR LAUGARDAGINN UPPLÝSINGAR Uppt. um vinningstötur íáat etnntg í símsvara 568-1511 eða Graenu númen 800-8511 og í textavarpi á síðum 451, 453 og 459. Sundsamband íslands ákvað á fundi sínum um helgina að taka ekki þátt í Smáþjóðaleikunum á íslandi í maí á næsta ári vegna aðstöðuleysis. Standi það við þessa ákvörðun verður ekki keppt í sundi á leikunum en sund og frjálsíþróttir hafa verið helstu greinar þeirra og íslendingar hafa jafnan verið sigur- sælastir í lauginni. Eins og greint hefur verið frá skoðaði Reykjavíkurborg möguleika á því að byggja 50 metra innilaug í Grafarvogi en hætt var við vegna mikils kostnaðar. „Það var meiri- hluti fylgjandi því að við tökum ekki bátt í Smáþjóðaleikunum vegna aðstöðuleysisins," sagði Sævar Stefánsson, formaður Sund- sambandsins, aðspurður um niður- stöður fundarins. 50 metra innilaug er ekki skilyrði á Smáþjóðaleikun- um en að sögn Sævars er ekki til boðleg laug hér á landi til að halda alþjóðamót. Fyrir fundinum lá boð frá Vestmannaeyjum um að halda sundkeppnina þar og sagði Sævar að það hefði verið skoðað en menn hefðu verið sammála um að ekki gengi endalaust að draga í land. „Það var eindregin niðurstaða að það væri komið nóg. Það er búið að lofa þessu svo oft [bættri að- stöðu], tala svo oft um þetta, en nú sögðu menn: „Nú er komið nóg, nú hlustum við ekki meira á þetta.“ Auk þess yrði talsverður auka- kostnaður við að hafa sundið í Vest- mannaeyjum og það yrði úr tengsl- um við leikana sjálfa en þrátt fyrir vankanta hefði það verið skársti kosturinn miðað við stöðuna." Með öðrum orðum verður engin sundkeppni á Smáþjöðaieikunum? „Nei, það þarf mikið að breytast. Ólympíunefndin getur ekki haldið sundkeppnina nema með Sundsam- bandið sem framkvæmdaraðila." Sævar sagði jafnframt að þetta hefði mikil áhrif á Smáþjóðaleikana. „Leikana setur niður vegna þess að sundið hefur verið rúsínan og skilað okkur flestum verðlaunum." Rætt hefur verið um að gera nauðsynlegar lagfæringar á Laug- ardalslaug vegna keppninnar og m.a að setja tjald yfir hana. Sævar sagði að hugmyndin hefði verið rædd en ekki fengið hljómgrunn. „Menn eru ekki tilbúnir að taka þátt í því að eyða peningum út í loftið. Þó nokk- uð margar milljónir færu í þetta og fólki fannst ekki veijandi að við værum að taka þátt í slíkri vitleysu. Nær væri að þeir peningar færu í að grafa grunninn fyrir nýrri laug. Afstaða okkar er óbreytt og menn eru ekki tilbúnir í skyndilausnir." • Þrir skiptu með sér bónusvínning- num i Lottó 5/33 á laugardaginn og fékk hver í sinn hlut kr. 135,360. FRÁBÆRT MET HJÁGUÐRÚNU ARNARDÓTTUR / B8

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.