Morgunblaðið - 27.02.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 27.02.1996, Blaðsíða 2
2 B ÞRIÐJUDAGUR 27. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR Bjarni eða Vernharður? Barist um Ólympíusæti JÚDÓMENNIRNIR Bjarni Friðriksson og Vernharð Þorleifsson keppa nú báðir í flokki 95 kg og léttari. Þeir berjast þessa dagana af krafti um sæti á Olympíu- leikunum í Atlanta en Ijóst er að aðeins annar þeirra fer þangað. Næstu sex helgar keppa þeir á fimm A-mótum víðs vegar um Evrópu og sá sem verður ofar á Evrópu- listanum kemst eftir það á Evrópumeistarmótið í Den Haag í maí. Níu efstu á Evrópulistanum eftir það mót komast á Ólympíuleikana. Vernharð Þorlára s’l-iertogenbosch 11 aag | y o Warsjá 16.-17. mars -10. mar: dapest 3? mars j*' Róm 23.-24. mars | O . Bjarni er nú í sjötta sæti á Evrópulistanum með 77 stig. Tékki, Georgíumaður og Júgóslavi eru allir með 75, Spánverji með 68 og Vernharð er f 11. sæti með 63 stig. AFTURÁBAK ■ MARIA Mutola frá Mózambik bætti heimsmetið í 1.000 metra hlaupi innanhúss í Stokkhólmi um helgina. Hljóp á 2 mín. 31,23 sek. Metið var í hennar eigu og ekki gamalt, 2.32,08 sett í Englandi 10. febr. sl. ■ GULLMERKI er ný viðurkenn- ing hjá Ólympíunefnd íslands og voru fjórir menn sæmdir því á aðal- fundi nefndarinnar sl. föstudags- kvöld. Það voru þeir Ari Bergmann Einarsson, ritari Óí, Valdimar Örnólfsson, formaður ólympíuaka- demíunnar á Islandij Ingvar Páls- son, starfsmaður ÓI og Sigurður Magnússon fyrrum framkvæmda- stjóri ÍSÍ. ■ MICHAEL Stich frá Þýskalandi sigraði Króatann Goran Ivanisevic í úrslitum hins árlega móts Evrópu- sambandsins í tennis í Antwerpen í Belgíu um helgina. Leikar fóru 6-3 6-2 7-6. Stich, sem hefur verið lengi frá vegna meiðsla, þakkaði sig- urinn fyrst og fremst breytti ’for- handarsveiflu sinni. ■ MICHAEL Johnson, bandaríski heimsmeistarinn í 200 og 400 m hlaupi, keppti í fyrsta sinn í fimm mánuði á stigamóti í Virginíu um helgina og náði besta tíma ársins í FOLK 400 m: hljóp á 45,32 sek. Hann var 15 metrum á undan næsta manni í mark og þótti frammistaða hans lofa góðu fyrir sumarið. ■ TIL stendur að Ingólfur Hann- esson, íþróttastjóri RÚV, fari til Grikklands í næsta mánuði til að taka þátt í kyndilboðhlaupi með ólympíueldinn frá Ólympíu til Atl- anta. í ársskýrslu Ólympíunefndar kemur fram að ef af þe_ssu verður yrði Ingólfur fyrstur íslendinga svo vitað sé til að bera ólympíukynd- il. ■ FYRIR leik KA og ÍBV á sunnu- daginn fékk Sigmar Þröstur Ósk- arsson afhent blóm frá KA þar sem honum var þakkað framlag hans til handknattleiks á Akureyri þegar hann lék með KA. Sigmar afhenti svo KA blóm í tilefni af sigri KA í bikarkeppninni. ■ BJÖRGVIN Björgvinsson hornamaður KA var_ fjarri góðu gamni í Ieiknum við ÍBV en hann er veikur. ■ TIL stóð að sjónvarpa beint á Stöð 2 frá leik Hauka og Njarðvík- ur í úvarsldeildinni, en Haukar neit- uðu þar sem þeir töldu sig missa of miklar tekjur vegna færri áhorfenda. ■ ÞAÐ á ekki af kvennaliði ÍBV í handboltanum að ganga. Margar stúikur hafa meiðst hjá liðinu að undanförnu og á sunnudaginn meiddist enn ein. Markvörðurinn Hulda Stefánsdóttir meiddist í baki í upphitun fyrir leikinn gegn KR og óvíst er hvenær hún getur tekið til við æfingar á ný. María Rós Frið- riksdóttir meiddist í leiknum gegn Stjörnunni á dögunum og var ekki með gegn KR. ■ RONALDO mun ekki leika meira með Eindhoven á þessu keppnis- tímabili, þar sem hann þarf að fara í uppskurð á hægra hné. Brasilíu- menn vona að Ronaldo, sem er 19 ára, verði orðinn góður fyrir ÓL í Atlanta. „Strákurinn hefur leikið knattspyrnu án þess að fá frí síðan hann var sautján ára,“ sagði Dick Advocaat, þjálfari Eindhoven. GOLFSAMBAND íslands (GSÍ) hélt um fyrri helgi ársþing sitt og þar var endanlega raðað niður mótum sumarsins. Eins og venja er mun landsmót kylfinga verða stærsta og viða- mesta mót sumarsins - og þannig á það að vera. Landsmót er hátíð kylfinga. Ekki skemmir fyrir að lands- mótð verður haldið í Vest- mannaeyjum í sumar og , því búast margir við að þetta verði með skemmti- legri mótum síðari ára og þar kemur tvennt til: skemmtileg- ur völlur og stemmningin sem allt- af er í Eyjum. Einn skugga ber þó á þetta mót þótt enn séu fímm mánuðir þar til það hefst, en það er tímasetn- ingin. Hún er svo furðuleg að maður á vart til orð til að lýsa undrun sinni. Um hvað voru menn að hugsa þegar ákveðið var að heíja leik á landsmóti 19. eða 20. júlí? Það hefur hvorki verið margt né mikið. Segjum sem svo að landsmótið hefjist 19. júlí, sem væri vel við hæfi, sama dag og Ólympíuleikarnir verða settir í Atlanta í Bandaríkjunum. Það nær auðvitað ekki nokkurri átt að sér- samband, sem heldur eitt stórmót á ári, skuli hafa það á sama tima og Óíympíuleikana, sem eru haldn- ir fjórða hvert ár. Nú segja sjálfsagt einhverjir að það sé í góðu lagi að hafa lands- mótið á sama tíma og Ólympíuleik- ana. Sjálfsagt má færa að því ein- hver rök, en þeir sem sitja í stjóm GSÍ ættu að vita að það var lengi vel barátta þeirra sem sátu á und- an þeim í stjórninni að fá aukna umíjöllun um landsmótið í Qöl- miðlum, sérstaklega í sjónvarpi. Það tókst og hefur Logi Bergmann Eiðsson gert mjög skemmtilega þætti um landsmótin undanfarin ár með aðstoð Friðþjófs Helgason- ar og Viðars Oddgeirssonar. Þætt- ir þessir hafa verlð vinsælir, ekki bara meðal kylfinga, heldur einnig almennings. Nú er nokkuð tryggt að lítið sem ekkert verði sýnt frá landsmótinu í ár. Þökk sé GSÍ. Stjómarmenn í GSÍ vilja sjálf- sagt benda á framkvæmdaaðila mótsins, sem er Golfklúbbur Vest- mannaeyja, en ég hef oft sagt og segi það enn: Golfsambandið á að hafa yfirumsjón með landsmótinu. Það er ekki of gott til að sjá um eitt mót á ári, og þeir sem fara með æðstu málefni kylfinga í land- inu hafa gott af því að bera ábyrgð á einu móti á ári. Klúbbarnir ráða yfir þekkingunni og reynslunni við að halda mót, en GSÍ er samnefn- ari fyrir klúbbana í landinu og því ^ættu að vera hæg heimatökin. Sjónvarpið sýnir mjög mikið efni frá Ólympíuleikunum í sumar, eins og frá síðustu leikum og þrátt fyr- ir að hægt væri að fá sveit manna til að vínna efni fyrir Sjónvarpið þá er hreinlega ekki tími til að senda það út því dagskráin er svo þétt vegna Ólympíuleikanna. Að vísu er annar möguleiki í stöðunni og hann er að Stöð 2 verði með þættina frá landsmótinu og væri það auðvitað af hinu góða fyrir kylfinga, því þá væri eitthvað sýnt frá helsta móti þeirra á árinu og um það fjallað. En hvort sem Stöð 2 gerir þetta eða ekki þá er ljóst að umfjöllun um landsmótið í fjölmiðlum verður aldrei eins mikil og hún hefði orðið, ef menn hefðu hugsað áður en þeir fram- kvæmdu. Skúli Unnar Sveinsson Landsmótið í ár er skref afturábak hjá Golfsambandinu Hvemig kann handboltamaðurinn JÚRÍ SADOVSKI við sig á Nesinu hjá Gróttu? Fjölbreytt og skemmtilegt RÚSSINN Júrf Sadovski, sem leikið hefur svo vel með Gróttu í fyrstu deildinni f handknattleik er 26 ára gamall, fæddur og uppalinn f Krasnodar, lítilli borg í Rússlandi. Hann er kvæntur Jelenu og eiga þau eina dóttur, Julfu, sem er þriggja ára. Kona hans og dóttir dvelja hér á landi með honum. Sadovski talar þokkalega þýsku og sækir ívetur námskeið í ensku. Sadovski lék handknattleik með SKIF, liðinu í heimabæ sínum, og hann á um tuttugu landsleiki að baki með rúss- Efjir neska landsliðinu. Skúla Unnar hef aldrei leikið Sveinsson í úrslitakeppni eða stótum mótum, heldur í undankeppni stóru mótanna og æfingaleikjum," segir Sadovski. Hann lék með SKIF í Evrópukeppn- inni og tvívegis varð liðið Rússlands- meistari, árið 1991 og 1992, og meðal þekktra leikmanna sem léku með SKIF má nefna Lavrov mark- vörð og Filippov, sem leikur nú með Stjömunni. Hvers vegna valdir þú hand- bolta? „Ég veit það eiginlega ekki, en ég byijaði mjög ungur. Ætli ég hafi ekki verið svona sjö ára jiegar ég prófaði handbolta fyrst. Eg lék einnig fótbolta og var í frjálsum en þegar ég var ellefu eða tólf ára fann ég að handboltinn hentaði mép best.“ En hvers vegna komstu til Is- lands? „Ég vissi auðvitað að heims- meistarakeppnin var hér á landi og umboðsmaður í Rússlandi, sem sér um alla leikmenn sem fara til útlanda, sagði að hann hefði fengið fyrirspurn frá íslandi. Ég spurði Filippov hvernig honum líkaði að vera á Islandi og hann sagði mjög gott að vera hérna, þannig að ég sló til.“ Og hvernig finnst þér handbolt- inn hér? „Hér er leikinn góður handbolti og ég held að það séu ekki mörg lönd í Evrópu sem eru með sterk- ari deild, trúlega bara Spánn og Þýskaland og líklega Frakkland líka. íslendingar eru framarlega í handboltanum en þeir voru hræði- lega óheppnir i heimsmeistara- keppnini, ef þeir hefðu ekki lent á móti Rússum í átta liða úrslitunum hefðu þeir trúlega komist iengra." Hvernig kanntu svo við þig hjá Gróttu og Gauta? „Ágætlega. Grótta er ekki með neina stjömu og engan landsliðs- mann, en allir leikmenn leggja sig mikið fram og gera það sem fyrir Morgunblaðið/Þorkell JÚRÍ Sadovski „Þegar ég var ellefu eða tólf ára fann ég að handboltlnn hentaði mér best.“ þá er lagt og þar liggur styrkur okk- ar. Við vinnum vel saman og erum lið. Gauti er sérfræðingur í uppbygg- ingu og við æfum bæði mikið og vel. Æfingarnar eru íjölbreyttar og skemmtilegar. Við æfum það sem okkur finnst helst skorta á hjá okkur hverju sinni. Við æfðum til dæmis mjög mikið og _vel þegar hlé var gert á deildinni. Ég veit ekki hvernig Grótta lék á síðasta keppnistímabili en ég held að við höfum leikið ágæt- lega í vetur, sérstaklega í síðustu þremur eða fjórum leikjum." Hvaða stöðu lékstu með SKIF? „Ég lék mest sem skytta hægra megin. Við höfðum mjög sterkan leikmann á miðjunni og vinstra meg- in og því lék ég hægra megin. Sömu sögu er að segja um þá landsleiki sem ég hef leikið, þar hef ég leikið hægra megin, enda frábærir leik- menn á miðjunni í rússneska landsl- iðnu.“ Hver er besti íslenski leikmaðurinn í deildinni? „Nú er erfitt að svara, Duranona er góður, en þú spyrð um íslenskan leikmann. Ólafur Stefánsson hjá Val er mjög góður, Patrekur Jóhannes- son hjá KA líka og Guðmundur mark- vörður Vals er einnig góður.“ En hvaða lið er best? „KA og Valur. KA hefur ekki eins mikla breidd og Valsmenn og það er vandamál hjá þeim, en það virðist alltaf koma maður í manns stað hjá Val. Ætli Valur sé því ekki besta Iiðið.“ Verður þú áfram hjá Gróttu? „Ég er með hefðbundinn tveggja ára samning og verð því líklega áfram hjá Gróttu, en annars veit maður aldrei hvað gerist."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.