Morgunblaðið - 27.02.1996, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 27.02.1996, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. FEBRÚAR 1996 B 3 KMATTSPYRMA Alan Ball spáir New- castle meistaratitli LEIKMENN Newcastle, sem máttu þola tap, 0:2, fyrir West Ham á Upton Park í sl. viku, áttu í miklum erfiðleikum með Manchester City á Maine Road og urðu að sætta sig við jafntefli, 3:3. Kólumbíumaðurinn Faustino Asprilla opn- aði markareikning sinn fyrir Newcastle og belg- tski landsliðsmaðurinn Philippe Albert skoraði hin tvö mörkin. Newcastle er með fjögurra stiga forskot á Manchester United og á einn leik til góða; liðin mætast um næstu helgi. Newcastle er efst hjá veðbönkum í London - var með 1-3 en er nú með 1-2. Man. Utd. var með 7-2, en er nú með 5-2. Liverpool er með 9-2 og Aston Villa 33-1. Newcastle, sem hefur keypt leikmenn fyrir 45 milljónir punda sl. fjögur ár, var þrisvar undir gegn City, en náði alltaf að jafna. Niall Quinn skoraði fyrstu tvö mörk heimamanna og Þjóðvetjinn Uwe Rösler það þriðja. Kevin Keegan, knattspyrnustjóri Newcastle, sagði að leikurinn hefði verið mjög vel leikinn og skemmtileg- ur - góð auglýsing fyrir ensku knattspyrnuna. „Við náðum ekki að gera nóg til að fagna sigri.“ Alan Ball, knattspyrnustjóri City, sagði leikmenn Newcastle hafa sýnt það, með því að ná að jafna þrisvar sinnum, að þeir komi til með að fagna meistaratitlinum þegar upp verður staðið. „Liðsandinn frábær" Manchester United vann stórsigur, 6:0, á Bolton og getur Guðni Bergsson þakkað fyrir að hafa ekki leikið með í vörn heimamanna, sem voru leiknir grátt. Ryan Giggs lagði upp mark fyrir David Beckham eft- ir aðeins fimm mín., síðan skoraði fyrirliðinn Steve Bruce fýrsta mark sitt í vetur og Andy Cole og vara- mennirnir Paul Scholes og Nicky Butt bættu um bet- ur. Scholes skoraði tvö mörk á þremur mín. Alex Ferguson, knattspyrnustjóri United, var ánægður með sína menn og sagði: „Ég tel að þetta sé rétti tíminn til að byija að leika vel. Strákarnir sýndu hvað þeir geta og liðsandinn er frábær.“ Fergu- son sagði að bæði Giggs og Cantona hefðu verið meiddir fyrir leikinn. „Þeir gerðu sitt besta, tóku enga áhættu.“ Flowers fékk á sig ódýrt mark Liverpool lagði Blackburn að velli, 2:3, og skoraði Stan Collymore tvö fyrstu mörk Liverpool - fyrra markið var afar ódýrt, knötturinn hafnaði á ójöfnu og þeyttist af henni yfir Tim Flowers, markvörð Black- burn, sem virtist vera öruggur með knöttinn. Þetta er án efa ódýrasta mark sem Flowers hefur fengið á sig, þar sem skot Collymores af 35 m færi virtist hættulaúst. Hvorki Alan Shearer, sem hefur skorað 30 mörk fyrir Blackbum, né Robbie Fowler, sem hefur skor- að 26 mörk fyrir Liverpool, náðu að skora. Aston Villa hafði heppnina með sér gegn Wimbledon, 3:3. Tvö af mörkum liðsins voru sjálfsmörk leikmanna Wimbledon. Mick Har- ford skoraði jöfnunarmark Wimbledon á síðustu mín. leiksins. West Ham náði ekki að vinna sinn sjötta sigur í röð, þegar liðið fékk Arsenal í heimsókn. John Hartson skoraði mark Arsenal eft- ir 88 sek. og við það sat, 0:1. Chris Armstrong, sem hefur skorað fjórtán mörk í vetur, tryggði Tottenham sigur, 1:0, gegn Sheffield Wednesday á White Hart Lane. Gullit sýndi hvers hann er megnugur HoJlendingurinn Ruud Gullit tryggði Chelsea sigur, 2:3, á The Dell í Southampton. Gullit hljóp sjötíu metra til að taka við send- ingu frá Mark Hughes og senda knöttinn glæsilega framhjá Dave Beasant. „Ég get ekki annað en lýst aðdáun minni. Hann gerir hlut- ina svo einfalda og leikinn svo auð- veldan að sjá. Við getum lært mik- ið af honum,“ sagði Dave Merring- ton, knattspyrnustjóri Southamp- ton, um Gullit og mark hans. ■ Úrslit / B6 ■ Staðan / B6 Reuter CLIVE Wilson, lelkmaður Tottenham, er hér búinn að lelka á Serbann Drago Kovacevlc hjá Sheffleld Wed. Leeds á Wembley eftir 23 ár LEEDS tryggði sér rétt til að leika úrslitaleik deildarbikar- keppninnar á Wembley - mæt- ir Aston Villa 24. mars, þegar liðið lagði Birmingham að velli 3:0 á Elland Road í seinni und- anúrslitaleik liðanna á sunnu- daginn, vann samanlagt 5:1. Leeds hefur ekki leikið á Wembley í 23 ár, eða síðan liðið tapaði, 0:1, fyrir Sunder- land í bikarúrslitum 1973. Suður-Afríkumaðurinn Phil Masinga, Anthony Yeboah og Brian Deane skoruðu mörk Leeds. Steve Claridge misnot- aði vítaspyrnu fyrir Birming- ham i leiknum. Asprilla í sviðsljósinu FAUSTINO Asprilla, sem opnaði markareikning sinn fyrir Newcastle, var í sviðs- ljósinu á Maine Road - þeg- ar haim gaf Keith Curle, varnarleikmanni Man. City, olnbogaskot í andlitið og eftir leikinn skallaði Asp- rilla Curle. Asprilla sagði þetta í gær um fyrra atvik- ið: „Ég var að reyna að ýta honum í burtu, til að losna. Hann hélt utan um mig, ég vildi komast frá honum - ég vissi ekki að ég hefði slegið hann í andlitið í átök- unum,“ sagði Asprilla, sem vildi ekki tjá sig um seinna atvikið. Enska knattspyrnusam- bandið mun fá myndbands- upptöku frá leiknum og á AspriIIa yfir höfði sér Ieik- bann, ef í ljós kemur að hann hafi slegið Curle vijj- andi. Sigurganga Dortmund stöðvuð M | eistarar Dortmund máttu þola tap, 1:2, fyrir Hansa Rostock á heimavelli og var sigur- ganga þeirra stöðvuð - meistararn- ir höfðu leikið fimmtán leiki í röð án taps fyrir leikinn gegn Hansa. Steffen Baumgart og Jonathan Akpoborie skoruðu fyrir gestina, áður en Tékkinn Patrik Berger skoraði fyrir heimamenn, sem léku án Karlheinz Riedle, Knut Rein- hardt, Julio Cesar og Stefan Reut- er, sem eru meiddir. „Við töpuðum fyrir mjög sterkum mótheijum. Leikmenn Rostock léku yfirvegaðan varnarleik, við náðum okkur aldrei á strik,“ sagði Ottmar Hitzfeld, þjálfari Dortmund. Frank Pagelsdorf, þjálfari Rostock, var mjög ánægður með sína leikmenn, þetta var fyrsti leik- ur þeirra frá vetrarfríi. „Við lékum yfirvegað og fengum fleiri tækifæri til að skora.“ Bæjarar skutust upp að hliðinni á Dortmund með því að vinna stór- sigur á útivelli - 1:6 gegn Bayer Uerdingen. Dortmund á einn leik til góða. „Þessi úrtslit færir okkur upp að Dortmund og sýnir að við erum enn með í baráttunni," sagði Lothar Mattháus, fyrirliði Bayern. Dússeldorf færðist af botninum, með sigri á Schalke 2:0. Þetta var móralskur sigur fyrir leikmenn liðsins, sem mæta Karlsruhe í und- anúrslitum bikarkeppninnar á morgun. Tileinkaði syni sínum sigurinn PAUL Gascoigne tileinkaði viku gömlum syni sínum, Reg- an, sigur Rangers gegn Aberdeen, 1:0. Gascoigne skor- aði markið og stefnir Rangers nú á áttunda meistaratitil sinn í röð. Dómarinn Hugh Dallas lyfti gula spjaldinu níu sinnum í leiknum og fékk Gascoigne að sjá spjaldið í fjórða leik sín- um í röð, alls hefur hann feng- ið að sjá gula spjaldið tíu sinn- um í vetur. Þegar níu umferðir eru eftir er Rangers með þriggja stiga forskot á Celtic - leikur liðanna á Ibrox 17. mars er hreinn úrslitaleikur um meistaratitilinn. Batistuta óstödvandi Argentínumaðurinn Gabriel Batistuta er óstöðvandi, lék aðalhlutverkið hjá Fiorentina - og með smá hjálp frá Juventus er meiri spenna komin í meistarabar- áttuna á Italíu. Batistuta skoraði tvö glæsileg mörk þegar Fiorentina vann Napolí 3:0, AC Milan varð að sætta sig við jafntefli, 1:1, gegn Juventus. Forskot AC Milan er því komið niður í fimm stig. Batistuta, sem skoraði fyrra mark sitt beint úr aukaspyrnu - knö'tturinn hafnaði efst uppi í markhorni, skoraði síðan með þrumuskoti eftir að hafa tekið knöttinn niður á brjóstið. Þá lagði hann upp þriðja markið. Batistuta er markahæstur á Ítalíu með sext- án mörk og Fiorentina hefur leikið þrettán leiki í röð án taps. Juventus fékk óskabyijun gegn AC Milan, þegar Antonio Conte skoraði mark eftir aðeins þijár mín. með skoti af 30 m færi. AC Milan, sem hefur ekki tapað síð- ustu átján leikjum sínum og unnið fimm leiki í röð, náði að jafna, 1:1. og var það enginn annar en Líberíumaðurinn George Weah, sem skoraði sitt tíunda mark og fjórða mark í síðustu fjórum leikj- um. Leikurinn var fast leikinn og oft sáust ljót brot. Paolo Maldini, varnarleikmaður AC Milan, sagði að ellefu leikir væru eftir í meistarabaráttunni. „Það er of snemmt að segja að meistaratitlinn sé okkar. Við erum aðeins með fimm stiga forskot, það má ekkert útaf bera.“ Marco Branca skoraði sigur- mark Inter gegn Atalanta í byrjun leiks, en síðan misnotaði Maurizio Ganz vítaspymu gegn sínum fyrr- um félögum hjá Atlanta. Svíinn Jonas Thern hjá Roma og Giuseppe Minaudi, Torínó, voru reknir af leikvelli á Ólympíuleik- vanginum i Róm, þar sem heima- menn unni með marki Francesco St.atuto. Þar sem Gianfranco Zola var ekki orðinn góður eftir meiðsli, fékk Búlgarinn Hristo Stoichkov tækifæri til að leika sem leikstjórn- andi lijá Parma gegn Udinese. Sto- ichkov náði sér ekki á strik og Parma varð að sætta sig við jafn- tefli, 0:0.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.