Morgunblaðið - 27.02.1996, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 27.02.1996, Blaðsíða 5
4 B ÞRIÐJUDAGUR 27. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. FEBRÚAR 1996 B 5 FRJÁLSÍÞRÓTTIR KÖRFUKIMATTLEIKUR Metinfélluá Meistaramótinu Morgunblaðið/Kristinn GEIRLAUG B. Geirlaugsdóttir, Ármanni, kemur í mark og jafn- ar íslandsmetið í 50 m hlaupi á tímanum 6,6 sek. MEISTARAMOT Islands í frjálsum íþróttum innanhúss, sem fram fór í Baldurshaga og Kaplakrika um helgina, byrjaði með tilþrifum því strax á laugardagsmorgni var búið að setja eitt íslandsmet og jafna annað. Áður en yfir lauk að kvöldi sunnudags, var enn eitt íslandsmetið sett og ann- að jafnað. Jón Arnar Magnús- son UMSS keppti íþremur greinum og vann allar ásamt nýju íslandsmeti og öðru jöfn- uðu. FH-ingar fengu 5 titla, UMSSfjóra ogHSKþrjá. Geirlaug B.Geirlaugsdóttir úr Ármanni kom sjálfri sér og öðrum á óvart þegar hún jafnaði íslandsmet sitt í 60 m grinda- ■■■■■■ hlaupi og setti nýtt Stefán Meistaramótsmet Stefánsson þegar hún hljóp á sknfar 6,2 sekúndum. Eins og fram kom í Morgunblaðinu á sunnudaginn, gerði Jón Arnar Magnússon sér lítið fyrir í lang- stökkinu og sló Islandsmet í fyrsta þegar hann sveif 7,71 metra en fyrra metið var 7,68. Jón Oddsson úr FH hjó nærri Meistaramótsmet- inu í fyrra, 7,15, þegar hann stökk einum sentimetra styttra. Margir gerðu sér vonir um ein- vígi í stangarstökkinu þegar Jón Arnar, Kristján Gissurarson og margreyndur íslandsmeistari Sig- urður T. Sigurðsson myndu reyna með sér en alls voru sjö keppendur í greininni. Af því varð þó ekki þar sem Jón Árnar treysti sér ekki vegna veikinda og gömul meiðsli tóku sig upp hjá Kristjáni. Sigurður lét þó ekki deigan síga Mm FOLK ■ SUNNA Gestsdóttir frá USAH var fjarri góðu gamni því hún var veðurteppt fyrir norðan. Fyrirfram var talið að einvígi yrði milli hennar og Sigríðar í langstökkinu. ■ JON ARNAR Magnússon og þjálfari hans Gísli Sigurðsson þjálfari hans sáu veðurfréttirnar á fimmtudeginum og ákvaðu að eiga ekki sitt undir veðrinu. Þeir drifu sig af stað, keyrðu um nóttina og komu til Reykjavíkur að morgni. ■ BJARNI Þór Traustason úr FH náði að komast í úrslit í lang- stökkinu en tognaði illa í öðru stökkinu þar og varð að hætta keppni. Bjarni Þór var á leiðinni á opna danska meistaramótið en af því verður ekki. frekar en fyrri daginn, eða öllu heldur næstum síðustu 17 árin sem hann hefur unnið stangar- stökkið, stökk 4,80 metra í ann- arri tilraun og bætti Meistara- mótsmetið sitt frá í fyrra um 9 sentimetra. Hann reyndi síðan við 5 metrana en felldi þrívegis. Þórdís Gísladóttir, sem keppti fyrir ÍR á ný eftir 11 ár hjá HSK, sigraði léttilega í hástökkinu, fór í fyrstu tilraun yfir 1.73, aftur í fyrsta yfir 1.76 sentimetra og í þriðju tilraun yfir 1.80 en felldi þrisvar 1.83. Sunnudagurinn byijaði á 50 m grindahlaupi karla. Jón Arnar Var langfyrstur, jafnaði 6,6 sekúndna íslandsmet og setti nýtt meistara- mótsmet og í kvennaflokki hljóp Helga Halldórsdóttir, FH, á 7,2. Hinn síungi 38 ára Jón Oddsson úr FH stökk 14,54 metra í ann- arri tilraun í þrístökki en sjálfur stökk hann lengst allra í fyrra, 14,48 metra, en íslandsmet Frið- riks Þ. Óskarssonar frá 1979 er 14,92. Sigríður A. Guðjónsdóttir úr HSK bar höfuð og herðar yfir keppinauta sína í þrístökki kvenna og var lengi heilum metra á undan þeim. Hún stökk 12,67 metra í öðru stökki sínu en eins og hætt er við eftir góða byijun náði hún ekki að bæta við. „Eg ætlaði að slá metið og átti von á að það myndi takast því á opna norska meistaramótinu fyrir skömmu stökk ég 12,41 metra og var þó langt frá plankanum," sagði Sig- ríður Anna. Jón lét veik- indi ekki stöðva sig JÓN ARNAR Magnússon frá UMSS var ekki viss um að geta tekið þátt í mótinu, því hann var með 39 stiga hita á laugardeginum. Hann tók þó þátt í tveimur greinum og vann báðar - langstökk og kúluvarp. „Ég ætlaði að keppa í stangarstökkinu en treysti mér ekki til þess,“ sagði hann á laugardeginum en daginn eftir tók hann þátt í 50 metra grindahlaupi og sigraði. „Ég er brattur fyr- ir Evrópumótið í mars, enda verður maður að vera það miðað við þennan árangur. Ég er þó ekki í mínu besta formi, er í þungum æfingum og á eft- ir að koma mér í toppform fyrir mótið í mars,“ bætti hann við. Geirlaug kom sjálfri mér mest áóvart „ÉG stefndi ekki að meti svo að þetta kom mér sjálfri mest á óvart, sagði Geirlaug B. Geirlaugsdótt- ir, eftir að hafa jafnað ís- landsmet sitt í 50 metra hlaupi. „Ég hef ekki verið í léttum æfingum en þetta þýðir að ég er líklega í betra formi en ég hélt og gefur mjög góðar vonir fyrir Evrópumeistaramót- ið í mars, því ég á enn eft- ir að létta æfingarnar.“ SUND Hjalti með Islandsmet Hjalti Guðmundsson, SH, setti íslandsmet í 100 m bringu- sundi á sundmóti Ármanns sem fór fram í Sundhöll Reykjavíkur um helgina. Hjalti synti vegalengdina á 1.03,52 mín. og varð hann stiga- hæsti sundmaður mótsins, með 898 stig. Kristján Haukur Flosason, KR, varð sigurvegari í 100 m skriðsundi og fékk Sigurjónsbikarinn, sem Sig- urjón Pétursson á Álafossi gaf. Sig- uijón vann bikarinn, sem nefndur er skriðsundsbikarinn, fyrir sigur á glímumóti 1909 og gaf sunddeild Ármanns síðan bikarinn. Bára Bergmann Erlingsdóttir setti tvö heimsmet í sínum flokki þroskaheftra — syndti 100 m flug- sund á 1.25,08 mín. og 200 m flug- sund á 3.05,83 mín. Á myndinni hér til hliðar eru Kristján Haukur Flosason, KR, með skriðsundsbikarinn og Hjalti Guð- mundsson, SH, sem var stigahæst- ur og setti íslandsmet. Stúlkurnar eru Valdís Gylfadóttir og Þórdís Stella Þorsteins. Glæsileg vörn Morgunblaðið/Kristinn IMJARÐVIKINGURINN Gunnar Örlygsson sýnir hér glæsilega varnartilburði gegn Jóni Arnari Ingvars- syni, fyrirliða og leikstjórnandi Hauka. Friðrik Ragnarsson er einnig tilbúinn að hjálpa til ef á þarf að halda. Teitur, bróðir Gunnars, átti stórleik og gerði frábærar körfur af löngu færi. Bara einn Teitur Njarðvíkingar unnu Hauka ífyrsta „úrslitaleiknum" íframlengdum leik ÞAÐ er bara til einn Teitur Örlygs- son í íslenskum körfuknattleik. Drengurinn sá er hreint ótrúlegur og engum líkur þegar hann er f stuði og hann getur unnið leiki, það sýndi hann á sunnudaginn þegar Njarðvíkingar unnu Hauka 98:95 í Hafnarfirði í frábærum leik sem lofar góðu fyrir komandi úr- slitakeppni. Staðan eftir venjuleg- an leiktíma var 82:82. Sigurinn var mikilvægur Njarðvíkingum því nú fá þeir oddaleiki á heimavelli í úrslitakeppninni og þeir eru einn- ig orðnir deildarmeistarar. Haukar höfðu 82:77 yfir þegar 25 sekúndur voru eftir af leiknum. Teitur gerði tvö stig og bróðir hans Gunnar skoraði úr einu vítakasti og Rondey tók Skúli Unnar frákastið í því síðara og sknfarS°n jafnaði þegar rétt rúmar fjórar sekúndur voru eftir. Haukar voru annaðhvort óheppnir eða hreinlega klaufar á lokakaflanum, nema hvort tveggja sé. Að láta lið skora fimm stig á 25 sekúndum á ekki að geta gerst sé leikið af skynsemi. Skömmu áður, þegar 3,30 mín. voru eftir, höfðu heimamenn 78:68 yfir. Hrannar Njarðvíkurþjálfari tók leikhlé og skipti þremur sterkum og óþreyttum varnarmönnum inná og skipt var i svæðisvörn. Þetta gekk vel og í sókn- inni sá Teitur um hlutina, gerði tvær ótrúlegar þriggja stiga körfur, var lengst úti á velli með mann í sér. Teit- ur tók síðan upp þráðinn í framlenging- unni og gerði þá 11 stig, þaraf þijár þriggja stiga körfur. „Þetta var frábær leikur tveggja jafnra og sterkra liða. Það má segja að þetta hafi verið fyrsti úrslitaleikur- inn,“ sagði Teitur Örlygsson sæll og glaður að leikslokum. „Vonandi erþetta forsmekkurinn að því sem koma skal í úrslitakeppninni. Það var gaman að vinna þá hér í Hafnarfirði en leikir lið- anna eru búnir að vera jafnir og spenn- andi í vetur, þrír hafa unnist með einu stigi og svo þessi eftir framlengingu. Varðandi þessi skot hjá mér þá hef ég hitt vel að undanförnu og ég fann að ég var í stuði þó svo ég hafi ekki byij- að vel í þessum leik,“ sagði Teitur. Leikurinn var í járnum allan fyrri hálfleikinn, Haukar alltaf með foryst- una nema einu sinni, 30:31. í upphafi síðari hálfleiks náðu Haukar 11 stiga forystu, 54:43. Þá misstu þeir Sigfús Gizurarson útaf með fimm villur og stundarfjórðungur enn eftir. í kjölfarið gerðu Njarðvíkingar 8 stig í röð og allt var opið það sem eftir lifði leiks. Það væri of langt mál að telja alla upp sem stóðu sig vel, því flestir leik- menn liðanna gerðu það. Williford tók til dæmis 28 fráköst og gerði 27 stig, að skýrðist endanlega á sunnu- dagskvöldið að Valsmenn leika í 1. deild karla í körfuknattleik á næsta vetri. Vonarneisti leik- manna Vals var veikur Benediktsson fynr viðureignina gegn skrifar KR a sunnudagskvoldið og með sigri hefði verið hægt að halda honum lifandi í nokkra daga til viðbótar. En KR-ingar sýndu drengjunum frá Hlíðarenda enga mis- sem er alls ekki slæmt. Jón Arnar lék mjög vel og Pétur einnig. Sigfús var sterkur í vörninni og gætti Teits mjög vel. Björgvin var ragur við að skjóta framan af en það lagaðist. Mikið mæddi á honum undir lokin. Hann skoraði úr tveimur vítaskotum, 82:77, komst síðan í dauðafæri eftir það en skot hans mis- tókst og hann braut síðan á Gunnari er tíu sekúndur voru eftir. Hann getur þó sætt sig við að þetta var ekki úrslita- leikurinn. Þegar að honum kemur verð- ur hann reynslunni ríkari. Að öðrum ólöstuðum var Teitur maður þessa leiks, hreint ótrúlegur á köflum. Baráttan er alltaf til staðar og hann hjálpar vel til í vörn auk þess að leika góða vörn gegn sínum manni. Rondey átti einnig stórleik og gerði 29 stig þrátt fyrir að vera utan vallar tals- verðan tíma fyrir hlé. Hann tók 17 frá- köst og þar á meðal það sem skipti mestu máli, síðasta frákastið í venjuleg- um leiktíma. Hann vissi að hann yrði að taka það og hann gerði það. kunn, tóku forystu strax og höfðu leik- inn í hendi sér allt til leiksloka. Lokatöl- ur 93:73, staðan í hálfleik 46:33. Valsmenn reyndu á upphafsmínút- unum að beijást en þegar í ljós kom að sú barátta fleytti þeim skammt og KR- ingar sigldu fram úr lögðu Valsmenn niður rófuna og gáfust upp. Úr varð fremur leiðinlegur leikur þar sem kæru- leysi setti svip á leikinn og metnaðar- leysi liðs sem fallið er úr úrvalsdeildinni. Valur fallinn Skallagrímssigur í nágrannaslag Borgnesingar gerðu góða ferð á Akranes og sigruðu heima- menn 99:86 í sannkölluðum ná- ■■■■■■ grannaslag. Jafn- Gunnlaugur ræði var með liðun- Jónsson um í byijun og jafnt skrifarfrá á flestum tölum. Akranesi Mikjð yar um mjstök á báða bóga en undir miðbik fyrri hálfleiks náðu heimamenn yfir- höndinni og höfðu mest þrettán stiga forystu í tvígang, en gestirnir náðu að bæta úr fyrir leikhlé í 56:45. Tómas Holton hefur messað vel yfir sínum mönnum í leikhléi því þeir byijuðu síðari hálfleikinn af krafti og náðu að jafna 59:59. Alex- ander Ermiolinski var á þeim tíma í aðalhlutverki fyrir Skallagríms- menn, gerði tíu fyrstu stig þeirra í leikhlutanum. Milton Bell og læri- sveinar hans náðu yfirhöndinni á ný og það hlakkaði í heimamönnum þegar fjórir Borgnesingar, Ermol- inski, Sveinbjörn Sigurðsson, Ari Gunnarsson 0g Gunnar Þorsteins- son fengu sínar fjórðu villur á svip- uðum tíma er um tíu mínútur voru eftir. Skagamenn komust í 76:70, en vendipunktur leiksins var þegar Bjarni Magnússon og Dagur Þóris- son, lykilmenn heimamanna, fengu sínar fimmtu villur er sjö mínútur voru eftir. Við það hrundi leikur ÍA. Borgnesingar gengu á lagið og náðu afgerandi forystu sem þeir héldu allt til enda. Skagamenn eiga hrós skilið fyrir góða baráttu og vilja en leikmanna breiddina vantaði og þar lá munur- inn á liðunum. Milton Bell átti enn einn stórleikinn fyrir Skagamenn, gerði 42 stig, tók ógrynni frákasta og varði_ ófá skot með miklum til- þrifum. í liði gestanna var liðsheild- in aðal. Auðveldur heimasigur ÍR IR átti ekki í minnstu vandræðum með slakt lið Breiðabliks á sunnudaginn, sigraði 91:74. Blikarnir virtust frískir i byijun en ÍR skipti upp um gír meðan Blikar virtist frekar skipta niður. ÍR-ingar skoruðu 19 stig á móti 5 og náðu öruggry forystu sem þeir létu ekki af hendi. Seinni hálfleikur var sem eftirmynd þess fyrri. Blikar byijuðu betur en IR tók síðan við sér. ÍR með þá Rhodes og Eirík í fararbroddi spiluðu á köflum ágæt- lega og fóru oft illa með vörn Blika sem var á hælunum mestan hluta leiksins. Það var þó öðru fremur hittnin sem fór með Kópavogsliðið, en hún var slæm. Michael Thoele fann þó leið ofan í körfuna sem og Einar Hannesson sem hitti vel í seinni hálfleik. Leikur ÍR var öllu skárri, hittnin var í lagi og spilið gott. Það sem kórónaði þó leík þeirra var síðasta trompið. Gunnari Sverrissyni lið- stjóra ÍR var skipt inná er lítið var eftir og skoraði hann síðustu kórfu IR víð gífurleg fagnaðarlæti stuðn- ingsmanna ÍR. Auðvelt hjá Keflvíkingum Keflvíkingar unnu fremur auð- veldan sigur á hálf væng- brotnu liði Tindastóls, 101:78. í lið ■■■■■■ norðanmanna vant- Björn aði lykilmenn sem Blöndal eru meiddir og gátu skrifarfrá ekkj leikið með og Keflavík bandaríski leikmað- urinn Torrey John gengur ekki heill til skógar. Jafnræði var með liðun- um fram undir miðjan fyrri hálfleik en þá kom ágætur kafli hjá heima- mönnum sem höfðu 10 stiga for- systu í hálfleik. í síðari hálfleik kom , fljótlega annar góður kafli hjá Kefl- víkingum sem þá settu 18 stig gegn aðeins tveim stigum norðanmanna og forsmatriði að ljúka leiknum eftir það. Allir í liði Keflvíkinga komust vel frá þessum leik og þá sérstaklega Davíð Grissom. Nýi leikmaðurinn, Dwight Stewart, gerði góða hluti en lenti fljótlega í villuvandræðum og varð að fara af leikvelli með 5 villur. „Við erum mjög ánægðir með frammistöðu hans það sem af er,“ sagði Jón Kr. Gíslason þjálfari og leikmaður Keflvíkinga. Hjá norðan- mönnum var Torrey John mjög góður ásamt Pétri Guðmundssyni. Sindri Bergmann Eiösson skrifar Glæsitroðslur Rodney Dobard Glæsilegar troðslur Rodney Do- bard héldu áhorfendum við efnið í Grindavík í síðasta heimaleik ■^■^■1 Grindvíkinga fyrir Frímann úrslitakeppni úr- Ólafsson valsdeildar. Tekið skrjfarfrá var 4 mQtj þór frá Gnndavík Akureyri og unnu' heimamenn 97:73. Leikurinn sjálfur var ekki til að hrópa húrra fyrir því leikmönnum voru oft mislagðar hendur. Heimamenn voru ekki með á nótunum í byijun en Þórsarar komu hinsvegar með baráttuvilja og voru yfir framan af. Grindvíking- ar unnu forskotið upp hægt og síg- andi og náðu að komast yfir þegar fyrri hálfleikur var rúmlega hálfn- aður. Þeir voru búnir að ná þægi- legu forskoti í hálfleik. Rodney Dobad gladdi Grindvík- inga í leiknum með þremur troðsl- um sem voru hver annarri glæsi- legri en annars áttu Guðmundur Bragason og Páll Axel Vilbergsson ágætan leik í jöfnu liði. Fred Will- iams var yfirburðamaður hjá Þór en Böðvar Kristjánsson átti einnig góðan leik. Blikar betri Sauðkrækingar heimsóttu Breiðablik í Kópavoginn í gærkvöldi til að sækja sér tvö stig og komast þannig upp að hlið ÍR-inga en baráttan var lengst af ekki til- staðar hjá þeim, heldur hjá Blikum, sem sigruðu verðskuldað 91:87. Eftir jafna byijun small leikur Blika saman á meðan gestirnir nán- ast horfðu á. í síðari hálfleik bættu Tindastólsmenn vörnina og komust yfir með góðri baráttu en Blikar náðu áttum, breyttu stöðunni sér í hag og héldu naumu forskoti til leiksloka. Blikar unnu með góðu spili þar sem Michael, Halldór, Agnar og Birgir voru bestir en Ómar Sig- marsson hélt Tindastólsmönnum á floti með sex þriggja stiga körfum í röð. Stefán St'efánsson skrifar HANDKNATTLEIKUR KA tapaði stigi heima Það er óhætt að segja að eftir fremur tilþrifalítinn leik hafi síðustu mínúturnar í leik KA og ÍBV ■■■■■■ verið þrungnar ReynirB. spennu, en leiknum Eiríksson lyktaði með jafn- 5S* teni' E»a: menn hlutu þar með geysilega dýrmætt stig í botnbar- áttunni — liðið komst einu stigi upp fyrir Víking, sem er þar með í fall- sæti. Þetta var fyrsta stigð sem KA tapar á heimavelli í vetur. Þegar um tvær mínútur lifðu af leiknum var staðan jöfn og ÍBV fór í sókn. Þeir léku af skynsemi og þegar 54 sekúndur voru eftir skor- aði Gunnar Berg Viktorsson glæsi- legt mark við mikinn fögnuð sinna manna. KA fór í sókn og gekk hvorki né rak hjá þeim fyrr en fjór- ar sekúndur voru eftir af leiknum er Leó fékk sendingu inn á línuna og skoraði af öryggi. Við markið ætlaði allt um koll að keyra í hús- inu, því margur áhorfandinn hefur líklega verið farinn að trúa því að KA gæti tapað, en sem betur fer, fyrir þá „gulu og glöðu“, náðu þeirra menn að klóra í bakkann. KA og Valur eru nú jöfn að stigum en Valur er með hagstæðara markahlutfall. Það verður því lík- lega hreinn úrslitaleikur um deildar- meistaratitilinn þegar Valur sækir KA heim annað kvöld. KA náði þriggja marka forystu um miðjan hálfleik og leyfði þá Alfreð þjálfari ungum og óreyndum leikmönnum að spreyta sig, en þeir réðu ekki alveg við hlutverk sitt og þegar flautað við til hálfleiks hafði IBV náð að jafna, 12:12. KA stillti upp sínu sterkasta liði í síðari hálfleik og ætlaði greinilega að taka leikinn í sínar hendur, en gestirnir voru ekki á þeim buxunum og var jafnt á flestum tölum í hálf- leiknum, en það var þó KA , sem lengstum hafði frumkvæðið. En eins og áður sagði voru síðustu mínútur leiksins þrungnar spennu. KA-menn virtust ekki koma af krafti til leiksins og gekk ekki vel að finna taktinn framan af. Vörnin var ekki þétt og gekk þeim illa að hemja gestina, en sóknin var þokka- leg með Patrek i broddi fylkingar, en hann átti góðan leik og lék best KA-manna. Hjá ÍBV var Sigmar Þröstur bestur, en hann var sínum gömlu félögum erfiður og varði vel, sennilega man hann vel skot- stíl þeirra frá því í fyrra. Þá átti Gunnar Berg Viktorsson góðan leik í sókninni og þar er greinilega á ferðinni stórefnilegur leikmaður. Góður sigur Gróttu á UMFA Qrótta sigraði Aftureldingu sanngjarnt í skemmtilegum og kaflaskiptum leik á laugardag. Leikmenn Gróttv sýndu hvers þeir en megnugir og me< frábærum leikkafl: um miðjan seinr hálfleik lögðu þeir grunninn að öi uggum og sanngjörnum sigr 25:21. Afturelding komst stra tveimur mörkum yfir og hélt því ti leikhlés. Seinni hálfleikurinn virtis ætla að svipa til hins fyrri. Aftureld ing hélt sínu fyrstu 5 mínúturnar En þegar staðan var 13:15, skipuð ust veður heldur betur i lofti. Grótt: setti í fluggír og með 8 mörkum röð og ekki marki frá Aftureldingi í 18 mínútur komust heimamen 21:15 yfir. Gróttumenn spiluðu v< saman í sókn og lokuðu vörninni meðan hið gagnstæða réði ríkjui í liði Aftureldingar. Sindri Bergmann Eiðsson skrifar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.