Morgunblaðið - 27.02.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 27.02.1996, Blaðsíða 8
ín&mR iKltrgpfiMðM§> FRJALSIÞROTTIR Met og frábær árangur hiá Guðrúnu Amardóttur Guðrún Amardóttir setti frábært met í 60 metra grindahlaupi innanhúss á svæðamóti háskóla í Bandaríkjunum um helgina. Þá hljóp hún 400 metra á besta tíma sem íslensk kona hefur náð og setti jafn- framt brautarmet en tíminn fæst ekki staðfestur sem íslandsmet þar sem hringurinn var 291 metri en verður að vera 200 metrar. Guðrán hljóp 60 metra grinda- hlaup á 8,31 sekúndu en met Ing- unnar Einarsdóttur frá því í Mílanó 1978 var 9,03. Til þessa hefur Guð- rán hlaupið 60 stiku grindahlaup og var þetta í fyrsta sinn sem hún reyn- ir sig í 60 metra hlaupinu. Hún varð í þriðja sæti en tíminn hefði tryggt henni þátttökurétt í greininni á Evr- ópumeistaramótinu innanhúss í Stokkhólmi þar sem lágmarkið er 8,60. Hún hefur líka hlaupið undir lágmörkunum í 400 metra hlaupi og 400 metra grindahlaupi en verð- ur ekki með í keppninni vegna þess að bandaríska háskólameistaramótið fer fram. um sömu helgi og skóli hennar vill hafa hana þar. Guðrún hljóp 400 metrana á 53,19 sekúndum og sigraði. Ryan Tolbert varð í öðru sæti á 53,25 og Eusheka Bartley í þriðja sæti á 53,45 en hún átti fyrra brautarmet sem var 53,29. Samkvæmt útreikn- ingum fijálsíþróttamanna jafngildir tími Guðrúnar um 52,50 í 400 metra hring utanhúss en lágmarkið fyrir Ólympíuleikana í Atlanta er 52,75. Islandsmót Helgu Halldórs- dóttur frá 1987 er 53,92. Bjarni kominn í 6. sæti JÚDÓMAÐURINN Bjarni Friðriksson bætti stððu sína - í keppni um sæti á Ólympíu- leikunum í Atlanta í Banda- ríkjunum í sumar þegar hann varð í fimmta til áttunda sæti á A-móti í Mlinchen í Þýskalandi um helgina. Hann er með 77 stig og í sjötta sæti í -95 kg flokki á Evrópu- listanum en níu efstu að mótum vetrarins loknum öðl- ast keppnisrétt í Atlanta. Bjarni vann Ukraínumann á Ippon í fyrstu umferð og Sanchez frá Kúbu með arm- lási í annarri umferð. Síðan tapaði hann fyrir Stevens frá Bretlandi og í uppreisnar- glímu fyrir Kim frá Kóreu. Vemharð Þorleifsson var ekki með i Miinchen en hann er með 63 stig og í 11. sæti. SKÍÐI Alberto Tomba og Pernilla Wiberg hlutu tvenn gullverðlaun á HM á Spáni Tombaá toppnum ALBERTO Tomba sýndi styrk sinn á eftirminnilegan hátt í svig- brekkunni í Sierra Nevada á Spáni á sunnudag. Þessi frábæri ítalski skíðakappi var sjötti eftir fyrri ferðina en með þvf að fara óaðfinnanlega niður brautina í þeirri síðari nældi hann í önnur gullverðlaun sín á heimsmeistaramótinu. Á laugardaginn gerði sænska stúlkan Pernilla Wiberg slíkt hið sama — hún hafði sigr- að í tvíkeppni fyrr á mótinu og tók við gulli fyrir sigur í svigi á laugardag eftir að hafa sigrað af miklu öryggi. Tomba hafði ekki hlotið gull á heimsmeistaramóti þegar mótið á Spáni hófst, þrátt fyrir að hafa verið einn sá albesti í faginu síðustu árin, eins og árangur hans í heimsbik- arkeppninni og á ólympíuleikum sannar. Norðmaðurinn Finn-Christian Jagge, ólympíumeistari í Lillehammer 1992, sem hefur gengið heldur illa í vetur, var fyrstur eftir fyrri ferðina á sunnudag en hann ætlaði sér um of í þeirri seinni og keyrði út úr braut- inni. En ekki er víst að Norðmaðurinn hefði átt möguleika á sigri þó svo hann hefði staðið sig í seinni ferð- inni, slík var frammistaða Tombas. „Ég hef líklega aldrei nokkum tíma skíðað betur en í seinni ferðinni nú,“ sagði hann. „Ég stefndi bara að því að ná í verðlaun — að vinna gullið var framar mínum björtustu vonum,“ sagði Tomba. Albérto Tomba er fyrsti Ítalinn í 20 ár sem verður heimsmeistari í svigi, siðan Piero Gros fagnaði sigri 1976 á Ólympíuleikunum í Innsbruck, sem taldist einnig heimsmeistaramót. Tomba vann tvenn gullverðlaun á ólympíuleikunum í Calgary 1988 en kvaðst telja árangur sinn á HM nú meira afrek. „Þetta em verðlaunin sem ég þurfti virkilega að vinna fyr- ir, ég þurfti að þjást til að ná þeim,“ sagði Tomba áður en hann hélt heim til Ítalíu í einkaþotu á sunnudags- kvöld. Tomba sagði fyrri ferðina á sunnu- dag hafa verið erfiða en hann hefði ekki viljað taka neina áhættu. „Ég ætlaði mér ekki endilega að taka áhættu í seinni ferðinni, en ég hafði engu að tapa.“ Wiberg örugg Wiberg, sem er 25 ára, renndi sér af miklu öryggi á laugardaginn og brosti breitt að keppni lokinni enda full ástæða til eftir mjög sanngjaman sigur. Pressan var mikil á sænsku stúlkunni en hún segist kunna vel að meta það. „Mér finnst gaman að keppa á stórmótum þar sem áhorf- endur em margir og karlar og konur keppa á sama stað. Mér líður vel og er örugg með mig á slíkum stórmót- um,“ sagði Wiberg. Wiberg fagnar Reuter ■ Urslit / B6 SÆNSKA stúlkan Pernllla Wiberg slgri hrósandi eftlr svigið á laugardag. Hún nældi þarna í annað gull sitt á mótinu. HANDKNATTLEIKUR Úrslitakeppninni flýtt Vegna keppnisferðar karla- landsliðsins til Japans eftir páska hefur verið ákveðið að færa 21. umferð íslandsmótsins fram fyrir síðustu umferðina og flýta úrslitakeppninni. Komi til fimmta leiks í keppni um íslandsmeistara- titilinn verður hann laugardaginn 6. apríl en ekki laugardaginn 20. aprfl eins og áður hafði verið ákveðið. Leikir 20. umferðar fara fram annað kvöld, 22. umferð verður sunnudaginn 3. mars og 21. umferð miðvikudaginn 6. mars. Átta liða úrslitakeppnin hefst laugardaginn 9. mars og verður leikið daglega til 15. mars ef þörf krefur, en lið þarf að sigra í tveimur leikjum til að komast áfram. Undanúrslitin heij- ast þriðjudaginn 19. mars og verður einn ieikur á dag til fóstudagsins 23. mars en ef á þarf að halda verð- ur einnig leikið laugardaginn 23. mars og daginn eftir. Fyrsti leikur úrslitarimmu tveggja liða verður fimmtudaginn 28. mare, annar leikur laugardag- inn 20. mars ogþriðji leikurþriðju- daginn 2. apríl. Ef kemur til fleiri leikja verður leikið fimmtudaginn 4. apríl og svo laugardaginn 6. apríl ef með þarf. ■ Framhaldið/B2 ■ FRANS Botha, hnefaleikari frá Suður Afríku, heldur heimsmeist- aratitli IBF í hnefaleikum þrátt fyr- ir að hafa fallið á lyfjaprófi, vegna steranotkunar, eftir að hann sigraði hinn þýska Axel Schultz í keppni um titilinn. Stjórn IFB hefur úr- skurðað svo — en sektaði Botha um 50.000 dollara, andvirði 3,2 milljóna kr. og gerði honum að mæta Schulz aftur í hringnum í keppni um titilinn innan 180 daga. ■ RÚSSNESKI þjálfarinn Júrí Schewzow, sem stjórnað hefur 2. deildar liðinu BW Köhrigh í Berlín upp á síðkastið, hefur verið ráðinn þjálfari 1. deildar liðs Lemgo í handknattleik. Forráðamenn Lemgo höfðu rætt við Viggó Sig- urðsson vegna starfsins en ekkert verður sem sagt úr því að hann taki við liðinu. ■ SKOSKU meistararnir Glásgow Rangers hafa boðið tvær milljónir punda í þýska framheijann Ulf Kirsten hjá Bayer Leverkus- en skv. blaðafregnum í Bretlandi. ■ EFTIR sigur Leeds gegn Birm- ingham í undanúrslitum ensku deildarbikarkeppninnar um helgina er ljóst að gamall draumur Howard Wilkinsons, knattspyrnustjóra Le- eds, rætist senn. Frá því hann hóf að þjálfa hefur Wilkinson dreymt um að stjóma liði í leik á Wembl- ey. „Ég hef beðið lengi, nákvæm- lega 34 ár,“ sagði hann. ■ FAUSTINO AspriIIa, kólumb- íski landsliðsmaðurinn hjá New- castle, kastaði keppnistreyju sinni upp í áhorfendapalla eftir leikinn gegn Man. City á laugardag, en þá skoraði hann fyrsta markið fyrir félagið. „Ég sekta hann um 34 pund [um 3.500 kr.] fyrir þetta. Feður um allt land vita hve svona treyjur eru dýrar,“ sagði Kevin Keegan, stjóri Newcastle í gríni á eftir. ■ BRESKI ólympíumeistarinn Sally Gunnell, sem ekkert keppti í fyrra vegna meiðsla, sigraði um helgina á fyrsta mótinu í eitt og hálft ár. Hún kom þá fyrst í marki í 400 m hlaupi í landskeppni Breta og Frakka í Glasgow á 53,28 sek. Marie-Louise Bevis varð önnur. ENGLAND: X21 X12 2 X X 1XX2 ITALIA: X 11 221 11X XX11

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.