Morgunblaðið - 28.02.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 28.02.1996, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 28. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Eggja- og kjúklingafram- leiðsla í skoðun í ráðuneytinu GUÐMUNDUR Bjarnason landbúnaðarráðherra segir að verðlagning á afurðum svína og ali- fugla hafí verið til umræðu milli aðila vinnumark- aðarins og innan ráðuneytisins frá því í haust, „Þessi vinna er enn í gangi. Við erum einnig að vinna úr skýrslu Samkeppnisstofnunar sem við fengum í síðustu viku þar sem gerðar voru ýmsar athugasemdir við verðlagningu á iandbún- aðarafurðum," sagði Guðmundur. „Ég tel að framundan séu breytingar í verð- lagsmálum landbúnaðarins í heild sinni. Slíkt gerist þó ekki á einni nóttu heldur yrði að ger- ast meira eða minna með samningum og sam- komulagi við atvinnugreinina. Égtel að breyting- ar í þessum málum þurfi því að gerast í sam- ráði við landbúnaðinn," sagði Guðmundur. Skoðað sérstaklega með öðrum hætti Hann sagði að eflaust væru einstakir þættir sem skoða mætti sérstaklega með öðrum hætti, t.a.m. eggjaframleiðslu. Þar mætti e.t.v. hraða vinnunni meira en hvað varðar breytingu á verð- lagningu sauðfjárafurða, sem þó væri komin í gang. „Við höfum þegar átt fund með forystumönn- um bændastéttarinnar um verðlagningu á eggj- um. Fundurinn beindist þó aðallega að skýrslu Samkeppnisstofnunar en þó mun þessi umræða halda áfram. Ég hef beðið bændastéttina um það að hún hefði sameiginlegt álit á vilja sínum til álagningar svokallaðra fóðurtolla. Ég hef fengið ályktanir frá einstökum búgreinum og búgreinasamböndum sem hafa viljað gera breytingar á fóðurtollum og jafnvel leggja þá niður. Ég vísa því til bændaforystunnar að fá álit atvinnugreinarinnar í heild á málinu. I næstu viku er búnaðarþing og ég á von á því að þessi mál verði þar öll til umræðu,“ sagði Guðmundur. Hann sagði að verið væri að leggja grunn að því að svokölluð sjö manna nefnd hefji störf á ný. Nefndin var lögð niður fyrir tveimur árum og hafði fjallað um framtíðarstefnumótun fyrir landbúnað. Guðmundur kveðst ósammála þeirri skilgrein- ingu VSÍ að eggja- og kjúklingaframleiðsla eigi lítið skylt við hefðbundinn landbúnað og sé mun skyldari iðnaðarframleiðslu. „Ég tel að eggja- og kjúklingaframleiðsla sé hluti af landbúnaði og ég held að það viðhorf ríki almennt ánnars staðar.“ Verðbreytingar raski ekki forsendum kjarasamninga í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar við endurskoð- un kjarasamninganna í nóvember á síðasta ári segir: „Aðilar vinnumarkaðarins hafa lýst áhyggjum sínum vegna mögulegra áhrifa bú- vöruverðs á almenna verðlagsþróun á árinu. Hafa þeir einkum nefnt breytingar á verðlagi grænmetis og afurða svína og alifugla. Ríkis- stjórnin mun í samvinnu við aðila vinnumarkað- arins og fuljtrúa framleiðenda kanna ábendingar ASÍ og VSÍ og leita leiða til þess að koma í veg fyrir að verðbreytingar á áðurnefndum afurðum raski verðlagsforsendum kjarasamninga." BLÓÐSÖFNUNARBÍLL í Bandaríkjunum. Hanh er dæmi um eina tegund af þeim sem til greina koma að keyptar verði hingað til lands. í BÍLNUM verða blóðtökubekkir með f-ullkomnum tækjabúnaði. Rauði krossinn gefur blóðsöfn- unarbíl RAUÐI kross íslands hefur ákveðið að afhenda Blóðbanka íslands blóðsöfnunarbíl til rekstrar. í bílnum verður aðstaða til að taka á móti blóðgjöfum og gerir hann bankanum kleift að ná til blóðgjafa utan höfuðborg- arsvæðisins með betri hætti en verið hefur, að sögn Sveins Guð- mundssonar, yfirlæknis Blóð- bankans. Gjafabréf verður af- hent á aðalfundi Blóðgjafafélags íslands í kvöld, miðvikudags- kvöld. Gott samstarf við RKÍ Sveinn segir að Rauði krossinn og Blóðbankinn hafi um margra ára skeið átt mjög gott samstarf um blóðsöfnun úti á landi. Hann segir að í viðræðum við RKI hafi bankinn mætt miklum skilningi á nauðsyn blóðsöfnunarferða og upp úr þeim hafi fæðist hugmynd að þessari stórhuga gjöf. Sveinn segir að í mörgum Iöndum sé Rauði krossinn með sterkustu bakhjörlum í blóðgjafaþjónustu. Sveinn segir að Blóðbankinn sé nú í sams* arfi við Rauða kross- inn og fleiri aðila við að fara yfir þá valkosti sem koma til greina í bílakaupum. Um yrði að ræða stóra rútu eða vörubíl með sérbyggðum gámi og er áætlaður FORSÆTISRÁÐUNEYTIÐ og stofnanir þess nýttu í fyrra 94,6% af fjárheimildum ársins 1995, sam- kvæmt niðurstöðum Ríkisbókhalds fyrir árið 1995. Að sögn Guðmund- ar Árnasonar, deildarstjóra í for- sætisráðuneytinu, voru rekstrar- gjöld ráðuneytisins og allra stofn- ana þess, annarra en Húsameistara ríkisins, innan heimilda fjárlaga. Fjárheimildir ráðuneytisins og stofnana þess námu ails 864,5 milljónum króna, að meðtaldri Byggðastofnun. 818 milljónum var kostnaður við bílinn milli 10 og 15 milljónir króna. I bílnum verð- ur fullkomin aðstaða til að taka á móti blóðgjöfum með viðtals- herbergjum, blóðtökubekkjum með öllum tækjabúnaði og að- staða fyrir blóðgjafa til að fá sér hressingu fyrir og eftir blóðgjöf. Gerir kleift að ná til blóðgjafa utan höfuðborgarsvæðisins Sveinn segir að í sumum lönd- um fari allt að helmingur blóð- söfnunar fram með svona bíln- um. Tilkoma bílsins muni þó í engu breyta venjubundinni blóð- söfnun sem fram fer í blóðbank- anum við þröngar aðstæður og í gömlu húsnæði. Hins vegar verði hann mikilsverð viðbót sem skapi möguleika á að ná til blóðgjafa utan Reykjavíkursvæðisins með betri hætti en verið hefur og auðveldi viðhalds nægilegs blóð- hlutalagers auk þess sem hann geri mögulega aukna og betri þjónustu við blóðgjafa. Gert er ráð fyrir að hægt verði að taka bílinn í notkun næsta haust. ráðstafað á árinu og nema ónýttar fjárheimildir iiðins árs því 46,5 milljónum króna og skýrist það að mestu ieyti jaf því að Byggðastofn- un nýtti aðeins 87,5% af heimildum sínum. Gangstígagerð færð á rekstrarliði Varðandi umframútgjöld Húsa- meistaraembættisins sagði Guð- mundur Árnason í samtali við Morgunbiaðið í gær að þau skýrð- ust af því að 14,3 milljónir króna Sveinn segist reikna með að fyrst um sinn verði horft til svæð- isins í kringum Stór-Reykjavík- ursvæðið, staði í einnar til þriggja klukkustunda aksturs- fjarlægð frá borginni. Virkir blóðgjafar 8.500 talsins Um 90% blóðsöfnunar fara fram í Blóðabankanum og um 10% á blóðstöð Fjórðungssjúkra- húss Akureyrar. Virkir blóðgjaf- vantaði á að embættið hefði skilað áætluðum 45 milljóna króna sér- tekjum á síðasta ári. Hefði sú áætlun staðist hefði rekstur emb- ættisins verið innan heimilda fjár- laga. Þá hefðu rekstrarútgjöld þjóð- garðsins á Þingvöllum verið 6,5 milljónir umfram heimildir en það skýrðist að miklu leyti af því að framkvæmdir við endurbætur göngustiga og þess hátta’r hefðu verið færðar sem rekstrarútgjöld en ekki sem stofnkostnaður á liðinn ar eru um 8.500 og árlega bæt- ast 500 til 1.000 manns í hóp þeirra. Sveinn segir að án blóð- gjafa væri ekki hægt að standa undir þeirri heilbrigðisþjónustu sem við njótum í dag, þeir séu í raun undirstaða hennar. Það sé því vel við hæfi að taka við gjafa- bréfi um blóðsöfnunarbíl á aðal- fundi Blóðgjafafélags íslands, sem haldinn verður á Hótel Lind annað kvöld kl. 20. aðalskipulag. „í heild er þjóðgarð- urinn innan heimilda ársins og ekk- ert óvænt gerðist þar,“ sagði Guð- mundur. Guðmundur sagði að skýrsla fjár- málaráðuneytisins um ríkisfjármál 1995 byggðist aðeins á athugun rekstrarútgjalda. „Við teljum mikil- vægt að rekstraráætlanir ráðuneyta og stofnana standist en það er þó mest um vert að menn séu innan heildarheimilda, þó svo að þeir þurfi kannski að hnika til útgjöldum milli rekstrarliða og stofnkostnaðarliða. Sýn og Fjöl- varp á 650 krónur ÁSKRIFENDUM Stöðvar 2 og þeim sem gerast áskrifendur fyrir 20. mars næstkomandi stendur til boða áskrift að Sýn og Fjölvarpi til sex mánaða á 650 krónur á mánuði miðað við boðgreiðslur, en að tímabil- inu loknu kemur áskriftin til með að kosta 1.300 krónur. Að sögn Páls Magnússonar, útvarpsstjóra Sýnar, hafa nokkuð á annan tug þúsunda örbylgjuloftneta verið sett upp í vetur hjá áskrifendum Stöðv- ar 2 sem gengið hafa að til- boði um aðgang að Sýn og Fjölvarpi. Frá 20. febrúar til 10. mars er Sýn opin öllum til kynning- ar, en Sýn og Fjölvarp hafa undanfarið verið opin áskrif- endum Stöðvar 2 til kynningar. Gjaldtaka fyrir úttektir og vottorð BORGARRÁÐ hefur sam- þykkt tillögu byggingarfuli- trúa um gjaldtöku fyrir úttekt- ir og vottorð eða 2.250 krónur fyrir hveija úttekt. Úttektar- gjöld verða innheimt áður en byggingarleyfið öðlast gildi og byggist á fjölda úttekta. I tillögu byggingarfulltrúa kemur fram að 2.250 krónur eru um 89% af útreiknuðum kostnaði við úttekt. Gjaldið er jafnt núverandi lágmarks- gjaldi og mun breytast með byggingarvísitölu 1. janúar ár hvert. Fram kemur að kostnaður vegna úttekta og vottorða fyr- ir einbýlishús sé 22.500 krónur og að miðað við 5.000 úttektir á ári verða tekjur borgarsjóðs rúmar 11,2 milljónir. Lægsta boð 55% af áætlun LOFTORKA hf. í Reýkjavík átti lægsta tilboð í lagningu Bláalónsvegar í útboði Vega- gerðarinnar. Tíu verktakar skiluðu inn tilboðum. Tilboð Loftorku hljóðaði upp á liðlega 15 millj- ónir kr. sem er innan við 55% af kostnaðaráætlun Vegagerð- arinnar. Kostnaðaráætlun var 27,5 milljónir kr. og lægsta tilboð því 12 milljónum undir því. Næst lægsta tilboðið átti Smári Kristjánsson í Hafnar- firði, 19,3 milljónir kr. Listi sjálf- stæðismanna samþykktur FRAMBOÐSLISTI sjálfstæð- ismanna fyrir komandi sveit- arstjórnarkosningar í nýju sameinuðu sveitarfélagi á Vestfjörðum var samþykktur samhljóða á fundi fulltrúaráða sjálfstæðisfélaganna á ísafirði og V-ísafjarðarsýslu. Kosið verður 11. mai næstkomandi. Efsta sæti listans skipar Þorsteinn Jóhannesson ísafirði, 2. sæti Magnea Guð- mundsdóttir F'lateyri, 3. sæti Jónas Ólafsson Þingeyri, 4. sæti Halldór Jónsson ísafirði, 5. sæti Kolbrún Halldórsdóttir ísafirði, 6. sæti Óðinn Gests- son Suðureyri. Forsætisráðuneytið og stofnanir þess iiinan heimilda fjárlaga Sértekjur Húsameistara brugðust

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.