Morgunblaðið - 28.02.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 28.02.1996, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 28. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ L FRETTIR Tilkynnirum vaxtalækkun 1. mats meb viku fyrirvara j ' l|i I ÍHlHliHl: í! íí ííi 1 "{ il'l &rG//|uMD ..^ ÞETTA hafa bara verið einhverjar tiktúrur í honum. Það gat ekki verið að hann fúlsaði við þessum líka gæða skít Finnur minn . . Rekstur Sorpsamlags Mið-Austurlands boðinn út Mikill áhugi verktaka MIKILL áhugi er á rekstri á vegum Sorpsamlags Mið-Austurlands, að sögn ísaks Ólafssonar sveitarstjóra á Reyðarfirði ogi formanns stjórnar Sorpsamlagsins, enda um að ræða verkefni upp á tugi milljóna kr. á ári. Útboð um reksturinn var nýlega auglýst og rennur tilboðsfrestur út 22. mars. Að Sorpsamlagi Mið-Austurlands standa Neskaupstaður, Eskifjörður, Reyðarfjörður, tvö sveitarfélög í Fá_- skníðsfirði og Stöðvarfjörður. Á þessu svæði hefur sorp verið brennt við opinn eld á sorphaugum eða í steyptum brennsluþróm við bæina. Brennslan verður lögð af en sorp af öllu svæðinu urðað í landi Beruness og Þernuness við utanverðan Reyðar- fjörð. Á vegum Skipulags ríkisins er verið að vinna úr athugasemdum sem bárust við auglýsingu umhverfísmats og tillaga að starfsleyfí hefur einnig verið auglýst. Þá eru flest eða öll sveitarfélögin búin að afgreiða sam- þykktir Sorpsamlagsins. Morgunblaðið/Sverrir BRENNSLA sorps eins og hér sést í Reyðarfirði verður úr sög- unni á Austfjörðum þegar rekstur sorpsamlags hefst með vorinu. Sorpið flokkað Sorpsamlagið verður með flokk- unarstöðvar eða svokallaða gáma- velli á öllum þéttbýlisstöðunum. Þar geta íbúar og fyrirtæki losað sig við flokkaðan úrgang, svo sem garðaúr- gang, pappa, timbur, málma og spilli- efni til förgunar, endurvinnslu eða endurnýtingar. Flokkunarmiðstöð sorpsamlagsins verður síðan á Reyð- arfírði. Þar verður meðal annars tek- ið á móti flokkuðum úrgangi frá öðrum flokkunarstöðvum og fyr- irtækjum og gengið frá endurnýtan- iegum úrgangi, svo sem pappa, papp- ír, brotajárni og spilliefnum, til flutn- ings til förgunar og endurvinnslu. ísak Ólafsson^ segir stefnt að því að skipta um sorptunnur hjá íbúum svæðisins. Fólk fái 240 lítra tunnur sem hægt verði að losa á tveggja vikna fresti. „Svæðið er svo víðfeðmt að aksturskostnaður er stór þáttur. Því er hagkvæmt að draga úr akstr- inum,“ segir hann. Ætlunin er að hirða sorp með pressubíl. Sorpsamlagið býður út allan rekst- ur, bæði hirðingu, rekstur gámavalla og flokkunarstöðvar og urðun. Verk- tákinn þarf að leggja til gáma og tæki. Fyrirhugað er að hefja rekstur með vorinu. Kostnaður sveitarféiag- anna eykst mjög við þessa breytingu og telur ísak að hann gæti orðið hátt í 6.000 kr. á íbúa en það er þrisvar sinnum dýrara en sorpbrennslan. „Þess er krafist af okkur að við gerum þetta betur en gert er í dag. Allar lausnir eru dýrar en því fleiri sem standa að þessu þeim mun hag- kvæmara verður dæmið,“ segir ísak. Sjóvarnir á Vestfjörðum Suðureyri næsta verkefni HERMANN Guðjónsson, vita- og hafnamálastjóri, segir að næsta stór verkefnið á Vestfjörðum verði sjó- varnagarðar á Suðureyri. Gera má ráð fyrir að verkið hefjist á næsta ári. Mikið tjón varð á veginum fyrir Spilli í Súgandafirði í óveðrinu sem gekk yfir landið í miðri síðustu viku. Einnig urðu skemmdir á veginum utan við byggðina og gekk sjór á land í neðsta hluta bæjarins Þá flæddi sjór upp á Eyrargötu og voru nokkur hús umflotin þegar verst lét. Hermann sagði að það fé sem lagt hafí verið til sjávarvarna á þessu ári hafí runnið til lokaframkvæmda á Flateyri og ísafirði. „Flateyri, ísa- fjörður og Suðureyri voru í svipaðri stöðu en við vorum komnir af stað á Flateyri og ákváðum að Jjúka við verkið þar,“ sagði hann. „Ég á von á að næsta stóra verkefnið á Vest- fjörðum verði á Suðureyri.“ Hermann sagði að eftir að farið var að taka verkefnin skipulega hafi verið reynt að einskorða sjávarvarn- ir við byggðina á hveijum stað. „Það er ein forsendan fyrir forgangsröðun að reyna að meta verðmætin sem eru í húfi,“ sagði hann. „Auk þess eru komin skarpari skil gagnvart vegagerðinni. Þar sem fyrsta mann- virki sem sjór brýtur á er vegur þá lítum við þannig á að það sé vega- gerðarinnar að bæta úr því.“ Rauði krossinn á Balkanskaga Þarfir fólksins verði látnar ráða MIKIÐ hefur verið rætt um hatrið milli deiluaðila á Balkanskaga, hvort það sé nú orðið svo rótgróið eftir átök og stríðsglæpi und- anfarinna ára að aldrei muni gróa um heilt. Rees- Gildea var spurður hvort gott samstarf hefði tekist milli Rauðakrossdeildanna í löndunum og einnig inn- byrðis í Bosníu. „Það hefur verið ágætt samstarf milli stjórnenda landsdeildanna í lýðveldun- um sem voru í Júgóslavíu. Króatíska deildin hefur hjálpað Serbum sem voru eftir í Krajina-héraði þegar fjöldaflótta Serba frá hér- aðinu lauk. Deildin hefur sent lista með nöfnum á fólkinu til Belgrad, þetta samstarf hefur verið til Peter Rees-Gildea fyrirmyndar og gengið algerlega snurðulaust. Það hafa verið mikil fundahöld milli fulltrúa deilda Króata og múslima í Bosníu og á þessum fundum höfum við tekið ákvarðan- ir um vinnureglur. Ég tel að búið sé að Ieysa þau mál. Vandinn núna er að fá þá til að taka upp samstarf við landsdeildina í lýð- veldi Bosníu-Serba. Deiluaðilar hittust öðru hveiju á flugvellinum í Sarajevo meðan átökin stóðu yfír, einkum til að skiptast á nauð- synjavörum til hjálparstarfs. Þeir hafa nú samþykkt fund en þetta er mjög erfitt viðureignar.“ - Hafa trúardeilur milli músl- ima og annarra deiiuaðila valdið vandkvæðum? „Nei það hefur ekkert borið á því. Við sjáum þó að Rauði hálf- máninn [í Bosníu] vill fremur ein- beita sér að hjálparstarfi á svæði sambandsríkis múslima og Króata en svæðum Serba. Okkar hlutverk hjá alþjóðasambandinu er að sjálf- sögðu að tryggja að öllum sé gert jafnhátt undir höfði.“ Rees-Gildea er spurður hvernig alþjóðasambandið fylgist með því hvað verði um birgðir sem sendar eru á vettvang, einnig hvort hjáiparstarf sé stundum yfirvarp fyrir vopnasmygl. „Við erum með afar fullkomið eftirlitskerfi, það er tölvuvætt og vandlega fylgst með öllu. Það ligg- ur við að ég segi að við vitum hvað verður um hvert einasta sápustykki! Hins vegar vitum við ekki hvað verður um það sem sent er frá einstökum löndum til svæðanna án þess að við höfum þar hönd í bagga. Við höfum orðið vitni að því að hjálpargögn frá Evrópu- sambandinu og Sameinuðu þjóð- unum hafa ekki hafnað hjá réttum aðilum ef svo má orða það. Það er ekki hlutverk ___________ eftirlitsmanna okkar að skýra frá vopnasmygli, það er starf friðar- gæsluliðsins að fást við slík mál. Smyglarar hafa stundum notað ► RAUÐI kross íslands hefur veitt um 83 milljónir króna til hjálparstarfs í lýðveldum gömlu Júgóslavíu eftir að átök hófust á svæðinu. I liðinni viku voru hér í heimsókn Peter Rees- Gildea og Vicky Gnanamuttu frá Evrópudeild Alþjóðasam- bands félaga Rauða krossins og Rauða hálfmánans í Genf. Þau hafa umsjón með hjálparstarfi sambandsins í Júgóslavíu-ríkj- unum og vinna að því að fá landsfélög til að styðja starfið með fé, hjálpargögnum og fólki. Rees-Gildea og Gnanam- uttu áttu m.a. fund með stjórn- um Rauðakrossfélaga á Reykja- víkursvæðinu, einnig voru þau viðstödd stjórnarfund RKÍ. Samskipti sendinefnda gömlu Júgóslavíu-ríkjanna við al- þjóðasambandið eru á hendi Rees-Gildea. Varla margir sem snúa heim á árinu merkið okkar, við reynum auðvit- að að hindra það.“ - Hvaða ráðum beitið þið? „Starf Rauða krossins er vernd- að með lögum í hverju landi. Sé um að ræða að alþjóðleg fyrirtæki misnoti merki Rauða krossins get- um við leitað til yfírvalda í upp- runalandinu. Misnotkun sjálfstæðra stríðs- hópa á merkinu var nokkur áður fyrr en við teljum að það sé minna um þetta núna. Við reynum að merkja öll okkar farartæki vel, gætum vandlega að ýmsum smá- atriðum í þeim efnum svo að her- menn friðargæsluliðsins séu ekki í neinum vafa.“ Rees-Gildea segir að enn sé full ástæða til bjartsýni um að Dayton-friðarsamkomulagið verði virt þótt vandamál hafi komið upp, mla. í Mostar milli múslima og Króata. Mikilvægast sé að mönnum takist að hrinda í fram- kvæmd ýinsum ákvæðum sem tímamörk hafi verið sett á. „Við hvetjum nú ríkisstjórnir og stofnanir til að láta þarfir fólks- ins ráða þegar teknar eru ákvarð- anir um aðstoð við Bosníu, að ekki verði reistir nýir múrar milli sambandsríkisins annars vegar og Bosníu-Serba hins vegar með því að gera upp á milli landsvæða. Sem stendur nýtur sambandsríkið öllu meiri aðstoðar en þörfin er enn meiri meðal Bosniu-Serba.“ Hann segist óttast að fé, sem veitt hefur verið til að hjálpa flóttafólki frá átakasvæðunum, er nú dvelst í Makedóníu, Ungveijalandi, Slóve- níu og fleiri grannlönd- um Bosníu, verði nú notað til aðstoðar í Bosníu en ekki verði um auknar fjárveiting- ar til svæðisins í heild að ræða. Ekki sé búist við að margir snúi heim á þessu ári og því verði þörf- in fyrir flóttamannaaðstoð áfram mikil. „íslenska deildin hefur lagt fram mikið fé miðað við íbúafjöld- ann hér,“ segir Rees-Gildea. „Söfnun meðal almennings í sept- ember gekk mjög vel, það söfnuð- ust 30 milljónir króna á stuttum tíma. Deildin hefur einnig sýnt gott fordæmi með því að styðja þau verkefni sem okkur gengur verst að fá framlög til, það er til aðstoðar við flóttafólkið.“ > I | í I I 1 » I E : € € í í 1. í - ti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.