Morgunblaðið - 28.02.1996, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 28.02.1996, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI MIÐVIKUUAGUR 28. FEBRÚAR 1996 13 Ársfundur Verðbréfaþings íslands Nýtt viðskipta- kerfi brátt í gagnið Velgengni á ál- sviði Alusuisse Zíirich. Morgunblaðið. Dráttarvextir hækka um 1% SEÐLABANKINN hefur ákveðið að hækka dráttarvexti um 1 prósentustig frá og með 1. mars, eða úr 15% í 16%. Við útreikning á dráttarvöxt- um styðst Seðlabankinn við meðaltal ársávöxtunar á nýjum almennum útlánum, þ.e.a.s. al- mennum víxillánum og almenn- um skuldabréfalánum, hjá bönkum og sparisjóðum. Þessir meðalvextir hækka nú um mánaðamótin úr 12,6% í 13,5% í kjölfar vaxtahækkana bankanna að undanförnu. Ofan á þá bætist sérstakt raun- vaxtaálag sem getur verið á bilinu 2-6%. Bankinn hefur haldið sig við neðri mörk þeirr- ar viðmiðunar síðustu misseri. Útreikningar á dráttarvöxt- um í mars taka mið af vöxtum bankanna 21. febrúar. Áhrifa af þeirri ákvörðun Landsbank- ans að láta vaxtahækkun sína ganga til baka að hluta þann 1. mars mun því ekki gæta fyrr en í aprílmánuði. REKSTUR Verðbréfaþings ís- lands á árinu 1995 einkenndist fyrst og fremst af undirbúningi á veigamiklum breytingum á starfseminni sem hrint verður í framkvæmd á þessu ári. Lög og reglur um verðbréfamarkað hafa verið lagaðar að kröfum Evr- ópska efnahagssvæðisins og útlit er fyrir að ný lög þar að lútandi verði afgreidd frá alþingi innan skamms. Stefnt er að því taka í notkun nýtt upplýsingakerfi inn- an fárra vikna og flytja starfsem- ina úr húsi Seðlabankans í sumar. Þetta kom fram á ársfundi Verðbréfaþings sem haidinn var í gær. Heildarviðskipti á þinginu námu alls 71 milljörðum og dróg- ust þau saman um 18% frá árinu á undan. Fjórðungs veltusam- dráttur með ríkisvíxla vó þar þyngst en einnig varð um 67% samdráttur í viðskiptum með húsbréf og húsnæðisbréf. Hins vegar varð rúmlega tvöföldun á viðskiptum með hlutabréf og námu þau samtals um 2,8 miHj- örðum. Stefán Halldórsson, fram- kvæmdastjóri þingsins, sagði þess að vænta að viðskipti og Verðbréfaþingið sjálft yrðu sýni- legri en verið hefur. Nýja tölvu- kerfið gerði kleift að miðla upp- lýsingum víðar heldur en áður. Þess væri að vænta að fjárfestar iiér á landi sem erlendis, fjölmiðl- ar og aðrir gætu þar með kynnt sér hvað væri að gerast á þinginu á fljótvirkari hátt en áður hefði verið. Af hálfu starfsmanna þingsins væri jafnframt ætlunin að auka það aðhald sem útgef- endum og þingaðilum væri veitt um upplýsingagjöf. HREINAR tekjur svissneska fyrir- tækisins Alusuisse-Lonza (Á-L) voru 385 milljónir sv. franka á síð- asta ári, eða rúmur 21 milljarður ísl. kr. Rekstur efnadeildar gekk vonum framar og söluaukning í ál- deild var 61% frá árinu 1994. Hrá- efni fyrir umbúðadeild hækkuðu verulega í verði á síðasta ári. Það hafði neikvæð áhrif á rekstur deild- arinnar og vöxtur hennar stöðvaðist. Theodor M. Tschopp, forstjóri A-L, talaði sérstaklega um vel- gengni áldeildar í ræðu sinni á ár- legum blaðamannafundi fyrirtækis- ins í Ziirich í gær. Hann tók fram að fyrirtækið hyggst auka álfram- leiðslu sína á íslandi um 60.000 tonn og sagði að framleiðslan hæf- ist í lok 1997. Mikilvægi ál-, efna- og umbúða- deildar er nú álíka innan fyrirtækis- ins. Tschopp sagði að það stæði ekki til að bæta fjórða verksviðinu við en ýmsar sögusagnir hafa geng- ið um það. Hann sagði stjorn A-L nú stefna að því að auka verðmæti fyrirtækisins. Það.var ekki í hópi 1.000 verðmætustu fyrirtækja heims (The 1000 most valuable Companies) fyrir þremur árum en var númer 893 árið 1994 og 753 árið 1995. Tschopp stefnir að því að koma því ofar á listanri á næstu árum. Hans K. Jucker, stjórnarformaður A-L, lætur af embætti næsta ár. Tschopp á að taka við af honum. Fyrirhugaður eftirmaður Tschopps var látinn fara frá fyrirtækinu á síðasta ári vegna samstarfsörðug- leika. Annar eftirmaður hefur enn ekki verið fundinn. Jucker sagði í gær að Tschopp myndi halda starfi sínu sem forstjóri þangað til nýr eftirmaður yrði fundinn. Max Am- stutz, sem á sæti í stjórn fyrirtækis- ins, væri reiðubúinn að vera stjóm- arformaður í eitt til tvö ár ef þörf krefur. Campari á þrot- um í ÁTVR Óljóst hvort það verður aftur tekið til sölu CAMPARI áfengi er nú á þrotum í Áfengis- og tóbaksverslun ríkis- ins (ATVR) og uppselt í fjöl- mörgum útibúum. Nýr umboðs- aðili Campari, heildverslunin Karl K. Karlsson hf., á von á nýrri. sendingu í næstu viku og verður áfengið í henni með 21% áfengisstyrkleika í stað 25% áður. Ekki virðist þó vera ljóst hvort ÁTVR mun halda áfram að selja tegundina í verslunum sínum en hingað til hefur fyrir- tækið pantað vínið beint frá franjleiðanda. Campari er mest seldi bitter- inn hjá ÁTVR. Á síðasta ári seld- ust alls um 42 þúsund lítrar af tegundinni hér á landi, um 30 þúsund lítrar í ÁTVR en 12 þús- und í fríhöfninni. Um áramótin tók Karl K. Karlsson hf. við umboðinu af Birni Thors, sem hefur haft það um áratugaskeið. Björn segir að ekki hafi verið höfðu samráð við sig um um- boðsskiptin. Að sögn Svövu Bernhöft, inn- kaupastjóra ÁTVR, eru birgðir fyrii-tækisins af Campari á þrot- um og að óbreyttu lítur ekki út fyrir að tegundin komi aftur. Hún segir að ÁTVR hafi lagt fram pöntun hjá framleiðanda vínsins, sem ekki hafi fengist afhent. Hún sagði aðspurð að ekki væri sjálfgefið að ÁTVR keypti Campari af nýjum um- boðsaðila. Til þess að ÁTVR gerði það mætti verðið frá um- boðsaðila a.m.k. ekki vera hærra en frá viðkomandi framleiðanda. Þá þyrfti einnig að semja að nýju ef viðkomandi vara breyttist t.d. ef áfengisstyrkleikinn lækk- aði. Campari væntanlegt í næstu viku Ingvar Karlsson, fram- kvæmdastjóri Karls K. Karlsson- ar hf., segir að ný sending af Campari sé væntanleg um helg- ina og því ætti það að fást í verslunum ÁTVR í næstu viku. „Tegundin er uppseld í bili vegna tafa á afgreiðslu, sem stafar af því að framleiðandinn er að flytja skrifstofur sínar frá Ítalíu til Monte Carlo. Framleiðandinn hlýtur að ráða því sjálfur hvernig hann stendur að afgreiðslu víns- ins til ÁTVR og hann hefur falið okkur að annast þess.a af- greiðslu. Þá ákvað framleiðand- inn að lækka styrkleika vínsins úr 25% í 21% hér, eins og í allri Norður-Evrópu og ég á ekki von á að sú breyting komi í veg fyr- ir að ÁTVR selji það áfram.“ Morgunblaðið/Þorkell BENT Mebus, forstjóri Kauphallarinnar í Kaup- mannahöfn, fjallaði um breytingar á rekstrarum- hverfi evrópskra kauphalla og hvernig danska kauphöll- in hygðist styrkja sam- keppnisstöðu sína, á árs- fundi Verðbréfaþings ís- lands í gær. Aukinn kostnaður vegna raðgreiðslusamninga Abyrgðargjald VISA hækkar um 50% STJÓRN VISA íslands hefur ákveðið að hækka ábyrgðargjald vegna raðgreiðslusamninga, sem leggst við þjónusfugjald, úr 0,5% í 0;75% frá og með 18. mars nk. I tilkynningu fyrirtækisins til söluaðila kemur fram að gjald fyr- ir ábyrgð á raðgreiðslum hafi vérið óbreytt frá því það var tekið upp árið 1990, en í ljósi reynslu sé mat endurskoðenda félagsins að það dugi ekki til þess að standa undir þeim afskriftum sem VISA tekur á sig vegna ábyrgðarinnar. Hins vegar er því lýst yfir að ábyrgðar- gjald vegna þeirra raðgi'eiðslu- samninga sem þegar hafi verið skráðir til innheimtu verði áfram óbreytt. FÍS mótmælir harðlega Félag íslenskra stórkaupmanna hefur mótmælt þessari hækkun harðlega og hafnar þeim rökum að hækkunin sé nauðsynleg þar sem gjaldið hafi verið óbreytt frá upphafi, þ.e._ 1990. í erindi félags- ins til Visa íslands í gær segir að hafi gjaldið ekki reynst duga til að mæta afskriftum félagsins vegna raðgreiðslusamninga sé skýringanna ekki að leita í of lágu gjaldi, heldur fremur slöku eftirliti með þeim sem fengið hafi kort út- gefín á vegum fyrirtækisins. „Félag íslenskra stórkaupmanna getur ekki sætt sig við að rekstrarvanda VISA sá þannig velt yfir á fyrir- tæki í verslun með 50% hækkun á ábyrgðargjaldinu en krefst þess í staðinn að VISA Ísland-Greiðslu- miðlun hf. gæti í framtíðinni meira aðhalds í heimildaveitingum til ein- staklinga og fyrirtækja sem kjósa að kaupa vörur með þessu formi,“ segir ennfremur. Cnrgolux fækkar ferðum tíl Islands CARGOLUX hefur ákveðið að hætta . reglubundnu fragtflugi frá New York til íslands og þaðan til Lúxemborgar. Áfram verður hins vegar flogið í hina áttina einu sinni í viku eins og verið hefur, þ.e. frá Lúxemborg til Islands og þaðan til Bandaríkjanna. Þegar Cargolux hóf að fljúga til íslands í október 1994 var aðeins flogið frá Lúxemborg til íslands og þaðan til New York. Síðan var reglubundnu flugi bætt við í hina áttina síðastliðið vor, en félagið hefur haft viðkomu einu sinni í viku. Þórarinn Kjartansson, fram- kvæmdastjóri Flugflutninga hf., umboðsaðila Cargolux, segir að vel hafi gengið að ná fragt í flug fé- lagsins frá Bandaríkjunum til ís- lands. Hins vegar hafi ekki gengið jafnvel að nýta flugið frá Islandi til Lúxemborgar. „Þörfin virðist ekki vera fyrir hendi. Einnig hefur verið erfitt að keppa við Flugleiðir Erfið samkeppni við Flugleiðir sem bjóða flutninga milli íslands og Evrópu með rnjög ódýrum leigufragtflugvélum. Ég tel að rekstrarkostnaður þessara flugvéla sé óeðlilega lágur enda hefur Flug- málastjórn bannað flug véla frá einu þessara flugfélaga hingað til lands ' vegna ófullnægjandi við- halds.“ Bjóða fragtflutninga með LTU „Við erum opnir fyrir þörfum markaðarins og breytum eins og við á þannig að önnur flug gætu komið til á móti því sem nú er fellt niður. Reyndar erum við að athuga með möguleika á því að bæta við fragtflugi til Evrópu, hugsanlega með öðrum vélategundum, en þeim sem Cargolux notar í dag. Það yrði ekki á vegum Cargolux því Flugflutningar er sjálfstæður um- boðsaðili flugfélaga á íslandi. Við erum t.d. einnig umboðsaðilar fyrir þýska flugfélagið LTU og munum selja fragtflutninga með þeirra vél- um í sumar;“ sagði hann. Þórarinn sagði að flugið frá Lúx- emborg til íslands og áfram til Bandaríkjanna með Boeing 747- vélum Cargolux gengi vel. „Eftir- spurnin frá fiskútflytjendum er í hámarki um þessar mundir vegna föstunnar fram að páskum og eins nýtum við það vel við teQgingar til annarra áfangastaða. Við flytjum ferska vöru á leið til Japans í gegn- um New York og einnig fer tölu- vert af vöru til Kóreu. Núna erum við t.d að flytja troll og toghlera sem fara til Kóreu og þaðan til Kamtsjatka. Á sama hátt kemur fragt alls staðar að úr heiminum til Lúxemborgar þaðan sem hún fer til Islands með flugi Cargolux."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.