Morgunblaðið - 28.02.1996, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 28.02.1996, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 28. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR: EVRÓPA ERLEIMT KONUR í Indónesíu. Staða kvenna og barnavinna eru mal, lítið verða rædd af hálfu ESB á leiðtogafundinum til þess að halda megi friðinn við Asíurikin. Aðaláherzla á viðskiptamál á fyrsta leiðtogafundi ESB og ASEAN Ekki þjarmað að Asíuríkjum í mann- réttindamálum Brussel. Reuter. FYRSTI leiðtogafundur 15 ríkja Evr- ópusambandsins og 10 ríkja ASEAN, samtaka Suðaustur-Asíuríkja, verður haldinn í Bangkok í Tælandi um næstu helgi. Undirbúningi fyrir fund- inn er nú að ljúka og virðist ljóst að Evrópusambandið muni fyrst og fremst taka viðskiptamál upp við hin nýríku ríki Asíu, en sneiða hjá málum sem gætu reitt gestgjafana til reiði, til dæmis ástandi mannréttinda, stöðu kvenna og bamavinnu. Utanríkisráðherrar Evrópusam- bandsríkjanna fóru síðastliðinn mánudag yfir drög að lokayfírlýsingu leiðtogafundarins, sem tælenzk stjórnvöld hafa undirbúið. Að sögn ónafngreindra embættismanna fjall- ar yfirlýsingin lítt um hin viðkvæm- ari mál í samskiptum heimshlutanna tveggja. Hún er þó málamiðlun á milli sjónarmiða Asíumanna, sem vildu eingöngu ifjalla um efnahags- mál á fundinum, og Evrópumanna, sem vildu jafnframt ræða stjórnmál og öryggismál. Samkvæmt heimildum Reuters- fréttastofunnar er í yfírlýsingunni lýst yfír vilja til að koma á nánu samstarfí Evrópu og Asíu í þágu aukins hagvaxtar. Ríkin 25 vilja auka viðskipti á milli álfanna, í báð- ar áttir, og jafnframt stuðla að gagn- kvæmri fjárfestingu. Þá er sagt að einfalda þurfí tollafgreiðsiu og sam- ræma staðla og gæðakröfur. Ríkin lýsa yfír stuðningi við starf Heims- viðskiptastofnunarinnar (WTO). í yfirlýsingunni er jafnframt sagt að stefna skuli að friði og stöðug- leika, miða að breytingum og umbót- um í starfí Sameinuðu þjóðanna, starfa að afvopnun og ljúka samning- um um algert bann við kjamorkutil- raunum. Verðum að forðast átök á fyrsta fundinum Viðkvæmu málin, á borð við hernám Indónesíu á Austur-Tímor, mannréttindi, lýðræði, barnavinnu, misrétti gagnvart konum og fleira, eru hins vegar afgreidd með því að vísa til ýmissa alþjóðlegra sáttmála, sem þegar hafa verið gerðir, til dæmis mannréttindayfírlýsingar Sameinuðu þjóðanna og niðurstaðna kvennaráðstefnunnar í Peking. „Við verðum að forðast átök á þessum fyrsta fundi. Það er mjög mikilvægt að fyrsti fundurinn verði upphaf jákvæðra samræðna," segir Jean-Luc Dehaene, forsætisráðherra Belgíu, í viðtali við Reuters. „Asíu- ríkin hafa enga ástæðu til að óttast átök á fundinum. Við ætlum ekki að þröngva okkar kerfí upp á Asíu. Asíumenn verða að þróa sitt eigið viðhorf," segir Dehaene. Upplýsingakerfi Schengen ítarleg ákvæði um vernd upplýsinga ITARLEG ákvæði eru í Schengen- samningnum um vernd persónuupp- lýsinga, að sögn Þorsteins A. Jóns- sonar, skrifstofustjóra í dómsmála- ráðuneytinu. I máli Þorsteins á ráð- stefnu Íslandsdeildar Norðurlanda- ráðs um ísland og Schengen, sem haldin var í Keflavík í síðustu viku, kom fram að þessi ákvæði væru lík- lega strangari en ákvæði íslenzkra laga um vernd persónuupplýsinga, aðgang að. skráðum upplýsingum og notkun þeirra. Geri Island samstarfssamning við ríki Schengen-samkomulagsins, eins og stefnt er að, fá löggæzla og út- lendingaeftirlit meðal annars aðgang að sameiginlegu upplýsingakerfi Schengen-ríkjanna (SIS). Að sögn Þorsteins eru skráðar í kerfið upplýs- ingar um einstaklinga, sem óskast handteknir í þeim tilgangi að þeir verið framseldir. Þar eru jafnframt upplýsingar um útlendinga, sem ósk- að er að verði neitað um Schengen- vegabréfsáritun. Slíkt má þó aðeins gera vegna öryggis ríkisins og er miðað við að fyrir liggi rökstuddar ástæður fyrir skráningu, til dæmis að viðkomandi hafi verið dæmdur til a.m.k. eins árs fangelsis. í SlS-kerfíð má skrá einstaklinga, sem vegna fyrirbyggjandi aðgerða ber að taka í gæzlu lögreglu, t.d. fólk sem hefur verið svipt sjálfræði og þá sem hefur verið ákveðið að nauðungarvista. Heimilt er að skrá upplýsingar í kerfið til að fá upplýs- ingar um dvalarstað einstaklinga sem stefna á fyrir dóm í sakamáli eða tl að birta þeim dóm eða ákvörð- un um afplánun. Sama gildir um einstaklinga og ökutæki sem hafa á undir leynilegu eftirliti. Jafnframt er heimilt að skrá í upplýsingakerfið hluti, sem eru eft- irlýstir í þeim tilgangi að leggja beri hald á þá. íslenzkir sérfræðingar um tölvu- og upplýsingamál hafa að undan- förnu fundað með sérfræðingum Schengen-ríkjanna vegna væntan- legrar uppsetningar útstöðva SIS- kerfisins hér á landi. Ekki liggur fyrir hvað þátttaka í rekstri kerfisins mun kosta ríkissjóð. Þota Khabarovsk-fór skyndilega í óviðráðanlega spunadýfu Spann í jörðina úr 10 km hæð á einni mínútu FJÓRAR skýringar þykja nú líkleg- astar á því hvers vegna Túpolev Tú-154 þota rússneska flugfélags- ins Khabarovsk fórst í austustu héruðum landsins 7. desember sl., að sögn blaðsins Moscow Tribune, sem gefið er út í Moskvu. Upplýs- ingar af flugritum þotunnar hafa leitt í ljós að hún valt fyrirvara- laust á flugi í 10 kílómetra hæð til hægri, reis upp á rönd og spann til jarðar. Túpolev-þotan fór í óviðráðan- léga spunadýfu og hrapaði til jarðar úr 10 kílómetra flughæð á einni mínútu með þeim afleiðingum að hún splundraðist í mörg þúsund parta. Fannst brak hennar ekki fyrr en eftir 11 daga leit. Að sögn blaðsins Komsomolskaja Pravda misstu flugmennirnir vald á þotunni vegna tveggja metra langr- ar sprungu í hægra væng. Gagn- rýndi blaðið sameiginlega flugslysa- nefnd ríkja Samveldis sjálfstæðra ríkja (MAK) vegna rannsóknarinn- ar og fyrir skort á eftirliti með fíug- véjum í farþegaflugi. Rúdolf Tejmúrazov, formaður MAK, vísaði fullyrðingu blaðsins á bug á blaðamannafundi í Moskvu á dögunum og sagði rannsóknaraðila nálgast lausn á ráðgátunni hvers vegna þotan fórst. „Fjórar skýringar þykja helst koma til greina,“ sagði Tejmúrazov. Ein er sú að þotan hafi risið upp á rönd vegna „ójafnrar notkunar elds- neytis úr vængtönkum" og önnur að flugvélin hafi flogið inn í afar mikla ókyrrð. Þriðja og fjórða kenning rann- sóknaraðila lýtur að því að hluti Brotnaði hluti vængs af Tú-154 þotunni vegna sprungu í burðar- langbandi? hægra vængs hafi brotnað af eða aflagast og undið upp á sig. Þykir það skjóta rótum undir kenningar fjölmiðla um að bilun í væng hafi leitt til slyssins. „Við munum taka afstöðu til þess hver þessara skýr- inga sé sú rétta fyrir febrúarlok,“ sagði Tejmúrazov. Samkvæmt upplýsingum Komso- molskaja Pravda olli 1,6 metra löng sprunga í einum af þremur burðar- langböndum hægri vængs því að þotan fór inn í óviðráðanlega spunadýfu. Sprungur finnast í fjölda véla Varaformaður MAK, Vadím Kof- man, sagði Moskvublaðinu Moscow Tribune, að sprunga í burðarbitum þyrfti ekki að stofna öryggi flug- véla í hættu. Hann sagðist efins um að sprunga í væng hefði valdið slysinu og þó svo hluti vængsins brotnaði af hefði flugvélin átt að komast í heila höfn engu að síður. „Fjöldi flugvéla með sprungur hér og þar er í fullri notkun í Rúss- landi og á Vesturlöndum,“ sagði hann. Játaði hann að þotan hefði ekki verið skoðuð fyrir .flugið ör- lagaríka. Þrátt fyrir að vísa frétt Komso- molskaja Pravda á bug viðurkenndu Tejmúrazov og aðrir embættismenn á sviði flugmála, að í framhaldi af frétt blaðsins hefðu allar Tú-154 þotur sem smíðaðar voru 1975-77, eða á sama tíma og þota Kha- barovsk-félagsins, verið kyrrsettar og skoðaðar með tilliti til sprungna og annarra bilana. í byijun febrúar hafði sú athugun leitt í ljós sprungur í burðarböndum 14 þotum, sem voru í fullri notkun í löndum samveldisins. Var þá enn leitað 19 ára gamallrar þotu sem talið var að væri í notkun í Rúmen- íu. Allt að 500 þotur af gerðinni Tú-154, sem er þriggja hreyfla, munu vera enn í notkun. Flestar í fyrrverandi ríkjum Sovétríkjanna en einnig margar í gömlu austan- tjaldsríkjunum, Asíuríkjum og Afr- íku. Skutu Rússar þotuna niður fyrir mistök? Fleiri kenningar hafa verið á lofti um hvarf þotu Khabarovsk-flugfé- lagsins. Rússneska sjónvarpsstöð- ina ITA hefur haldið því fram, að þotan hafi farist eftir árekstur við rússneska herflugvél. Ættingjar farþega halda því fram að rúss- neski herinn hafi skotið hana niður, loftvarnamiðstöð í héraðinu Prí- morskij Kraj, sem liggur að kín- versku landamærunum, hafi fyrir mistök talið að þarna hafi verið á ferðinni kínversk njósnaflugvél. Með þotunni, sem var 20 ára gömul, fórust 89 farþegar og átta manna áhöfn. Að sögn Interfax- fréttastofunnar verður reist tyeggja metra hátt minnismerki um þá á slysstað. RUSSNESK þota af gerðinni Túpolev Tú-154 eða sömu gerðar og flugvél Khabarovsk-flugfélags- ins sem fórst með dularfullum hætti. Arafat jgar að samsæri Meira en 130 félagar í Hamas o g Jihad handteknir Jerúsalem. Reuter. YASSER Arafat, leiðtogi Palestínu- manna, hefur gefið í skyn, að ísra- elskir og palestínskir öfgamenn hafi staðið saman að hermdarverk- inu sl. sunnudag þegar 27 manns fórust í sprengingu í strætisvagni í Jerúsalem. Hefur hann áður látið að þessu liggja en því hefur ávallt verið vísað á bug. Terje Larsen, aðalfullrúi Samein- uðu þjóðanna á heimastjórnarsvæð- um Palestínumanna, hafði það eftir Arafat, að aðeins Ofurmennið sjálft hefði getað staðið að hermdarverk- inu sl. sunnudag án aðstoðar ísra- ela, að um væri að ræða samstarf ísraelskra og palestínskra öfga- manna. Taísmaður ísraelska utanríkis- ráðuneytisins vísaði þessu á bug í gær og sagði, að þetta væri ekki í fyrsta sinn, sem Arafat léti að þessu liggja. Fyrir því væri þó enginn fótur. Líklega viljaverk ísraelska lögreglan sagði í gær, að Bandaríkjamaður af palestínsk- um ættum, sem var skotinn í Jerú- salem í fyrradag, hefði líklega ekið viljandi á hóp vegfarenda með þeim afleiðingum, að tveir létust og 22 slösuðust. Áður var talið, að bílinn hefði hugsanlega runnið á votri götunni. Að sögn lögreglunnar hafði mað- urinn, Ahmed Abdel Hamideh, ný- lega gerst heittrúaður múslimi og í bíl hans fannst miði með orðinu ,jihad“, sem merkir heilagt stríð. Dagblaðið Haaretz fullyrti einnig, að Hamideh hefði fyrr um daginn sagt vinum sínum, að þeir myndu sjá hann í sjónvarpinu um kvöldið. Amnon Shahak, yfirmaður ísra- elska hersins, ætlaði að eiga fund með Yasser Arafat í gær og var búist við, að hann afhenti honum lista yfir menn, sem eftirlýstir eru í Israel. Eru þeir félagar í Hamas- hreyfingunni, sem hefur lýst yfir ábyrgð á hermdarverkinu á sunnu- dag. Siðustu daga hefur palestínska lögreglan handtekið meira en 130 félaga í Hamas og Jihad-samtökun- um. I I ) ) ) þ> > \ $ ! I I I I i I & I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.