Morgunblaðið - 28.02.1996, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 28.02.1996, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 28. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ ERLEIMT Öryggisráðið harmar framferði Kúbumanna New York. Reuter. Bandaríkin Áhyggjur vegna hvalveiða Japana Washington. Reuter. BILL Clinton Bandaríkjaforseti hefur lýst yfir því við Japana að hvalveiðar þeirra valdi sér áhyggjum. Hann hyggst hins vegar ekki beita Japana við- skiptaþvingunum til að þrýsta á þá í þessu máli. Yfirlýsing Clintons birtist í skýrslu til Bandaríkjaþings, sem birtist á mánudag í The Congressional Record, hinni opinberu samantekt um störf þingsins. Veiddu 100 hrefnur 1995 í yfirlýsingu Clintons sagði að samkvæmt gögnum við- skiptaráðuneytisins hefðu Jap- anar veitt 100 hrefnur í Norð- ur-Atlantshafi árið 1995 og aukið umfang vísindaveiða sinna. „Á þessu stigi málsins er ég þeirrar hyggju að þvinganir séu ekki uppbyggilegasta aðferðin til að leysa úr ágreiningi okkar um vísindaveiðar við japönsk stjórnvöld," sagði Clinton. „Hins vegar hef ég fyrirskipað utanríkisráðuneytinu að láta 'stjóm Japans vita af þungum áhyggjum mínum. Við munum einnig láta háttsetta embættis menn fylgja því eftir af krafti að Japanar fækki veiddum dýr- um í vísindaáætlun sinni og hegði sér í samræmi við friðun- aráætlun Alþjóða hvalveiði- ráðsins." Vonast eftir árangri Clinton kvaðst vonast til að ná umtalsverðum árangri í þessum málum fyrir næsta veiðitímabil á Suðurheimskaut- inu. Hann kvaðst hafa fyrir- skipað viðskiptaráðuneytinu að halda áfram eftirliti með veið- um Japana. Ryutaro Hashimoto, forsæt- isráðherra Japans, ræddi við Clinton í Kaliforníu á föstudag og tók hópur fólks, sem mót- mælti hvalveiðum með spjöld á lofti, á móti honum. Ekki er hins vegar vitað hvort hvalveið- ar bar á góma í viðræðum Clintons og Hashimotos. ÖRYGGISRÁÐ Sameinuðu þjóð- anna harmaði mjög að kúbanskar orrustuflugvélar skyldu skjóta nið- ur tvær bandarískar einkaflugvél- ar undan ströndum Kúbu á laugar- dag og fór fram á alþjóðlega rann- sókn á málsatvikum. Samþykkti ráðið yfirlýsingu einróma án at- kvæðagreiðslu. Madeleine Albright sendiherra Bandaríkjanna hjá ráðinu lýsti sig ánægða með niðurstöðuna þó Bandaríkjamenn hefðu orðið að draga mjög úr beittu orðalagi sam- þykktarinnar til að ná samstöðu um hana. Með samþykktinni væri búið að setja ákveðinn stimpil á glæp Kúbumanna. Bruno Rodrigu- ez Parrilla utanríkisráðherra Kúbu, sem ávarpaði öryggisráðið vegna skotárásarinnar, sagði sam- þykktina ótæka. í samþykkt öryggisráðsins var þess farið á leit við Alþjóðaflug- málastofnunina (ICAO) að skotá- rás Kúbumanna á flugvélarnar yrði rannsökuð. Bandaríkjamenn halda því fram að flugvélarnar hafi verið í alþjóðlegu loftrými er þeim var grandað en Kúbumenn segja þær hafa verið komnar inn í þeirra eigin lofthelgi. Hafi flug- mennirnir ekki látið segjast þrátt fyrir aðvaranir um að þeir stefndu inn á hættusvæði. Skuldbundnir af alþjóðalögum Bandaríkjamenn segja að burt- séð frá staðsetningu flugvélanna væru Kúbumenn skuldbundnir af alþjóðalögum til þess að beita ekki vopnum gegn óvopnuðum flugvél- um í almannaflugi. Miguel Alfonso Martinez, tals- maður utanríkisráðuneytisins í Havana, sagði í gær, að eftirlits- flug samtakanna Bræður til bjarg- ar undan Kúbuströndum hefði ver- ið liður í kerfisbundnum tilraunum kúbanskra útlaga til þess ögra Kúbu með þeim hætti að það leiddi til hernaðaraðgerða af hálfu Bandaríkjamanna gegn Kúbu. Juan Pablo Roque, meintur kú- banskur njósnari sem gekk til liðs við Bræður til bjargar, fyrir fjórum árum, sneri til Kúbu sl. föstudag, daginn áður en flugvélarnar voru skotnar niður. Roque, sem er fyrr- verandi orrustuflugmaður, for- dæmdi samtökin í sjónvarpsviðtali í fyrradag, sagði þau ráðgera gagnbyltingu og árásir á skotmörk á Kúbu, þ. á m. tilræði við Kastró forseta. Bandarískir embættis- menn sögðu að taka bæri yfirlýs- ingum hans með þeim fyrii'vara að hann hefði komið til liðs við samtökin á fölskum forsendum og verið allan tímann á launaskrá Kúbustjórnar. Roque var áberandi í útlagasamtökunum á Flórída en hvarf með grunsamlegum hætti á föstudag án þess að kveðja fjöl- skyldu sína. „Hafi hann svikið okkur er hann kominn í óvina- tölu,“ sagði fjölskylda hans. Mannskætt bílslys í Belgíu FJÓRTÁN manns a.m.k. biðu hraðbrautinni í Belgíu í gær. At- morgun skammt frá bænum bana í árekstri 120 bíla á E17- vikið átti sér stað í þoku í gær- Deinze í norðvesturhluta landsins. Tvísýn atkvæðagreiðsla á breska þinginu um Scott-skýrsluna Sljórnin hélt naumlega velli Deilt um hvort N-írar hafi reynt að nýta sér veika stöðu Majors London. Reuter. BRESKA stjórnin vann nauman sigur í mikilvægri atkvæðagreiðslu á þinginu í fyrrakvöld um skýrslu sir Richards Scotts dómara um sölu breskra vopna til íraks á síðasta áratug. Stjórnin vísaði á bug vanga- veltum um að flokkar mótmælenda á Norður-írlandi hefðu reynt að notfæra sér veika stöðu stjórnarinn- ar til að semja um tilslakanir í stað- inn fyrir stuðning við hana í at- kvæðagreiðslunni. Stjórnin hélt velli með eins at- kvæðis mun, 320 þingmenn greiddu atkvæði með henni en 319 á móti. Stjórnin þarf því ekki að óska eftir traustsyfirlýsingu frá þinginu og hætta á að hún verði felld. Bresk dagblöð sögðu sigur stjórnarinnar auka Iíkurnar á að hún héldi velli og þyrfti ekki að boða til kosninga fyrr en í maí á næsta ári. Stjórnin er nú aðeins með tveggja sæta meirihluta á þing- inu eftir að þingmaðurinn_ Peter Thurnham sagði sig úr íhalds- flokknum í vikunni sem leið. Tveir þingmenn íhaldsflokksins snerust á sveif með stjórnarand- stöðunni í atkvæðagreiðslunni og allir níu þingmenn Sambandssinna- flokks Ulster (UUP) greiddu at- kvæði gegn stjórninni. Major hélt velli vegna þess að þrír þingmenn Lýðræðislega sambandsflokksins (DUP), flokks Ians Paisleys, sátu hjá í atkvæðagreiðslunni. Major háður Paisley? Stjórnarandstæðingar héldu því fram að norður-írsku flokkarnir hefðu reynt að hagnýta sér veika stöðu stjómarinnar til að knýja fram tilslakanir vegna kosninganna sem stjórnin hefur boðað á Norður- írlandi til að greiða fyrir viðræðum allra flokka um framtíð héraðsins. „Það er harmleikur að írsk stjórn- mál skuli nú setja mark sitt á allar ákvarðanir breska þingsins," sagði Paddy Ashdown, leiðtogi Frjáls- lyndra demókrata. „Við höfum nú stjórn sem er aðeins með eins sætis meirihluta," sagði Robin Cook, talsmaður Verkamannaflokksins. „Sá meiri- hluti er háður Ian Paisley og stuðn- ingsmönnum hans.“ David Trimble, leiðtogi Sam- bandssinnaflokksins, kvaðst ekki hafa reynt að semja við Major. Hann sagðist þó hafa rætt við for- sætisráðherrann þar sem hann hefði haft áhyggjur af því að stjórnin hefði samið við Paisley um kosningareglur sem kæmu flokki hans betur en Sambandssinna- flokknum. Michael Heseltine aðstoðarfor- sætisráðherra sagði að ekki hefði verið samið við Lýðræðislega sam- bandsflqkkinn eða aðra flokka Norður-írlands. Hann kvað Major hafa sagt Trimble fyrir atkvæða- greiðsluna að hann vildi ekki grafa undan friðarumleitunum með bak- tjaldamakki. Atkvæðagreiðslan snerist um skýrslu sir Richards Scotts, sem stjórnaði rannsókn á sölu breskra vopna til íraks áður en stríðið fyr- ir botni Persaflóa hófst árið 1991. Tveir ráðherrar í stjórn Majors voru gagnrýndir í skýrslunni en stjórnin sagði Scott hafa hreinsað þá af ásökunum stjórnarandstæð- inga um „yfirhylmingu" og „sam- særi“. Dýrar hamfarir EIGNATJÓN vegna hamfara í heiminum, jafnt náttúruham- fara sem af manna völdum, nam 150 milljörðum banda- ríkjadollara á síðasta ári eða 9.450 milljörðum íslenskra króna. Þetta kemur fram í skýrslu sem tekin hefur verið saman af svissneska endur- tryggingafélaginu Swiss Reins- urance Co. Tjón á tryggðum eignum nam 14,6 milljörðum dollara eða um 920 milljörðum króna. Alls létust 28 þúsund manns af völdum hamfara, þar af 20 þúsund vegna náttúru- hamfara. Heildartjónið í fyrra var 73% hærra en meðaltjón áranna 1970-1994. Tjón vegna náttúruhamfara nam 12,4 milljörðum og er helming- ur þeirrar upphæðar vegna jarðskjálftanna í Kobe, felli- bylsins Opal, haglélja í Texas og flóða í Evrópu. Spúluðu þjóf- inn út GÓÐ ráð voru dýr þegar einn þriggja þjófa, sem rændu ör- yggishólf á veitingahúsi, skaust ofan í holræsakerfi Jó- hannesarborgar á flótta í gær. Ekki virkaði táragas á hann en á endum kom slökkviliðið á vettvang og pumpaði vatni nið- ur í holræsin svo hann gafst upp. Félagar hans komust und- an á hlaupum. Aðeins kvittanir voru í pokanum sem þeir tóku úr öryggishólfinu. Leita ráð- gjafa Jeltsíns LÝST hefur verið eftir Sergej Stankevítsj, fyrrverandi að- stoðarmanni Borís Jeltsíns Rússlandsforseta. Hann er sak- aður um að hafa þegið 10.000 dollara í mútur 1992 er hann kom í kring tónleikum á Rauða torginu í Moskvu, að sögn sak- sóknaraembættisins. Ó1 sexbura í Eþíópíu ÞRJÁTÍU og fimm ára eþíópsk sölukona á útimarkaði ól á mánudag sexbura á sjúkrahúsi í Addis Ababa. Einn þeirra lést skömmu eftir fæðingu. Hinir voru sagðir dafna vel í gær, en þeir vega hver á bilinu 800 til 1.050 grömm. 91 ferst með herflugvél SÚDÖNSK herflutningaflugvél af gerðinni C-130 Herkúles fórst skömmu fyrir lendingu í höfuðborginni Khartoum í gær. Allir sem um borð voru, 91 maður, fórst. Sjónvarvottar sögðu að flugvélin hefði hrapað í ljósum logum til jarðar. * Odauðlegur milli í Kína KÍNVERSKA auðkýfingnum Li Xiaohua hefur hlotnast upp- hefð. Kínverskir stjarnfræðing- ar hafa nú gert hann ódauðleg- an fyrir framlag hans til menntunar, vísinda og tækni. Hafa þeir skipað honum á bekk með William Shakespeare, Isa- ac Newton og George Washing- ton á himnum, þ.e. nefnt litla reikistjörnu í höfuðið á honum. Meðal fræðimanna er stjarnan þekkt sem númer, 3556.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.