Morgunblaðið - 28.02.1996, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 28.02.1996, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT MIÐVIKUDAGUR 28. FEBRÚAR 1996 17 Leiðtoginn sem setti svip á samtíðina en hafði umdeild áhrif á framtíðina * I kvöld eru liðin tíu ár frá því að Olof Palme forsætisráðherra Svía var skotinn til bana á götu í miðborg Stokkhólms. Morðinginn hefur aldrei fundist og Svíar hafa átt erfítt með að kyngja því að þetta gæti gerst. En Svíar eiga einnig við efnahagsörðugleika að etja og aðstæðumar nú bregða því skugga á þann ljóma sem mörgum þótti stafa af leiðtoganum á sínum tíma, líkt og Sigrún Davíðsdóttir rekur hér á eftir. LYSFÖRIN, , sem farin verður í kvöld til að minn- ast morðsins á Olof Palme er ekki aðeins til minning- ar um hann, heldur einnig til að vekja athygli á vaxandi ofbeldi, sem komst svo svo eftirminnilega inn í þjóðarvit- und Svía einmitt þegar Palme var skotinn til bana undir miðnætti fyrir tíu árum af óþekktum manni. En Palme er enn umdeildur. Var hann tvístígandi leiðtogi, sem lét berast með straumnum i innanlands- málum en breiddi úr sér á alþjóða- vettvangi? Fjölmiðlar í Svíþjóð hafa undanfarna daga velt fyrir sér öllum hliðum Palmes og morðsins. Svörin fara ekki hjá því að endurspegla þá togstreitu sem reynir á burðarásana í hinum gamla flokki Palmes, Jafnað- armannaflokknum. Olof Palme var að koma úr kvik- myndahúsi í miðbænum með konu sinni, Lisbeth, þegar hann var skot- inn til bana. Þótt Palme væri forsæt- isráðherra hafði hvorki honum né öðrum dottið í hug að ástæða væri til sérstakrar öryggisgæslu hans. Saga morðrannsóknarinnar er saga í lagi og greinir frá mistökum og undarleg- um tilraunum opinberra aðila og einkaaðila til að komast að hinu sanna. Tvær tilgátur eru einkum á lofti. Ónn- ur að morðið hafi verið verk einhvers brjálæð- ings sem hafi lagt sjúk- lega fæð á Palme. Hin er að morðið hafi af óþekktum ástæðum verið skipulagt af hópi manna, hugsanlega tengdum öryggislög- reglunni, og sú tilgáta hefur nýlega verið rakin í bók. En hvernig sem í pottinn var búið hafa 85 prósent Svía samkvæmt Gallupkönnun misst trú á að morðið verði nokkru sinni upplýst. Rétt rúmur helmingur Svía álítur því eins gott að hætta rann- sókninni, sem hefur kostað_ um ijóra milljarða íslenskra króna. Árið 1989 var Christer nokkur Pettersson látinn laus eftir að hafa verið grunaður um morðið. Hann hefði fallið inn í fyrri kenninguna um geðtruflaðan mann, en í réttarhöldum yfir honum þótti sekt hans ekki sönnuð, þó að ekkja Palmes, hefði bent á hann sem morð- ingjann. Þar með er torveldara að komast að hinu sanna, því nýr sak- borningur gæti alltaf borið það fyrir sig að ekkjan hefði þegar bent á annan mann. Skorinorður gagnrýnandi á alþjóðavettvangi Palme fæddist 1927 í vel stæðri Stokkhólmsfjölskyldu. Faðir hans var forstjóri tryggingafélags og móð- ir hans af þýsk-lettneskri aðalsætt. Vegna ætternisins var honum tekið með tortryggni í Jafnaðarmanna- flokknum, þar sem það þótti dyggð að vera fæddur í verkamannafjöl- skyldu. Hann fór í háskóla, var með- al annars eitt ár í Bandaríkjunum í námi, tók þátt í evrópskum stúdenta- samtökum og ferðaðist mikið á þeim tíma, þegar slíkt var enn sjaldgæft. Þegar á stúdentsárunum gekk hann í Jafnaðarmannaflokkinn og varð brátt aðstoðarmaður Tage Erlanders þáverandi flokksformanns. Síðan settist hann á þing, varð ráðherra og loks óumdeildur eftirmaður Er- landers sem formaður og forsætis- ráðherra þegar hann lét af embætti 1969. Næstu sjö árin var Palme for- sætisráðherra og síðan aftur 1982 og þar til hann lést. Palme hafði áhuga á alþjóðamál- um, lét mjög til sín taka á vettvangi Sameinuðu þjóðanna og var um tíma sáttasemjari í deilu írans og íraks. En kannski var mest tekið eftir harðri gagnrýni hans á stefnu Bandaríkjamanna í Víetnam frá 1965 en megn andstaða var við stefnu Bandankjastjórnar í Svíþjóð. Árið 1968 komst hann á forsíður blaða víða um allan heim, þar sem hann gekk í fararbroddi fyrir kyndilgöngu gegn Víetnamstríðinu, auk þess sem hann hélt harðorða ræðu við þetta tækifæri. En skorinorð afstaða Palmes gegn Víetnam- stríðinu og alþjóðleg afskipti hans styrktu einnig þá sjálfsímynd Svía að þeir væru öðru vísi en aðrar þjóðir, færu sínar eigin leiðir og ættu ekki endilega samleið með öðrum. Þessi sjálfsímynd hefur flækst nokkuð fyrir Svíum undanfar- in ár, þegar breyttar aðstæður krefj- ast aukinnar alþjóðasamvinnu. En gamall vinur Palmes, Harry Schein rithöfundur, segist í viðtali við Morg- unblaðið ekki í neinum vafa um að Palme hefði notið sín vel við núver- andi aðstæður. Palme hélt einnig uppi gagnrýni á Bandaríkjamenn vegna afskipta þeirra af málefnum ríkja í Suður-Ameríku og hann beitti sér mjög fyrir málstað blökkumanna í Suður-Afríku. Nýlega vísuðu sænsk stjórnvöld tyrkneskri fjölskyldu úr landi. Fjölskyldan fór huldu höfði, börnin þjáðust vegna óvissunnar og allt fór þetta fram undir haukfránum augum fjölmiðla. I umræðunni var stundum vísað til þess að nú ætti 'stjórnin að hafa í huga mannúðlega afstöðu Palmes. En spurningin er hvort ekki sé auðveldara að sýna mannúð og samstöðu með fjarlægum þjóðum heldur en þegar þessar þjóð- ir standa bókstaflega á þröskuldi stjórnmálamannanna. Leiddi leiðtoginn eða var hann leiddur? Palme var leiðtogi, sem fólk var annaðhvort heillað af eða þoldi ekki og hann hafði á sér blæ hins sterka formanns. Hjá Anders Ferm, fyrrum samstarfsmanni Palmes, kveður við annan tón, þegar hann bendir á að enginn kærði sig um að rifja upp valdatíma Palmes heima fyrir og hvernig Palme neyddist til að taka aðra stefnu en hann vildi sjálfur. Þótt Palme tryði á hátækni og tæknivæðingu neyddist hann til að hvetja Svía til að hafna kjarnorku sem orkulind í þjóðaratkvæða- greiðslu um kjarnorkunýtingu. Hann lét undan þrýstingi sænska Alþýðu- sambandsins, svo að áratuga jafn- vægi milli þess og atvinnurekenda í launasamningum riðlaðist og ríkið gerðist þar þriðji aðili. Palme áleit að heppilegt væri að efna til stjórnar- samstarfs við hinn ftjálslynda Þjóð- arflokk, en það mátti verkalýðshreyf- ingin ekki heyra nefnt. Þá leið fór hins vegar Willy Brandt í Þýskalandi til að takast á við breyttar aðstæður í efnahagsmálum eftir olíukreppuna, meðan opinberi geirinn var enn þan- inn út í Svíþjóð. Þessi þungavigt verkalýðshreyfingarinnar hefur gjarnan verið nefnd sem ein helsta ástæðan fyrir efnahagsþrengingum Svía undanfarin ár. Harry Schein segir skoðun Ferms mótast af samstarfi þeirra tveggja, en sjálfur líti hann fyrst og fremst á Palme sem vin sinn og því sjái þeir hann ólíkum augum. Schein seg- ir það hafa verið ríkan þátt í fari Palmes að hann talaði oft áður en hann hugsaði og skipti sér af málum, sem hann hefði betur látið aðra um. Að þessu leyti séu þeir Palme og Ingvar Carlsson fráfarandi flokks- formaður og forsætisráðherra ólíkir, því Carlsson sé yfirvegaður, deili verkum út til annarra og blandi sér þá ekki í þau. Palme var alla tíð ákafur talsmaður þess að opinberi geirinn yrði efldur og stækkaður. Réttlát lög og aðstæð- ur áttu að tryggja gott samfélag, þar sem hið illa stafaði ekki af vondu fólki, heldur vondu og óréttlátu kerfi. „Meðferðarríkið" átti að taka fólk á kné sér og kenna því betri siði og hætti. Nú ræðst unga kynslóðin í flokknum einmitt gegn þessu hugarf- ari og gagnrýnir þá tilhneigingu flokksins á Palmetímabilinu að vilja axla allan vanda borgaranna. Kjell-Olof F'eldt fyrrum íjármála- ráðherra og samstarfsmaður Palmes í mörg ár hefur sagt frá því að það hafí stundum verið til vandræða í stjórninni hve Palme hafi verið áhugalaus um efnahagsmál. Miðað við þá ofuráherslu sem lögð er á efnahagsmál í stjórnmálaumræðu þessi árin er erfitt að ímynda sér flokksformann, hvað þá forsætisráð- herra, sem ekki hefur efnahagsmálin á takteinunum jafnt og presturinn F'aðirvorið. Arftakinn úr annarri átt Palme var uppi áður en fjölmiðiar álitu það skyldu sína að sálgreina stjórnmálamenn. Þó var stundum látið að því liggja að hann ætti fáa vini, væri Ijarlægur og ekki hlýleg- ur. Harry Schein, sem lék tennis við Palme tvisvar í viku í nokKra áratugi og umgekkst hann mikið, segir að hinn opinberi Palme hafi verið allt annar maður en Palme meðal vina og hann sjái enga þversögn í því. Meðal vina hafi hann verið hlýlegur, hugulsamur og ijarska opinskár. Nokkru áður en Palme dó lenti honum harkalega saman við ungan og upprennandi stjórnmálamann á hægri vængnum, Carl Bildt, síðar formann Hægriflokksins og forsæt- isráðherra. Rétt eins og Palme sjálf- ur hafði Bildt mikinn áhuga á utan- ríkismálum og var ófeiminn að ögra viðteknum skoðunum jafnaðarmanna á þessu sviði. Ýmsir undruðust hörku Palmes í þessum skoðanaskiptum, en samstarfsmenn Palmes hafa und- anfarið nefnt að líklega hafi harkan stafað af því að Palme hafi séð sjálf- an sig í hinum unga og ötula Bildt. Víst er að Bildt líkist engum sænsk- um stjómmálamanni eins mikið og einmitt Palme og rétt eins og Palme hefur Bildt látið til sína taka á al- þjóðavettvangi. Við mat á frammistöðu Palmes er erfitt að líta fram hjá að hann var leiðtogi flokksins þegar komið var að því að byggja ofan á velferðarhug- myndir frumkvöðlanna. En rótin að vanda Svía um þessar mundir er gjarnan rakin til Palmetímabilsins og í því ljósi er framlag hans óhjá- kvæmilega metið, nú þegar áratugur er liðinn frá því að hann féll fyrir hendi óþekkts morðingja. Hann dó skömmu áður en áhrif stefnu hans fóru að koma í ljós. Sértilboð til Kanarí 13. mars frá kr. 49.930 Flug með nýjum Boeing þotum Air Europa flugfélagsins, annars stærsta flugfélags Spánar. HEIMSFERÐIR m Austurstræti 17,2. hæð. Sími 562 4600. Við seljum nú síðustu sætin í ferðina 13. mars til Kanarí. Fallegir gististaðir, bæði á ensku ströndinni og í Sonnenland þar sem við bjóðum falleg smáhýsi. 011 húsin með einu svefnherbergi, baði, stofu, eldhúsi og sérinngangi og svölum. Veitingastaður, verslun, móttaka, falleg sundlaug og frábær aðstaða. Njóttu lífsins á Kanarí í vetur í yndislegu veðri og tryggðu þér síðustu sætin. , Bokaðu strax, tr sr i síðustu sætin. Verð kr. 49.930 m.v. hjón með 2 böm, 13. mars, Sonnenland, 3 vikur Verð kr. 59.960 m.v. 2 fullorðna í húsi, 13. mars, 3 vikur. Skattar innifaldir, ekki forfallagjald kr. 1.200 Olof Palme

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.