Morgunblaðið - 28.02.1996, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 28.02.1996, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. FEBRÚAR 1996 19 ____________________LISTIR „920 millibör“ TORBJÖRN Olsen. „Nafnlaus" olía á léreft 1993. Norræna húsiö MYNDVERK Anna Eyjólfsdóttir, Anne Birte Hove, Hafdís Helgadóttir, Hans Pauli Olsen, Hlíf Asgrímsdóttir, Kristian Olsen Aaju, Marius Olsen, Torbjörn Olsen. Til 10. mars. Að- gangur ókeypis. FRAMKVÆMDIN „920 millibör“ er samstarfsverkefni norrænna myndlistarmanna, sem virðast eiga það helst sameiginlegt, með undan- tekningum þó, að hafa lagt nokkuð seint út á listabrautina, sem kann að vera tilviljun. Verða þó engu að síður að teljast til yngri kynslóðar sé tekið mið af hvenær lagt var út í nám, eða hafist handa, og verklagi sumra þeirra. Verkefnið er tileinkað eyþjóðum og dregur nafn af skilgreiningu úr veðurfræði á mælikvarða loftþrýst- ings, og eru 920 millibör með því lægsta sem mælist. Vísað er til þeirra sanninda, að veðurfar hefur mikil áhrif á líf fólks hér á eyjunum í norðri, sem og að sjálfsögðu alls staðar í heiminum. Gefínn hefur verið út bæklingur sem aðgreinir verkefnið í tvo hluta, annars vegar er sýning á verkum átta norrænna myndlistarmanna frá eyjunum Færeyjum, Grænlandi og íslandi, og hins vegar dreifíng bækl- ingsins til 45 sjálfstæðra og nafn- greindra eyríkja. Hér saknar maður strax Álandseyja, sem ég veit ekki betur en að hafí eigin fána og ef ætti að fara nánar í saumana, eru til fleiri byggðar eyjar á Norðurlönd- um þar sem myndlistarlíf þróast eða fætt hafa af sér nafnkennda lista- menn. Grunnurinn að framkvæmd verk- efnisins ber þó með sér lofsverða hugkvæmni sem mætti vera öðrum til eftirbreytni og ber ekki með sér að menn séu að úrkynjast á þessu sérstaka sviði. Einar Már Guðmundsson rithöf- undur fylgir bæklingnum úr hlaði með velskrifuðum formála. Helst sitja eftir í kollinum eftirfarandi og sígildu sannindi: „Frammi fyrir and- anum eru þjóðir hvorki litlar né stór- ar. Mikil menningarafrek hafa oft verið unnin fjarri þeim slóðum sem taldar eru nafli heimsins og miðja jarðar. í mörg hundruð ár þekktu aðeins örfáir fískimenn og bændur þá sígildu sagnalist sem sköpuð var á íslandi á miðöldum." Ennfremur: „í heimi þar sem tízkustraumamir koma og fara er okkur hollt að hafa í huga að það er ekki sjálft viðfangs- efnið sem skiptir máli heldur sam- band listamannsins við það; sá andi sem hann miðlar. Því dýpra sem listamaðurinn kafar niður í veröld- ina, í lífsskilyrði mannanna, því hærra flýgur andinn." Mættu þessi orð vera greypt í vegg anddyris allra listaskóla hér- lendis, þar sem flestir telja sér skylt að vera samstiga því sem er að ger- ast í útlandinu, og jafnvel mestu frumlegheitin. Með því hugarfari hefði saga þjóðarinnar orðið önnur, ef þá nokkur saga. Þetta segir vit- anlega hverjum þeim sem heyra vill, að þegar öllu er á botninn hvolft, skiptir i raun litlu máli hve margir þekkja list okkar eða hversu ein- angruð hún er, svo fremi sem hún standi undir sér, rismikil og sterk. Hin mikla spuming er svo, hvort myndverkin á sýningunni beri alfar- ið keim af einangrun úthafseyja- skeggja og frumstæðu lunderni og má hafna því fullkomlega á sama hátt og að íslendingasögurnar beri þau einkenni. En einmitt þess vegna em þær timalaus sannindi, geymd sem alltaf er fersk og ný í tíma og rúmi. Ef til er einhver einangrun kemur hún helst fram í hugarfari og frum- stæðri útfærslu, því viðhorfín em ekki viðlíka rótgróin og jarðtengd og meðal stærri þjóða í Evrópu og tæknibrögðin ekki jafn sígild. Menn geta verið alveg sáttir við sértækar tilvísanir Önnu Eyjólfs- dóttur til atvinnuhátta á eyjunum og einkum er verk hennar „Hönd í hendi“ táknrænt fyrir mikilvægi samhugar og verkþátta í fámenni og jafnframt að sleppa aldrei taug- inni til stærri heilda. Það er sitthvað frá heimaslóðum í myndum hinnar grænlenzku Önnu Birtu Hove, en hin grafíska tækni og útfærsla myndanna virðist nokkuð á reiki. Þetta reynir hún, líkt og fleiri nútíma grafíklistamenn, að bæta upp með ýmsum hliðarsporum og einþrykki. Dæmið gengur þó óvænt upp í tveim einþrykkjum er hún nefnir Imec I-II og þá losnar einmitt um hugarflugið jafnframt því sem myndbyggingin verður markvissari og þá einkum hvað efri myndina snertir. Hafdís Helgadóttir hefur tekið myndbandið í þjónustu sína, vísar til beinnar lif- unar og ferskleikans í náttúrunni, þess sem er fyrir framan og allt í kring um okkur, þótt fæstir taki eftir því. Verkið, sem er á þrem skjám nefnir hún „Skynjun“/Per- ception og er réttnefni, en á vegg eru þijú línurit af hreyfíngum myndavélar við upptöku, og má það vera gjörningnum til áherslu. Fersk- leikann nálgast Hafdís með ágætum og einkum er tímalengdin inarkviss, þannig að þetta verður ekki að ein- tóna og endalausri síbylju sjónert- ingar eins og oft vill henda. Færeyski myndhöggvarinn Hans Pauli Olsen hefur vakið dijúga at- hygli með fersklegum verkum sín- um, sem hann byggir upp á sígildan hátt og minnist ég áhrifamikils framlags hans til Grönningen sýn- ingarinnar á Charlottenborg 1994. Eitthvað njóta myndir hans sín illa á staðnum og þannig verður hin sérkennilega útgáfa af táknsæi eitt- hvað syo beggja blands. Málverk Hlífar Ásgrímsdóttur virðast nokkuð óróleg og léttkeypt við fyrstu sýn. Hér er verið að kljást við órólegt yfírborð, en myndirnar vinna á við endurtekna skoðun, einkum bláa verkið, sem ber í sér meiri virkjun innri vídda myndflatarins. Ljós- myndir hins færeyska Kristian Olsen Aaju eru vel gerðar og einkum eru myndirnar „Kross“ 1, „Andlit í nátt- úrunni“ og „Skúlptúr í náttúrunni" áhrifaríkar. Grafíkmyndir Færey- ingsins Maríusar Olsen eru á sinn hátt nokkuð nævar í útfærslu og minna ekki svo lítið á vissa frásagn- arhefð í danskri list, en alveg óvænt er hann skólaður í Finnlandi og Svíþjóð! Viðfangsefni hans er mann- lífsvettvangurinn og stíllinn raunsær og einfaldur. Málverk landa þeirra Torbjörns Olsens sveija sig mjög í ætt við þá sérstöku myndhefð sem færeyskir málarar hafa tileinkað sér og þróað með ágætum. Við þekkjum myndir hans frá sýningunni „Fimm Færeyingar" á sama stað 1993. 01- sen er enn að rækta sinn garð, en myndir hans mættu vera metnaðar- fyllri í byggingu. Myndimar „Nólsoy" (22) og „Brúgvin“ (27) bera þó vott um ríka tilfínningu fyr- ir óformlegri myndhugsun. Bragi Ásgeirsson Lokaverk nemenda Tónlistarskólans í Reykjavík flutt í Bústaðakirkju í kvöld Húmanískur stíll „POEMA intervalli" og „Húman- ísk hljómkviða" eru tónverk eftir Arnþrúði Lilju Þorbjörnsdóttur og Jón Guðmundsson, nemendur í Tónfræðadeild Tónlistarskólans í Reykjavík, sem flutt verða í Bú- staðakirkju í kvöld kl. 20.30. Bæði verkin eru hljómsveitarverk og lokaverkefni þeirra frá skólan- um. Hljómsveit Tónlistarskólans í Reykjavík mun leika verkin auk þess sem söngvararnir Xu Wen sópran og Valdimar Másson bari- ton koma við sögu í verki Arn- þrúðar. „Verkið mitt er búið að taka tvö ár í vinnslu og er um 20 mínút- ur að lengd,“ sagði Arnþrúður í samtali við blaðamann Morgun- blaðsins. Hún sagði að sú krafa væri gerð að lokaverk væru í það minnsta 15 mínútur en var tólf áður. Sú regla er nýtilkomin í skólanum og er í takt við auknar námskröfur og aukinn fjölda faga í deildinni. „Námið er orðið aka- demískara en það var og ininna um tilraunir hjá nemendum, enda lítill tími til þess,“ sagði Jón Guð- mundsson og bætti við að það hentaði honum vel en þó voru þau sammála um að til bóta væri að lengja námið um eitt ár þar sem meira fijálsræði yrði gefið. Hvernig á að semja tónverk, hvernig byrjar maður? „í fyrsta kaflanum, Larghetto, hafði ég þijá hljóma í huga sem ég kallaði Á, B og C og kaflinn spannst um þá, auk ákveðinnar tólftónaraðar. í öðrum kaflanum, Andante con affetto, var það ljóð eftir Stein Steinarr sem ég vann út frá og valdi sjö tóna við það. Það eru föst formerki í þessum kafla, en það telst óvenjulegt nú á dögum,“ sagði Arnþrúður. Það er allt opið „Kaflarnir í mínu verki áttu að vera fjórir en ég held að það hefði gert útaf við áhorfendur,“ sagði Jón og hló og á við að verkið, sem er í þremur köflum, tekur rúmlega 40 mínútur í flutningi. „Þetta er eins og gömul sinfónía í þremur Morgunblaðið/Þorkell JÓN Guðmundsson og Arn- þrúður Lilja Þorbjörnsdóttir. þáttum en þó held ég að verkið sé ekki gamaldags, annars er ómögulegt að dæma um verkin sín sjálfur. Ég vann þetta svipað og Arnþrúður talaði um, ég valdi þrjá hljóma til að vinna útfrá.“ Aðspurður hvort það væri liðin tíð að tónskáld rauluðu lagstúfa fyrir munni sér úti á götu sem yrðu svo uppistaðan í stór verk, sagði hann að það hefði einmitt gerst við annan kafla sinn, Noct- urne. „Það er allt opið í dag,“ sagði Jón en nafnið á verki hans, „Húmanísk hljómkviða" er til- komið vegna þess að nútímatón- list í dag er af mörgum ekki talin nógu hlustendavæn og oft „óhúm- anísk“. „Mitt tónmál er svar mitt við „nútímatónlistinni", ég kalla það húmanískan stíl.“ í dag fara tónsmíðar að mestu fram á tölvu. Jón vann verk sitt allt á tölvu en Arnþrúður hand- skrifaði sitt verk. „Ég er búin að fá mér tölvu núna. Ég er búin að fá nóg af því að handskrifa auk þess sem tölvan sparar svo mikinn tíma,“ sagði Arnþrúður. Aðspurð sögðu þau að líklegt væri að verkin yrðu ekki leikin oftar en í þetta eina skipti enda væri það oft hlutskipti nemenda- verka. „Það er nú bara ekki mik- ið um að íslensk hljómsveitarverk séu leikin yfirleitt," sagði Jón. Þau hyggja bæði á framhalds- nám, Jón í Noregi en Arnþrúður í Hollandi. Nýjar bækur • ÚT ER komið hjá Rannsóknar- stofnun Kennaraháskóla lslands ritið Uppeldið varðar mestu. Úr Ármanni á Alþingi eftir Baldvin Einarsson. Um er að ræða umfjöll- un Baldvins um uppeldismál sem birtist fyrst á prenti í tímariti hans, Ármanni á Alþingi, árin 1828 og 1829. Textinn er hér endurprentað- ur í heild að öðru leyti en því að sleppt er síðasta hlutanum, frá og með Búnaðarbálki Eggerts Ólafs- sonar að telja. ítarlegan inngang að ritinu skrifar Ólafur Rastrick BA. „í þjóðarsögunni hefur Baldvins Einarssonar einkum verið minnst fyrir að hafa fyrstur talað fyrir því að Alþingi yrði endurreist á Þing- völlum. Með þessari endurútgáfu er minnt á það að uppeldismál voru Baldvini ekki síður hjartfólgin en stjórnmálin," segir í kynningu. Uppeldið varðar mestu er annað bindi í ritröðinni Heimildarrit í ís- lenskri uppeldis- og skólasögu sem hóf göngu sína fyrir tveimur árum með endurútgáfu á bókinni Lýðmenntun eftir Guðmund Finn- bogason. Að ritröðinni standa Rannsóknarstofnun Kennarahá- skóla íslands, Félagsvísindastofn- un og Sagnfræðistofnun Háskóla íslands. Ritnefnd skipa Guðmundur Hálfdanarson, Helgi Skúli Kjart- ansson og Jón Torfi Jónasson en ritstjóri er Loftur Guttormsson. Bókin er 128 bls. ogfæst íkilju og bandi íöllum stærri bókaversi- unum oghjá Rannsóknarstofnun Kennaraháskóla íslands. -----» ♦ ♦------ Umsóknir um styrki til 212 verkefna STJÓRN Menningarsjóðs útvar'ps- stöðva auglýsti eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum til dagskrárgerðar í janúar sl. Umsóknarfrestur rann út 15. febrúar. Hlutverk sjóðsins er skilgreint þannig í útvárpslögum að hann skuli „... veita framlög til efl- ingar innlendri dagskrárgerð, þeirri er verða má til menningarauka og fræðslu". Umsóknir um styrki til 212 verk- efna bárust, alls að fjárhæð kr. 449.893.000, kostnaðaráætlum verkefnanna er rúmlega 1 milljarður. Til úthlutunar eru u.þ.b. 30 -millj- ónir. Af þessum 212 umsóknum voru 119 um styrki til framleiðslu dag- skrárefnis fyrir sjónvarp, 23 um styrki til undirbúnings dagskrárefnis fyrir sjónvarp og 70 um styrki til framleiðslu dagskrárefnis fyrir hljóð- varp. Stjórn sjóðsins gerir ráð fyrir að ljúka úthlutun fyrir lok mars.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.