Morgunblaðið - 28.02.1996, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 28.02.1996, Blaðsíða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 28. FEBRÚAR 1996 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Meðalupplag bóka í Egyptalandi fer sjaldnast yfir 2.000 eintök Tuttugasta og áttunda árið í röð er nú efnt til hinnar alþjóðlegu bókamessu í Kairó. Þar munu að sögn Jóhönnu Kristj ónsdóttur 1.700 erlend forlög kynna bækur sínar og 700 frá Arabalöndum. ÞETTA er svipað og verið hefur síð- ustu árin að því er Samir Sarhan formaður Samtaka egypskra bóka- útgefenda segir mér. Hann bendir eirinig á að þessi bókasýning sé að því leyti frábrugðin öðrum slíkum, að hún er opin almenningi allan tím- ann en er ekki bara ætluð fagfólki og andans mönnum. Egyptar segja að þessi sýning sé önnur stærsta bókamessa í heimi á eftir Frankfurt. Tugir þúsunda titla verða sýndir og seldir. Sýningin átti að hefjast 4. janúar sl. og standa í tvær vikur. Henni var síðan fyrirvaralítið frestað þar til 24. febrúar og verður í 10 daga. Opin- bera ástæðan voru ijárhagsástæður í tengslum við ramadan. Það var ekkert skýrt nánar og mér er ekki ljóst hvernig það ætti að koma heim og saman. Manna á milli var sagt að ástæðan væri öryggismál vegna ólgu víða eftir þingkosningarnar í nóvember. En hver sem ástæðan hefur nú verið, þá er sýningin að hefjast og menn hafa stórar efa- semdir um aðsókn. Ein er sú að hátíðin hefst strax eftir Eid el Fitr sem er mikil hátíð í 5 daga eftir að ramadan lýkur. Þá eru skólar byijaðir aftur og böm sem oft hafa verið drjúgur hluti gesta fari varla að skrópa f skóla fyrstu dagana til að kaupa bækur. Önnur er sú að fólk hafí að venju eytt því sem það hafði aflögu í hátíðina, gjaf- ir og flíkur og mat og þess háttar og hafí því lítið handa á milli núna. Upplag bóka hér 1.000-2.000 eintök Það er merkilegt að fá upplýsingar um það að í Egyptalandi, þar sem opinberar tölur segja að íbúáfjöldi sé nýbúinn að ná 60 milljónum, sé upplag bóka sem eru gefnar út hér 1.000-2.000 eintök. Útgefendur sem ég hef talað við segja að útgáfubók- um hafí einnig fækkað sl. ár og sum „stærri“ forlög hafa gefíð út 20-35 bækur árlega og talsmenn þeirra segja að yfirleitt komi þeir út með tapi. Nokkur forlög sem gefa út bækur eftir arabíska höfunda sem eru þekktir í Evrópu og Bandaríkjun- um geta þó státað af stærri upplög- um en innanlandsmarkaðurinn virð- ist sem sagt vera ótrúlega rýr. Þá er líka fróðlegt að komast að raun um hve bókabúðir eru sárafáar og utan Kairó eru víða stórir bæir þar sem engin bókabúð er. í Alex- andríu, næststærstu borg Egypta- lands með 5 milljónir íbúa, munu t.d. vera innan við tíu bókabúðir. Og í Kairó sjálfri eru almennilegar bóka- búðir einnig ótrúlega fáar miðað við að hér búa upp undir 18 milljónir. Bækur eru taldar lúxusvarningur Hér eins og annars staðar á bókin vitanlega í mikilli samkeppni við alls konar afþreyingarefni en það er þó varla verðið sem veldur því: frá 3-20 pund, sem eru 60-400 krónur. Sam- ir Sarhan sem vitnað var til hér að framan, segir að þetta sé almennt viðhorf og fólk láti annað ganga fyr- ir. „Það munar margá um 20 pund og ef menn eiga að velja á milli að kaupa bók eða matvæli eða safna fyrir einhveiju heimilistæki er ekki óeðlilegt í sjálfu sér að bókin sitji á hakanum. En útgefendur þurfa að hefja herferð til að breyta þessu við- horfí og koma fólki í skilning um gildi þess að lesa bækur.“ Ein ástæðan fyrir litlum áhuga á bókalestri hér er rakin til þess hve lítil rækt hefur verið lögð við það af hálfu stjórnvalda að koma upp almenningsbókasöfnum sem víðast. Það er sama upp á teningnum þar og með bókabúðimar; í fjölmörgum héruðum, bæjum, að ég tali nú ekki um smáþorp, er alls ekkert almenn- ingsbókasafn. Þó svo að Egyptar virðist sem sagt ekki hneigðir til bóklesturs er lestur dagblaðanna hér mikill og varla nokkur virðist vera almennilega vaknaður fýrr en hann hefur náð í blaðið sitt út í næsta sölutum. Eins og gefur að skilja er mikið um hvers kyns fyrirlestrahald og pallborðsumræður um aðskiljanleg mál í tengslum við sýninguna. Meðal þess má nefna efni eins og „Við og umheimurinn”, „Fjölmiðlar í Egypta- landi“, „Intelligensían og ríkið“, „Hryðjuverk og öfgatrúarstefna í Egyptalandi og annars staðar í heim- inum“, „Kvenlíkaminn í bókum eftir konur“, og svo framvegis. Þá les fjöldi höfunda úr verkum sínum og að upplestri loknum verða umræður um verkið. Ýmsum arab- ískum höfundum úr öðrum Araba- löndum hefur verið boðið að koma hingað, ýmist til að taka þátt í um- ræðum eða lesa upp. Það segir kannski sína sögu um hvar samúð egypskra andans manna er að hlutur íraskra höfunda er þar stærri en annarra þegar rennt er yfír dag- skrána. Fá forlög sérhæfa sig í útgáfu barnabóka og ef nokkuð er virðist enn meira hafa skroppið saman sala í þeim. Hasnaa Meqdashi er fram- kvæmdastjóri Dar A1 Fata Al-Arabi, sem er eitt fárra slíkra forlaga. Það hefur þó ekki sent frá sér bók í 2 ár. Hún segir að þetta eigi ekki að- eins við í Egyptalandi. Irak hafí ver- ið langstærsti markaðurinn fyrir arabískar barnabækur og einnig Kúveit en báðir þessir markaðir hafa hrunið. Auk þess séu barnabókahöf- undar fáir og metnaðarlausir og virð- ist halda að hægt sé að bjóða börnum upp á hvað sem er. Á sýningunni sagði Meqdashi að forlagið mundi sýna 250 eldri bækur. Israelum enn neitað Ellefta árið í röð hafa ísraelar sótt um að fá að taka þátt í sýning- unni og þeim hefur verið neitað. Það sýnir vitaskuld að egypskir höfundar og aðrir menningarvitar eru enn ófá- anlegir til að taka upp samskipti við ísraela á sviði menningar. Yacob Setti sem er blaðafulltrúi ísraelska sendiráðsins sagði að hann hefði komið á framfæri formlegri beiðni um þátttöku. Samir Sarhan sem áður er nefndur segist ekki hafa fengið neina slíka beiðni. Setti segir að þátttaka ísraela hefði verið mikil- vægt skref í Ijósi friðarviðræðna og framgangs friðar í þessum heims- hluta. „Menningarsamskipti eru magnað tæki til að ýta undir friðsam- leg samskipti Israela og Arabaríkj- anna,“ sagði hann. Ýmsir hafa tjáð sig um málið og sýnist sitt hveijum, þeir sem eru andvígir menningarsamskiptum við ísraela segja fáránlegt að þeir verði með samtímis því að þeir hersitji arabískt land. Aðrir benda á að fram- gangur friðarsamninga hafi verið í þá átt síðustu 2 ár að það sé ekki lengur stætt á því að meina þeim að vera með. Riijað er upp að þeir hafí verið með 1985 og það hafí hleypt af stað miklum mótmælum, einkum meðal háskólanemenda hér í Kairó. En hvað sem þessu líður hófst bókasýningin með tilþrifum hinn 24. febrúar og aðstandendur og stjórn- endur hennar segjast ekki geta ann- að en vonað það besta hvað varðar aðsókn, kynningu bóka og sölu. Nýjar bækur • í OKTÓBER síðastliðnum kom út bókin Littérature et spiritu- alité en Scandinavie médiévale: La traduction norroise du De arrha animae de Hugues de Saint-Victor. Étude historique et édition critique (Bókmenntir og andlegt líf á Norðurlöndum á mið- öldum: Norræna þýðingin á De arrha animae eftir Hugo frá Vikt- orsklaustri. Söguleg rannsókn og fræðileg útgáfa) eftir Gunnar Harðarson, lektor í heimspeki við Háskóla Islands. Bókin er skrifuð á frönsku og kemur út í ritröðinni Bibliotheca Victorina sem helguð er rannsóknum á starfsemi Vikt- orsklaustursins í París og er gefin út hjá bókaforlaginu Brepols í París og Turnhout, en það er eitt helsta útgáfufyrirtæki á sviði mið- aldafræða í Evrópu. Bókin fjallar um norræna þýð- ingu á verkinu De arrha animae eftir Hugo frá Viktorsklaustri, sem uppi var á fyrri hluta 12. ald- ar, «n þýðingin er varðveitt í þrem- ur íslenskum handritum frá 14. og 15. öld. Í fyrri hluta bókarinnar er þýðingin og handrit hennar rann- sökuð ogjafnframt hugað að sögu- legum skilyrðum og bókmenntalegu og félagslegu umhverfi. Aðalhand- rit þýðingarinnar er varðveitt í Hauksbók sem Haukur lögmaður Erlendsson ritaði í byijun 14. ald- ar. í kynningu segir: „Miðað við frumtextann er þýðingin stytt en jafnframt fleyguð innskotum sem sýna að hún hefur verið ætluð leik- mönnum. Orðaforði þýðingarinnar bendir til skyldleika við ýmsa aðra norræna texta, til dæmis Ágrip, Barlaams ok Josaphats sögu, Konungs skuggsjá ognorskar lögbækur. í ljósi ævi og starfa Hauks Erlendssonar, sem komst til metorða í Noregií byijun 14. aldar, má því telja líklegt að félags- legt umhverfí þýðingarinnar sé hin konunglega embættismannastétt á 13. og 14. öld.“ Seinni hluti bókarinnar hefur að geyma fræðilega útgáfu á norrænu þýðingunni, þar sem texti allra handrita er prentaður ásamt nýrri útgáfu latneska textans sem Hugo- von-Sankt-Viktor-Institut í Frankfurt bjó til prentunar. í bók- arauka er að finna eftirmála nor- rænu þýðingarinnar, sem hefur að geyma nokkrar hliðstæður við ritið Didascalicon eftir Hugo frá Vikt- orsklaustri, og bréf Þóris erki- biskups í Niðarósi, sem talinn er hafa verið af reglu Viktorína, er hann ritaði íslenskum höfðingjum árið 1211, en einn þeirra var Snorri Sturluson. Bókin erX+275 bls. að stærð, aukkorta ogmynda. Hún fæst íBóksölu stúdenta ogkostar kr. 4.988. Stertnr lyltarí lípur vntihesbr Framúrskarandi honnun með þægindi ---— ökumanns í fyrirrúmi. Gámagengur lyftari. 2, 27, og 3 tonna lyftigeta. UMBOÐS- OG HBILDVERSLUN Sirazsmzsr SMIÐJUVEGI 70, KÓP. • SÍMI564 4711 • FAX 564 4725 Bréfberinn, ástin og alþýðuskáldið KVIKMYNPIR Bí ó h ö II i n Gullmolar, kvikmyndahátíð Sambíúanna BRÉFBERINN („IL POSTINO") ★ ★ ★ '/2 Leikstjóri Michael Radford. Hand- ritshöfundar Anna Pavignano, Mich- ael Radford, Massimo Troisi. Kvik- myndatökustjóri Franco DiGiacomo. Tónlist Luis Enriquez Bacaiov. Aðal- leikendur Massimo Troisi, Philippe Noiret, Maria Grazia Cucinotta, Linda Moretti, Renato Scarpa. Frönsk/ítölsk/belgísk. C.G.G. 1994. BRÉFBERINN er sannkailaður gullmoli þar sem gaman og alvara blandast snilldarlega saman í Ijóð- rænni lýsingu á sérstæðri vináttu ítalska póstmannsins Marios (Mass- imo Troisi) og chíleska skáldsins Pablo Neruda (Philippe Noiret) - hvernig hún þroskar og styrkir alm- úgamanninn, fyllir hann sjálfs- trausti og hvetur til dáða í ljóðagerð og ekki síður i ástamálum. Myndin gerist á fyrri hluta sjötta áratugarins á eyju á Napólíflóanum. í þessu afskekkta fískimannasam- félagi situr chíleska stórskáldið og kommúnistinn í útlegð frá ættlandi sínu. Mario er öðruvísi en aðrir þorpsbúar, lítið gefínn fyrir sjó- mennsku og fær þann starfa að flytja skáldinu póstinn sinn. Með þessum gjörólíku mönnum tekst kunningsskapur sem þróast í vin- áttu og gagnkvæma virðingu. Neruda lýkur upp fyrir Mario töfra- veröld skáldskaparins með sinni hrynjandi og myndlíkingum sem pósturinn beitir með góðum árangri til að ná ástum barstúlkunnar Be- atrice (Maria Grazia Cucinotta). Ekki skaðar það vinaböndin að báð- ir eru einlægir kommúnistar. Það er enginn annar en Bretinn Michael Radford sem á heiðurinn af þessari hásuðrænu mynd og tekst það svo firna vel að hann færir áhorfandann inn í kviku ítölsku þjóðarsálarinnar. Þarlendir leik- stjórar hefðu ekki getað lýst betur andrúmsloftinu í fískibænum né lit- ríkum persónunum. Þær myndir sem Radford er kunnastur fyrir eiga þó fátt skylt við Bréfberanm, White Mischief fjallaði (að vísu á listilegan hátt) um spillinguna í Kenýa á tím- um Breska heimsveldisins og 1984 var rétt þokkaleg framtíðarsýn sem komst ekki í hálfkvisti við bók Or- wells. Það gerir þó útslagið að hér hefur hann fengið til liðs við sig ítalann Massimo Troisi sem lagði í þetta draumaverkefni líf sitt og sál. Og það í orðsins fyllstu merkingu, því þessi vinsæli leikari var allur daginn eftir að tökum lauk. Hafði tekið kvikmyndagerðina fram yfir aðkallandi sjúkrahúsvist. Veikindi Troisi setja sitt mark á Bréfberann, Radford notar mjög nærmyndatök- ur af tjáningarríku og oft þjáðu andliti Troisis með áhrifamiklum árangri. Myndin er sigur fyrir hinn látna leikara, Troisi túlkar hinn bamalega almúgamann af ótrúlegri innlifun. Hrekklaus og gegnumheill, maður hefur á tilfínningunni að hann sé of góður fyrir þennan heim og fái ekki að njóta hans til lang- frama. Við skynjum í frábæru upp- hafsatriðinu að það býr meira undir einfeldningslegu útlitinu en augað greinir. Kynni hans af Neruda vekja í Mario listamanninn sem hefur blundað undir grímunni og er mynd- in í heild óður til hinna lífsnauðsyn- legu samvista mannsins og listar- innar. Philippe Noiret á einnig frábæran dag, en það kemur ekki á óvart. Það geislar af honum í blæbrigðarík- um leik i hlutverki alþýðuskáldsins og Maria Grazia Cucinotta er heill- andi, jafnvel einum um of fyrir póst- manninn. Hún á örugglega eftir að sjást oft í framtíðinni. Saman skap- ar allt þetta ágæta fólk einkar ánægjulega og eftirminnilega mynd þar sem hvergi skortir það sem svo oft vantar í kvikmyndir samtímans, ósviknar mannlegar tilfínningar. Sæbjörn Valdimarsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.