Morgunblaðið - 28.02.1996, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 28.02.1996, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. FEBRÚAR 1996 21 LISTIR BOKMENNTIR F r æ d i r i t BÓKMENNTAKENNING- AR SÍÐARI ALDA eftir Ama Siguijónsson. Heims- ' kringla. Háskólaforlag Máls og menningar. Reykjavík 1995.462 bls. ALLIR ÞEIR sem lagt hafa stund á bókmenntafræði eða aðrar skyldar greinar hér á landi kannast við til- finnanlegan skort á íslenskum ritum um sín fræði. Þannig hefur til dæm- is aldrei verið til neitt yfirlitsrit á málinu okkar um helstu kenningar um bókmenntir, hvort sem er ís- lenskra manna eða erlendra. Þetta hefur þýtt að jafnt nemendur sem fræðimenn hafa þurft að leita sér fróðleiks um þessi efni í erlendum bókum sem vitanlega eru oftast skrifaðar með aðra lesendur í huga en íslenska, taka með öðrum orðum ekki mið af íslenskum aðstæðum, íslenskri bókmenntasögu. Með ritum sínum um bókmenntakenningar fyrri og síðari alda hefur Árni Sigutjóns- son bókmenntafræðingur reynt að bæta úr þessari brýnu þörf hér á landi. Árni hefur með þessu unnið visst brautryðjendastarf og er það vel; seinni bókina, sem hér er til umfjöllunar, hefði hins vegar að mörgu leyti mátt vinna betur. Bókin fjallar um bókmenntakenn- ingar fjögurra alda; sextándu, sautj- ándu, átjándu og nítjándu aldarinnar. Þannig skiptir Ámi tímabilinu niður í fjögur bókmennta- eða hugmynda- söguleg tímabil en þau kallar hann endurreisn, barokk, uppiýsingu og að síðustu rómantík og raunsæi. Þessi skipting í tímabil eftir öldum er mjög hefðbundin, þótt hún sé ef til vill ekki mjög nákvæm; stefnurnar skipta vitanlega ekki öldunum svona bróður- lega á milli sín, heldur teygja sig fram og aftur um þær. Hún er líka óná- kvæm með tilliti til þess að bókin fjall- ar öðrum þræði um strauma og stefn- ur hér á landi sem ætíð hafa verið úr takti við það sem gerist erlendis. Nægir í því samhengi að nefna upp- lýsinguna sem nemur ekki land hér fyrr en um miðja átjándu öldina, eða að minnsta kosti 50 árum eftir að hún lítur dagsins ljós á meginlandi Evrópu, og ríkir hér allt framundir miðja nítjándu öld. Þannig getur það í vissum tilvikum ekki aðeins orkað tvímælis, heldur verið villandi að taka mið af öldunum.þegar sögð er saga sem þessi. Þetta viðmið er hins vegar til hægðarauka og er það sennilega ástæðan fyrir vali höfundar á þessari leið. Sjálfsagt ræður hefðin líka nokkru þar um. Bókin skiptist þannig í fjóra meg- inkafla eftir tímabilunum ijórum; eru síðustu tveir kaflarnir lengstir og er það í samræmi við efnið en skrif um bókmenntir jukust mjög á átjándu og nítjándu öld — leiða má rök að því að á þessum tíma hafi bók- menntafræðin orðið til sem sjáifstæð fræðigrein. Hver kafli skiptist í þrjá þætti; inngang þar sem megin- straumar tiltekins tímabils eru reif- aðir, umfjöllun um erlenda höfunda og síðast er sagt frá innlendum höf- undum. Umfjöllun um erlenda höfunda er flokkuð niður eftir þjóðerni þeirra; ítalarnir eru mest áberandi á endur- reisnartímanum (Cinthio, Minturno biskup, Scaliger, Castelvetro, Tasso), Spánveijar en þó einkum Englend- ingar og Frakkar á barokktímanum (de Vega, Dryden, Corneilles, Boile- au), Englendingar og Þjóðveijar á öld upplýsingarinnar (Pope, Addison, Young, Samuel Johnson, Kant, Less- ing, Herder, Schiller, Goethe, Fri- edrich Schlegel) og á tímabili róman- tíkur og raunsæis eru Þjóðveijar og Frakkar vitanlega ríkjandi (Áugust W. Schlegel, Schelling, Goethe, Heine, Marx og Engels, Nietzsche, de Staél, Balzac, Hugo, Taine, Zola) þótt einnig sé fjallað um Breta (Wordsworth, Coleridge, Shelley) og Bókmenntakenn- ingar skráðar Árni Sigurjónsson Skandinava eins og Brandes og Strindberg sem höfðu mikil áhrif hér á landi. Eins og gefur að skilja í yfirlitsriti af þessu tagi er ekki farið nákvæmlega í saumana á kenningum allra höf- unda sem flallað er um. Það er þó engu að síður fengur að sumu því sem hér er gert, svo sem umfjöllun um ítalska endurreisnarhöfunda sem hafa verið gerð lítil skil hérlendis. Að víta- lausu hefði hins vegar mátt íjalla nánar um þá höfunda sem höfðu hvað mest áhrif á bókmenntirnar og hugtnyndir manna um þær. Af þeim nægir að nefna Kant sem var sennilega fyrst- ur hugsuða til að gera’fagurfræði að einum grunnþátta heimspeki sinnar en með riti sínu, Gagnrýni dómgreindarinnar (þ. Kritik der Ur- teilskraft), setti hann hana í miðju kenningakerfis síns. „Immanuel Kant (1724-1804) er einn nafnkunn- asti heimspekingur Vesturlanda og hafði hann umtalsverð áhrif á skáld og bókmenntafræðinga", bendir Árni réttilega á í upphafi kaflans um Kant en hann spannar rúmlega þijár blaðsíður sem geta vart rúmað full- nægjandi um^öllun. I kaflanum um Kant fjallar Árni um hugmyndir hans um muninn á tilgangsbundnum dómum og fagur- fræðilegum, hann gerir grein fyrir kenningu Kants um hagsmunaleysi listarinnar og flokkun hans á listinni í þijá flokka, hann segir einnig stutt- lega frá hugmyndum heimspekings- ins um snilligáfuna. En aðalatriðið vantar í umfjöllun Árna, sem sé þá staðreynd að Kant var sá sem gerði ímyndunina að grunnafli alls skáld- skapar — hið fijálsa, ólögmáls- bundna ímyndunarafl — og þar með manninn sjálfan. Þessi hugmynd hafði mótandi áhrif á rómantíkina þar sem maðurinn er miðja skáld- skaparins en ekki einhver hug- myndafræði, pólitík eða trúarkredda. Og sennilega eru hugmyndir Kants enn grunnurinn að sýn okkar á skáld- skapinn. Umíjöllun um íslenska höfunda er fremur rýr; hefur sumum verið sleppt sem að ósekju hefði mátt veita athygli. Árni hefur heldur ekki margt nýtt fram að færa til túlkunar á ís- lenskri bókmenntasögu (eða bók- menntaumræðu). Þrír íslenskir höfundar eru í aðal- hlutverki bókarinnar á endurreisn- artímanum; Guðbrandur Þorláksson, Hólabiskup, Arngrímur lærði Jóns- son og Oddur Einarsson, Skálholts- biskup. Árni segir að annað megin- markmið þeirra þriggja hafi verið að „herða kröfur til íslensks skáld- skapar." (77) Efnislega voru kröfur þeirra hins vegar fyrst og fremst bundnar kristilegum gildum en ekki bókmenntalegum enda ekki litið á bókmenntir sem list í sama skilningi þá og nú. Það sem þremenningarnir eru því helst kunnir fyrir er að hafa útrýmt danskvæðum, eins og Árni bendjr á, og að hafa byijað margra alda áróðursherferð gagnvart rímum og veraldlegum alþýðukveðskap sem bar þó aldrei mikinn árangur svo sem kvæðahandrit frá þessum öldum bera glöggt vitni um. Hvergi sést betur en af þessu hvað bókmenntasagan er tengd valdastrúktúr samfélagsins; Vincent Shine sýnir á 2. hæð OPNUÐ hefur verið sýning á verkum Vincent Shine í sýningarsalnum „Önnur hæð“ á Laugavegi 37. Vincent fæddist í Tennessee 1962 en býr og starfar í Chicago. Hann stundaði _nám við University of Chicago. í kynningu segir að „hann í rannsókn á sögu bók- menntakenninga (og annarra hugmynda) skiptir þannig ekki minna máli hverjir töluðu en hvað þeir sögðu. Augljóst er að á endurreisnartíma (og reyndar enn lengur) höfðu klerkarnir völdin hér á landi, bæði hvað -varðar andleg málefni, véraldleg og menning- arleg. Smekkur og dómgreind almennings skiptu ekki máli. Nú hafa sérfræðingarnir völdin. Hvað snertir bókmenntirnar hafa bókmenntafræðingarnir erft völdin af klerkunum og afstaðan til almenn- ings er enn sú sama. Og það er eins og til þess að staðfesta hvaðan fræð- ingar nútímans hafa fengið völd sín og að valdahlutföllin séu enn hin sömu sem Árni segir að Guðbrandur kunni að „hafa verið íslenskum skáldskap hinn þarfasti maður.“ (78) Einn mann nefnir Árni til sögunn- ar sem aðalhöfund á íslenskum bar- roktíma, Árna Magnússon, handrita- safnara. Hann kemst að þeirri niður- stöðu að nafni sinn hafi verið „geysi- lega vandvirkur og gagnrýnin" og því hafi hann ef til vill ekki verið afkastameiri en raun ber vitni. Árni nefnir aðra höfunda frá sautjándu öld en rýnir lítið í þá; það er til dæmis mjög bagaiegt að hann skuli ekki hafa gluggað í skrif Jóns Thorc- hilliusar, rektors í Skálholti, um bók- menntasögu sem Sigurður Pétursson hefur þegar þýtt úr iatínu og vinnur nú að útgáfu á. íslenskum bókmenntaskrifum á átjándu öldinni eru gerð eilítið betri skil af Árna, þó þekur umfjöllunin aðeins sextán blaðsíður (fjórar blað- síður voru lagðar undir þá sautj- ándu). Árni dregur í fáum dráttum upp mynd af því hvernig upplýsinga-' stefnan birtist hér á landi, til dæmis með aukinni útgáfustarfsemi og meiri áherslu á fræðslu almúgans. Hann lítur á Magnús Stephensen sem aðal- höfund upplýsingarinnar á íslandi og myndu sjálfsagt fáir andmæla því. Sagt er frá stöðu Magnúsar í ís- lenskri menningarumræðu og -starf- semi sem jaðraði við einokun. Magn- ús stjórnaði einu prentsmiðju landsins í hartnær hálfa öld sem setti hann í valdastöðu sem enginn annar hefur komist í hér á landi, hvorki fyrr né síðar. Árni leggur töluvert upp úr því að veija Magnús sem meðal annars hef- ur verið gagnrýndur fyrir útskúfunar- stefnu og forræðishyggju. Segir Árni að þótt Magnús hafi ekki viljað gefa út rímur þá hafi landsmönnum verið „vorkunnarlaust að lesa rímur sínar áfram í handritum [...]. Rímurnar voru afþreyingarbókmenntir þessa tíma, og engin ástæða er til að prenta rauðu ástarsögurnar og sögurnar um ísfólkið á dýran pappír og binda í leðurband á okkar dögum, sem sam- bærilegt mætti teljast eða dýra sjón- varpsþætti til að breiða út hind- urvitni." (248) Það mætti velta því fyrir sér hvort slíkir útúrsnúningar eigi heima í vönduðu fræðiriti. Það má vera hveij- um manni Ijóst sem þekkir til útgáfu- sögu Magnúsar að hann stjórnaði prentsmiðju sinni af einstökum vald- hroka og einþykkni. Það voru ekki einungis rímur og fornsögur sem voru nánast útilokaðar frá prent- smiðju hans heldur einnig allur annar veraldlegur skáldskapur; ekkert ver- aldlegt kvæðasafn var gefið • út á valdatíma Magnúsar. Hann prentaði ekkert nema það sem var samhljóma hugmyndum skynsemisstefnunnar eða þóknaðist honum á einhvern ann- an hátt; hann lét til að mynda prenta hástemmt lofkvæði um 'sjálfan sig í Margvíslegu gamni og alvöru árið 1798. Árni virðist líta svo á að með út- gáfustefnu sinni hafi Magnús unnið íslenskum bókmenntum gott þar eð hann hafi komið í veg fyrir útgáfu vondra rímna. Það er hins vegar ómögulegt að segja til um hvaða áhrif útgáfustefna Magnúsar hefur haft á þróun íslensks skáldskapar þessa tímabils. Ef til vill hafa þau hindrað framgang hugmynda eins og þeirra sém Eggert Ólafsson setur fram um frelsi skáldsins til að yrkja um sinn innri mann og um beitingu ímyndunaraflsins í formála sínum að Kvæðum árið 1768. Það sýnir reynd- ar mótsagnirnar í Magnúsi að um leið og hann beitti valdi sínu til að útiloka nánast allt nema andlausan sálmaskáldskap úr prentsmiðju sinni tók hann sjálfur undir þessar hug- myndir í skrifum sínum, einkum í ritgerð í tímariti sínu, Klausturpóstin- um, fimmtíu árum seinna. Þrátt fyrir útgáfustefnu sína verður Magnús því talinn til fyrstu boðbera hins róman- tíska anda í íslenskum bókmenntum. í kaflanum um átjándu öldina á íslandi er einnig flallað um skrif Hann- esar Finnssonar, Jóns Ólafssonar úr Grunnavík og nafna hans frá Svef- neyjum, Hálfdanar Einarssonar og Eggerts Ólafssonar sem fær mesta athyggli þeirra. Þessa öjd voru samin nokkur skáldatöl sem Árni bendir á. Þau á enn eftir að skoða betur. íslenskri skáldskaparfræði á nítj- ándu öld gerir Árni ágæt skil enda telur hann hana hafa néð „umtals- verðum hæðum á öldinni". (402) Fyrstan höfunda á þessari öld nefnir Árni Magnús Stephensen. Fyrr- nefnda ritgerð hans í Kiausturpóst- inum vill Árni staðsetja mitt á milli klassísisma Eggerts Ólafssoftar og rómantíkur Jónasar Hallgrímssonar og tekur þar undir þá hugmynd að Magnús megi telja til forvígismanna rómantíkurinnar. Árni gerir Fjölni ágæt skil, hann fjallar um skrif Nielsar skálda sem lítt ef nokkuð hafa verið skoðuð áður og að lokum fjallar hann um Gest Pálsson og Benedikt Gröndal sem ritaði mest allra um skáldskaparfræði á öldinni. Hugmyndir allra þessara manna rekur Árni samviskusamlega og skoðar í ljósi erlendra höfunda en eins og oft áður í þessu riti vantar frekari túlkun eða útleggingu til að auðvelda lesandanum að átta sig á samhengi hugmyndanna og sögulegri þróun. Hvert var til dæmis samheng- ið á milli rómantíkur og raunsæis í íslenskri bókmenntaumræðu á síðari hluta nítjándu aldarinnar? Var það ekki mun meira en hugtökin, eins og þau voru og eru notuð, gefa til kynna? Eins og áður sagði hefur Árni unnið visst brautryðjendastarf með þessu riti. Það ætti að geta nýst mjög vel sem eins konar uppflettirit um helstu bókmenntakenningar síðari alda enda er það umfram allt skrán- ing þeirra. Hún bætir hins vegar ekki miklu við um skilning okkar á samhengi eða þróun bókmennta- eða hugmyndasögunnar. Þröstur Helgason sé þekktur fyrir ofurraunsæ verk sín, sem skerpa sýn okkar á raun- veruleikanum". Sýningin er opin á miðvikudögum frá kl. 14-18 eða eft- ir samkomulagi. Sýningunni lýkur 13. mars. 21. mars verður opnuð sýning á verkum Hamish Fultons. Auglýsing um innlausnarverð verðtryggðra spariskírteina ríkissjóðs INNL AU SNARTÍ MABIL INNLAUSNARVERÐ*) FLOKKUR ÁKR. 10.000,00 1982-l.fl. 01.03.96-01.03.97 kr. 173.967,90 1983-1.fl. 01.03.96-01.03.97 kr. 101.075,60 1984-2.11 10.03.96- 10.09.96 kr. 91.103,70 1985-2.fl.A 10.03.96 - 10.09.96 kr. 56.807,90 1985-2.fl.B 10.03.96 - 10.09.96 kr. 27.917,70** *) Innlausnarverð er höfuðstóll, vextir, vaxtavextir og verðbætur. **) Við innlausn fylgi ógjaldfallnir vaxtainiðar spariskírteinis. Innlausn spariskírteina ríkiSsjóðs fer fram í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, og liggja þar jafnframt frammi nánari upplýsingar um skírteinin. Reykjavík, 28. febrúar 1996. SEÐLABANKIÍSLANDS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.