Morgunblaðið - 28.02.1996, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 28.02.1996, Blaðsíða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 28. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Hjartavernd á tímamótum MONICA-rannsóknin ÞÁTTTÖKUÞJÓÐIR í MONICA-RANNSÓKN. Aldursstöðluð tíðni kransæðastíflu árin 198S-’87 á 100.000 íbúa. Bretland Finnland Kanada ISLAND Danmörk Pólland USA Svlþjóð Tékkland Astralfa Litháen Rússland Nýja-Sjáland Belgfa Luxemborg Þýskaland Júgóslavla Frakkland I talfa Sviss Spánn Klna Bretland Ástralla Danmörk USA Kanada Pólland Nýja-Sjáland Finnland Svlþjóö Rússland Belgla ISLAND Tékkland Litháen Júgóslavia Lúxemborg Þýskaland Frakkland Italla Klna Spánn ÁHÆTTUÞÁTTASKRÁNING Á ÍSLANDI (MONICA) 1983 c 1993 Aldur (ár) Karlar: 25-34 35-44 45-54 55-64 65-74 25-34 35-44 45-54 55-64 65-74 Hæö (cm) 181 179 179 175 172 181 181 179 178 175 Þyngd (kg) 80 82 83 81 77 81 86 87 85 82 Blóöþr.(mmHg) 121/79 123/82 126/83 135/87 143/85 122/73 121/78 123/84 134/83 141/82 Kól.(mmol/l) 5,6 5,9 6,3 6,4 6,3 5,2 6,0 6,1 6,4 6,4 HDL (mmol/1) 1,3 1,3 1,3 1,3 1,3 1,3 1,3 1,3 1,3 1,3 Rcykingar Konun 45% 48% 39% 32% 30% 37% 37% 34% 28% 22% Hæö (cm) 167 167 165 162 159 168 167 166 164 161 Þyngd (kg) 65 67 70 69 66 68 72 74 74 70 Blóöþr.(mmHg) 113/74 116/77 123/83 133/84 145/85 111/68 113/73 122/78 132/78 144/79 Kól.(mmol/l) 5,4 5,7 6,4 7,1 7,0 5,1 5,5 6,1 6,7 7,0 HDL (mmol/1) 1,5 1,5 1,6 1,6 1,6 1,4 1,4 1,5 1,4 1,5 Reykingar 47% 47% 35% 31% 25% 35% 36% 32% 29% 19% Taflan sýnir mcðaliöl mælinga fri árunum 1983 og 1993 (tilgreindum aldursflokkum hjá körlum og konum. Sjá lexta I grcininni. Karlar 0 200 400 600 800 1000 Konur 0 50 100 150 200 250 300 FJ ÖLÁFANG ARANN SÓKN Hjartaverndar er nú að ljúka og hafa margar vísindagreinar birst í bæði erlendum og íslenskum vís- indatímaritum þar sem greint er frá niðurstöðum. Hafa þær vakið verðskuldaða athygli vísindamanna og ann- arra er til þekkja og eru og verða grund- völlur frekari þróunar til framtíðar. Næsta stóra verkefni, sem rannsóknarstöðin glímir nú við og hefur verið áformað nú um alllangt skeið, er loks í sjónmáli. Afkom- endarannsókn Rann- sóknarstöðvar Hjarta- verndar með nýjar áherslur stendur fyrir dyrum. Afkomendur fyrri þátttakenda, með sérstakri áherslu á niðja þeirra sem fengið hafa hjartasjúkdóma, verða kvadd- ir til þátttöku. Fjáröflun til að stofnsetja nýja rannsóknarstofu í sameindalíffræði er áformuð til þess að takast megi að gera þessa næstu rannsókn sem best úr garði. Einstaklingum með of háan blóðþrýsting, segir Uggi Agnarsson, hefur farið fækkandi. Tækifæri sem hér gefst er ein- stakt. Gagnabanki Hjartaverndar býður okkur nú að leita uppi erfða- vísa kransæðasjúkdóma í úrtaki heillar þjóðar. Ef vel tekst til verð- ur um að ræða stórmerkilegt fram- lag til baráttunnar við þann sjúk- dóm sem veldur miklum skaða, ótímabærum dauðsföllum og vinnutapi fjölmargra einstaklinga á besta aldri í okkar þjóðfélagi og mörgum öðrum vestrænum samfé- lögum. Það er því til mikils að vinna og framlag hvers um sig, þótt smátt væri, skipt- ir hér miklu máli. Rannsóknarstöð Hjartaverndar hefur annars komið víða við á sínum 30 ára ferli og var ætlunin hér að skýra örlítið frá sér- stöku verkefni, svo- kallaðri MONICA- rannsókn sem er fjöl- þjóðleg í eðli sínu og lýtur að rannsókn á þróun kransæðasjúk- dóma, samanburði á vægi áhættuþátta milli mismunandi þjóða og áhrifum meðferðar á sjúkdómsferl- ið. Með styrk frá Alþjóðaheil- brigðisstofnuninni hefur sl. 10 ár verið gerð hér könnun á þeim þátt- um sem mest hafa verið taldir hafa áhrif á kransæðasjúkdóm og einnig hefur verið haldið uppi virkri skráningu á kransæðatilfellum og þeirri meðferð sem sjúklingamir hafa þá fengið á hveijum tíma. Þetta gefur okkur tækifæri til að fylgjast með þróunni hjá okkur sjálfum og eins hvar við stöndum í alþjóðlegu tilliti. Eins og sjá má í meðfylgjandi töflu fyrir karla og konur er hér gerð grein fyrir áhættuþáttum á árunum 1983 og aftur 1993. Þar má sjá meðalhæð og -þyngd í til- teknum aldurshópum, meðaltals- blóðþrýsting í slagbili og lagbili, kólesterólgildi, mæld í mmol/1, HDL eða háþétta blóðfitu, einnig mælda í mmol/1, og reykingavenj- ur. Skoðaðar eru þær breytingar sem þessi 10 ár ná til. Fram kem- ur að karlar og konur hafa aðeins hækkað og eru greinilega þyngri nú en fyrir 10 árum. Blóðþrýst- ingsgildi era hins vegar mjög áþekk og þá. Blóðfita hefur lækkað lítillega. Sýnt er fram á að tíðni reykinga hefur minnkað. Lyf við háum blóðþrýstingi voru oftar notuð á árinu 1993 en 1983. Einstaklingum með of háan blóð- þrýsting hefur farið fækkandi. Rannsóknarstöð Hjartaverndar hefur skráð kransæðastíflutíðni í áðurnefndu MONICA-verkefni. Þar hefur komið í ljós hver staða íslands er í fjölþjóðlegu samhengi. Við erum ofarlega á lista yfir þátt- tökuþjóðir meðal karla en um miðj- an lista meðal kvenna. Þar má sjá eins og vitað er, að kransæðasjúkdómur er algengur á íslandi. Við getum hins vegar glaðst yfir því að árangur meðferð- ar hér á íslandi hefur verið mjög góður og var dánarhlutfall meðal karla af þessum sjúkdómi það lægsta meðal þessara þjóða, 37%, og vorum við einnig mjög lág í hópi kvenna. Á sama tíma eru sambærilegar tölur fyrir Dani og t.d. Bandaríkjamenn um 50%. Þetta segir með öðrum orðum að af 100 einstaklingum sem fá bráða kransæðastíflu eru 37 látnir innan eins mánaðar meðal íslendinga en um helmingur meðal Bandaríkja- manna. Hér er að sjálfsögðu inni- falinn sá hópur einstaklinga sem er látinn skyndilega áður en til spítalavistar kemur. Þessi árangur telst góður þó að jafnframt sé ljóst að enn eigum við langt í land. Hér hafa eflaust áhrif margir þættir, sem ekki verður gerð nein tilraun til að rekja hér eða skilgreina, bæði lífsvenjur þjóðarinnar, arf- bundnir eiginleikar og meðferð á sjúkdómnum hjá lyf- og skurð- læknum. Það er hins vegar alveg ljóst að Rannsóknarstöð Hjartaverndar þarf að halda áfram að eflast og leggja inn á nýjar brautir til rann- sókna og leita nýrra leiða í barátt- unni við hjarta- og æðasjúkdóma. Við fögnum því nýju verkefni Hjartaverndar - afkomendarann- sókninni - og gerum okkur góðar vonir um að hún muni hjálpa okk- ur að draga enn frekar úr tíðni hjarta- og æðasjúkdóma meðal ís- lendinga. Höfundur er læknir. Uggi Agnarsson Greitt fyrir stuld „GREIÐI fyrir útvarpstónlist í matvörubúð.“ Svona hljómar fyrir- sögn á baksíðu Morgunblaðsins, Iaugardaginn 10. febrúar. Nánari skýringar er svo að finna í frétta- textanum. „Af gögnum málsins verður ráðið að tónlist hefur verið flutt í útvarpstæki í verslun stefnda og hefur hún heyrst um- svæði þar sem almenningur á aðgang að.“ Hvað er útvarpstónlist? Er það sér- stök tegund tónlistar? Nei, síður en svo, ekki frekar en tónlist flutt af segulbandi er segulbandstónlist eða tónlist flutt í sjónvarpi er sjón- varpstónlist. Tónlist á ekki að skil- greina eftir þeirri tækni sem miðlar henni. Með öllutn þeim útvarpsrásum sem fólki á íslandi býðst að heyra má færa rök fyrir því að flestar tónlistartegundir séu því aðgengi- legar. Þannig er útvarpstónlist ekk- ert annað en nákvæmlega sú tón- list sem er að finna á öldum ljósvak- ans á hveijum tíma. Vafalaust er notkun orðsins ætlað að vera upp- lýsandi. Líkur eru samt á því að þessi skilgreining ýti undir land- læga tækifærismennsku um notk- • un tónlistar í atvinnuskyni hjá þriðja aðila. Eðlileg fyrirsögn hefði því verið, „Greiði fyrir tónlist í matvörubúð" eða öllu nákvæmar ,„Greiði fyrir notkun tónlistar í matvörubúð". Svo ekki sé talað um, „Matvörubúð greiði fyrir stuld á tónlist." Samkvæmt samningum rétt- hafa, þ.e. eiganda tónlistarinnar, og við útvarpsstöðvar hafa þær léyfi til að útvarpa tónlistinni gegn gjaldi sem miðast við að um einka- not fólks á tónlistinni sé að ræða. Með einkanotum er átt við að tón- listin sé notuð. til menningarauka og dægrastyttingar t.d. á heimilum eða vinnustöðum. Onnur lög og gjaldskylda gildir hins vegar ef fyrirtæki nota tónlist til þess að gera viðskiptaumhverfi sitt meira aðlaðandi fyrir viskiptavini sína. Þannig myndi kaupmanni aldrei detta í hug að biðja útlitshönnuð að vinna verk sitt við útstillingar og útvega öll aðföng til þess án greiðslu. íslendingar eiga ættir að rekja til víkinga. Ein af undirstöðum vík- ingaeðlisins var að ræna og rupla útlendinga og sá grunntónn hljóm- ar enn sterkt í mörgum nútíma íslendingnum. Þó þetta fari nokkuð duldara en áður freistast menn til þess grípa tækifærið ef það býðst. Helsta breytingin er ný tækni og að gera ekki lengur mun á þjóðemi þeirra sem stolið er frá. Enda er þetta allt að renna saman í eina heild og í sjálfu sér sanngirnisatr- iði að fórnardýrunum sé ekki mis- munað. í bók Halldórs Kiljans Laxness „Reisubókarkorn" er að fmna grein sem hann skrifaði um þann.sið Ís- lendinga að taka tii útgáfu ritverk án þess að spyrja viðkomandi er- lenda eigendur verksins leyfis, hvað þá að greiða þeim fyrir afnotin. Fram á miðja þessa öld tíðkaðist Aragrúi dæma er um það, segir Steinar Berg ísleifsson, að huglæg réttindi eru tekin traustataki. útgáfa ritverka hérlendis án tilskil- inna leyfa. Lögðu ýmsir mektar- menn sig í líma við að veija og varðveita þetta fyrirkomulag. Einnig hefur stuðningur stjórn- valda alla tíð verið beinn og óbeinn í þess átt. í greininni, sem ber nafnið „Þú skalt ekki stela", segir m.a.: „Vegna athæfis okkar höfum við verið úthrópáðir í blöðum flestra þjóða sem vita að við erum til.“ Einnig:...að fyrsta spurning sem mætir íslenskum menntamanni þegar hann kemur útfyrir pollinn er þetta: „Hvað er í fréttum af ís- lensku þjófaprenturunum?“ Hinn alþjóðlegi sáttmáli, „Bern- arsáttmálinn", sem tekur á þessum málum og Laxness var með greinarskrifum sínum að berjast fyrir að íslendingar samþyktu, var staðfestur með lögum árið 1947. Síðar einnig aðrir alþjóðasáttmálar svipaðs eðlis. Engu að síður er langt frá því að framkvæmd þeirra hafi verið virt hér á landi fram á þenn- an dag. Þó ofannefnd grein hafi verið rituð fyrir rúmum 50 árum er aragrúi dæma í nútím- anum um huglæg rétt- indi sem tekin eru traustataki • í eigin þágu ýmiskonar at- hafnamanna. Undirrit- aður hefur oftar en ekki lent í vandræðum við að útskýra fram- kvæmd hinna alþjóð- legu laga sem eiga að gilda hér á landi en ekki er fylgt eftir. Það er ekki langt síðan heilu bæjarfélögin, stundum með atbeina viðkomandi sýslu- mans, komu upp myndbandstæki og köplum og dreifðu til íbúa sinna án þess að spyija eigendur kvik- myndanna, íslenska umboðsmenn þeirra eða aðra rétthafa leyfis. Ef eitthvað, hefur löggjafinn, hand- hafi þess og embættismannakerfið, reynst vera ljár í þúfu eðlilegrar þróunar í höfundarréttarmálum enda þingmenn tregir til að styggja atkvæði í heimabyggð og því oftast trúir aldamótastefnunni í þessum málum. Það er því örugglega grunnt á þeirri rödd íslendingseðlisins sem segir: „Þeir eru víst búnir að græða andskotans nóg þessir höfundar, flytjendur og útgefendur." Hvað þessa aðila varðar er útgáfa á geislaplötu, svo ekki sé talað um útvarpsflutningur þess efnis, ígildi framsals hljóðupptakanna til al- menningsnota. í öllu falli sé engin munur á því að nota tónlistina jöfn- um höndum heima, í kaffistofunni og frammi í búð. Það veitist mörg- um erfitt að sjá þá staðreynd að notkun tónlistar í atvinnuskyni án leyfis og greiðslu sam- kvæmt lögum og samningum er ekkert annað en stuldur. Efn- ið kann að vera ósýni- legt og ósnertanlegt en það breytir samt ekki eðli málsins. Dómur Héraðsdóms er því velkomið inn- legg í þær breytingar sem eru að verða á eðli íslensks þjóðfé- lags. Hann staðfestir að virðing skal borin fyrir gildandi lögum og samningum, sem ekki hafa þótt tiltöku- mál í þeim heimshluta sem Islendingar vilja kenna sig við. I skjóli fjarlægðar og fámennis hefur oftar en ekki verið reynt að sniðganga alþjóðasamninga af þessu tagi eftir að þeir eru orðnir að íslenskum lögum. Slík sjónarmið endurspegla skammtímahagsmuni og dæma íslendinga úr leik í eðli- legum samskiptum þjóða á þessu sviði. Hvernig geta íslenskir útgef- endur komið efni höfunda og flytj- enda á framfæri erlendis þegar fyrirliggjandi er vitneskja um rán- yrkju á réttindum erlendra rétthafa á íslandi? Afleiðingin er stórskaði fyrir þróun innlends menningarefn- is sem hefur það að markmiði að ná útbreiðslu í öðrum löndum. Með dómi Héraðsdóms er tekið skref fyrir íslendinga sem tryggir okkur enn frekar sess í samfélagi þjóð- anna, þó sumir komi með nauðugir viljugir. Höfundur er framkvæmdastjóri Spors hf. Steinar Berg Isleifsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.