Morgunblaðið - 28.02.1996, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 28.02.1996, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR MIÐVIKUDAGUR 28. FEBRÚAR 1996 35 HIK og KI álykta Styðja ákvörðun forystumanna FUNDUR trúnaðarmanna Hins íslenska kennarafélags og Kenn- arasambands íslands í grunnskól- um í Reykjavík haldinn mánudag- inn 26. febrúar lýsir því fullum stuðningi við þá ákvörðun forystu kennarasamtakanna að draga sig út úr öllu samstarfi við ríki og sveitarfélög varðandi flutning grunnskóla til sveitarfélaganna, segir í sameiginlegri ályktun þess- ara aðila. „Fundurinn bendir á að góð sátt hafi náðst um flutning réttinda kennara og skólastjórnenda og því er það með öllu óskiljanlegt að stjórnvöld skulu á sama tíma vera að undirbúa og leggja fram frum- vörp er ganga þvert á þá sátt sem náðst hefur og í raun að gera hana að engu. í lögum um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna og um líf- LIONSKLÚBBURINN Eir verður með forsýningu á kvikmyndinni „Mr. Holland’s Opus“ í Háskóla- bíói í kvöld, miðvikudagskvöldið 28. febrúar, kl. 20. Fyrir velvilja forráðamanna Háskólabíós óg framleiðenda við- I komandi kvikmyndar hefur Lions- 1 klúbburinn Eir í rúm tíu ár fengið forsýningarrétt á völdum kvik- myndum sem ávallt hafa verið sýndar í aðalsal Háskólabíós. Ágóðanum af sýningunum hef- ur klúbburinn yfirleitt varið til fíkniefnavarna og hefur fíkni- efna- og forvarnadeild lögregl- | unnar oft notið stuðnings Lions- klúbbsins Eir. Fénu hefur ýmist J verið varið til fræðslu með útgáfu I upplýsingarita eða til kaupa á tækjabúnaði. Þessar kvikmynda- sýningar hafa verið einhver mikl- vægustu fjáröflunarverkefni Li- onsklúbbsins Eir en einnig hefur klúbburinn verið með ýmis önnur eyrissjóð starfsmanna ríkisins er kveðið á um ýmis atriði sem eru óijúfanlegur hluti af kjörum opin- berra starfsmanna. Breytingar á þessum lögum hljóta því að kalla á samráð við félög opinberra starfsmanna og endurskoðun á kjarasamningum þeirra. Vinnubrögð ríkisstjórnarinnar eru gróf ögrun við opinbera starfsmenn og lýsir fundurinn fullri ábyrgð á hendur ríkisstjórn- inni vegna þeirrar alvarlegu stöðu sem flutningur grunnskólans er nú í. Fundurinn minnir á að þær for- sendur sem voru fyrir yfirfærslu kjarasamningsins eru nú brostnar og því er brýnt að kennarafélögin og sveitarfélögin setjist nú þegar að samningaborðinu þar eð enginn kjarasamningur verður í gildi eftir 1. ágúst.“ fjáröflunarverkefni og styrkt mörg þörf mál. í ár fær Lionsklúbburinn Eir forsýningu á kvikmyndinni „Mr. Holland’s Opus“. Richard Dreyf- uss, aðalleikari myndarinnar, þyk- ir sýna stjörnuleik og hefur hann verið tilefndur til Óskarsverðlaun- anna í mars. Myndin hefur setið í efstu sætum yfir vinsælustu kvik- myndirnar í Bandaríkjunum vikum saman. Myndin rekur líf tónlistar- kennara sem ungan dreymir um að verða tónskáld. En ýmislegt fer á annan veg en ætlað er. Aðgöngumiðarnir að þessum forsýningum hafa jafnan gengið Vel út og fólk reynst áhugasamt um að styðja málefnið og leggja sitt af mörkum til fíkniefnavarna. Er það von Lionsklúbbsins Eir að svo verði einnig í þetta sinn. Formaður Eir er Sigrún Steins- dóttir og formaður fjáröflunar- nefndar Steinunn Magnúsdóttir. Mezzoforte heldur tónleika HLJÓMSVEITIN Mezzoforte held- ur svokallaða aukadagstónleika í Loftkastalanum fímmtudaginn 29. febrúar nk. Hljómsveitin hefur ekki haldið tónleika á íslandi í um eitt og hálft ár. Á tónleikunum verður kynnt efni af væntanlegri hljómplötu Mezzoforte, Monkey Fields“, sem kemur út í Evrópu og SA-Ásíu í apríl. Ný meðlimur hjómsveitarinn- ar, Óskar Guðjónsson saxafónleik- ari, kemur fram með hljómsveitinni í fýrsta skipti á þessum tónleikum. Mezzoforte mun fylgja útgáfu hljómplötunnar Monkey Fields eft- ir með tónleikahaldi víða um heim. Hljómsveitinni hefur verið boðið til Eystrasaltsríkjanna og mun koma fram á jazzhátíðum í Eistiandi, Lettlandi og Litháen 18.-22. apríl. Ekki er gert ráð fyrir frekara tón- leikahaldi á íslandi á þessu ári m.a. vegna þess að Friðrik Karls- son gítarleikari er að flytja til Englands þar sem hann hyggst starfa sem hljóðfæraleikari næsta árið. Stoðsveit Mezzoforte á tónleik- unum í Loftkastalanum verður Kombóið. Tónleikarnir hefjast kl. 21. Fyrirlestur um veðurfræði til fjalla BJÖRGUNARSKÓLI Landsbjarg- ar og Slysavarnafélags Íslands stendur fyrir fræðslufundi fyrir almenning um veðurfræði til fjalla á Hellu fimmtudaginn 29. febrúar kl. 20. Fundurinn verður haldinn í hús- næði Flugbjörgunarsveitarinnar á Hellu, Dynskálum 34. Fyrirlesari verður Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur. Markmið fræðslufundarins er að þátttakendur geti túlkað veður- spár og öðlast betri skilning á breytingum veðurs með aukinni hæð yfir sjávarmáli. Allir þeir sem ferðast um há- lendið að sumri eða vetri eru hvatt- ir til að mæta. Þátttökugjald er 1.000 kr. og er fræðslurit um veð- urfræði innifalið í þátttökugjald- inu. Fundurinn er liður í fræðslu- herferð um forvarnir í ferða- mennsku sem Björgunarskólinn stendur fyrir og eru slíkir fræðslu- fundir haldnir um land allt. Byggðasafn Hafnarfjarðar Oska eftir mun- um og myndum frá eftirstríðs- árunum BYGGÐASAFN Hafnarfjarðar mun í vor standa fyrir sýningu, er tengist eftirstríðsárunum, í sýningarsalnum Smiðjunni á Strandgötu 50. Á Byggðasafni Hafnarfjarðar er lítið til af munum frá þessum árum og því auglýsir safnið eftir þeim. Sýningin verður aðallega byggð á eftirtöldum málaflokkum: íþróttum, skemmtunum, tónlist, kvikmyndum, bílum, tísku og börnum. Safnið óskar eftir munum og ljósmyndum, til láns eða eignar, er tengjast tímabilinu og fyrrnefndum málaflokkum. Ekki er nauðsynlegt að hlutirnir tengist Hafnarfirði beint, en ljósmyndirnar verða að vera úr Hafnarfirði. Opinn fundur um vímuefna- notkun HALDINN verður opinn fundur um vímuefnanotkun ungmenna fimmtu- daginn 29. febrúar kl. 20.30 í Hamraborg 1, 3. hæð, í Kópavogi. Fundinum er ætlað að varpa ljósi á það ástand sem skapast hefur í fíkni- efnamálum á íslandi undanfarið og hvað sé til ráða. Framsögu flytja Kristján Ingi Kristjánsson, rannsóknarlögreglu- maður, Gunnar Klængur Gunnars- son frá Félagsmálastofnun Kópa- vogs og Björgmundur Guðmundsson frá Félagi framhaldsskólanema og segir frá jafningjafræðslu. Fundar- stjóri er Sigurrós Þorgrímsdóttir. Stjórn Sjálfstæðisfélagsins Eddu, sem heldur fundinn, hvetur fólk til að mæta og kynna sér málin. Gengið milli Miðbakka og Sundahafnar HAFNARGÖNGUHÓPURINN held- ur áfram göngu sinni með strönd Reykjavíkurborgar. í kvöld, miðviku- dagskvöldið 28. febrúar, verður farið frá Hafnarhúsinu kl.20 og gengið með ströndinni inn á Laugames- tanga og inn í Sundahöfn. Val um að ganga til baka eða fara með SVR. Allir eru velkomnir í ferð með HGH. Skordýr í myndmáli ODDUR Sigurðsson, jarðfræðingur og ljósmyndari, heldur myndasýn- • ingu á vegum Líffræðifélags ís- lands og Húsdýragarðsins í Reykja- vík á fimmtudagskvöld kl. 20.30 í kaffistofu Húsdýragarðsins. Oddur á einstakt safn mynd- skyggna af skordýrum og öðrum hryggleysingjum sem hann mun sýna. Nefna má að Oddur á heiður- inn af fjölda ljósmynda sem hafa birst í bókum og á opinberum vett- vangi. Hann á m.a. heiðurinn af flestum ljósmyndum sem birtust í Pöddubók Landverndar. Kaffisala verður á staðnum og eru allir velkomnir. Aðgangur er ókeypis. Fræðslufundur LAUF LAUF, Landssamtök áhugafólks um flogaveiki, halda fræðslufund um þunglyndi tengt flogaveiki og lyfjum. Fyrirlesari er Finnbogi Jak- obsson taugasjúkdómalæknir. Fundurinn verður haldinn fimmtudaginn 29. febrúar kl. 20 að Laugavegi 26, 4. hæð (gengið inn frá Grettisgötu). Allir velkomn- ir. ■ TVEIR fýrirlestrar verða haldn- ir á vegum Heimsfriðarsambands kvenna fimmtudaginn 29. febrúar kl. 20-22 í MÍR-salnum, Vatns- stíg 10. Halldór Einarsson stýrir umræðum að erindum loknum. Fyrra erindið nefnist: Leiðin til að þroska samskipti í hjónabandi og sambúð. Það er fyrir þá sem vilja bæta hjónaband sitt eða sambúð. Lýst er einfaldri en viðurkermdri aðferð sem miðar að því að efla þroska og gagnkvæman skilning ásamt því að treysta og bæta hjóna- bandið á varanlegan hátt. Námsefn- ið er margreynt um áratugi og hef- ur gefið góða raun í Bandaríkjun- um. Á þeim námskeiðum sem boðið er upp á er aðeins unnið með einu pari í einu. Verði er mjög stillt í hóf. Guðrún Þórhallsdóttir Ludwig flytur á íslensku. Hið síð- ara nefnist: Þitt líf er þín saga - og þú ert höfundurinn. Vitundar- vakning. Það er stutt kynning á námsefni sem laðar fram hæfileika einstaklingsins, veitir honum auk- inn þroska og sjálfskilning. í þess- um fyrirlestri verða raktar nokkrar þjálfunarleiðir sem auka jákvæðni og bæta árangur í lífinu almennt til að leysa þau vandamál sem halda aftur af fólki. M.a. eru gefnar grein- argóðar útskýringar á mikilvægi þátta eins og aðlögunar, ábyrgðar og sjálfsaga til að þroskast og ná fram árangri. Thomas Mikael Ludwig flytur fyrirlesturinn á ensku. ■ NYLEGA voru vinningshöfum í ferðaleik aiwa með Flugleiðum afhentir ferðavinningar að upphæð 50.000 kr. hver. Alls keyptu 416 manns aiwa hljómtæki fyrir jólin og lentu þá sjálfkrafa í ferðapottin- um. Á myndinni eru f.v. Jóhannes Þórarinsson sölustjóri hjá Radíóbæ og vinningshafarnir Rúnar Hoff- ritz, Sigríður Vilhjálmsdóttir, Gunnar Hannesson og Arnheiður Jónsdóttir. FÉLAGAR í Eir afhenda sérhannaða rólu fyrir fjölfötluð börn. Lionsklúbburinn Eir styður fíkniefnavarnir i i i i i i R AÐ AUGL YSINGAR Ráðsmaður óskast Ráðsmaður óskast á kúabú á Vesturlandi. Upplýsingar um aldur og fyrri störf sendist afgreiðslu Mbl. merktar: „Ráðsmaður- 526“ fyrir 10. mars. Yfirstýrimaður og véistjóri óskast á hafrannsóknaskip í Namibíu. Upplýsingar og umsóknareyðublöð fást á skrifstofunni. £5^ Nýsir ll£. ráðgjafarþjónusta ^ Skipholti 50b. 105 Reykjavík. simi 562 6380. fax 562 6385 ATVINNUHÚSNÆÐI Verslunarhúsnæði óskast við Laugaveg eða miðbæ Gott 50-80 fm verslunarhúshæði óskast við Laugaveg eða miðbæ. Upplýsingar í síma 421-1637.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.