Morgunblaðið - 28.02.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 28.02.1996, Blaðsíða 1
 SÉRBLAÐ UM SJÁVARÚTVEG Ð PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS MIÐVIKUDAGUR 28. FEBRÚAR 1996 BLAÐ .-¦ EFIMI Fréttir 2 Ofurlínan reynist vel hjá ByrVE373 Aflabrögð 4 Ævintýrinu senn að Ijúka Markaðsmál £ Hafa bætt fyrir þorskSeysið með stóraukinni fjölbreytni Greinar 7 IMýir sjávarút- vegsfræðingar KARFIILENGRA LAGI • LEO Sigurðsson, skipverji á Sólbíik EA, faeldur hér á sann- kðUudum ahlamót akarfa. Hann Morgunblsðið/Þorgeir Baldursson veiddist á Selvogsdýpi og reynd- iat 11.8 kíló og var rúmiega 90 sentíraetrar að lengd. Metár í framleiðslu síldarafurða hjá IS Nær helmingi meiri en árið á undan A SIÐUSTU síldarvertíð, sem hófst í september og lauk í janúar, var framleiðsla íslenskra sjávarafurða 11 þúsund tonn af síldarafurðum. Það er mikil aukning frá fyrri árum og á síðustu vertíð á undan var framleiðslan nær helmingi minni eða 5900 tonn sem þá var metframleiðsla. Tveir framleiðendur ÍS settu íslandsmet á vertíðinni, því bæði Borgey hf. á Höfn í Hornafirði og Vinnslustöðin hf. í Vestmannaeyjum framleiddu yfir 4 þúsund tonn af síldarafurðum. Að sögn Víkings Gunnarssonar, framleiðslustjóra árstíðabundinna af- urða hjá ÍS, eru menn þar á bæ mjög ánægðir með vertíðina. Hann segir að tekist hafí að finna leiðir til að selja feita síld en það hafí oft verið vandamál í byrjun vertíðar. Þessi af- urð hafi verið seld á aðra markaði í austur-Evrópu sem greiddu fyrirfram það hafi haft mjög mikið að segja íyrir framleiðendur. „Við höfum einn- ig unnið að því í samvinnu við fram- leiðendur okkar að leita leiða til að nýta meira magn til manneldis og nú fóru 1500-2000 tonn af síld til vinnslu sem áður hefðu farið í bræðslu. Ár- angurinn er sá að stærri hluti farms- ins er nýttur til vinnslu. Það hefur einnig haft mikið að segja að nú hafi menn sérhæft sig í vinnslu á uppsjáv- artegundum. Við erum með stóra og sterka framleiðendur sem eru orðnir sérhæfðir á sínu sviði og þar af leið- andi náð betri gæðum og fyrir vikið verður varan þekktari og eftirsóttari," segir Víkingur. Að sögn Víkings er mikið leitað til ÍS vegna sterkari stöðu nú en áður og nú þegar hafi þeir orðið varir við mik- inn áhuga fyrir næstu síldarvertíð og það sýni að mönnum líki vel við vör- una. „ Á heildina litið hefur þetta hrein- lega verið frábært ár í frystingu. Sum- ir framleiðendur hafa verið að fram- leiða saltað og þeir hafa líka verið að setja met. Aukningin nær því jafnt yfir frosnar afurðir sem saltaðar. Það hefur einnig orðið aukning í sérvinnsl- unni, til dæmis bitavinnslu og þess háttar framleiðslu og í framtíðinni gerum við ráð fyrir aukinni framleiðslu í sérvinnslu á síld. En lykillinn af sér- hæfingu í vinnslu er sá að nýta allan farminn til manneldis," segir Víkingur. „Við erum mjög bjartsýnir og ætlum okkur ennþá stærri hluti á næstu ver- tíð. Við erum komnir með byrinn i seglin og komnir á gott skrið og þvf er engin ástæða til annars en bjart- sýni," segir Víkingur. Fréttir Hundasælgæti úr fiski á er- lendan markað •FYRIRTÆKIÐ Fiskbitar hf. í Bolungarvík hefur nú lokið þróun á hundafóðri úr fiskbeinum og afskurði. Afurðirnar hafa verið seld- ar til Englands, Ðanmerkur og Noregs og nú er undir- búin frekari markaðssókn í samvinnu við Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna./3 Kostnaðarauk- inn skilar sér heim •HJÁ SÖLUMIÐSTÖÐ Hraðfrystihúsanna eru menn að þreifa sig áf ram með útflutning á ferskum flökum í loftskiptum um- búðum. Þá er aðallega um útflutning á Ameríkumark- að að ræða. Að sögn Valdi- mars Arnþórssonar, deild- arsljóra ferskfiskdeildar SH, hefur kostnaðaraukinn við þessa framkvæmd skil- að sér heim í hærra verði./8 Ofurlínan reynist vel hjá Byr VE 373 •BYR er með sjálfvirka beitningavél frá O. Mustad og Sön og hefur róið með 7 mm fléttaða línuDynex ofurlínu með ryðfríum sig- urnöglum frá Hampiðjunni síðan í júlí á síðasta ári. Þá voru teknir 8 rekkar um borð eða 11.600 stöðvar en fyrir tvöf öldunartimabilið í byrjun nóvember var magnið tvöfaldað og alls hefur Byr róið með 23.000 króka af þessari nýju línu undanfarna fjóra mán- uðL/2 Ævintýrinu senn að ljúka •LOÐNUSKIPIN moka nú upp loðnu enda f er nú hver að verða síðastur að veiða I oð n u til frystingar á Jap- ansmarkað. Sigurbergur Hauksson, stýrimaður á Beiti NK, sagði í samtali við Verið í gær að loðnan væri nú komin vestur fyrir Grindavík en hefði farið sér hægt síðustu daga. Skipin væru nú að veiðum alveg upp í fjöru við Selvog og að fá mjög góðan afla./A Markaðir Botnfiskverð fremur stöðugt • VERÐ á þorskafurðum hefur verið nokkuð stöðugt að undanförnu, en hefur þó aðeins sigið. Verð á ýsuaf- urðum hefur á hinn bóginn lækkað. Veiðarnar í Bar- entshafi geta skipt verðþró- unina miklu máli, en eftir- spurn eftir þorski til vinnslu er mikil. Kanada byggir fiskvinnslu sína nú á innfluttum frystum ('iski, sem er unnin frekar og frystur á ný til útflutnings. Þennan fisk kaupa þeir meðal annars frá Rúss- landi, Islandi, Noregi og Alaska. Þá er töluvert framboð af lýsingi frá Suð- ur-Ameríku og hefur það hefur áhrif á verð annarra botnfiskafurða. Verðþróun 1994-1995 Dollarar/ kg. 4,5 4,0 c 3.5 3,0 2,5 2,0 1,5, 1,0 0,5 0 11111111II 1994 ^ 1 Þorskhlokk • Lýsiagur Utsi l IIII11 ll-ll II 1995 Angóla eykur útflutninginn Fiskafurðaútflutningur fráAngóla 1988-1993 89 '90 '91 '92 '93 • MIKLAR sviptingar haf a verið í sjávarútvegi Angóla, en fiskimiðin þar hafa verið arðrænd af erlendum fiski- skipum undanfarin ár. S^jórnvöldum hefur tekizt að stöðva þá þróiiu með samningum við ESB og hef- ur útflutningur sjávaraf- urða þaðan vaxið verulega. Veiðar útlendingar eru orðnar mjög litlar en afli heimamanna nokkuð stöð- ugur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.