Morgunblaðið - 28.02.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 28.02.1996, Blaðsíða 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA Reuter 1996 MIÐVIKUDAGUR 28. FEBRÚAR BLAÐ ISHOKKI Caiyun bætti metið í stöng SUN Caiyun, frjálsíþróttakona frá Kina, bætti eigið heimsmet í stangarstökki kvenna innan- húss á alþjóðlegu móti í Kína í gær. Hún stökk 4,28 metra og bætti eldra metið um einn sentí- metra. Þetta var í fjórða sinn sem Caiyun bætir heimsmetið. Til samauburðar má geta þess að Norður- landamet Völu Flosadóttur i greininni er 4,11 metrar. Sigurjónenn undir pari SIGURJÓN Amarsson, kylfingur úr GR, heldur áfram keppni í Tommy Armour mótaröðinni í Bandarílgunum og tók hann þátt í tveimur mót- um fyrir og um helgina. Bæði mótin fóru fram á Mission Inn golfvellinum sem er par 72 og SSS 73. Fyrra mótið var tveggja daga og lék Sigur- jón á 71 og 72 höggum eða 143 höggum, sem er eitt högg undir pari, og vai'ð í 45. sæti af 137 keppendum en sigurvegarinn lék á 130 höggum, eða 14 höggum undir parinu. Síðara mótið var einn hringur og þá lék Sigurjón á 73 höggum og varð í 18. sæti af 65 keppendum. Becker keppir ekki í Atlanta ÞÝSKI tenniskappinn Boris Becker ætlar ekki að taka þátt í Ólympíuleikunum í Atlanta í sum- ar og segir hann ástæðuna vera fjölskylduna. „Ég er ekki einn í heiminum lengur. Ég á fjöl- skyldu og þar sem Ólympíuleikarnir eru á milli Wimbledon mótsins og Opna bandaríska er þetta ekki hægt. Ég get ekki verið að heiman í átta vikur samfellt, ég er ekki 18 ára lengur,“ sagði Becker í vikunni þegar hann tilkynnti ákvörðun sína. Becker sigraði í tvíliðaleik ásamt Michael Stich á leikunum í Barcelona 1992. „Það var frábær reynsla, en ég þarf ekki að upplifa hana aftur. Ef ég á að vera alveg hreinskilinn þá held ég að Ölympíuleikarnir séu ekki eins mikil- vægir fyrir tennisleikara og þeir eru fyrir flesta aðra íþróttamenn,“ sagði Becker. Tvöfalt hjá Dönum DANIR unnu tvöfaldan sigur í heimsmeistara- keppni landsliða í badminton í Prag í Tékk- landi. Danska karlalandsliðið vann það sænska í úrslitum 4:1 og dönsku stúlkurnar lögðu stöll- ur sínar frá Rússlandi 5:0. Kaiserslautern í úrslit KAISERSLAUTERN vann Bayer Leverkusen 1:0 í undanúrslitum þýsku bikarkeppninnar í gær- kvöidi og leikur til úrslita í annað sinn í sögu félagsins. Karlsruhe og Diisseldorf leika í undan- úrslitum í kvöld. Gretzky vill leika í betra liði BADMINTON Elsa INIielsen nálgast sæti á Ólympíuleikunum í Atlanta WAYNE Gretzky, besti íshokkí- maður allra tíma að margra mati, er ekki sáttur við gang mála hjá Los Angeles Kings og sagði eftir 4:3 tap í Winnipeg í Manitoba-fylki í Kanada í fyrrinótt að eitthvað gerðist í sinum málum næstu daga. „Það gerist eitthvað en ég veit ekki hvað,“ sagði kappinn sem vill vera í verðlaunaliði og hefur verið orðaður við St. Louis Blu- es. Gretzky, sem fer hér fram- hjá Alexei Zhamnov, lagði upp fyrsta mark Kings en Zhamnov var með tvær stoðsendingar fyrir Jets. Elsa Nielsen, badmintonkona úr TBR, er mjög nærri því að tryggja sér rétt til keppni í einliða- leik á Ólympíuleikunum í Atlanta í sumar. Þegar síðasti listi var gefinn út, 30. janúar, var hún í 62. sæti og hafði þá unnið sig upp um 12 sæti frá listanum þar á undan. Það verða 36 keppendur í einliðaleik kvenna og 16 efstu þjóð- irnar mega senda þijá keppendur og aðrar þjóðir tvo, að því tilskildu að viðkomandi séu á listanum. Þegar búið er að renna yfir listann kemur í ljós að Elsa er í 38. sæti, aðeins tveimur^ sætum frá því að komast inn á Ól. Síðan þessi listi var gefinn út hefur Elsa keppt á móti og vonir standa til að þegar næsti listi kemur út verði Elsa búin að tryggja sér sæti á Ólympíu- leikunum. Broddi Kristjánsson og Árni Þór Hallgrímsson stefna einnig að því að komast á Ólympíuleikana í tví- liðaleik og á fyrrnefndum lista voru þeir í 42. sæti og höfðu færst upp um sex sæti. Um tuttugu pör komast á leikana og gilda svipaðar reglur og um einliðaleikinn þannig að í raun voru þeir félagar í kring- um 30. sætið. Þeir stóðu sig vel á móti í síðustu viku og vonast til að hafa færst eitthvað nær sætinu. Badmintonfólkið er statt í Sviss þar sem það tekur þátt í Opna svissneska mótinu. Keppnin hefst í dag og búist er við að íslensku keppendurnir komi heim á föstu- daginn. SMÁÞJÓDALEIKARNIR: EKKISKYNSAMLEGT AÐ LOKA ÖLLUM DYRUM / C2

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.