Morgunblaðið - 28.02.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 28.02.1996, Blaðsíða 1
t BLAÐ ALLRA LANDSMANNA *t$mlfi$Stí!b 1996 ISHOKKI MIÐVIKUDAGUR28. FEBRÚAR BLAÐ c Gretzky vill leika í betra liði WAYNE Gretzky, besti íshokkí- maður allra tíma að margra mati, er ekki sáttur við gang mála hjá Los Angeles Kings og sagði eftir 4:3 tap í Winnipeg í Manitoba-fylki í Kanada í fyrrinótt að eitthvað gerðist í sínum málum næstu daga. „Það gerist eitthvað en ég veit ekki hvað," sagði kappinn sem vill vera í verðlaunaliði og hefur verið orðaðúr við St. Louis Blu- es. Gretzky, sem fer hér fram- hjá Alexci Zhamnov, lagði upp fyrsta mark Kings en Zhamnov var með tvær stoðsendingar fyrirJets. Reuter Caiyun bætti metiðístöng SUN Caiyun, frjálsíþróttakona frá Kína, bætti eigið heimsmet í stangarstökki kvenna innan- húss á alþjóðlegu móti í Kina í gær. Hún stökk 4,28 metra og bætti eldra metið um einn sentí- metra. Þetta var í fjórða sinn sem Caiyun bætir heimsmetið. Til samanburðar má geta þess að Norður- landamet Völu Flosadóttur í greininni er 4,11 metrar. Sigurjónenn undir pari SIGURJÓN Arnarsson, kylfingur úr GR, heldur áfram keppni í Tommy Armour mótaröðinni í Bandaríkjunum og tók hann þátt í tveimur mót- um fyrir og um helgina. Bæði mótin fóru fram á Mission Inn golfvellinum sem er par 72 og SSS 73. Fyrra mótið var tveggja daga og Iék Sigur- jón á 71 og 72 höggum eða 143 höggum. sem er eitt högg undir pari, og varð í 45. sæti af 137 keppendum en sigurvegarinn lék á 130 höggum, eða 14 hðggum undir parinu. Síðara mótið var einn hringur og þá lék Sigurjón á 73 höggum og varð í 18. sæti af 65 keppendum. Beckerkeppir ekki í Atlanta ÞÝSKI tenniskappinn Boris Becker ætlar ekki að taka þátt í Ólympíuleikunum í Atlanta í sum- ar og segir hann ástæðuna vera f jölsky lduna. „Ég er ekki einn i heiminum lengur. Ég á fjöl- skyldu og þar sem Ólympíuleikarnir eru á milli Wimbledon mótsins og Opna bandariska er þetta ekki hægt. Ég get ekki verið að heiman í átta viknr samfellt, ég er ekki 18 ára lengur," sagði Becker í vikunni þegar hann tilkynnti ákvörðun sína. Becker sigraði í tvíliðaleik ásamt Michael Stich á leikunum i Barcelona 1992. „Það yar frábær reynsla, en ég þarf ekki að upplifa hana aftur. Ef égá að vera alveg hreinskilinn þá held ég að Olympíuleikarnir séu ekki eins mikil- vægir fyrir tennisleikara og þeir eru fyrir flesta aðra iþróttamenn," sagði Becker. Tvöfalt hjá Dönum I) A NIU unnu tvöf aldan sigur i heimsmeistara- keppni landsliða í badminton í Prag i Tékk- landi. Danska karlalandsliðið vann það sænska i úrsutuni 4:1 og dönsku stúlkurnar lögðu stöll- ur sínar frá Rússlandi 5:0. Kaiserslautern í úrslit KAISERSLAUTERN vann Bayer Leverkusen 1:0 í undanúrslitum þýsku bikarkeppninnar í gær- kvöldi og Ieikur til ú rslita i annað sinn í sögu félagsins. Karlsruhe og Diisseldorf Ieika í undan- úrslitum í kvöld. BADMINTON Elsa Nielsen nálgast sæti á Ólympíuleikunum í Atlanta Elsa Nielsen, badmintonkona úr TBR, er mjög nærri því að tryggja sér rétt til keppni í einliða- leik á Ólympíuleikunum í Atlanta í sumar. Þegar síðasti listi var gefinn út, 30. janúar, var hún í 62. sæti og hafði þá unnið sig upp um 12 sæti frá listanum þar á undan. Það verða 36 keppendur í einliðaleik kvenna og 16 efstu þjóð- irnar mega senda þrjá keppendur og aðrar þjóðir tvo, að því tilskildu að viðkomandi séu á listanum. Þegar búið er að renna yfir listann kemur í ljós að Elsa er í 38. sæti, aðeins tveimur sætum frá því að komast inn á Ól. Síðan þessi listi var gefinn út hefur Elsa keppt á móti og vonir standa til að þegar næsti listi kemur út verði Elsa búin að tryggja sér sæti á Ólympíu- leikunum. Broddi Kristjánsson og Árni Þór Hallgrímsson stefna einnig að því að komast á Ólympíuleikana í tví- liðaleik og á fyrrnefndum lista voru þeir í 42. sæti og höfðu færst upp um sex sæti. Um tuttugu pör komast á leikana og gilda svipaðar reglur og um einliðaleikinn þannig að í raun voru þeir félagar í kring- um 30. sætið. Þeir stóðu sig vel á móti í síðustu viku og vonast til að hafa færst eitthvað nær sætinu. Badmintonfólkið er statt í Sviss þar sem það tekur þátt í Opna svissneska mótinu. Keppnin hefst í dag og búist er við að íslensku keppendurnir komi heim á föstu- daginn. SMÁÞJÓÐALEIKARNIR: EKKISKYNSAMLEGT AÐ LOKAÖLLUM DYRUM / C2

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.