Morgunblaðið - 28.02.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 28.02.1996, Blaðsíða 4
HANDKNATTLEIKUR Toppbaráttan á Akureyri Ikvöld fer fram 20. umferðin í 1. deild karla í handknattleik og eru margir spennandi leikir á dagskrá. Stórleikur umferðarinnar er þó án efa leikur efstu liðanna, KA og Vals, í KA-húsinu á Akur- eyri. Morgunblaðið fékk Gauta Grét- arsson, þjálfara Gróttu, til að spá í leiki kvöldsins. Hann segir að leik- ur KA og Vals verði hnífjafn frá upphafi til enda. „Ég hallast að jafntefli, eða þá að Valur vinni með einu marki. KA-menn eru líkamlega sterkari og leika kerfisbundið. Vals- menn ráða yfir meiri tækni og spila fijálsari handbolta. Þetta verður mjög spennandi leikur frá upphafi til enda,“ sagði Gauti. FH og Haukar leika í Kapla- krika. Haukar unnu fyrri leik lið- anna en FH sló Hauka út úr bikarn- um skömmu síðar. „Það verður hart barist í þessum leik og ekkert gefið eftir. Ég spái því að það verði jafntefli í þessum leik eins og á Akureyri." Selfyssingar fá Víkinga í heim- sókn. „Ég tippa á heimasigur en hann verður naumur. Það verður erfitt fyrir Víkinga að halda sér í deildinni ef þeir tapa þessum leik og þeir gera sér fulla grein fyrir því.“ KR, sem er þegar fallið í 2. deild, leikur við Stjörnuna í Laugardals- höll. „Stjarnan á að vinna þennan leik, en ég held að KR-ingar geti strítt þeim. Sigur Stjömunnar verð- ur ekki öruggur, svona eitt til tvö mörk.“ ÍR-ingar fá Aftureldingu í heim- sókn í Seljaskóla. „Ég er á því að ÍR-ingar vinni því þeir eru með mjög öflugan heimavöll." Loks fær ÍBV Gróttu í heimsókn til Vestmannaeyja. „Ég neita að spá um þennan leik. Eyjamenn eru með mjög skemmtilegt lið og það á fram- tíðina fyrir sér. Þorbergur hefur greinilega verið að gera góða hluti með liðið í vetur. Það er alltaf gam- an að leika í Eyjum og ég hlakka til leiksins," sagði Gauti Grétarsson, þjálfari Gróttu. Allir leikirnir heflast kl. 20. Leikir sem eftir eru EYJAMENN og Víkingar beijast um að bjarga sér frá faiii og Valur og KA um hvort liðið verður deildarmeistari. Þegar þijár umferðir eru eftir í 1. deildarkeppninni, eiga þessir keppinautar eftir þessa leiki: VALUR (34 stig): KA (Ú), Vík- ingur (Ú), Afturelding (H). KA (34 stig); Valur (H), ÍBV (Ú), Víkingur (H). ÍBV (11 stig); Grótta (H), KA (H), KR (Ú). VÍKINGUR (10 stig): Seifoss (Ú), Valur (H), KA (U). IÓN Kristjánsson, þjálfari og leikmaður Vals, mætir sínum gömlu félögum í KA á Akureyri í kvöld. Montpellier styrkir stöðu sína GEIR Sveinsson og félagar hans í Montpellier styrkti stöðu sína í 3. sæti frönsku deildarinnar í handknattleik með 22:20 sigri á heimavelli gegn Creteil um helgina. Segja má að markvarsla hins risavaxna rússneska bjarnar, Igors Tchoumarks, haifi riðið baggamuninn. Hann varði 16 skot fyrir Montpellier og þar af víti á lokamínútunni er staðan var 21:20. Fyrir leik- inn voru þessi lið jöfn að stig- um í 3. og 4. sæti, Montpellier með betra markahlutfall. Geir Sveinsson skoraði tvö mörk. Bróðurleg skipti hjá Dönum og Svíum DANIR og Svíar léku tvo landsleiki í handknattleik á dögunum — I Kaupmanna- höfn og Maimö. Þeir skiptu leikjunum bróðurlega á milli sín. Danir fögnuðu sigri, 33:26, í Bröndby-höllinni fyr- ir framan 3.500 áhorfendur og Svíar síðan í Malmö, 31:32, fyrir framan 2.000 áhorfend- ur. Magnus Anderson skoraði 10 mörk fyrir Svía í leiknum og hann var einnig marka- hæstur i fyrri leiknum, með sjö mörk. Frank Jörgensen lék sinn 200. landsleik fyrir Dani í fyrri leiknum — fagn- aði sigri með því að skora fimm mörk, eins og Morten Bjerre. KORFUKNATTLEIKUR Morgunblaðið/Einar Falur KARL Malone (27 stig) og John Stockton (16) voru stlgahæst- ir í llði Utah Jazz sem sigraði Phoenix Suns 110:87. Miller í ham gegn Boston Reggie Miller og félagar hans í Indiana Pacers gerðu góða ferð til Boston og unnu 122:119 í framlengdum leik. Miller gerði 39 stig í leiknum og þar af þriggja stiga körfu þegar sex sekúndur voru eftir af framlengingunni. Dino Radja setti persónulegt stigamet á tímabilinu með því að gera 33 stig og David Wesley kom næstur með 23 stig fyrir heimamenn, sem töp- uðu fimmta leiknum í röð. Utah Jazz sigraði Phoenix Suns í fyrrinótt 110:87. Karl Malone var stigahæstur í liði Utah með 27 stig, John Stocktofi kom næstur með 16 stig og átti auk þess 11 stoðsend- ingar. Charles Barkley var með 17 stig fyrir Phoenix og Danny Mann- ing 16. Los Angeles Lakers átti ekki í erfiðleikum með New York á heima- velli sínum og vann 114:96. Lið New York var án þeirra Patricks Ewings og Charles Oakleys, sem eru meiddir og J.R. Reid tók út leik- bann. Cedric Ceballos var stiga- hæstur í liði Lakers með 27 stig og Elden Campbell kom næstur með 17 stig. Þetta var níundi sigur liðsins í síðustu tíu leikjum. Anth- ony Mason var með 23 stig og Derek Harper 16 fyrir gestina. Detroit Pistons lagði Sacrametno Kings að velli 93:78. Grant Hill gerði 21 stig og Otis Thorpe 17 og tók auk þess 13 fráköst fyrir Detro- it, sem Vann sjötta leikinn af síð- tapa 11. leiknum í röð. Billy Owens ustu níu. Ekki hefur gengið eins gerði 21 stig og Mitch Richmond vel hjá Sacramento því liðið var að 17 fyrir Kings. Green með 785 leiki í röð MENN leggja ýmislegt á sig í íþróttum. Körfuknattleikskappinn A.C. Green lýá Phoenix Suns kom inná í mýflugumynd í leik Suns og Jazz í fyrrinótt og náði því að vera með í 785. NBA leikn- um í röð. Green meiddist um helgina er J.R. Reid lyá Knicks gaf honum svo hressilegt olnbogaskot að tvær tennur brotnuðu og um tíma var talið að kjálkabein hefði brákast. Svo reyndist ekki vera og Green lét sig hafa það á mánudagskvöldið að koma inná í leiknum gegn Jazz. Enginn þeirra sem enn leika í NBA hefur leikið fleiri leiki í röð og nú vantar kappann „aðems" 122 leiki til að ná Randy Smith, sem lék með Buffalo Braves. Þess má geta að Green hefur aðeins misst úr þtjá leiki síðustu 11 keppnistimabil. Reid í bann og sektaður Forráðamenn NBA-deildarinnar dæmdu á mánudagskvöldið J.R. Reid hjá New York Knicks í tveggja leikja bann og 10 þúsund dollara sekt, um 660 þúsund krónur, fyrir að gefa A.C. Green olnbogaskot í leik Knicks og Suns fyrir helgi. Þetta er mesta sekt sem leikmaður hefur fengið fyrir slíkt athæfi. Reid lék ekki með Knicks í fyrrinótt og missir af leik liðsins gegn Sacramento í kvöld. Charles Barkley, félagi Greens hjá Suns, er einn margra sem segjast hafa heyrt Reid segja fyrir leikinn að hann ætlaði að þjarma að Green í leiknum. „Deildin ætti að gera eitthvað í þessu. Ég veit að forrmáðamenn NBA eru kjarklitlir en þeir verða að gera eitthvað í svona máii," sagði Barkley, og forráðamenn NBA settu Reid í tveggja leikja bann auk sektar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.