Morgunblaðið - 29.02.1996, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 29.02.1996, Qupperneq 1
80 SIÐUR B/C/D 50. TBL. 84. ÁRG. FIMMTUDAGUR 29. FEBRÚAR 1996 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Reuter Lamberto Dini boðar „Italska endurnýjun“ LAMBERTO Dini, forsætisráð- herra bráðabirgðastjórnar Italíu, afhjúpaði í gær tákn nýs flokks síns og tilkynnti að hann ætti að heita Itölsk endurnýjun. Dini sór þess eið að hann mundi vinna að stöðugu og skilvirku stjórnarfari á Italíu. Dini er fyrrum banka- maður og hafði verið óflokks- bundinn þar til hann tilkynnti að hann hygðist stofna eigin sljórn- málaflokk á föstudag. Dini hefur lýst yfir því að utan- flokkssljórn sín muni ekki hafa afskipti af kosningunum, en emb- ættisstaða hans mun óneitanlega veita honum sérstöðu í kosninga- baráttunni. Itölsk endurreisn snýst um Dini, enda nafn hans sýnu meira áberandi á tákni flokksins en flokksheitið. Dini var gagnrýnd- ur harkalega í gær fyrir að steypa sér út í pólitík. Major og Bruton á fundi í London Allslierjar friðarvið- ræður heíjist 10. júní London. Reuter. JOHN Major, forsætisráðherra, Bretlands og John Bruton, forsæt- isráðherra Irlands, ákváðu í gær að allsherjarviðræður um framtíð Norður-írlands ættu að hefjast 10. júní. Major og Bruton ræddust við í þrjár klukkustundir í gær og að fundi þeirra loknum var gefin út ályktun þar sem meðal annars kom fram að frá 4. til 13. mars yrðu haldnar viðræður til að ákveða hveijir yrðu fulltrúar stjórnvalda og stjórnmálaflokka í allsherj arviðræðunum. Það hefur löngum verið krafa Sinn Fein, stjórnmálaarms írska lýðveldishersins (IRA), að ákveðið yrði hvenær allsheijai’viðræður hæfust. IRA hefur þótt bresk stjórnvöld draga lappirnar í þessu máli og fyrr í þessum mánuði bundu samtökin enda á 17 mánaða vopnahlé með tveimur sprenging- um í London. Krefjast endurnýjunar vopnahlés Major og Bruton hótuðu því að leiðtogar Sinn Fein yrðu snið- gengnir í friðarviðræðunum nema IRA endurnýjaði vopnahléið. Gerry Adams, leiðtogi Sinn Fein, sem hefur verið hunsaður í viðræðum síðan fyrri sprengjan sprakk, sagði að hér væri um að ræða nauðsynlegan þátt í friðar- ferlinu, en „gífurlegir erfiðleikar" blöstu enn við þeim, sem hygðust leiða mál Norður-írlands til lykta. Major og Bruton vísuðu því á bug á blaðamannafundi eftir við- ræðurnar að tilkynningin fæli í sér að IRA hefði tekist að knýja sér leið að samningaborðinu með sprengjuna að vopni. Viðræður án skilyrða Major hafði áður krafist þess að IRA léti af hendi vopn áður en Sinn Fein yrði hleypt að samninga- borðinu, en í sameiginlegri yfirlýs- ingu hans og Brutons sagði að viðræður myndu hefjast „beint og án skilyrða". í upphafi viðræðna yrðu samningsaðiljar hins vegar að skuldbinda sig til þess að virða grundvallaratriði lýðræðis og hafna ofbeldi eins og alþjóðleg nefnd undir forystu Georges Mitc- hells, fyrrverandi öldungadeildar- þingmanns frá Bandaríkjunum, hefði mælt með. Einnig ætti IRA smám saman að afvopnast meðan á viðræðum stæði eins og nefndin hefði gert ráð fyrir. Lýðveldisher- inn hefur krafist þess að fá að halda öllum vopnum þar til endan- legt samkomulag hefur verið und- irritað. Bill Clinton Bandaríkjaforseti fagnaði samkomulaginu í gær og skoraði á þá, sem „hafa gripið til ofbeldis að hlýða rödd fólksins og láta af ógnarherferðinni". Tyrkland Rússar ganga í Evrópuráðið og undirrita mannréttindasáttmála Evrópu Samstarfs- horfur á hægri væng Ankara. Reuter. LEIÐTOGAR hægri flokkanna tveggja í Tyrklandi komust í gær að samkomulagi um drög að stjórn- arsáttmála, sem myndi útloka að sig- urvegari þingkosninganna, flokkur múslima, kæmist til valda. „Það gleður mig að tilkynna að við höfum náð samkomulagi um megindrætti samsteypustjórnar," sagði Tansu Ciller, forsætisráðherra og leiðtogi Sannleiksstígsins, eftir viðræður við Mesut Yilmaz, leiðtoga Föðurlandsflokksins. Ciller og Yilmaz höfðu ekki getað náð samkomulagi um það hvort þeirra fengi forsætisráðuneytið og um tíma virtist sem Föðurlandsflokk- urinn mundi mynda stjórn með ísl- amska Velferðarflokknum. í samkomulagi hægri flokkanna er kveðið á um að leiðtogar þeirra verði forsætisráðherrar til skiptis. Stjórnarmyndun er þó ekki frágengin og Ciller og Yilmaz munu ræðast við á morgun. ------♦ ♦ ♦----- Díanasam- þykkir skilnað London. Reuter. DÍANA prinsessa af Wales hefur samþykkt ósk manns síns, Karls Bretaprins, um skilnað að því er tals- maður hennar sagði í gær. Haft var eftir talsmanninum að Díana mundi eiga þátt í ákvörðunum um syni hennar og búa áfram í Kens- ington-höll í Ixmdon. Einnig mundi hún halda prinsessunafnbótinni. Reuter JEVGENÍJ Prímakov, utanríkisráðherra Rússlands, (t.h.) og Daniel Tarschys, framkvæmdastjóri Evrópuráðsins, undirrita skjöl um aðild Rússlands að ráðinu í Strassborg í gær. Dóminikanska lýðveldið Svarta kassanum náð af hafsbotni Santo Domingo. Reuter. LEITARMENN fundu í gær svarta kassann úr farþegavélinni af gerðinni Boeing 757, sem hrapaði skömmu eftir flugtak frá Puerto Plata í Dóminikanska lýð- veldinu 6. febt'úar sl., að því er haft var eftir talsmanni í banda- riska sendiráðinu í Santo Dom- ingo í gærkvöldi. Skipveijar úr björgunarskipi bandaríska sjóhersins fundu kassann á 2.195 metra dýpi í braki um átta km frá Puerto Plata. Vélin var í leiguflugi fyrir tyrknesku ferðaskrifstofuna Birgenair. Ekki er vitað hvers vegna vélin fórst en talið er að svarti kass- inn, sem inniheldur upplýsingar um flugið og upptöku af samræð- um í flugstjórnarklefa, geymi vís- bendingar um það hvað gerðist. Jeltsin hvetur lýðræðissinna tíl sameiningar Strassborg. Reuter. RÚSSLAND fékk formlega aðild að Evrópuráðinu í gæi' og er því 39. aðildarríki ráðsins. Jevgeníj Prímakov, utanríkisráðherra Rúss- lands, sagði að með aðildinni hæf- ist nýtt tímabil í sögu Rússlands, Evrópuráðsins og álfunnar í heild. Þetta væri risavaxið skref í átt að sameiningu álfunnar. Talið er að Borís Jeltsín Rússlandsforseti muni njóta góðs af aðildinni að Evrópu- ráðinu og í gær hvatti hann lýðræð- issinna til að sameinast um fram- boð sitt til að afstýra því að konim- únistar nái völdum í forsetakosn- ingum í júní. Annar kostur væri ekki í boði. Rússar sóttu um aðild að ráðinu árið 1992 og var umsóknin sam- þykkt í síðasta mánuði, þrátt fyrir harða andstöðu margra þing- manna. Það varð hins vegar niður- staða ráðsins að hyggilegra væri að eiga samstarf við Rússa en að einangra þá, þrátt fyrir bágt ástand mannréttindamála og Tsjetsjníjudeiluna. Prímakov undirritaði í gær Mannréttindasáttmála Evrópu og verður þing Rússlands að staðfesta hann innan árs. Sérstök nefnd á vegum ráðsins mun fylgjast með ástandinu í Tsjetsjníju og sérfra>ð- ingahópur gefa skýrslu á hálfs árs fresti um livort Rússar standi við skuldbindingar sínar. Er sú regla viðhöfð um öll ný aðildarríki. „Við gerum okkur grein fyrir því að með aðild að Evrópuráðinu erum við að axla alvarlegar skuld- bindingai'," sagði Prímakov og bætti við að með aðild væri verið að tryggja frekari lýðræðisþróun í Rússlandi. Talsmaður rússneska utanríkis- ráðuneytisins neitaði því í gær að gert hefði verið samkomulag um að Rússar myndu slaka á andstöðu sinni við stækkun NATO gegn því að fá aðild að Evrópuráðinu. Sækjast eftir sameiningu Jeltsín sagði blaðamönnum að á fundi sínum og Alexanders Lúkasj- enkós, forseta Hvíta-Rússlands, í gær, hefðu þeir tekið skref í átt að sameiningu ríkjanna. „Við get- um sagt að markmið okkar sé hugs- anleg sameining eftir að mikill samruni hafi átt sér stað . . . Það er hægt að ná því markmiði," sagði Jeltsín. Hvíta-Rússland hefur verið sjálf- stætt ríki í fjögur ár og sagðist Lúkasjenkó vera sammála túlkun Jeltsíns á fundi þeirra. Hvorugur þeirra vildi þó fara nánar út í livað þ.eir ættu við með sameiningu né hvernig framtíðavsambandi ríkj- anna kynni að verða háttað.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.