Morgunblaðið - 29.02.1996, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 29.02.1996, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. FEBRÚAR 1996 15 LANDIÐ Morgunblaðið/Sig.Jóns. BJÖRN Bjarnason opnar hið nýja bókasafn Fjölbrautaskóla Suðurlands. Með honum á myndinni er Sigurður Sigursveinsson skólameistari. Nýtt bókasafn Fjölbrautaskóla Suðurlands Selfossi - Nýtt bókasafn var form- lega tekið í notkun við Fjölbrauta- skóla Suðurlands laugardaginn 24. febrúar, á degi símenntunar, en skólinn var þann dag með opið hús eins og aðrir framhaldsskólar landsins. Björn Bjarnason menntamála- ráðherra opnaði bókasafnið með því að klippa á borða fyrir dyrum þess. í ræðu á hátíðarfundi í til- efni opnunarinnar lýsti hann ánægju sinni með þróunina í mál- efnum skólans og þá möguleika sem safnið opnaði í vinnu nem- enda og kennara. Á þessum fundi var Birni afhent fyrsta eintak af sögu Fjölbrautaskólans fyrstu tíu árin sem tveir kennarar skólans, Ásmundur Sverrir Pálsson og Gísli Skúlason, tóku saman. Safnið er í öðrum enda miðrým- is skólans, með um átta þúsund titla. Þar eru tölvur sem nemend- ur geta notað við að afla sér upp- lýsinga, af geisladiskum og síðan af internetinu. Hin nýja aðstaða er umbylting frá því sem var, en nemendur skólans hafa nýtt vel þá aðstöðu sem bókasafnið hefur boðið upp á. Þess er því vænst að safnið nýtist vel í allri vinnu innan skólans. Með opnun bókasafnsins er byggingu skólans nánast lokið. Enn er eftir að ganga frá nokkr- um þáttum utan dyra, sem lokið verður við næsta sumar. Utför Jóns Kristjánssonar Fjárhagsáætlun samþykkt í Borgarbyggð 86 milljónir lagðar í íþróttavöll og sundlaug Borgarnes - Fjárhagsáætlun Borgarbyggðar fyrir árið 1996 var samþykkt á bæjarstjórnarfundi sl. mánudag með öllum greiddum at- kvæðum (8), einn fulltrúi Sjálf- stæðisflokksins, sem er í minni- hluta, sat hjá. Fulltrúi Alþýðu- bandalagsins, Jenni R. Ólason, sem er í meirihlutasamstarfi með Fram- sókn, greiddi atkvæði sitt með sam- þykkt fjárhagsáætlunarinnar en lagði síðan fram bókun. Tekjur Borgarbyggðar eru áætl- aðar 216 milljónir króna nettó. Gert er ráð fyrir verulegum fram- kvæmdum á árinu eða fyrir um 105 milljónir, ’þar af eru 86 milljónir m.a. vegna framkvæmda við íþróttavöll og útisundlaug. Af öðr- um málaflokkum má nefna 50 milljónir til fræðslumála, 33 millj- ónir til félagsþjónustu, 27 milljónir til yfirstjórnar sveitarfélagsins og 13 milljónir til hreinlætismála. Eig- ið fé er um 75 milljónir að mestu tilkomið vegna sölu á Rafveitu Borgarness á síðasta ári. Borgarnesbær gerði samning við Ungmennasambánd Borgarfjarðar í maí 1994 um að 22. landsmót UMFÍ yrði haldið í Borgarnesi í júlí 1997. Þar kemur meðal annars fram að bærinn skuldbindur sig til að ganga frá Skallagrímsvelli full- Mývatnssveit - Útför Jóns Krist- jánssonar frá Arnarvatni var gerð frá Skútustaðakirkju 25. febrúar síð- astliðinn að viðstöddu fjölmenni. Sóknarpresturinn séra Örn Frið- riksson flutti minningarræðu og jarð- söng. Kirkjukórinn söng, organisti var Jón Árni Sigfússon. Jón Kristjánsson stundaði á yngri árum ýmsar íþróttir, m.a. skíða- göngu og komst í fremstu röð afreks- manna í þeirri grein. Hann starfaði í ungmennafélaginu og Kiwanis- klúbbnum Herðubreið um langan tíma, enn fremur var hann starfs- maður hjá Kísiliðjunni um árabil. Jón söng í mörgum kórum og var þar ætíð virkur og góður félagi, síðast með Karlakórnum Hreimi. Kórinn heiðraði minningu hans með því að mæta við útför hans og syngja nokk- ur lög að lokinni erfidrykkju í Skjól- brekku. Eftirlifandi eiginkona hans er Þóra Sigurðardóttir, Arnarvatni. Þau eignuðust 6 börn sem öll eru á lífí. PCI lím og fúguefni ■ Jl ««t Stórhöfða 17, við Guilinbrú, sími 567 4844 Leið b e i n a n d i : Glódíb Gunnarsdóttir ACE M IÐVIKU DAGINN • MARS Einkaþjálfari og Þolfimileiðbeinand HEFBT NYTT ATAKSNAMSKEIÐ í FITUBRENNSLU Það verður stíf keyrsla í heilarRvikur. Fylgst verður vel EINKAÞ JÁLFARI □□ Þdlfimileiðbeinandi )} LIKAMSRÆKT N U M EG A K I L □ I N FARA AÐ VARA SIG MEÐ GLLUM OG MIKIÐ AÐHALD SVD ARANGURINN VERÐI SEM BESTUR, M.A. VIGTUN, MÆLINGAR, MAPPA FULL AF FRDÐLEIK □ G GDÐUM HITAEININGA- SNAUÐUM UPPSKRIFTUM. Mgrgun gg Kvöldnámskeið Barnapössun á mdrganana Frjáls mæting í aðra tíma Skráning í síma: 5889400 búnum til keppni í frjálsum íþrótt- um og knattspyrnu auk þess að koma upp nauðsynlegri hreinlætis- aðstöðu, byggja 25 metra sundlaug og koma upp tjaldstæðum fyrir allt að 20 þúsund manns. Kostnaður við Landsmót Aðspurður um beinan kostnað Borgarbyggðar vegna Landsmóts- ins 1997, sagði Óli Jón Gunnarsson bæjarstjóri að hann teldi kostnað- inn vera um 20 til 30 milljónir króna, eða sem næmi kostnaði við yfírborðsefni á hlaupabrautir og fijálsíþróttasvæðið sem annars hefði líklega ekki verið ráðist í að svo stöddu. í bókun Jenna R. Ólasonar, full- trúa Alþýðubandalagsins, sem fyrr er getið, segir m.a. „Afkoma sveit- arfélagsins okkar hefur farið jafnt og þétt versnandi undanfarin ár og er nú svo komið að skatttekjur hrökkva aðeins liðlega fyrir rekstr- arkostnaði, fjármagnskostnaði og afborgunum langtímalána. I ljósi atvinnuástands og fjárhagsstöðu sveitarfélagsins tel ég óvarlegt að ráðstafa svo miklu fé til eins mála- flokks. Eins veldur það mér áhyggj- um að þessu fé skuli öllu vera ráð- stafað í Borgarnes. Ég óttast að það muni ekki styrkja eininguna í sameinuðu sveitarfélagi né auð- velda frekari semeiningu, sem okk- ur er þó öllum mikið hagsmuna- mál.“ Átelur Jenni síðan vinnu- brögð meirihlutans í meðferð þessa máls og óskar eftir því að löggiltir endurekoðendur verði látnir gera úttekt á því. Lokadagar stórútsölunnar, í dag, föstudag og laugardag Hjálpið okkur að tæma búðina. Við gefum aukaafslátt á sumar útsöluvörur allt að 30%. Djúpsteikingarpottur 2,1 lítri. Áður 6.038 nú 4.998 6 stk. vatnsglös. Áður 298 nú 198 Aður 3.695 nú 2.998 Ide line mixer. Þrír hraðastillar 8 bolia kaffivél Aður 2.200 nú 1.398 Morg onnur frabær tilboð! Kjarakaupí Lógmúia 4, sími 568-4910 Oseyri 4, Akureyri, sími 462-4964.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.