Morgunblaðið - 29.02.1996, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 29.02.1996, Blaðsíða 18
18 FIMMTUDAGUR 29. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ ÚRVERINU FRÉTTIR: EVRÓPA Kynning á því námi sem er í boði hjá Vélskóla Islands Skrúfudagurinn að renna upp BJÖRN H. Herbertsson, endurmenntunarstjóri VÍ, Steingrímur Erlingsson, formaður skólafélags VÍ, og Björgvin Þór Jóhanns- son, skólameistari VÍ, í vélarrúmsherminum. EGILL H. Bjarnason, Alfreð Halldórsson, Brynja Eyþórsdóttir. SKRÚFUDAGURINN verður hald- inn hátíðlegur í Vélskóla íslands næstkomandi laugardag. Það er Nemendafélag Vélskóla Islands sem stendur fyrir uppákomunni og fylgir svokölluð starfsvika í skólanum í kjölfarið. Skrúfudagurinn er haldinn til að kynna námið í Vélskólanum og verð- ur skólinn opinn gestum og gang- andi. Þyrla varnarliðsins mun lenda á lóð Sjómannaskólans, þar sem Vélskólinn er til húsa, og verða til sýnis. Eins og áður mun Kvenfélagið Keðjan, sem samanstendur af eigin- konum véistjóra, sjá um kaffiveiting- ar. Nemendur verða svo með kynn- ingu á starfi skólans. Þá gefst tæki- færi til að sjá þá vinna við verklegar æfingar í vélasal, rafmagnssal og smíðasölum. Skólastarf tengt atvinnulífinu Einnig verða fyrirtæki með kynn- ingu á vörum og þjónustu, bæði í kennslustofum og verklegum sölum. Véiarrúmshermir sem byggður er upp sem stjórnstöð í skipi með öllum þeim búnaði sem því tilheyrir verður í gangi, en það er tæki upp á um 30 milljónir króna, að sögn Björgvins Þórs Jóhannssonar, skólameistara. í starfsvikunni sem hefst í kjölfar- ið á skrúfudeginum munu nemendur fara í fyrirtæki, sem yfirleitt tengj- ast starfsvettvangi vélstjóra. Sem dæmi má nefna orkuver, alls konar iðnfyrirtæki, . útgerðarfyrirtæki og skip. „Það má segja að þetta sé liður í því að tengja skólastarfið og at- vinnulífið," segir Björgvin. Það hefur líka tíðkast 5 starfsvik- unni að nemendur sæki nám í Slysa- vamaskóla sjómanna, en það er hluti af starfsréttindum vélstjóra. „Það er alltaf hluti af nemendum skólans sem fer í nám þarna í starfsvikunni og lýkur því svo í Sæbjörginni," segir Björgvin. Árshátíð nemenda um kvöldið „Ég mæli með því við alla sem eru að spá I nám að koma og kynna sér það nám sem boðið er upp á Vélskól- anum,“ segir Steingrímur Erlings- son, formaður nemendafélags skól- ans. Hann segir að það hljóti að vera meðmæli með skólanum að yfirleitt sé búið að ráða þá sem stundi fullt nám við skólann áður en náminu lýkur. Að sögn Steingríms eru nemendur mjög spenntir yfir skrúfudeginum, en þeir eru nákvæmlega tvö hundr- uð. „Nemendur munu enda daginn á árshátíð á Hótel Loftleiðum með Agga Slæ og Tamlasveitinni og Spaugstofunni," segir hann. „Auk þess verður gert góðlátlegt grín að kennurum - að sjálfsögðu." Stefnumótun í endurmenntun Skrifstofa Vélstjórafélags íslands heldur utan um endur- og símenntun vélstjóra. Boðið er upp á tólf nám- skeið í átta greinum og hafa þau verið sótt af um hundrað manns á ári. Þau eru auglýst á fimm stöðum á landinu og er farið með þau út á land þegar fæst nóg þátttaka. „Við verðum með kynningu á þessu námi á skrúfudeginum," segir Björn H. Herbertsson hjá Vélstjóra- félagi íslands. Hann segir að náms- efnið sem boðið er upp á sé í stöð- ugri endurskoðun og að það sé snið- ið að þeim þörfum sem vélstjórar hafi til endurmenntunar. „Starfshópur um endurmenntun vélstjóra, sem samanstendur af full- trúumjVélskólans, Vélstjórafélagsins og LÍÚ, hefur unnið að gerð náms- efnis í sameiningu," segir Björn. „Síðan er unnið að stefnumótun í þessum endurmenntunarmálum. Það hefur hjálpað okkur mikið að hafa fengið styrk til að vinna námsefnið frá Starfsmenntasjóði félagsmála- ráðuneytisins." Hann segir að þetta hafi verið mikilvægur upplýsingavettvangur milli atvinnulífs og skóla og bætir við með bros á vör: „Þetta sem allir eru að tala um og enginn framkvæm- ir.“ Að lokum segir Björgvin að vél- stjóranámið sé tækninám á breiðu sviði sem byggt sé upp á almennum verklegum og fræðilegum grunni. Fyrir grunnskólanema sé hægt að ná lægstu starfsréttindum á aðeins einni önn, en til að öðlast hæstu rétt- indi þurfi fimm ára skólagöngu. „Vélstjóranámið er byggt upp í áfangakerfi og eru margir áfangar sameiginlegir með öðrum framhalds- skólum," segir hann. „Þess vegna geta nemendur lokið hluta af námi sínu í sinni heimabyggð áður en far- ið er í Vélskólann. Einnig eru reknar vélstjórabrautir við Qölbrautaskóla víða um Iand.“ Hann segir að atvinnumöguleikar vélstjóra og vélfræðinga að námi loknu séu íjölbreyttir bæði til sjós og lands. Hann nefnir sem dæmi lögvernduð atvinnuréttindi við vél- stjórn á skipum og við rekstur eim- katla í landi. Auk þess starfi vélstjór- ar og vélfræðingar mikið í orkuver- um, í málmiðnaði og við alls kyns viðhald á tækjum og búnaði. „At- vinnuleysi innan vélstjórastéttarinn- ar er fátítt,“ segir hann. Helmingi meira fryst af loðnu en í fyrra hjá Síldarvinnslunni hf. Loðnuvertíðin á síðasta snúningi Morgunblaðið/HIynur Áraælsson MENN hafa bókstaflega stað- ið á haus í loðnu í Hólmaborg SU 11. „LOÐNUVERTÍÐIN hefur gengið mjög vel, en hún er alveg á síðasta snúningi," sagði Finn- bogi Jónsson, framkvæmda- stjóri Síldarvinnslunnar hf. á Neskaupstað, í samtali við blaða- mann í gær. „Ég geri ráð fyrir því að þetta sé síðasti sólar- hringpirinn." Að hans sögn er hrognafyll- ingin mismunandi: „Við fengum loðnu við Ingólfshöfða í gær og hún mældist rétt rúm 20%, en það var smáloðna og erfið til frystingar. Hrognafyllingin í aðalgöngunni við Reykjanes er fariij að nálgast 24% og þá er hún ekki lengur frystingarhæf." Þegar viðtalið átti sér stað var Beitir við Reykjanes að flokka síðustu flokkunina, en stefnt var að því að hann hætti á veiðum í gær. Börkur var að leita við Ingólfshöfða, en ekki hafði fundist nein loðna þar þegar síð- ast fréttist. „Við erum mjög ánægðir með þessa vertíð,“ sagði Finnbogi. „Það hefur gengið mjög vel. Við erum búnir að frysta t-vö þúsund tonn, sem er tvöfalt meira en í fyrra. Alls höfum við fengið 50 þúsund tonn af loðnu eftir ára- mótin, sem er meira en á allri vetrarvertíðinni í fyrra. Finnbogi segir að nú taki við eingöngu veiðar fyrir bræðslu og síðan verði eitthvað fryst af hrognum, en trúlega ekki mikið vegna þess að útlitið þar sé mjög dapurt. „Verðið er mjög lágt og miklar birgðir til í Japan, þann- ig að áhuginn er mjög lítill,“ segir hann. Frakkland og Þýzkaland samræma stefnu sína fyrir ríkjaráðstefnuna Vilja sameiginlega vamarstefnu og að meirihluti ráði Freiburg, Stuttgart. Reuter. UTANRÍKISRÁÐHERRAR Frakk- lands og Þýzkalands hafa kynnt sam- eiginlegar tillögur ríkjanna, sem lagðar verða fyrir ríkjaráðstefnu Evrópusambandsins, sem hefst í lok næsta mánaðar. í tillögunum er meðal annars gert ráð fyrir sameigin- legri varnarstefnu og auknum sjálf- stæðum hernaðarmætti ESB og að meirihluti í ráðherraráðinu ráði við töku flestra ákvarðana. VES renni saman við ESB Klaus Kinkel og Herve de Cha- rette gengu frá tillögunum á fundi í Freiburg^ í Þýzkalandi siðdegis á þriðjudag. í þeim segir meðal annars að gera eigi Vestur-Evrópusamband- ið (VES) að varnarmálaarmi ESB. Þannig eigi leiðtogaráð Evrópusam- bandsins að geta samþykkt stefnu, sem VES hafi til hliðsjónar er sam- bandið ráðist í hernaðarlegar aðgerð- ir fyrir hönd Evrópusambandsins. Jafnframt vilja Frakkland og Þýzka- land að markmið og hlutverk VES verði staðfest í sjálfum stofnsáttmála Evrópusambandsins. Búast má við að Bretland leggist eindregið gegn þessum tillögum. í fransk-þýzku tillögunum kemur fram að ekki ætti að neyða neitt aðildarríki ESB til að taka þátt í hernaðaraðgerðum gegn vilja þess. Hins vegar verði öll aðildarríkin að sýna samstöðu sína með þeim, sem leggi fram herafla, með pólitískum og ef til vill fjárhagslegum stuðn- ingi. „Grein um pólitíska samstöðu ætti að setja í stofnsáttmála Evrópu- sambandsins," segir í tillögunum. „í bili höldum við okkur við það mark- mið að VES verði hluti af ESB.“ Frakkland og Þýzkaland hafa lengi viljað að Evrópumenn tækju á sig aukna ábyrgð í varnarmálum. Klaus Kinkel sagði á ráðstefnu í Stuttgart á þriðjudag að aukin varn- arsamvinna Evrópuríkjanna mætti ekki koma niður á samstarfinu við Bandaríkin- „Samstarf Evrópuríkja má ekki verða til þess að breikka Atlantshafið," sagði hann. Frakkar hafa nýlega breytt um stefnu í þessum efnum og vilja að aukið frumkvæði og sjálfstæði Evr- ópuríkja í varnarmálum eigi sér fremur stað innan Atlantshafsbanda- lagsins en utan og í góðri sátt við Bandaríkin. Frakkland og Þýzkaland vilja flölga þeim málaflokkum, þar sem ráðherraráð Evrópusambandsins getur tekið ákvarðanir með atkvæða- greiðslu, þar sem aukinn meirihluti ræður, í stað þess að samhljóða sam- þykkis sé krafizt. Margir telja að sambandið verði nánast óstarhæft, bætist því fleiri aðildarríki án þess að meirihlutaatkvæðagreiðslum verði íjölgað. Frakkar og Þjóðveijar vilja ekki undanskilja öryggis- og varnar- mál í þessu efni. I tillögum þeirra segir að það þýði að ekkert ríki geti beitt neitunarvaldi gegn ákvörðun meirihlutans um að taka þátt í hern- aðaraðgerðum. Hins vegar er ekki fjallað nákvæmlega um hversu stór- an meirihluta þyrfti í ráðinu til að samþykkja sameiginlegar aðgerðir í varnarmálum eða hvernig atkvæði ættu að skiptast á mili aðildarríkjá. Ein greining á stöðunni í stað fimmtán Frakkland og Þýzkaland eru sam- mála um að skipa ætti sérstakan embættismann, aðalritara eða fram- kvæmdastjóra, til þess að stýra mót- un hinnar sameiginlegu varnár- og öryggismálastefnu sambandsins. Hins vegar eru ríkin ekki fyllilega sammála um hlutverk slíks embætt- ismanns. í tillögunum er einnig stungið upp á því að komið verði á fót sérstökum greiningar- og skipulagshópi ESB í varnar- og öryggismálum, „til þess að við höfum ekki áfram 15 mismun- andi greiningar á stöðunni í upphafi sérhverrar deilu i alþjóðamálum," eins og Klaus Kinkel orðar það. Best í Hamborg, Brussel og París Brussel. Reuter. RÍKUSTU svæði Evrópusambands- ins eru borgirnar Hamborg, Brussel og París, samkvæmt upplýsingum Eurostat, byggðum á hagtölum árs- ins 1993, þar sem þjóðarframleiðsla á mann er greind allt niður í ein- stakar borgir. Auðlegðin er mest í Hamborg sem fær einkunnina 190 en ESB- meðaltalið er 100 vísitölustig. Brussel er í öðru sæti með 182 og París eða nánar tiltekið Ile-de- France, París og úthverfi, í þriðja sæti með 166. I neðstu sætunum er að finna borgina Alentejo í Portúgal og Az- or-eyjar með 42 stig. Ekkert svæði í Grikklandi, Portúgal og Spáni nær ESB-meðaltalinu þó að Madrid og Balear-eyjarnar komist nærri því með 99 stig. Það kemur á óvart að ef Stokk- hólmur er undanskilinn eru öll hér- uð Svíþjóðar undir meðaltalinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.