Morgunblaðið - 29.02.1996, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 29.02.1996, Blaðsíða 20
20 FIMMTUDAGUR 29. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Steve Forbes sigraði í forkosningum repúblikana í Arizona Baráttan getur staðið fram að landsfundi Phoenix; Reuter. Ættmenni Kamel- bræðra drepin? ÍRASKIR stjórnarandstæðing- ar í Amman í Jórdaníu segja að komið hafi til bardaga milli sveita Saddams Husseins og ættmenn tveggja fyrrum tengdasona Iraksforseta, sem voru myrtir í fyrri viku í Bag- hdad. Heimildarmenn sögðu bar- dagana hafa blossað upp á þriðjudag eftir að upplýst var að þeir Saddam Kamel og bróð- ir hans Hussein Kamel hefðu verið myrtir af ættmennum sín- um eftir að hafa snúið heim úr útlegð í Jórdaníu. I fréttum frá írak var fullyrt að ættingjar mannanna hefðu drepið þá til að bjarga heiðri fjölskyldunnar en bræðurnir voru kvæntir tveimur dætrum Saddams Hus- sein. Samkvæmt fréttum AP og frönsku fréttastofunnar AFP sagði talsmaður eins hóps íra- skra útlaga í Lundúnum að 40 ættingjar Saddams Kamels hefðu verið drepnir. Haft var eftir ættmennum Kamel-bræðra í Jórdaníu að tvær systur þeirra, eiginmaður annarrar og öll börn þeirra hefðu verið myrt á mánudag. Fjölmiðlar í Irak hafa ekki minnst á að bardagar hafi brot- ist út og haldið er fast við þá skýringu að ættmenni Kamel- bræðra hafí komið þeim fyrir kattarnef til að forða ættinni frá niðurlægingu. AUÐKÝFINGURINN Steve Forbes vann óvæntan sigur í forkosningum repúblikana í Arizona í fyrradag en Bob Dole sigraði eins og búist hafði verið við í Norður- og Suður-Dakota. Staðan er því jafn óljós og áður og fréttaskýrendur segja, að slagurinn, sem standi nú á milli ijögurra veikra frambjóðenda, geti dregist á langinn allt fram til landsfundar Repúblik- anaflokksins. Forbes fékk 34% atkvæða og alla 39 fulltrúa Arizona samkvæmt regl- um um forkosningar þar og Dole varð í öðru sæti með 30%. Hafði honum verið spáð þriðja sætinu en Pat Buchanan skipaði það með 27% atkvæða. Lamar Alexander fékk ekki nema 7% atkvæða en hann lagði litla áherslu á þessi þrjú ríki en einbeitti sér þess í stað að Suðurríkjunum þar sem kosið verður í næstu viku. Þessi niðurstaða þýðir það, að það eru engar hreinar línur í forkosninga- baráttunni ennþá og fjórir frambjóð- endur eiga enn möguleika, Dole, Forbes, Buchanan og Alexander. Hún hefur líka dregið úr þeim vonum Doles, að Forbes og Alexander helt- ust fljótt úr lestinni þannig að and- stæðingar Buchanans gætu fylkt sér um hann. Forbes með flesta fulltrúa Forbes hæddist í gær að þeim, sem höfðu afskrifað hann eftir ósigurinn í New Hampshire en Forbes sigraði síðan í forkosningunum í Delaware og nú í Arizona. Hann er kominn með stuðning 60 landsfundarfull- trúa, Buchanan með 39 og Dole 35 en til að vera útnefndur forsetafram- bjóðandi og keppinautur Bill Clintons forseta í kosningunum 5. nóvember þarf stuðning 996 fulltrúa. Clinton þarf ekki að kljást við neinn um útnefningu demókrata og samkvæmt skoðanakönnunum mun hann sigra í forsetakosningunum hver sem frambjóðandi repúblikana verður. Samkvæmt útgöngukönnunum voru það skattamálin, sem vógu þyngst hjá repúblikönum í Arizona, en Forbes vill stokka upp tekjuskatts- kerfíð og setja á einn flatan skatt. 260 millj. kr. í áróður Dole sagði í gær, að úrslitin í Arizona mætti rekja til fjárausturs Forbes, sem væri að reyna að kaupa sér útnefningu með ættarauðnum en talið er, að hann hafi varið 260 millj- ónum ísl. kr. til áróðurs í Arizona. Dole kvaðst hins vegar ánægður með sigurinn í Dakota-ríkjunum, ná- grannaríkjum heimaríkis hans, Kansas, en Dole hefur mestan stuðn- ing í bændasamfélögunum á þeim slóðum. Buchanan viðurkenndi, að hann hefði orðið fyrir vonbrigðum með niðurstöðuna í Arizona en margir höfðu spáð honum betra gengi. „Baráttan stendur á milli fjögurra veikra frambjóðenda, enginn þeirra höfðar til breiðs hóps og enginn virð- ist fær um að taka afgerandi for- ystu,“ sagði Patrick Kinney, stjórn- málafræðingur við Arizona-háskóla, og stjórnmálaskýrendur eru farnir að velta þeim möguleika fyrir sér, að enginn frambjóðendanna fái þann fulltrúafjölda, 996, sem þarf til að tryggja útnefningu. Það hefur ekki gerst hjá repúblik- önum síðan 1948 en kallar óhjá- kvæmilega á samninga milli fram- bjóðenda og jafnvel hrossakaup og hugsanlega fleiri en eina atkvæða- greiðslu á landsfundinum. Nýja England í næstu viku Kinney spáir því, að Dole muni bera sigur úr býtum á endanum en það hljóti að vera mikið áhyggjuefni fyrir hann, að um 75% repúblikana vilja augljóslega sjá einhvem annan takast á við Clinton. Forkosningar verða í Suður-Karól- ínu á laugardag og í átta ríkjum á Nýja Englandi nk. þriðjudag. Það getur skipt sköpum fyrir Dole, að hann vinni í Nýja Englandsríkjunum en hugsanlegt er, að Forbes velgi honum undir uggum þar og einnig í New York 7. mars. Sumir segja, að í þessari kosningabaráttu sé helst beðið eftir því hvort og hvenær Dole komi fram með einhveija stefnu. Fundir hans hafa verið illa sóttir og hann hefur virst þreyttur og andlaus. „Það er ástæða til að velta því fyrir sér hvort hann vilji í raun verða forseti. Inntakið í ræðum hans virð- ist vera þetta: Ég hef staðið í þessu frá upphafí vega og nú er komið að mér,“ sagði David Lublin, stjórn- málafræðingur við háskólann í Suð- ur-Karólínu. i u ^Á 1 * ’-V :>V:x| f MRJWkt 1 Jf Reuter STEVE Forbes fagnaði sigri sínum í Arizona með stuðningsmönnum sínum í gær en hann hlaut alla 39 fulltrúa ríkisins samkvæmt reglum, sem þar gilda. Að baki honum á myndinni eru dætur hans þrjár, Roberta, Sabina og Moira. Eiginkona ítalska tenórsöngvarans Pavarottis æf yfir ást hans á ungri konu Róm. Reuter, The Daily Telegraph. EIGINKONA ítalska tenórsöngvar- ans Lucianos Pavarottis er fokreið vegna frétta um að hann sé í þingum við einkaritara sinn, 26 ára konu. ítölsk dagblöð birtu á þriðjudag opið bréf eiginkonunnar, Adua Pavarotti, þar sem hún varar stórtenórinn við því að með því að kasta frá sér 35 ára hjónabandi vegna ástarævintýris með ungri konu gæti hann kallað yfir sig einmanalegt líf og hugarvíl í ellinni. Pavarotti er sextugur og orðrómur hefur lengi verið á kreiki um að hann hafi fengið ást á Nicoletta Manto- vani, sem hefur verið einkaritari hans í tvö ár. Vinsælt ítalskt tíma- rit, ’Chi, birti í vikunni sem leið myndir af söngvaranum kyssa og faðma konuna á baðströnd á Barba- doseyju í Vestur-Indíum nýlega. Þau voru þar að fagna frækilegri frammi- stöðu hans í uppfærslu á La Boheme eftir Puccini í Tórínó. Farsælu hjónabandi fórnað Adua minnti eiginmann sinn á að hún hefði ávallt stutt hann með ráð- um og dáð í 35 ára hjónabandi þeirra og stuðlað þannig að miklum frama Gæti kallað yfir sig einsemd í ellinni hans. Hún spáði því að hann ætti fyrir höndum einmana- legt líf í ellinni ef hann yfir- gæfi sig og kastaði þessu farsæla hjónabandi fyrir róða. „Þegar sólin tekur að setjast verður einmana- og vanmetakenndin, sem hijá- ir einkum þá sem hafa náð miklum árangri, að eiga hald og traust í gömlum og rótgrónum samböndum," skrifaði hún og bætti við að slík sambönd hefðu átt sinn þátt í mikilli vel- gengni söngvarans. „Hann glatar þessu öllu og þarf að byggja upp eitthvað nýtt, eitthvað sem honum hefur örugglega verið lofað að yrði betra, en þegar menn standa á sex- tugu verða þeir að staldra við og athuga hvort þetta sé rétt.“ Adua skrifaði að margar konur hefðu fellt ást til Pavarottis en hann hefði hingað til brugðist af skyn- semi og varfærni við hrifn- ingu þeirra. „í þetta sinn, ef til vill vegna aldursins og áleitninnar sem hann varð fyrir, hefur hann hins vegar hegðað sér á þann hátt að ekki verður aftur snúið og hann stendur nú frammi fyrir vali sem ég vona að færi honum hamingju. En ég tel að eftir skammvinna ástarsælu geti þetta reynst honum hættulegt og valdið honum hugarangri." Adua neitaði fréttum um að hún ætti í deilum við Pavarotti um skipt- ingu eigna þeirra og sagði að þau hefðu alltaf haldið eignum sínum aðskildum. Luciano Pavarotti „Eftirlætisstelpan í kvennabúrinu" ’Chi birti gáskafullt viðtal við Pa- varotti sem tekið var eftir að ljós- myndari tímaritsins hafði sýnt söngvaranum myndirnar. Hann hafði áður haldið því fram að samband þeirra væri aðeins andlegt en í viðtal- inu neitaði hann því ekki að tekist hefðu ástir með þeim. „Við Nicoletta erum mjög ham- ingjusöm og það sést. Að fela það eða að neita því væri glæpur," sagði hann. „Koss? Hvað með það? Allt annað væri áhyggjuefni. Eg kyssi alltaf stelpur og ég hef kysst þær margar á ævinni. Einkum fallegar stelpur." „Nicoletta er stelpa eins og allar hinar í hesthúsinu mínu. Ég tók hana með mér til að mér leiddist ekki. Nicoletta er eftirlætisstelpan í öllu kvennabúrinu mínu,“ bætti stórten- órinn við og skellihló. Ér blaðamenn spurðu Pavarotti hvort hann teldi ekki að eiginkonan kynni að hafa skoðun á þessu hvatti hann þá til að snúa sér beint til henn- ar. Palme- málið leyst á árinu? ANDERS Helin, aðalsóknarinn í Palme-málinu, sagði í gær að morðmálið kynni að verða leyst síðar á árinu þótt hann teldi ný réttarhöld ólíkleg. Þess var minnst í gær að tíu ár eru liðin frá því Olof Palme var myrtur á götu í Stokkhólmi og margir borgarbúar lögðu blóm á gang- stéttina þar sem hann var ráð- inn af dögum. Kveikt var á kertum og margir skildu eftir miða þar sem þeir lýstu aðdáun sinni á Palme. Mannskæðar farsóttir í Nígeríu ALVARLEGAR farsóttir kost- uðu um 15.000 manns lífið í Kano í norðurhluta Nígeríu í febrúar, að sögn heilbrigðis- málaráðherra landsins í gær. Fólkið lést af völdum heila- himnubólgu, mislinga, kóleru og alvarlegs niðurgangs Lýst verður yfir neyðarástandi á svæðinu í næstu viku verði ekk- ert lát á farsóttunum. Agnelli lætur af störfum GIANNI Agnelli lét í gær af störfum sem stjórnarformaður Fiat, stærsta einkafyrirtækis Ítalíu, vegna aldurs. Hann verð- ur 75 ára í mars og hafði stjóm- að fyrirtækinu í þijá áratugi. Morð vekja óhug á Italíu MIKILL óhugur er í íbúum ít- alska fjallabæjarins Merano vegna fjögurra morða þar á þremur vikum. Ungur verka- maður var skotinn til bana þeg- ar hann beið eftir unnustu sinni við bókaverslun í fyrrakvöld. Ungur maður hafði verið hand- tekinn vegna fyrri morðanna þriggja en hann hefur haldið fram sakleysi sínu. Tveir urðu úti í Frakk- landi TVEIR franskir drengir, annar sex ára og hinn átta ára, urðu úti í suðurhluta Frakklands fyrr í vikunni. Að sögn lögreglu voru drengimir á gönguskíðum með foreldrum sínum og eldri bróður þegar íjölskyldan villtist skammt frá bænum Albi. Fjöl- skyldan lét fyrir berast úti um nóttina og þegar fóðumum tókst að hafa uppi á björgunarmönn- um vom drengirnir tveir látnir. Marquez fordæmir spillingu NÓBELSSKÁLDIÐ Gabriel Garcia Marquez fordæmdi í gær ríkjandi stétt í Kólumbíu og sagði að spillingarmálið, sem nú væri að ríða Ernesto Samper forseta á slig væri aðeins eitt dæmi af mörgum. „Mál hans er aðeins lítið ein- kenni hins sanna þjóðarharm- leiks, sem er siðferðisgjaldþrot valdastéttarinnar," sagði Marquez í blaðaviðtali.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.