Morgunblaðið - 29.02.1996, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 29.02.1996, Blaðsíða 29
28 FIMMTUDAGL'R 29. FKBRÚAR 1996 MORGUNBLADID MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. FEBRÚAR 1996 29 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. LÆRDOMUR FORKOSNINGA FYRIR upphaf forkosninga Repúblikanaflokksins í Bandaríkj- unum var talið næsta víst að Bob Dole, leiðtogi flokksins í öldungadeild þingsins, myndi eiga auðvelt með að ná útnefn- ingu. Annað hefur hins vegar komið á daginn. Þótt Dole hafi unnið sigur í forkosningum í Dakota-ríkjunum og á kjörfundi í Iowa hafa sigrar hans verið naumir og hann hefur tapað mörgum mikilvægum kosningum fyrir helstu keppi- nautum sínum, þeim Pat Buchanan og Steve Forbes. ' Einna mest hefur komið á óvart í hversu góðan jarðveg mál- flutningur þeirra Buchanans og Forbes hefur fallið til þessa hjá almenningi. Hvorugur þeirra telst til hins „hefðbundna" hóps stjórnmálamanna. Forbes er auðjöfur úr viðskiptalífinu og ný- græðingur í stjórnmálum. Buchanan á fortíð sem stjórnmálaskýr- andi í sjónvarpi og blöðum en hefur þó áður tekið þátt í forkosn- ingum. Hann hefur í málflutningi sínum hamrað á andstöðu við „valdakerfið" og gerst talsmaður efnahagslegrar einangrunar- hyggju. Forbes aftur á móti hefur nær einskorðað sig við eitt stefnumál, mikla einföldun á bandaríska skattakerfinu. Dole, sem verið hefur í forystusveit repúblikana um árabil og keppir nú að því að ná tilnefningu flokksins sem forsetaefni í þriðja skipti, hefur rekið kosningabaráttu sína á hefðbundnum málflutningi og ekki hlotið hljómgrunn meðal kjósenda. Þetta er vissulega ekki í fyrsta skipti sem pólitískir utangarðs- menn hrista upp í forsetaslag í Bandaríkjunum. Má nefna sigra Buchanans í forkosningum árið 1992, umtalsvert fylgi sjón- varpspredikarans Pat Robertsons árið 1988, stuðning við blökku- mannaleiðtogann Jesse Jackson og forsetaframboð Ross Perots í síðustu kosningum. Af niðurstöðum í forkosningum repúblikana til þessa má ráða að mikillar óánægju gæti meðal kjósenda, þótt vissulega geti verið varhugavert að alhæfa um almenningsálitið út frá þeim er þátt taka í forkosningum. Viðhorfskannanir benda samt einn- ig til að stór hluti bandarísku þjóðarinnar hafi áhyggjur af efna- hagslegu öryggi sínu þrátt fyrir að hagtölur bendi til uppsveiflu á flestum sviðum bandarísks efnahagslífs. Bandaríkjamenn hafa áhyggjur af glæpum og hvernig bandarískt samfélag er að þróast. Þegar svo er komið eiga stjórnmálamenn er bjóða upp á ein- faldar lausnir á flóknum vandamálum oft á fengsæl mið að róa. Auðvitað myndi efnahagsleg einangrunarstefna ekki leysa neinn vanda heldur þvert á móti grafa undan velmegun almennings. Stjórnmálasaga Bandaríkjanna, jafnt sem Evrópu, sýnir hins vegar að auðveldara er að kenna utanaðkomandi aðilum um ástandið, hvort sem reiðin beinist gegn Japönum, gyðingum eða frjálsum alþjóðaviðskiptum sem slíkum. Litlar líkur eru þó á að Buchanan eða Forbes verði að lokum forsetaefni repúblikana. Reynslan sýnir að slíkir frambjóðendur eigi litla sem enga möguleika í forsetakosningum þó að þeir geti unnið hylli flokksmanna í forkosningum. Er skýrasta dæm- ið þar um líklega forsetaframboð Barrys Goldwaters árið 1964, þótt íhaldsstefna hans hafi vissulega verið annars eðlis en sú stefna, sem Buchanan boðar nú. Velgengni þeirra hefur hins vegar mikil áhrif á umræðuna og hætta er á að fleiri bandarísk- ir stjórnmálamenn reyni að bæta stöðu sína með harðskeyttari málflutningi. Þegar upp er staðið verður það líklega helst Bill Clinton for- seti sem nýtur góðs af prófkjörsbaráttu andstæðinganna. Jafn- vel þótt Dole hafi sigur að lokum hefur staða hans veikst það mikið að erfitt mun reynast fyrir hann að koma fram sem sterk- ur frambjóðandi sem Repúblikanaflokkurinn stendur sameinaður á bak við. VEL HEPPNUÐ TÓNLEIKAFERÐ HLJÓMLEIKAFERÐ Sinfóníuhljómsveitar íslands til Banda- ríkjanna hefur tekizt einstaklega vel samkvæmt fréttum og gagnrýni blaða, sem birzt hafa til þessa. Segja má, að hápunkt- ur ferðarinnar hafi verið hljómleikarnir í Carnegie Hall í New York, sem er einn þekktasti hljómleikasalur heims. Ástæða er til að fagna því, hve vel hefur til tekizt og vaxandi velgengni hljóm- sveitarinnar. Ferð sem þessi er mjög mikilvæg fyrir hijómsveitina og hljóð- færaleikarana, sem fá tækifæri til samanburðar við aðrar hljóm- sveitir, kynnast nýjum straumum og fá viðbrögð annarra áheyr- enda en þeir eru vanir heima fyrir. Mikilvægt er fyrir hljómsveit- ina að meta stöðu sína í alþjóðlegu samhengi og stofna til tengsla, sem síðar kunna að verða henni verðmæt. Hljómleikaferðir utanlands eru einnig mikilvægar fyrir íslenzkt tónlistarlíf almennt séð, því þar með skapast möguleikar á að kynna verk íslenzkra tónskálda og gefa íslenzkum einleikurum tækifæri á því að spreyta sig og koma sér á framfæri á alþjóðleg- um vettvangi, þar sem samkeppni er mjög hörð. í Bandaríkjaferðinni réðu heimamenn mestu um verkefnaval og val á einleikurum, en á verkefnaskrá voru m.a. íslenzk og norræn vork, þ.á m. eftir Jón Ix-ifs. Vogur Sinfóníuhljómsveitar íslands hofur farið vaxandi undanfarin ár og onginn vafi leikur á því, að bljómloikar honnar orlondis styrkja þá þróun. NORSKT varðskip reynir að klippa á togvíra Hágangs II á fiskverndarsvæðinu við Svalbarða í júní 1994. íslenzk skip hafa haldið sig frá Svalbarðasvæðinu eftir að Noregur setti hertar reglur um veiðar þar. Málskot til Haag er tví- eggjað vopn Kröfur um að Svalbarðadeilunni verði skotið til Alþjóðadómstólsins í Haag heyrast nú að -----^------------------------- nýju. Olafur Þ. Stephensen segir að mál- sókn gæti reynzt tvíeggjað vopn, ISLENZKIR útgerðarmenn hafa lagt til að deilu íslands og Nor- egs um veiðirétt íslenzkra skipa á fiskverndarsvæðinu við Sval- barða verði skotið til Alþjóðadómstóls- ins í Haag, úr því að hvorki gengur né rekur í samningaviðræðum við Noreg um þorskkvóta í Barentshafi. Undirbúningur að slíku málskoti hefur þegar farið fram í utanríkisráðu- neytinu. Halldór Ásgrímsson utanrík- isráðherra hefur hins vegar sagt að hann telji ákvörðun um að vísa málinu til Haag ekki tímabæra, þar sem enn sé ekki öll von úti um að árangur náist í viðræðum við Noreg og Rúss- land. Norskur fullveldisréttur takmarkaður Til þess að varpa ljósi á þann árang- ur, sem hugsanlega gæti náðst með því að skjóta deilunni til Alþjóðadóm- stólsins, er fyrst nauðsynlegt að rifja upp sögu Svalbarðasvæðisins og deilna um það. Noregur tók við full- veldisréttindum á Svalbat'ða sam- kvæmt Svalbarðasáttmálanum svo- kallaða, sem gerður var árið 1920 sem hluti af þeirri endurskoðun á heims- kortinu, sem fylgdi í kjölfar fyrri heimsstyrjaldarinnar. Svalbarða- samningurinn nær samkvæmt ,orð- anna hljóðan til eyjaklasans og fjög- urra mílna landhelgi út frá honum. Fram til 1920 hafði Svalbarði verið umdeilt einskis manns land. Samn- ingsríkin, sem upphaflega voru níu, urðu sammála um að fá Noregi full- veldisréttinn vegna nálægðar ríkisins við Svalbarða. Hins vegar er fullveld- isréttur Norðmanna takmarkaður mjög með öðrum ákvæðum Svalbarða- sáttmálans. Þannig segir í 2. grein sáttmálans að allir þegnar ríkjanna, sem aðild eiga að honum, skuli hafa jafnan rétt til að veiða dýr eða fisk á eyjunum og í landhelgi þeirra. Noreg- ur skuli setja reglur um nýtingu dýra- og plöntustofna á svæðinu, en þær megi ekki mismuna samningsaðilun- um án nokkurn hátt. I 3. grein segir að allir samningsaðilar skuli hafa jafn- an aðgang að svæðinu og jafnan rétt til að reka þar hvers konar atvinnu- starfsemi á sjó og landi, svo fremi að þeir fari eftir lögum og reglum. Fiskverndarsvæði á veikum grunni Norðmenn lýstu árið 1977 yfir fisk- verndarsvæði 200 mílur út frá strönd- um Svalbarða. Norsk stjórnvöld gættu sín á að gera þetta með vísan til laga um norsku efnahagslögsöguna, sem sett voru árið áður, en ekki til Sval- barðasáttmálans. Norðmenn telja því að Svalbarðasáttmálinn ogjafnræðis- regla hans taki ekki til 200 mílna svæðisins utan fjögurra mílna land- helginnar. Stjórnun þeirra á svæðinu hefur enda öll miðazt að því að hygla norskum fiskiskipum, sem þar veiða. Þetta hefur verið gagnrýnt af flestum nágrannaríkjum Noregs og hafa margir þjóðréttarfræðingar bent á að fullveldisréttur Noregs á Svalbarða sé sprottinn af ákvæðum Svalbai-ða- sáttmálans, og J>ar af leiðandi líka rétturinn til að færa út efnahagslög- sögu. Þótt réttur Norðmanna til að lýsa yfir efnahagslögsögu umhverfis Svalbarða sé út af fyrir sig kannski ekki dreginn í el'a, eigi jafnra'ðisregla sáttmálans að gilda innan svæðisins. Lengi vel viðurkenndi ekkert erlent ríki nema Finnland rétt Norðmanna til að setja einhliða reglur á fiskvernd- arsvæðinu. Nú hefur Kanada reyndar bætzt í hópinn. Norðmenn tóku raunar lengi vel nokkurt tillit til þessarar umdeildu réttarstöðu. Þannig hafa þeir ekki kallað Svalbarðasvæðið norska efna- hagslögsögu, heldur ævinlega talað um fiskverndarsvæði. Og þrátt fyrir að Norðmenn hafi frá 1977 ákveðið kvóta og sett reglur um veiðar á Sval- barðasva'ðinu ferðu þeir lengi vel engin skip til hafnar fyrir brot á þeim reglum. Aðgerðir gegn íslenzkum skipum íslenzkir útgerðarmenn byijuðu að renna hýru auga til Svalbarðasvæð- isins sumarið 1993, eftir að tveir tog- arar, sem sigldu undir fána Dóminík- anska lýðveldisins, hófu þar veiðar og lönduðu aflanum á Þórshöfn. Árið 1994 fór fjöldi íslenzkra togara inn á svæðið og stundaði þar veiðar með góðum árangri. í júní 1994 hóf norska strandgæzl- an í fyrsta sinn aðgerðir gegn kvóta- lausum skipum á Svalbarðasvæðinu er hún klippti á togvíra þriggja ís- lenzkra skipa. í sama mánuði gerðist ísland aðili að Svalbarðasáttmálanum til að styrkja stöðu sína á svæðinu. í ágúst sama ár kom svo Hágangsmál- ið svokallaða upp, en þá færði strandgæzlan togarann Hágang II til hafnar eftir að einn skipveija hafði hleypt af haglabyssu er strandgæzlu- skip reyndi að hindra veiðar skipsins. Skotið var föstum fallbyssuskotum að Hágangi er strandgæzlan reyndi að stöðva skipið. Þegar til kom var út- gerðin ekki kærð fyrir ólöglegar veið- ar, þar sem Norðmenn töldu að þeir hefðu ekki nægilega sterkan laga- grunn til þess. Síðar í mánuðinum var hins vegar gefin út tilskipun, sem veitti strandgæzlunni heimild til að færa alla togara, sem ekki virtu norsk- ar reglur, til hafnar og viðurlög voru hert verulega. í tilskipuninni voru tal- in upp þau ríki, sem ættu rétt til kvóta á Svalbarðasvæðinu og var ísland ekki þeirra á meðal. Dómur í Hæstarétti Noregs á næstu vikum Á grundvelli þessara nýju reglna voru togararnir Björgólfur EA og Óttar Birting teknir við veiðar á Sval- barðasvæðinu og færðir til hafnar í Noregi í september 1994. Þrátt fyrir kröftug mótmæli íslenzkra stjórn- valda, sem lýstu því yfir að fiskvernd- arsvæði Norðmanna hefði ekkert gildi, hafa íslenzkir útgerðarmenn eftir það ekki veitt á Svalbarðasvæðinu svo nokkru nemi, heldur hörfuðu þeir í Smuguna, sem er óumdeilanlega al- þjóðlegt hafsvæði. Það kom Norð- mönnum nokkuð á óvart að á seinasta ári náðu íslenzku skipin jafnmiklum afla í Smugunni einni og þau náðu í Barentshafinu árið 1994, á meðan þau höfðu enn aðgang að Svalbarðasvæð- inu. Útgerðarmenn vildu auðvitað ekki leggja skip sín og veiðarfæri í þá liættu að Norðmenn gerðu þau jafn- vel upptæk. Sem stendur er þeim því nauðugur einn kostur að virða veiði- bann Norðmanna í reynd. Útgerðir skipanna, sem voru fauð til hafnar, hafa hins vegar rekið mál fyrir norsk- um dómstólum og má á næstu vikum búast við dómi í Hæstarétti Noregs um það, hvort stjórnvöldum hafi verið heimilt að norskum lögum að taka skipin. Ekki er hins vegar víst að rétt- urinn dæmi um þjóðréttarskuldbind- ingar Noregs í þessu efni. Þess vegna þarf að öllum líkindum dóm í Haag til að koma réttarstöðunni á Sval- barðasvæðinu á hreint. Norðmenn krefjast viðurkenningar á fiskverndarsvæðinu Nauðsynlegt er að gera greinarmun á Smugunni, sem er alþjóðlegt haf- svæði, og á Svalbarðasvæðinu. Al- mennt er litið svo á að samþykkt út- hafsveiðisáttmála Sameinuðu þjóð- anna hafi styrkt stöðu íslands í við- ræðum um kvóta í Smugunni. Sam- þykkt sáttmálans breytir hins vegar ekki miklu um Svalbarðadeiluna, sem snýst fyrst og fremst um sáttmálann frá 1920. Hins vegar tengjast deilurnar um svæðin tvö auðvitað mjög náið. Þann- ig líta margir svo á að hótun um málssókn vegna Svalbarðamálsins geti þrýst á Norðmenn að semja um Smuguna. Norðmenn hafa gert þá kröfu í viðræðunum, sem fram hafa farið um kvóta íslendinga í Barents- hafi, að ísland falii frá áformum um málssókn og viðurkenni fiskverndar- svæðið við Svalbarða. Islenzk stjórn- völd hafa svarað því til að ekki komi til greina að viðurkenna fiskverndar- svæðið. Hins vegar sé til í dæminu að falla frá málssókn gegn því að fá að veiða þann þorskkvóta, sem ísland kynni að fá í samningum, á Svalbarða- svæðinu jafnt og í Smugunni eða norskri lögsögu, eða með öðrum orð- um þar sem fisk er að fá. Þannig verði tryggt að ísland nái öllum þeim kvóta, sem um kann að semjast. ís- lendingar hafa jafnframt sagt að þeir muni áfram áskilja sér rétt til nýting- ar allra annarra auðlinda á og við Svalbarða, sem aðildarríki Svalþarða- sáttmálans. Þar á meðal muni íslend- ingar áskilja sér rétt til að nýta aðra fiskistofna en þorsk, sem finnast á svæðinu, til dæmis rækju. Er hótun bezt sem hótun eða á að gera alvöru úr henni? Sendiráðið í Berlín fer brátt á teikniborðið LÍKAN af sendiráði Norðurlandanna í Berlín séð úr lofti frá horni Rauchstrasse og Klingelhöfen. Lengst til vinstri innan koparskermsins er danska sendiráðið og réttsælis frá þvi er íslenska sendiráðið, norska sendiráðið, sænska sendiráðið, finnska sendiráðið og sameiginleg bygging norrænu sendiráðanna. Norrænu sendiráðin innan koparskerms Sú spurning, sem íslenzk stjórn- völd standa frammi fyrir í þessu máli, er sú hvort sé áhrifameira, að láta hótunina um málssókn vofa yfir Norðmönnum eða að gera alvöru úr henni. Hótunin ein og sér heldur Norðmönnum í nokkurri óvissu, og á það hefur verið bent að dómur, sem fellur þeim í óhag, hafi ekki aðeins áhrif á fiskveiðiréttindi á Svalbarða- svæðinu, heldur einnig t.d. réttindi til olíuvinnslu og nýtingar annarra auðlinda á hafsbotninum. Ef íslend- ingar skytu málinu til Haag gæti það hins vegar siglt viðræðum um Smuguna endanlega í strand og þannig útilokað möguleika íslands á að semja um kvóta á alþjóðlega haf- svæðinu samkvæmt reglum Samein- uðu þjóðanna. Og þótt dómur félli, gæti hann orðið með þeim hætti að báðir töpuðu og hvorugur ynni. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins telja þjóðréttarfræðingar, sem ríkisstjórnin hefur ráðgast við, ekki ósennilegt að Alþjóðadómstóll- inn myndi komast að þeirri niður- stöðu að Noregi sé heimilt að setja reglur á fiskverndarsvæðinu við Svalbarða. Hins vegar megi þær ekki mismuna aðildarríkjum Sval- barðasáttmálans. Þess vegna beri að úthluta aðildarríkjunum kvóta sam- kvæmt jafnræðisreglu. Þessi niður- staða myndi vissulega veikja stöðu Norðmanna, en ekki er víst að Island myndi græða á henni þar sem íslenzk skip hafa takmarkaða veiðireynslu á Svalbarðasvæðinu og ísland væri því ekki í stöðu til að krefjast kvóta í neinni líkingu við það, sem veitt hefur verið í Barentshafínu undanfarin tvö ár. Önnur hugsanleg niðurstaða dóms gæti orðið sú, að um Svalbarðasvæðið gildi einfaldlega sömu reglur og um úthafið. Þá væru íslendingar aftur í slakri stöðu vegna lítillar veiðireynslu, enda hafa íslenzk skip nú veitt minna á Svalbarðasvæðinu en t.d. í Smug- unni. Málskot til Haag getur því reynzt tvíeggjað vopn, og því er engin furða að íslenzk stjórnvöld vilji bíða og sjá hvernig viðræðunum við Noreg og Rússland vindur fram. EFNT verður til samkeppni 5. mars næstkom- andi meðal íslenskra arkitekta um hönnun íslenska sendiráðsins sem byggt verður í sam- vinnu við hin Norðurlöndin í Berlín. Búið er að hanna skipulag sendiráðslóðarinnar. Sam- kvæmt núverandi verkáætlun eiga sendiráðin að vera fullgerð í apríl 1999. SVÍ AR og Finnar ásamt sam- bandslýðveldinu Hessen og Berlínarborg áttu lóðina en hverfið var sprengt í loft upp í síðari heimsstyijöldinni. Svíar og Finnar seldu þá lóðirnar til þýsku sambandsstjórnarinnar á sjöunda áratugnum. Norrænu sendiráðin verða í Tier- garten, á mótum Klingelhöfen og Rauchstrasse. í þessu hverfi er ráð- gert að sendiráð fleiri landa rísi og íbúðahverfi. Skammt frá er aðal- verslunargata borgarinnar, Kur- furstendamm. í næsta nágrenni er forsetahöllin og þinghúsið, Reichstag. Brandenborgarhliðið er í um tveggja kílómetra fjarlægð frá byggingar- lóðinni. Sendiráðin verða ....... á einum eftirsóttasta byggingar- stað í Berlín og kostaði lóðin, sem er um 7.500 fermetrar, 31 milljón þýskra marka, sem er um 1.360 milljónir ÍSK, eða um 180 þúsund kr. fermetrinn. Áætlaður heildar- kostnaður er um þrír milljarðar króna, þar af er áætlaður kostnaður íslendinga um 200 milljónir kr. Koparskermur sem borgarmúr Steindór Guðmundsson, for- stöðumaður Framkvæmdasýslu rík- isins, sem leiðir íslensku byggingar- nefndina, segir að mikill áhugi sé fyrir skipulagsmálum í Berlín og þau I mun betri farvegi en víðast Sérstaöa Is- lands mörkuð í verðlaunatil- lögunni hvar annars staðar. Skipulagsyfir- völd í Berlín hafi lýst yfir miklum áhuga á því að Norðurlandaþjóðirn- ar reistu sendiráð sín í borginni, enda einstætt að fimm þjóðir taki sig saman og byggi nánast eitt og sama sendiráðið. „Mér finnst að ákaflega merkileg alþjóðapólitísk yfirlýsing felist í því að Norðurlöndin ætli að byggja þarna saman. Verkefnið er staðfest- ing á skyldleika og vinfengi þjóð- anna og viðhorf Þjóðveija til sam- vinnunnar sýnir hvernig þeir líta til Norðurlandanna. Þeim finnst eðlilegt að þau ætli að byggja þarna saman nánast sama sendiráðið,“ segir Steindór. Þrátt fyrir skyldleika eiga þjóðirnar fimm hver sín séreinkenni í menningu. Fimm arkitektar, einn frá hveiju Norður- landanna, verða fengnir til að teikna húsin. í þeim tilgangi að tengja húsin saman í eina heild er gert ráð fyrir í verðlaunatillögu arkitektanna Alfred Berger og Tiina Parkkinen, sem annast skipulagningu svæðis- ins, að grænn koparveggur verði látinn umlykja sendiráðin. Hug- myndin að baki koparveggnum er sú að innan hans rísi lítil borg. Til að undirstrika enn frekar borgar- hugmyndina verða stræti eða götur á milli sendiráðanna. Innan lóðar- innar verða vötn eða síki sem eiga að tákna hafið sem aðskilur þjóðirn- ar. Húsin innan veggsins verða sex, eitt fyrir sendiráð hverrar þjóðar og eitt sameiginlegt hús, sem Berg- er og Parkkinen teikna. Sendiráðin liggja í enda byggðarinnar í Tier- garten og tengja saman skóginn og borgina. Þegar fyrst var farið að huga að skipulagi lóðarinnar kom fram að líorðmenn vildu að reistar yrðu fjór- ar jafnstórar byggingar fyrir sendi- ráðin auk sameiginlega hússins. Ein tillagan var í þá veru að ekki væri þörf fyrir sé''stakt sendiráð fytál Island. Gert v ir ráð fyrir því að íslenska sendiráðið yrði lítil bygging ofan á því norska. Steindór segir að sérstaða íslands sé mjög mörkuð í verðlaunatillög- unni. íslenska sendiráðið sé einna mest áberandi vegna smæðarinnai'. Hin sendiráðin fjögur séu 'T1 af svip- aðri stærð. Samkeppnin hefst í mars 22. mars verður opnuð sýning í Norræna húsinu með tillögum sem- bárust í samkeppnina um skipulags- hönnunina. Alls tóku 220 manns þátt í henni, þar af fjórir Islending- ar. Á sýningunni verða sýndar verð- launatillögurnar fimm og ísiensku tillögurnar fjórar. Aðrar tillögur verða sýndar á skyggnum. Efnt verður til samkeppni meðal arkitekta á öllum Norðurlöndunum um hönnun sjálfra húsanna. I Sví- þjóð, Noregi og Danmörku verða samkeppnirnar lokaðar en á ísland: og Finnlandi verða þær opnar ölluir arkitektum viðkomandi landa. Is- lenska samkeppnin hefst væntan- lega 5. mars næstkomandi og skila- dagur er 30. apríl 1996. Islensk dómnefnd mun velja fimm tillögur sem koma til greina til verðlauna. Þær verða síðan kynntar dómnefnd- um allra Norðurlandanna á fundj í Berlín 20. maí næstkomandi. Is lenska dómnefndin mun að þv loknu raða íslensku tillögunum sæti. Tilkynnt verður um vinnings- hafa 4. júní.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.