Morgunblaðið - 29.02.1996, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 29.02.1996, Blaðsíða 32
32 FIMMTUDAQUR 29. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Hver verður framtíð jarðvísinda á Islandi? í SEPTEMBER á síðasta ári skipaði iðn- aðarráðherra nefnd til að endurskoða þann þátt orkulaga sem fjall- ar um Orkustofnun. Nefnd iðnaðarráð- herra skilaði áfanga- skýrslu í desember síð- astliðnum. Undirritað- ur hefur kynnt sér þá skýrslu og fylgst nokk- uð með þeirri umræðu sem hefur orðið í kjöl- farið. Nefndin leggur til „að starfsemi Orku- stofnunar verði skipu- lögð þannig að hún verði stjómsýslustofn- un sem afli og varðveiti þekkingu á sviði orkumála og auðlinda og sé ráðherra til ráðgjafar. Vinna við rannsókna- og þjónustuverkefni sem í dag er unnin hjá stofnuninni verði framvegis boðin út og/eða keypt af einkaaðilum eins og frekast er unnt.“ Ennfremur segir í áfangaskýrsl- unni: „Nefndin áætlar að til að sinna ofangreindum starfsþáttum þurfi stofnunin allt að 20 starfsmenn ...“ ... „Samkvæmt tillögunni er stefnt að því að í árslok 1997 verði öll vinna við rannsókna- og þjónustuverkefni Orkustofnunar keypt á almennum markaði ...“ 'Rökstuðning fyrir áætluninffPtím stærð nýrrar Orkustofnunar er ekki að fínna í skýrslunni. Ekki kemur heldur fram hvers konar starfsmenn stofnunin þurfí (sérfræðinga, stjórn- ai-menn, aðstoðarfólk o.s.frv.) Það má vera að einhverjar áætlanir liggi að baki þessari tölu. Ekki er þó vitn- að til þeirra í nefndri skýrslu. Endurskoðun og endurskipulagn- ing Orkustofnunar varðar tvö mál: Annars vegar orkumál og hins vegar jarðvísindi. Á íslandi starfa nú rúm- lega 100 einstaklingar við jarðvís- indi. Flestir eru jarðvís- indamenn en nokkrir eðlisfræðingar, efna- fræðingar og verkfræð- ingar starfa einnig að jarðvísindum. Orku- stofnun er langstærsti vettvangur fyrir rann- sóknir og þjónustu í jarðvísindum á íslandi. Jarðvísindi er sú grein raunvísinda sem Islendingar hafa náð hvað mestum árangri Gjaldeyristekjur af jarðvísindalegri starf- semi hafa verið og eru umtaisverðar. Þannig nema fjárveitingar til Norrænu eldfjallastöðvarinnar og framlög tií Jarðhitaskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna (gjaldeyristekj- ur) um þriðjungi þess fjár sem ís- lenska ríkið leggur til rannsókna og athugana í jarðvísindum og er þá öll kennsla í jarð- og landafræði við Háskóla íslands meðtalin. Vegna þess að endurskoðun Orku- stofnunar varðar í raun fyrst og fremst endurskoðun á jarðvísinda- legri starfsemi hefði verið nauðsyn- legt að meðal nefndarmanna væri einhver sem byggi yfír öflugri reynslu í jarðvísindarannsóknum. Ef tillögum nefndarinnar yrði fylgt eft- ir biði íslenskt þjóðfélag tjón af, jarð- vísindalegri þekkingu i landinu mundi hraka, virkjun orkulindanna yrði dýrari sem og rekstur jarðhita- svæða og möguleikar á gjaldeyrisöfl- un með því að selja jarðvísindalegt hugvit myndu minnka. Með þessu er ég þó alls ekki að segja að ekki megi hrófla við Orku- stofnun. Þvert á móti tel ég að end- urskoðun á starfsemi hennar sé löngu tímabær. En eigi sú endur- skoðun að verða sem árangursríkust verða einstaklingar með sem mesta reynslu af jarðvísindum og skipu- lagningu rannsókna að koma að Endurskoðun á starf- semi Orkustofnunar, segir Stefán Arnórs- son, varðar fyrst og fremst endurskoðun á jarðvísindalegri starfsemi. henni. Allir hljóta að vera sammála um að þróunin eigi að vera á þann veg að nýting orkulindanna verði hagkvæmari og vistvænni og að gjajdeyristekjurnar aukist. Ég fæ ekki séð hvernig stjórn- sýslustofnun eigi að afla og varð- veita þekkingu á sviði orkumála og auðlinda nema með því að starfs- menn hennar stundi rannsóknir. Megintilgangur rannsókna er ná- kvæmlega sá að varðveita þekkingu og afla nýrrar. Til þess að stunda rannsóknir _ þarf tækjabúnað og bókasafn. Á stjómsýslustofnun að vera rannsóknarstofnun sem vinnur að rannsóknum sínum með því kaupa þær að? Eiga starfsmenn stjórnsýslustofnunarinnar að hafa hjá sér bækur og tímarit til þess að fylgjast með hvað er að gerast í þekkingarsköpun erlendis? Eiga þeir að sækja ráðstefnur og fundi erlend- is í sama tilgangi? Það er hefð fyrir því að þeir sem sækja slíkar ráð- stefnur geri þar grein fyrir sínum eigin rannsóknum. Á ráðstefnum skiptast menn á skoðunum. Lykillinn að ábatasömum skoðanaskiptum er kynning á rannsóknarniðurstöðum sem vekja áhuga. Þeir sem stunda rannsóknir með árangri afla reynslu og skapa nýja þekkingu. Þessi þekk- ing verður ekki nýtt svo vel sé nema rannsóknarmenn njóti viss frum- kvæðis. Eðlilegt frumkvæði þeirra yrði afnumið með því fyrirkomulagi Stefán Arnórsson að koma á fót stjórnsýslustofnun eins og nefnd iðnaðarráðherra legg- ur til. íslenskt þjóðfélag er dvergvaxið og stærð markaðar fyrir jarðvísindi eftir því. Skipulag rannsókna í jarð- vísindum verður að taka mið af þessu. Öflug jarðvísindi byggðust upp á Orkustofnun á sínum tíma vegna þess að orkugeirinn hafði þörf fyrir slíka starfsemi. En jarð- vísindin eru til fleiri hluta gagnleg en fyrir nýtingu orkuauðlindanna og því hafa jarðvísindamenn innan Orkustofnunar tekið að sér marg- þætta jarðvísindalega starfsemi sem ekki heyrir undir orkumál. Jarðvísindi á Orkustofnun hafa þannig ekki aðeins snúist um vatns- afl og jarðhita, heldur hafa þau einnig tekið til annarra auðlinda svo sem kalds grunnvatns til neyslu og iðnaðar. Það er ekki ný hugmynd að breyta Orkustofnun. Sjálfur taldi ég og fleiri jarðfræðingar fyrir um 20 árum, en þá vann ég hjá Orkustofn- un, að tímabært væri að breyta henni í jarðvísindastofnun og að hún skyldi heyra undir nýtt ráðuneyti, vísinda- ráðuneyti. Umhverfisráðuneyti hef- ur ' nú verið stofnað. Það kemur í stað vísindaráðuneytis. Það má heyra í fréttum nær dag- lega að náttúrufræðingar og aðrir raunvísindamenn í veröldinni standi fyrir sjónarmiðum sem virðast stangast á við hagkvæmnisjónarmið. Mengun, ofveiðar, hvers konar spill- ing á auðlindum jarðar eru mál sem náttúrufræðingar láta til sín taka. Þegar öllu er á botninn hvolft eru viðhorfín þó ekki svo andstæð. Hag- kvæmnisjónarmiðin eru a.m.k. oft skammtímasjónarmið, en raunvís- indin leggja áherslu á langtímasjón- armið. Rannsóknir í raunvísindum eins og jarðvísindum verður að skipu- leggja á grundvelli langtímasjón- armiða. Ýmsir möguleikar koma vafalaust til greina varðandi skipu- lag jarðvísinda hér á landi. Breyta mætti hlutverki Orkustofnunar og útvíkka þannig að stofnunin þjóni jarðvísindum og þeim sem hafa hag af því að nýta sér jarðvísindalega þekkingu. Það ætti að vera hverjum manni ljóst að hlutverk náttúruvís- inda í dag er ekki aðeins að vinna að hagnýtingu náttúrurauðlindanna, heldur einnig að vinna að skynsam- legri nýtingu þeirra með verndunar- sjónarmið í huga. Það sem mér hefur alltaf þótt há efnislegri umræðu um rannsóknir hér á landi er merking, eða öllu heidur merkingarleysi, orðsins rann- sókn. Orð með ólíka merkingu á ensku (og á öðrum tungumálum) eins og research, investigation, study, testing og analysis eru öll þýdd með orðinu rannsókn. Hér er ef til vill að hluta að finna orsakir þess skoðanamunar sem er til staðar um endurskipulagningu Orkustofn- unar. Þegar ég fjalla um rannsóknir er það í merkingunni „research“, en aðrir nota orðið í víðari merkingu. Öll sú starfsemi sem hér á landi er talin til rannsókna hefur vissulega sitt gildi en hún er ólík í eðli sínu og útheimtir mjög svo mismunandi mannafla. Prófanir hvers konar og ýmisleg jarðfræðileg þjónusta geta verið hjá einkafyrirtækjum og ríkis- valdið á ekki að koma þar nærri, fyrst og fremst vegna þess að þar er um vel skýrgreind verkefni að ræða, en rannsóknir í jarðvísindum í þrengri merkingu þess orðs eiga að vera í höndum opinberra rann- sóknarstofnana vegna hlutverks síns og eðlis, en þó ef til vill helst vegna smæðar þjóðfélagsins. Sem háskólakennari í jarðfræði hef ég tekið þátt i þvi undanfarin tvö ár að endurskoða námið ræki- lega. Frá og með næsta hausti verða verulegar áherslubreytingar, meiri áhersla lögð á að efla skilning og hagnýta þjálfun og námsefnið nálg- ast í meira mæli frá umhverfislegum sjónarhóli. Erlendar námsbækur fyr- ir nám á fyrsta ári í jarðfræði í há- skólum hafa tekið stakkaskiptum á allra síðustu árum. Áherslan er á þátt jarðfræðinnar hvað varðar um- hverfið og varðveislu þess og skyn- samlega nýtingu náttúruauðlind- anna. Þessi nýja nálgun námsefnis- ins mun sjálfsagt móta huga margra sem sækja nám í jarðfræði við Há- skóla íslands og stefna á störf við jarðvísindi. Standi þeir sig vel munu þeir vafalítið getað fundið sér störf við hæfi erlendis. Mun æskilegra er að land og þjóð fái notið starfs- krafta þessa unga fólks. Framtíð þjóðarinnar ræðst fyrst og fremst af þeim mannauði sem hún býr yfir. Höfundur er prófessor íjarðefna- fræði við Háskóla íslands. Guðmundur Kamban drepinn ‘ I Kaupmannahöfn 5. maí 1945 I. ÞANN 27. nóvember 1992 birtist í Politiken áskorun til forseta ís- lands og ríkisstjómar þess efnis, að rannsókn fari fram á íslandi á meintum stríðsglæpum Eðvalds Hinrikssonar og úr því skorið í dómsmáli, hvort hann sé sekur eða saklaus. Undir áskorun þessa rita „vina- hópur íslands": Halldór Sigurðsson ritstjóri, Ulla Dahlerup rithöfundur, Töger Seidenfaden forstjóri TV-2, Ulf Hansen deildarstjóri við Kon- unglega bókasafnið, Simon Rosen- baum leikari, Jörgen Kieler yfir- læknir. n. Þann 7. desember 1992 sendi ég bréflega fyrirspurn til Hans Engell dómsmálaráðherra Dana, svohljóð- andi: „Þann 5. maí 1945 var íslending- urinn Guðmundur Kamban, fæddur að Litlabæ í Garðasókn 8. júní 1888, myrtur í Hotel-Pension Bartoli í Upsalagade 20 í Kaupmannahöfn. 1. Hve þunga ' refsingu hlaut morðingi Guðmundar Kambans? 2. Er morðingi þessi enn á lífi? 3. Hvert er nafn hans? Ástæður mínar fyrir beiðni þess- ari er sameiginlegur áhugi bræðra- þjóðanna Dana og íslendinga fyrir því, að menn er fremja glæpi á stríðstímum séu sóttir til saka, sbr. Leifur Guðmundur Sveinssou Kamban lesendabréf í Politiken föstudaginn 27. nóvember 1992, undirritað af sex þekktum borgurum í Dan- mörku. Vænti svars við fyrstu hent- ugleika yðar. Virðingarfyllst: Leifur Sveinsson.“ III. Svör bárust frá dómsmálaráðu- neyti Dana í bréfum dags. 18. des- ember 1992 og 8. janúar 1993. í fyrra svarbréfinu er frá því skýrt, að ráðuneytið hafí leitað eftir upp- lýsingum um mál þetta í ríkisskjala- safni Dana og muni ég fá svar þeg- ar þær upplýsingar liggi fyrir. Þann 8. janúar berst mér síðara svarið: „Þýðing á bréfí danska dómsmálaráðuneytisins til Leifs Sveinssonar dagsett 8. janúar 1993. Joum.3.ktr. 1992-996- 575/SKW Með bréfi dagsettu 7. desember 1992 sneruð þér yður til Dómsmálaráðuneytis- ins viðvíkjandi upplýs- ingum um morðið á íslendingnum Guð- mundi Kamban, sem framið var í Kaup- mannahöfn 5. maí 1945. Dómsmálaráðu- neytið hefur við gagnaöflun sína leitað eftir umsögn ríkisskjalasafnsins. Ríkisskjalasafnið hefur, að því er varðar lýsingu atvika við dauða Guðmundar Kambans þann 5. maí 1945, vísað til frásagnar Ditlevs Tamms á blaðsíðum 169-171 i doktorsritgerð hans „Retsopgoret efter besættelsen" (Kobenhavn, 1984). Þar kemur fram að umrætt atvik varð ekki tilefni til neinna viðbragða gagnvart þeim manni sem hleypti af skotinu sem varð Kamban að bana. Spurningu yðar merktri 1. ætti að vera svarað með þessu. Dómsmálaráðuneytið telur hins- vegar að ráðuneytið eigi ekki að tjá sig um hinar spurningarnar tvær þar sem þar væri um upplýsingar Fyrr en Danir hafa gert hreint fyrir sínum dyr- um í Kambansmálinu, segir Leifur Sveinsson, grær aldrei um heilt milli Dana og Islend- inga. að ræða sem gætu varðað einka- hagi manna sem líkindi eru til að séu enn lífs. Að svö vöxnu máli mun Dóms- málaráðuneytið ekkert frekar að- hafast vegna erindis yðar.“ IV. Árið 1969 kom út á vegum Al- menna bókafélagsins skáldverk Guðmundar Kambans í sex bindum og þar segir Kristján Albertsson m.a. í formála: „En frá 1938 býr hann aftur í Kaupmannahöfn, og þar lýkur hann lífi sínu þann 5. maí 1945, fyrir byssukúlu flumósa unglings, þegar danskir frelsisliðar gerðu upp sakir við landráðamenn hernámsáranna - alsaklaus af orð- róm, sem um hann hafði myndast - grun, sem engin tök voru á að hnekkja fyrr en eftir stríðslok.“ V. Lýsing Kristjáns Albertssonar og doktorsritgerð Ditlev Tamm stang- ast nokkuð á. Hjá Tamm er morð- inginn nefndur „Hándværksmest- er“ (iðnmeistari), en ekki flumósa unglingur. Eftir margra ára baráttu tókst mér þann 12. desember sl. að hafa út úr Þjóðskjalasafni ís- lands ellefu ljósrit af gögnum um Kambansmálið frá sendiráði íslands í Kaupmannahöfn frá maí/júní 1945. Þær skýrslur stangast líka á við ritgerð D. Tamm. Nauðsynlegt er því að fá úr því skorið í eitt skipti fyrir öll, hver er sannleikurinn í máli þessu. Enginn andmælandi var mættur af íslands hálfu við doktors- vörn Ditlev Tamm, sem hefði verið sjálfsagt af íslands hálfu. Doktors- vömin fór fram í Háskólanum í Odense 13. desember 1984. VI. Við sexmenningana, sem nefndir eru í kafla I, vil ég segja þetta: „Guð verndi okkur frá vinum ís- lands í Danmörku.“ Eðvald Hinriksson dó 27. desem- ber 1993, 82 ára gamall. Vafalaust hafa sexmenningarnir flýtt fyrir dauða hans með brölti sínu. En nú hafa sexmenningarnir fengið verð- ugt verkefni að leysa, en það er að hafa upp á morðingja Kambans, lífs eða liðnum. Hans Engell fyrrum dómsmálaráðherra var ekki maður til þess, en vonandi tekst þeim bet- ur til. Pyrr en Danir hafa gert hreint fyrir sínum dyrum í Kambansmál- inu,_grær aldrei' um heilt milli Dana og Islendinga. Höfundur er lögfræðingur í Reykjavík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.