Morgunblaðið - 29.02.1996, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 29.02.1996, Blaðsíða 38
38 FIMMTUDAGUR 29. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ KARL SÆMUNDARSON + Karl Sæmundar- son húsgagna- smíðameistari fædd- ist 15. júlí 1919 að Krakavöllum i Fljót- um og ólst þar upp. Hann lést á Sjúkra- húsinu á Siglufirði 20. febrúar síðastlið- inn. Karl var sonur hjónanna Sæmundar Dúasonar, kennara í Fljótum, Grímsey og síðast á Siglufirði, og Guðrúnar Valdnýjar, dóttur Þorláks Þorláksson- ar, bónda og skip- stjóra á Lambanes-Reykjum í Fljótum og konu hans, Margrét- ar Halldóru Grimsdóttur, hús- móður og yfirsetukonu. Sæ- mundur var sonur Eugeniu Jóns- dóttur Norðmann frá Barði í Fljótum og eiginmanns hennar, Dúa Kristjáns Grimssonar, bónda og smiðs á Krakavöllum í Fljótum. Börn Sæmundar og Guðrúnar voru sex. Elst er Magna sem búsett er á Akureyri. Karl var næstur í röðinni, síðan Jón sem búsettur er í Keflavík og Hrafn sem býr í Kópavogi en tvíburam- ir, Dúi og Þorlákur, dóu á fyrsta ári. Árið 1941 kvæntist Karl Katr- ínu Gamalíelsdóttur frá Réttar- holti í Skagafirði, dóttur Gamalí- els Siguijónssonar, ættuðum úr Eyjafirði, og Maríu Rögnvalds- dóttur frá Réttarholti í Skaga- firði. Þau hjónin bjuggu lengst af á Sauðárkróki. Karl og Katrín eignuðust fjórar dætur, Rögnu Freyju, Fanneyju Mögnu, Særúnu Æsu og Maríu Val- gerði, og synina Sig- ursvein Óla og Jón Óttarr. Katrín lést árið 1980. Eftirlifandi sam- býliskona Karls er Irma Geirsson en þau hófu sambúð 1983 á Ljósafossi. Árið 1941 lauk Karl gagnfræða- prófi frá Gagn- fræðaskóla Siglu- fjarðar. Hann stund- aði síðan nám við Verslunarskóla íslands og nám í húsgagnasmíði við Iðnskóla Siglufjarðar árið 1948. Árið 1974 lauk hann matsveinsnámi við Hótel- og veitingaskóla íslands sem veitti honum rétt til starfa á íslenskum fiskiskipum. Hann starfaði við húsgagnasmíði á Siglufirði og síðar í Reykjavík allt til ársins 1960 en þá tók hann á leigu búið á Laugarvatni í Árnessýslu og rak það í eitt ár. Eftir það stundaði hann verslunarstörf og var meðal ann- ars verslunarstjóri hjá KRON í Kópavogi og nokkur ár var hann á sjó sem farmaður og matsveinn á togurum. Á árunum frá 1976 til 1982 var hann ráðsmaður í Ölfusborgum við Hveragerði. Síðast vann hann hjá Landsvirkj- un við Sogsvirkjanirnar til ársins 1989 þegar hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Útför Karls fer fram frá Hjallakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 10.30. t Elskuleg systir okkar, ÁSTA M. SIGURÐARDÓTTIR PROVANCE, lést á heimili sinu í Tronton, Missouri, Bandaríkjunum, 18. febrúar sl. Þórunn, Hrefna og Fjóla Sigurðardætur. t Minningarathöfn um móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, SVÖVU JÓNSDÓTTUR frá Snartartungu, fer fram frá Kópavogskirkju á morgun, föstudaginn 1. mars, kl. 13.30. Jarðsett verður að Óspakseyrarkirkju laugardaginn 2. mars kl. 14.00. Þórey Ásmundsdóttir, Sigurkarl Ásmundsson, Gunnhildur Halldórsdóttir, Ragnar Ásmundsson, Aðalheiður Torfadóttir, Jón Sturla Ásmundsson, Guðrún Narfadóttir, Hrefna Guðbjörg Ásmundsdóttir, Gissur Þorvaldsson, Snorri Ásmundsson, Pálmi Ásmundsson, Ásdís Halldórsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÍÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR frá Háamúla, Fljótshlíð, til heimilis að Eyrarvegi 9, Selfossi, verður jarðsungin frá Selfosskirkju laugp-ardaginn 2. mars kl. 13.30. Sigurgeir Ingvarsson, Sigrún Sigurgeirsdóttir, Guðmundur Birnir Sigurgeirsson, Ágústa Traustadóttir, Pálmar Sigurgeirsson, Valgerður K. Sigurðardóttir, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. MII\1I\1I!\1GAR í DAG kveðjum við bróður og sam- býlismann, föður, tengdaföður, afa og langafa - hann Karl Sæmundar- son. Karl og eiginkona hans, Katr- ín, hófu búskap á Sigluflrði en fluttu til Reykjavíkur árið 1950. Þá áttu þau dætumar fjórar, Rögnu Freyju, Fanneyju Mögnu, Særúnu Æsu og Maríu Valgerði, og senn bættust við synimir, Sigursveinn Óli og Jón Óttarr. Það var fjölmenn fjölskylda sem bjó í örlitlu húsi í Vatnsenda- landi. Árið 1952 fengu þau lóð í Kópavogi þar sem nú er Hófgerði 14. Þau fluttu húsið þangað og af engum efnum réðust þau í það stór- virki að byggja þar nýtt hús. Karl var félagslyndur maður og tók virkan þátt í róttækri verkalýðs- baráttu fyrst á Siglufirði og svo í Kópavogi þar sem hann starfaði meðal annars fyrir Félag óháðra kjósenda og síðar Alþýðubandalag- ið. Hann var líka góður liðsmaður í hvers kyns gleði og gamanmálum því hann var söngvinn og skemmt- inn og lék á öll hljóðfæri. Á Siglu- fírði var hann í söngsveitinni Cant- ona sem þar var fastur skemmti- kraftur á samkomum fyrir 1950 og stundum orti hann texta sem söng- sveitin söng við nýju lögin þegar þau bárust til landsins. Hann tók þátt í starfi kvæðamannafélagsins Iðunnar og kvað mönnum til skemmtunar við ýmis tækifæri. Karl var bæði listrænn og lag- hentur. Hann málaði myndir og mótaði verk og myndir úr tré og steinum sem hann fann í náttúr- unni og hélt eitt sinn sýningu í glugga Morgunblaðshússins í Aðal- stræti. Frá árinu 1966 til ársins 1976 stundaði hann gæslustörf á Þórs- mörk á sumrin fyrir Ferðafélag Is- lands og bjó þá í Skagijörðsskála í Langadal. Þar stóð hann fyrir gönguferðum og kvöldvökum og jók mönnum gleði og ánægju af dvöl- inni í hinu stórkostlega umhverfi. Þar orti hann meðal annars: Ilmar reyrinn, angar björk, andar á kinnar ijóðar - hér eru engin eyktamörk, allar stundir góðar. Árið 1983, þremur árum eftir fráfall Katrínar, kynntist hann eft- irlifandi sambýliskonu sinni, Irmu Geirsson, á Ljósafossi. Þau bjuggu þar saman allt til ársins 1994 þrátt fyrir það að Karl varð æ þyngra haldinn af Alzheimer-sjúkdómi. Þar munaði mestu hve óþreytandi og elskuleg Irma Geirsson reyndist honum í hvívetna - sem börn Karls meta svo mikils. Árið 1994 var hann fluttur á sjúkradeild Sjúkra- húss Siglufjarðar þar sem hann naut sérstaklega góðrar aðhlynn- ingar. Hann lést þar 20. febrúar 1996. í dag kveðjum við bróður og sam- býlismann, föður, tengdaföður, afa og langafa. Okkur finnst eins og sjálfsagt að hann hafi horfíð heim á æskuslóðirnar á Krakavöllum í Fljótum. Þar þykjumst við sjá að uppi standi gamli bærinn á þessari fjallajörð sem liggur að afréttinum. Enn einu sinni fylgjum við honum í huganum í ærslum og ævintýrum um ljósa daga og með veiðifeng. Hann stendur undir lófa móður sinnar sem leysir alla erfiðleika með glæsibrag á meðan faðir hans stundar vinnu fjarri heimili og kem- ur jafnan heim með birtu í bæ. Það er dálítill blómagarður fjallsmegin við húsið og sérstakur, flatur steinn á brekkubrún framundan fjósdyr- um. Þaðan má sjá hvar fossinn er dunandi blár og freyðir um silunga sem doka í sólmerluðum hyli. Gísli Ólafur Pétursson. Kæri bróðir, margs er að minnast, margt er í Fljótunum dulið. Þó mun í fjöllunum finnast flest sem að öðrum er hulið. Oft í blárri beija hlíð blómin fógru skarta. Ungdóms voru árin blíð, engin þörf að kvarta. Kæri bróðir, þessa þökk þér ég færi núna. Sál mín þetta segir klökk - sæng þú átt nú búna. Jón Sæmundsson. SIGURÐUR GUÐMUNDSSON ASTRID GUÐMUNDSSON + Sigurður Guð- mundsson fæddist í Ólafsfirði 17. febrúar 1914. Hann andaðist 11. desember 1995. Hann var elstur fimm barna hjónanna Helgu Mar- teinsdóttur veitinga- konu og Guðmundar Sigurðssonar útvegs- bónda á Sjávarbakka fyrir innan Hjalteyri. Eru systkinin nú öll lát- in. Hinn 12. apríl árið 1952 kvæntist hann Astrid Christiansen frá Álaborg á Jótlandi. Astrid Guðmundsson fæddist 20. nóvember árið 1911 og andaðist í Landspítalanum 21. febrúar síðastliðinn. Hún var elst sjö barna hjónanna Johanne og Johan Christiansen starfs- manns sementsverksmiðjunnar í Álaborg. Eru systkini hennar sex öll á lífi í Danmörku. Sig- urður og Astrid voru baralaus en tóku Elínu Báru Njálsdóttur, bróðurdóttur Sigurðar, í fóstur unga að aldri, en hún er gift Evert Ingólfsssyni safnverði og eiga þau tvö börn. Útför Sigurðar fór fram frá Neskirkju 21. desember síðast- liðinn, en útför Astrid fer fram frá Neskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. ÞEGAR Sigurður var 7 ára skildu foreldrar hans og fór hann þá í fóstur til föðursystur sinnar á Fá- skrúðsfírði. Um fermingaraldur fór hann til föður síns og var með hon- um fram til andláts hans. En eftir það varð hann heimilisfastur á Hótel Norðurlandi hjá móður sinni sem þá var með veitingarekstur þar. Árið 1946 tók fjölskyldan sig upp og fluttist hingað til Reykjavík- ur. Sigurður stundaði lengst af störf hjá Reykjavíkurborg. Hann var traustur starfskraftur, samvisku- samur og mikið snyrtimenni, fróður vel, átti stórt safn góðra bóka, eink- um um þjóðlegan fróðleik og andleg efni. Strax og Astrid hafði þroska og getu til fór hún að taka til hendi á heimilinu til að létta undir með móður sinni við gæslu systkina- hópsins stóra. Óharðnaður ungling- ur fluttist hún að heiman, fór í vist og gerðist matvinnungur, eins og það er kallað, en stundaði síðan verslunarstörf. Hún kom til íslands árið 1949 og hingað komin starfaði hún á heimili Bjama Björnssonar forstjóra og konu hans, Kristjönu Brynjólfsdóttur. Astrid var afar trygglynd og hélt stöðugu sam- bandi við fjölskyldu sína í Dan- mörku. Ekki leið svo vika að þær systur, hún og Karen, hefðu ekki símasamband seinni árin. Hún var létt í lund, gædd góðri kímnigáfu, kærleiksrík og hjálpsöm. Tengda- móður sinni, Helgu Marteinsdóttur, reyndist hún sefh besta dóttir, þeg- ar hún var orðin lasburða á efri árum og þurfti aðstoðar við. Þolin- mæði hennar og þrautseigja kom hvað best í ljós í langvinnum veik- indum Sigurðar, en án Astrid sinn- ar gat hann ekki verið. Var það öllum sem til þekktu mikið fagnað- arefni að hann skyldi fá að hverfa héðan á undan henni. Astrid var kirkjuvörður Nes- kirkju um árabil, rækti það starf með eindæmum vel. Aldrei kom það fyrir að allt væri ekki til reiðu fyrir athafnir og hvergi sá blett á neinu. Þyrfti einhverra viðgerða við sá hún til þess að verkin yrðu unnin fljótt og vel. í þá daga var ekkert bræðslukerfi fyrir framan kirkjudyr en enginn þurfti að óttast snjó og hálku, því strax og snjókorn tóku að falla tók Astrid þar til hendi. Hún starfaði til margra ára í kven- félagi kirkjunnar og sem sjálfboða- liði ásamt fleiri góðum konum við opið hús fyrir aldraða á þriðjudög- um og fímmtudögum. Það var ekki nóg með að hún gæfí vinnu sína heldur bar hún oftar en ekki nýbak- að kaffibrauð með sér að heiman eða þá öll blómin sem þau hjónin gáfu á altarið. Átti gjafmildi þeirra Sigurðar sér engin takmörk. Þau voru afar samrýmd, höfðingjar heim að sækja. Ég þakka þeim hjón- um áralanga trygga vináttu sem aldrei bar neinn skugga á. Heimur- inn væri snöggtum bærilegri ef fleiri reyndust þeim líkir. Neskirkju unnu þau af heilum hug. Stórhug sinn og höfðingslund sýndu þau í verki með því að ánafna kirkjunni íbúð sína á Hjarðarhaga 40 eftir sinn dag, ef verða mætti til að efla, styrkja og styðja boðun fagnaðarerindisins og safnaðarupp- byggingu í Nessókn. Hafa þau hjón- in margsinnis gert mig orðlausan með þeim hlýhug sem þau ávallt sýndu í verki til safnaðarstarfsins. Fyrir hönd Nessafnaðar leyfi ég mér að þakka þessa rausnarlegu gjöf og bið Guð að blessa minningu þeirra góðu hjóna. Frank M. Halldórsson. + Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, MARGRÉT KRISTJÁNSDÓTTIR, fráTröð, Veghúsum 1, Reykjavik, sem lést 20. febrúar sl. verður jarðsung- in frá Bústaðakirkju föstudaginn 1. mars kl. 13.30. Jóhanna Jóhannesdóttir, Jón Bjarni Jónsson, Björk Jóhannesdóttir, Einar Guðjónsson, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.