Morgunblaðið - 29.02.1996, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 29.02.1996, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FIMMTUDAGUR 29. FEBRÚAR 1996 39 + Baldvin Jónsson fæddist í Reykjavík 25. októ- ber 1922. Hann and- aðist á Landspít- alanum 21. febrúar síðastliðinn. For- eldrar hans voru^ Sigurlaug Þorkels- dóttir og Einar Jónsson en kjörfor- eldrar voru Gunn- hildur Þorvalds- dóttir og Jón Einar Gíslason. Baldvin var næstyngstur 11 systkina. Baldvin kvæntist 11. mars 1944 eftirlif- andi eiginkonu sinni Magneu Haraldsdóttur. Börn þeirra eru: 1) Jón Gunnar, f. 6. júní 1944. Kona hans er Elín Möller og börn þeirra fjögur og barna- börn tvö. 2) Baldvin, f. 18. októ- NÚ HEFUR þú fengið hvíld frá veikindum þínum. Ég vil þakka þér ) allan þinn hlýhug og elskulegheit sem ég fékk alltaf frá þér. Ég man ’ eftir þegar við Nonni trúlofuðum | okkur. Þá voruð þið Minný tilbúin að skála við okkur, og þú hélst smáræðu og óskaðir okkur góðra daga, og að við gætum átt eins góða daga og þið Minný, þá þyrftum við ekki að kvíða framtíðinni. Seinna þegar börnin fæddust, Hildur Magnea fyrst. Hún var mjög mikið hjá ykkur í Álfheimunum, Sigrún yngsta dóttir ykkar var eins og systir hennar. Ég vil þakka þér fyrir þoljnmæði þína við veru barn- anna í Álfheimunum. Frá því í haust ert þú búinn að vera mikið veikur og ég held að þú hafir verið orðinn þreyttur á spítala- vistinni. Ég vil þakka þér fyrir allt og allt og kveð þig með sálminum: Nú legg ég aupn aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Þýð. Sveinbj. Egilsson) Guð veri með þér. Elín Möller. Um miðja þessa öld hóf Sjó- mannadagurinn í Reykjavík mikið Istarf í þágu aldraðra með byggingu Hrafnistuheimilanna, fyrst í Reykja- vík og síðan í Hafnarfirði. Ein helsta stoð þessara miklu framkvæmda var frá upphafi Happdrætti Dvalar- heimilis aldraðra sjómanna - Happ- drætti DAS. Baldvin Jónsson hugmyndaríkur hugsjónamaður var fenginn til að veita forstöðu fjáröilun Sjómanna- dagsins til uppbyggingar í þágu aldraðra, en Baldvin hafði áður | starfað í þágu samtaka berklasjúk- linga og kunni vel til verka í mótun stórra átaka. | Með smitandi áhuga og krafti hugsjónamannsins átti Baldvin mjög auðvelt með að virkja fólk til samstarfs í þágu þessa ágæta mál- efnis. Hægt er að fullyrða að starf Sjómannadagsins í þágu aldraðra hefur skipt sköpum í viðhorfum samfélagsins til þessara mála og flýtt mjög uppbyggingu heimila pg | aðstöðu til hjúkrunar aldraðra. Ég Ívarð þeirrar gæfu aðnjótandi að starfa undir stjórn Baldvins Jóns- | sonar að auglýsinga- og kynningar- málum Happdrættis DAS í rúma tvo áratugi, eða þar til Baldvin lét af störfum fyrir nokkrum árum. Sam- starfið við Baldvin var mjög ánægju- legt. Baldvin var mjög framsýnn og fljótur að sjá nýja möguleik-a í starf- inu og nýta þá. Með hógværð og ljúfmennsku laðaði Baldvin það | besta fram í samstarfsfólki sínu. Baldvin Jónsson var búinn mikl- f* um mannkostum. í tveggja áratuga I samstarfi við hann ber hvergi neinn skugga á. Þó oft væri mikið álag, ber 1947. Börn hans eru tvö. 3) Ása Hild- ur, f. 17. ágúst 1954, gift Vagn Boysen. Hún á tvö börn. 4) Sigrún, f. 28. mars 1959. Börn hennar eru þijú. Baldvin útskrif- aðist frá Verslunar- skóla íslands 1940 og vann ýmis skrif- stöfustörf í Reykja- vík framan af starfsævinni, m.a. hjá Vöruhappdrætti SIBS, en var síðan framkvæmdastjóri Happdrætt- is DAS frá stofnun þess og þar til hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Útför Baldvins fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin kl. 15. var Baldvin ávallt styrkur stjórnandi sem átti vináttu og virðingu allra er störfuðu með honum. í einkalífþ var Baldvin mikill gæfumaður. Ég á góðar minningar um samverustundir með Baldvin og hans elskulegu eiginkonu Magneu, sem ég minnist með ánægju og þökkum. Sá góði andi sem ríkti á heimili þeirra fylgdi Baldvin í öllum störfum hans. Ég sendi frú Magneu og fjöl- skyldu mínar innilegustu samúðar- kveðjur. Blessuð sé minning Baldvins Jónssonar. Gísli Gestsson. Æskuvinur minn, Baldvin Jóns- son, er látinn. Þegar kemur að kveðjustund, hrannast minningarn- ar upp, allt frá því við vorum litlir drengir. Þá var okkar athafnasvæði í Þingholtunum; á Þórsgötunni og næstu götum. Kynni okkar hófust á allsérstæðan hátt. Við Baldvin, Venni eins og hann var kallaður á barna- og unglingsárunum, vorum í leikjum á götunni eins og þá tíðk- aðist. Þá ákvað Venni að við skyld- um verða leikfélagar frá og með þeirri stundu, enda var hann fljótur með sínar ákvarðanir, þá eins og endranær. Við munum hafa verið sex eða sjö ára þegar þetta var, og það fór eftir; við urðum leik- og æskufélagar frá þeirri stundu og síðan tók við óijúfanleg vinátta milli fjölskyldna okkar. Margt var brallað á unglingsárunum eins og gengur og gerist. Þegar kom að því að velja sér framtíðarstarf, fór Baldvin í verslunarnám í Verslunarskólann en ég fór í iðnnám við Iðnskólann. Rofnuðu samskiptin eilítið á þeim árum, þó aldrei verulega. Við geng- um báðir ungir í hjónaband og fjöl- skyldur okkar stækkuðu fljótt og styrktust þá vináttuböndin að nýju á milli okkar Baldvins og fjölskyldna okkar. Ógleymanleg eru jóla- og vináttuboðin á þessum árum. Okkur var það mikil gleði og ánægja að elstu synir okkar urðu æskuvinir og félagar. Baldvin átti við mikil og ill veik- indi að stríða um árabil, en sem betur fer komst hann yfir þau að mestu leyti og sér maður betur eft- ir á hvað eiginkona hans hefur þurft að yfirstíga á þeim árum, það er aðdáunarvert. Énn efldi það sam- skipti okkar er Baldvin stóð fyrir því að stofna til spilahóps í brids með þeim Richard Björgvinssyni, Sveini Indriðasyni og undirrituðum og höfum við spilað vikulega í næst- um 40 ár með fáeinum undantekn- ingum og sá ekki fyrir endann á því fyrr en í október sl., þegar Bald- vin var orðinn sjúkur maður. Ánægjulegar endurminningar á öll- um þessum árum endast manni alla ævi. Með þessum orðum viljum við kveðja vin okkar Baldvin og votta Magneu, börnum, tengdabörnum og öðrum ástvinum hans okkar dýpstu samúð. Hér er góður drengur geng- inn, blessuð sé minning hans. Olafur, Kristbjörg og fjölskyldur. Oft fer það svo, þó ýmsar líkur bendi til annars, að það kemur á óvart þegar góður vinur fær hinsta kallið. Þannig fór fyrir mér þegar ég frétti lát góðs vinar míns Bald- vins Jónssonar, og ekki grunaði mig að svo skammt væri til loka þegar hann ásamt félögum okkar gekk út af heimili mínu 8. nóv. sl. að aflokinni kvöldstund, sem við áttum saman, einni af mörgum hundruð- um. Ég trúði því að Baldvin kæmist yfir þennan veikindahjalla eins og svo marga aðra, sem hann hafði sigrast á. Ég kynntist Baldvin Jónssyni vor- ið 1953 þegar við urðum samstarfs- menn á skrifstofu Egils Vilhjálms- sonar hf., þar störfuðum við aðeins í eitt ár saman. En örlögin höguðu því þannig, að leiðir okkar áttu eft- ir að liggja saman meira og minna næstu áratugi. Baldvin varð fram- kvæmdastjóri Happdrættis DAS árið 1954 og 1958 fór ég að vinna hjá happdrættinu sem bókari og gerði það meira og minna með öðr- um störfum til ársins 1989. Þannig urðum við samstarfsmenn í áratugi. Sama árið og ég hóf þessi störf hjá Baldvin kynnti hann mig fyrir tveim vinum sínum, þeim Olafí Jensen leikfélaga sínum og vini frá æsku- árum og Sveini Indriðasyni, sem hann hafði verið samtíða á Reykja- lundi, en Baldvin var gamall berkla- sjúklingur. Við þessir fjórir fórum að spila brids saman og gerðum það öll þessi ár, nærri 38, þá mánuði ársins sem bókstafurinn r er í nafni, suma vetur vikulega, aðra eitthvað stijálla. Þannig kynntust einnig fjöl- skyldur okkar og vinaböndin urðu sterkari með árunum. Við Baldvin urðum því félagar bæði í leik og starfi og það sem meira var um vert, milli okkar þróaðist einlæg SJÁ NÆSTU StÐU Systir okkar, ÞÓRA ÞÓRÐARDÓTTIR, Furugerði 1, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 1. mars kl. 1 5.00 Blóm eru vinsamlegast afþökkuð, en þeim sem vildu minnast hennar er bent á Heimahlynningu Krabbameinsfélagsins. Kári Þórðarson, Þórunn Þórðardóttir. + Innilegar þakkir til allra sem sýnt hafa okkur samúð og vinarhug við andlát og útför BJARNA ÞORSTEINSSONAR, Sérstakar Syðri-Brúnavöllum, Skeiðum. þakkir til starfsfólks Sjúkrahúss Suðurlands fyrir góða umönnun. Andrés Bjarnason, Inga Vigfúsdóttir, Kristín Bjarnadóttir, Bogi J. Melsteð, Guðrún Ormsdóttir. Þorsteinn Bjarnason, BALDVIN JÓNSSON + Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐMUNDUR SIGURÐSSON járnsmiður, Hæðargarði 20, lést á heimili sínu þriðjudaginn 27. febrúar. Jarðarförin fer fram frá Bú- staðakirkju fimmtudaginn 7. mars kl. 15.00. Ásta Hjálmtýsdóttir, Sigurður Guðmundsson, Hjálmtýr Axel Guðmundsson, Guðrún Tómasdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Ástkær eiginkona mín, dóttir, móðir, tengdamóðir og amma, MARGRÉT ELÍSABET MAGNÚSDÓTTIR, frá Bolungarvík, Lækjargötu 13, Siglufirði, er lést á sjúkrahúsi Siglufjarðar 22. febrúar verður jarðsungin frá Siglufjarðarkirkju laugardaginn 2. mars kl. 14.00. Jóhannes Þór Egilsson, Magnús Á. Haraldsson, Sigríður Eddý Jóhannesdóttir, Magnús Valdimarsson, Jóhannes Markús Magnússon. + Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÓLÍNA SOFFÍA BENEDIKTSDÓTTIR frá Steinnesi, andaðist á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund 26. þessa mánaðar. Sigurlaug Þorsteinsdóttir, Guðmundur Þorsteinsson, Ásta Bjarnadóttir, Gísli Þorsteinsson, Lilja Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, TRYGGVI EIRÍKSSON, Fannborg 1, Kópavogi, verður jarðsunginn frá Fíladelfíukirkju föstudaginn 1. mars kl. 13.30. Eiríkur Heiðar Tryggvason, Þorsteinn Gunnar Tryggvason, Ketill Rúnar Tryggvason, Sigurður Sævar T ryggvason, Erlendur Viðar T ryggvason, Lilja Björk Tryggvadóttir, Tryggvi Tómas Tryggvason, barnabörn og barnabarnabörn. Ósk Sigurrós Ágústsdóttir, Laugheiður Bjarnadóttir, Jóhanna S. Hermannsdóttir, Harpa Arnþórsdóttir, Anna Sch. Hansdóttir, + - Þakka innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, NIELS HÖBERG-PETERSEN. Ingebjörg Höberg-Petersen. + Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma, systir og frænka, HULDA DORIS MILLER, Yrsufelli 1, Reykjavik, var jarðsungin í kyrrþey 23. febrúar sl. samkvæmt ósk hinnar látnu. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki hjúkrunarstofunnar Karitas fyrir frá- bæra umönnun. Erlendur Helgason, Sigurður Hreiðar Erlendsson, Erla Óska Guðjónsdóttir, Guðjón Jónasson, Emil Jónasson, Elisabet Esther Lunt, Sigríður Svanhvrt Halldórsdóttir, barnabörn og frænkur. Sigurbjörg Jóhannesdóttir, Sigurður Kristinsson, Guðlaug Guðjónsdóttir, Halldór Ingólfsson, Sveinn Jónsson,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.