Morgunblaðið - 29.02.1996, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 29.02.1996, Blaðsíða 46
46 FIMMTUDAGUR 29. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ TILBOÐ A FERMINGARVÖRUM Fermingarkerti - Kertahringir Fermingarservíettur frá 95 kr. pakkinn Sérprentum á servíettur Flóra í bláu húsunum við Faxafen, sími 588 5250 Opið mán.-fos. kl. 12-18 og Lau. kl. 10-14. ri KENNARAR OC RÁÐHERRAR ATHUGIÐ: RAUTT EÐALGINSENG Skerpir athygli - eykur þol. Vélstjórar, vélfræðingar og vélaverðir Vélstjórafélag íslands verður með kynningu á endur- og símenntun á skrúfudegi Vélskólalslands laugardaginn 2. mars nk. kl. 13:00 -18:00. Komið og sjáið hvað er að gerast hjá félaginu íþessum málum Allir velkomnir Vélstjórafélag íslands RÚMIÐ SEM BAK MTT HEFUR BEÐIÐ EFTIR Árum saman hefur þér verið sagt að stíft rúm sé betra fyrir bakið. Á harðri dýnu liggur hryggurinn boginn. í Svíþjóð eru sérfræðingar á þessu sviði á annarri skoðun. í DUX-rúmi liggur hryggurinn réttur. Þeir telja að stífar dýnur vinni á móti, í stað þess að aðlagast líkamslegunni, þannig að hryggsúlan sveigist. DUXIANA DUX-rúmið er hannað á þann einstaka hátt að hryggurinn getur legið í réttri stöðu. Þetta kemur í veg fyrir bak-kvilla og gefur þér þann stuðning sem þú þarft til þess að ná hvíld og djúpum svefni. Líttu inn og reyndu DUX-rúmin. Pójtleggíð veðilinn og feíó *,en(Jtir (rnkari upptý'.ingar urn LAJ'/. rúrnin Nafn Heimilisfang Sími Faxafeni 7 - Sími: 568 9950 í DAG SKÁK llmsjón Marjjeir Pétursson Hvítur mátar í þriðja leik ÞAÐ eru keppendur frá öllum Norðurlöndum, nema Finnlandi, skráðir til leiks á Reykjavíkur- skákmótinu sem 8 hefst á laugar- 7 daginn. Þar á meðal er einn » sterkasti skák- maður Færeyja, 5 Heini Olsen , (2.325). Hann hafði hvítt og 3 átti leik í þessari stöðu gegn Nils Petersen i (2.155), Dan- mörku, á opna mótinu í Kaupmannahöfn síðastliðið sumar. Heini mátaði Danann með drottningarfórn: 26. Dxh6+! - Kg8 (Eða 26. - Kxh6 27. Hh3 mát) 27. Dg6+ og svartur gaf, enda ekki. seinna vænna, því hann er mát í næsta leik. Flestir sterkustu skák- menn Norðurlanda verða með á Reykjavíkurskák- mótinu. Það vakir ekki síst fyrir þeim að vinna sér inn stig í norrænu bikarkeppninni, VISA Nordic Grand Prix 1996-97. Þá eru sérstök verðlaun fyrir 10 hæstu Norðurlandabúana. Mótið fer fram í Skákmiðstöð- inni, Faxafeni 12, og er teflt daglega frá 17-24. Með morgunkaffinu ÉG fékk gamla klefann hans pabba. ÉG sætti mig þá við að fá enga launahækkun, en hversu mikið getið þið þá lánað mér? VELVAKANDI Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Netfang: lauga@mbl.is Baráttukveðjur MIG LANGAR til að senda hr. Ólafi Skúlasyni og fjölskyldu hans bar- áttukveðjur og bið góðan guð að gefa þeim þrek gegnum þessar þreng- ingar. Ég vil ekki trúa þeim sögum sem ganga um borgina að vissir menn innan prestastétt- arinnar magni þennan óþven-a upp í eiginhags- munaskyni. Vigdís Bjarnadóttir. Athugasemd við Víkverja JÓN Ólafur hringdi og hafði eftirfarandi að segja eftir að hafa lesið Víkveija sl. þriðjudag: Á íslandi ríkir tjáningar- frelsi og skoðanafrelsi. Að því er bezt ég veit er prentfrelsi hér á landi. En tjáningarfrelsi er hvergi tryggt og veit ég um fullt af lögum sem takmarka tjáningarfrelsi, t.d. kvikmynda og sjón- varps. Án tjáningar- frelsis hlýtur skoðana- frelsi að vera leyfi til að bera harm sinn í hljóði. En frasinn er dálítið einkennandi fyrir sjálfs- blekkingu íslendinga um eigin mannréttindi. Um blýbensín Bifreiðaeigandi hringdi: Nýlega var fjallað um það í blöðum og sjónvarpi að bensín með blýi næði aðeins yfir örfáa bíla, þar sem það væru aðeins gömlu bílarnir sem þyrftu á blýbensíni að halda. Staðreyndin er hins veg- ar sú að það eru miklu fleiri bílar sem þurfa blý- bensín, en þar var haldið fram. í blaðagreininni sem um ræðir voru birtar töl- ur þar sem miðað var við mikið eldri bíla en t.d. þann sem ég keypti mér nýjan árið 1986 og þarf blýbensín. Ég hef áhyggjur af því að bílar sem þurfa blý- bensín falli í verði þar sem rekstrarkostnaður þeirra verður meiri. Tapað/fundið Vettlingur tapaðist SVARTUR, þykkur og fóðraður fingravettlingur á hægri hendi tapaðist sl. laugardagskvöld mjög líklega við Ingólfskaffi, eða nágrenni. Skilvís finnandi er vinsamlega beðinn að hafa samband í síma 587 0780. COSPER ER þetta belja? Ég hélt þetta væri akurhæna. Víkverji skrifar... Svo sem kunnugt er, er hlaupár fjórða hvert ár og árið 1996 er slíkt ár. Nafnið er samkvæmt upplýsingum úr Sögu daganna sennilega komið úr fomensku og dregið af því, að dagsettar hátíðir hlaupa þá yfir einn vikudag milli ára. Hlaupársdagur var 24. febrúar hjá Rómverjum. Á íslandi var Matt- híasarmessa sama dag einnig kölluð hlaupársmessa en hlaupársdeginum skotið inn 25. febrúar. Á síðari öld- um hefur 29. febrúar þó verið talinn hinn eiginlegi hlaupársdagur. Hér- lendis er sá siður einkum bundinn hlaupársdegi, að konur geti beðið sér eiginmanns. xxx Og í dag er þessi sjaldgæfi dag- ur, 29. febrúar. Þeir, sem fæddir eru á þessu degi og eru með réttu áttræðir í dag, hafa aðeins 20 sinnum getað haldið upp á afmæli sitt á þessum degi. 16 ára ungling- ur hefur t.d. aðeins fjórum sinnum getað haldið upp á daginn og svo mætti lengi telja. Allir vita hve mik- ilvægur afmælisdagur er börnum. Það hlýtur því að vera sárt fyrir ungt barn, að eiga aðeins afmæli Ijórða hvert ár, en venjan mun þó vera sú, að foreldrar haldi upp á afmælið í staðinn síðasta dag febrú- armánaðar, sem oftast er hinn 28. Eins og vikið var að í upphafi mun orðið hlaupár komið úr forn- ensku eins og fleira í tímatals- og kirkjumáli, en á ensku er árið nefnt leap-year. í öðrum grannmálum finnst engin skyldleiki við orðið hlaupár, í dönsku heitir það skudár, „innskotsár“, skottár í sænsku og skuddár og skotár í norsku. xxx Hlaupársdagurinn á rót að rekja til ársins 46 f.Kr., þegar Júl- íus Sesar kom á endurbættu tíma- tali í Rómarveldi. Enn eldri rætur liggja að Nílarbökkum, því að tíma- talsspekingur Sesars, Grikkinn So- sigenes frá Alexandríku, fékk hlaupárshugmyndina að láni úr tímatali, sem Ptólemeus 3. Egypta- konungur fyrirskipaði árið 238 f.Kr. Ptólemeusarnir voru grískir að ætt, áttu völd sín að þakka Alexander mikla og innskotsdagar af hlaup- árstagi þekktust einnig í ýmsu grísku tímatali. I júlíanska tímatal- inu, gamla stíl, var hlaupár fjórða hvert ár án undantekninga, það ár sem talan 4 gengur upp í. Þessu var svo breytt í nýja stíl Gregorius- ar páfa 13. þannig að aðeins fjórða hvert aldamótaár telst nú hlaupár, þau þeirra sem talan 400 gengur upp í- XXX * ISögu daganna segir dr. Árni Björnsson frá því að svo megi skilja, að á Þjóðveldisöld hafi lög- sögumaður átt að tilkynna um hlaupár á Alþingi eins og fleira varð- andi tímatal, þótt það sjáist ekki beinlínis tekið fram. Hitt er tiltekið, að hlaupár skyldi tilkynna á leiðar- þingum eftir Alþingi. Eftir að til komu rituð og síðar prentuð rímtöl var þar jafnan gerð grein fyrir hlaupári. Hin kunna minnisvísa um lengd mánaða er í rímtali Guðbands biskups Þorlákssonar og Arngríms Jónssonar lærða frá 1597 og mun vera eftir síra Ólaf Guðmundsson í Sauðanesi: Ap., jún., sept., nó. þrjátigir einn til hinir kjósa sér. Febrú tvenna fjórtán ber frekar einn þá hlaupár er.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.