Morgunblaðið - 29.02.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 29.02.1996, Blaðsíða 1
IÐNAÐUR Steinullarverk- smiöan í sókn /4 TÖLVUR Fimmtugt ferliki/6 ______TORGIP Nýtt skeiö á verö- bréfamarkaöi/8 Lánasýsla Meðalávöxtun á 10 og 20 ára spariskírteinum ríkissjóðs lækk- aði nokkuð í útboði Lánsýslu rík- isins í gær. Meðalávöxtun 10 ára bréfa í útboðinu var 5,72% og hafði þá lækkað um 0,17% frá því í síðasta útboði. Alls var tekið til- boðum að fjárhæð 115 milljónir króna í bréfin. Þá var tekið tilboð- um að fjárhæð 422 milljónir krónf í 20 ára spariskírteini í útboðinu. Meðalávöxtun bréfanna var - 5,67%. Hlutabréf Gengi hlutabréfa í Síldarvinnsl- unni hf. hækkaði um tæplega 11% í viðskiptum á Verðbréfaþingi í gær og var lokagengi bréfanna skráð 5,10. Þá hækkuðu hlutabréf í Hraðfrystihúsi Eskifjarðar hf. um rúm 7% í 3,0. Ráðstefna Landsbréf efna í dag til ráðstefnu um leið fyrirtækja inn á hluta- bréfamarkað. Meðal annars verð- ur fjailað um þýðingu skráningar á hlutabréfamarkaði fyrir fyrir- tæki auk þeirra skilyrða sem þau þurfi að uppfylla. Ráðstefnan er haldin að Hótel Loftleiðum frá 14-17. SÖLUGENGI DOLLARS GENGI NOKKURRA GJALDMIÐLA frá 1. febrúar 1995 Kælismiðjan Frost hf. á leið á hlutabréfamarkað Ársvelta stefnir í hálfan milljarð STERLINGSPUND -0,03% breyting frá áramótum KÆLISMIÐJAN Frost hf. velti á síðasta ári um 417 milljónum króna sem er liðlega 60% aukning frá árinu 1994. A þessu ári er gert ráð fyrir að veltan nemi tæpum 500 milljónum. Mikill uppgangur hefur einkennt reksturinn frá stofnun félagsins fyrir tveimur árum og er nú svo komið að hlut- hafar þess binda vonir að það geti átt svipaða möguleika og Marel hf. fyrir tilstyrk mikillar sérþekk- ingar á kælikerfum í matvæla- vinnslu. Kælismiðjan Frost var stofnuð í lok ársins 1993 og bygg- ir á grunni lítils fyrirtækis frá Kópavogi, SJ Frosts og kæiideildar Slippstöðvarinnar Odda. Stofnaðil- ar voru fyrrum eigendur SJ Frosts, Eignarhaldsfélagið Alþýðubankinn og nokkrir fyrrum starfsmenn Slippstöðvarinnar Odda. Fyrirtæk- ið hefur aðsetur við Fiskislóð í Reykjavík en starfrækir deild á Akureyri sem framleiðir kælikúta og einangrun. „Þetta hefur verið gríðarlegur vöxtur því starfsmönnum hefur Ijölgað úr 24 í 46 á tveimur árum. sagði Páll Halldórsson, stjómarfor- maður, í samtali við Morgunblaðið. „Við höfum fengið nokkur stór verkefni eins og t.d. smíði og upp- setningu á kælikerfi fyrir frysti- geymslur Eimskips í Sundahöfn. Þá fengum við verkefni hjá fyrir- tæki íslenskra sjávarafurða hf. í Namibíu, Seaflower, bæði í skipi þess og í landi. Síðan höfum við fengið verkefni hjá Mjólkursamsöl- unni, Fiskiðjusamlagi Húsavíkur og í frystitogurum. Við urðum fyrsta fyrirtækið hér á landi til að taka að okkur að skipta út freon-efnun í kælikerfum fyrir umhverfisvænni efni og skiptum m.a. út efnum í eldhúsinu í Flugstöð Leifs Eiríks- sonar. Kröfuharður markaður Páll segir að hjá fyrirtækinu sé samankomin mikil tækniþékking. Fyrirtækið framleiði ekki sjálfa hluta kælikerfanna heldur hafi sér- hæft sig í að hanna og setja sam- an ákveðnar lausnir. „Við njótum góðs af nálægð við gífurlega kröfu- harðan markað og starfsmenn okk- ar hafa langa reynslu. Ég tel að við ættum að geta haslað okkur völl á þessu sviði erlendis ekkert síður en innanlands. Hins vegar höfum við ekki farið í beina mark- aðssókn erlendis heldur reynum að hanga í pilsfaldinum á öðrum íslenskum fyrirtækjum. Á þessu ári ætlum við að einbeita okkur að því að styrkja innviðina. Hins vegar gerum við ráð fyrir að það hægi á veltuaukningunni og að veltan verði um 470 milljónir." Til að fjármagna aukinn vöxt var hlutafé félagsins aukið í des- ember á síðasta ári og seldust þá bréf að nafnvirði 17 milljónir á genginu 1,15. Hafa bréfin verið skráð á Opna tilboðsmarkaðnum. Afkoma síðasta árs var í járnum sem skýrist af miklum kostnaði við uppbyggingu en fyrirtækið flutti í nýtt húsnæði bæði á Akur- eyri og í Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.