Morgunblaðið - 29.02.1996, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 29.02.1996, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI FIMMTUDAGUR 29. FEBRÚAR 1996 B 5 hluti útflutningsins farið. Einar seg- ir því óljóst hvemig framhaldið verði. Finnsku hluthaf- arnir gagnast vel Finnska fyrirtækið Partek Oy, sem er einn eigenda Steinullarverk- smiðjunnar, hefur verið Steinullar- verksmiðjunni mjög gagnlegur samstarfsaðili hvað varðar útflutn- inginn, að sögn Einars. „Þeir eiga steinullarverksmiðjur í Finnlandi og Svíþjóð og flytja vörur sínar út til ýmissa Evrópulanda. Við höfum síð- an fengið aðgang að sölu- og dreif- ingarkerfi þeirra víða í Evrópu.“ Einar segir eignaraðild Partek Oy hafa nýst á fleiri sviðum. Þann- ig hafi hún lækkað verulega þann kostnað sem hafi fylgt því að fá Steinullarverksmiðjuna vottaða fyr- ir Þýskalandsmarkað, m.a. þar sem hægt hafi verið að sameina ýmsar prófanir og vottanir. Að öðrum kosti hefði þetta ferli verið mun dýrara fyrir fyrirtækið. Hlutafé Steinullarverksmiðjunn- ar í dag er 212 milljónir króna að nafnvirði. Stærstu hluthafarnir í dag eru ríkissjóður með 30% hlut, Partek Oy með 27,7% og Sauðár- króksbær með 24%. Þá eiga Húsa- smiðjan og Byko sín 6,2% hvort og Kaupfélag Skagfirðinga 2,9%. 3% skiptast síðan á nokkra einstakl- inga. Einar segir að finnska fyrir- tækið hafi aukið verulega hlut sinn í félaginu við hlutafjáraukninguna 1989, fyrst og fremst vegna áhuga þess á rafbræðsluofni fyrirtækisins, sem var einn af þeim fyrstu sinnar tegundar, en víðast erlendis hefur verið notast við koks. Nú liggi ljóst fyrir að ríkið og Sauðárkróksbær hyggist draga sig út úr fyrirtækinu við fyrsta tæki- færi. „Þetta er yfirlýst stefna beggja þessara aðila, sem ég held að flestallir séu sammála um að sé eðlileg stefna. Síðan má auðvitað deila um það hvenær sé rétti tíminn til að selja hiutabréfin. Það hefur tekið ansi langan tíma að koma þessu fyrirtæki á þann rekspöl að bréfin séu einhver söluvara. Ég held hins vegar að það hljóti að fara að koma að því og það er vilji stjórnar og eigenda þess að ríkið dragi sig út úr rekstrinum á næstu tveimur árum. í framhaldinu má jafnvel hugsa sér að fyrirtækið fari á markað sem almenningshlutafé- lag. Það sama gildir um bæinn. Hann má illa við því að vera með fjármagn bundið í atvinnufyrirtækj- um og því eðlilegt að bréfin verði seld um leið og það verður arðvæn- legur kostur." Skilyrði Samkeppnis- ráðs uppfyllt í desember síðastliðnum beindi Samkeppnisráð þeim tilmælum til Steinullarverksmiðjunnar að fyrir- tækið hefði viðskipti við alla þá aðila sem þess óskuðu og uppfylltu viðskiptaskilmála fyrirtækisins. Ástæða þessara tilmæla var samn- ingur sem fyrirtækið hafði gert við Krókháls hf. um einkasölu og dreif- ingu á framleiðsluvörum verksmiðj- unnar á innanlandsmarkaði. Helstu eigendur Krókháls hf. eru Byko og Húsasmiðjan. í áliti Samkeppnis- ráðs sagði m.a. að þessum fyrir- tækjum væri gert kleift að tak- marka aðgang nýrra aðila að mark- aðnum með þessum hætti. Einar segir að þessi samningur hafi átt sér sínar skýringar. Við stofnun fyrirtækisins hafi verið gerður samningur við Samband ís- lenskra samvinnufélaga um heild- söludreifingu á framleiðslu fyrir- tækisins hér innanlands. Árið 1990 hafi það síðan gerst að Byko og Húsasmiðjan hafi keypt Bygginga- vörudeild Sambandsins sáluga og hafi verið gert ráð fyrir því að umræddur samningur fylgdi í kaup- unum. Hins vegar hafi gildistími hans verið styttur úr 12 árum í 10 þannig að hann hafi runnið út í árslok 1995. „Þessi samningur var gerður fyrir gildistöku núgildandi samkeppnislaga og taldi stjórn fyr- irtækisins hann vera löglegan. Verðlagsráð fyallaði- líka um samn- inginn á sínum tíma og lagði bless- un sína yfir hann. Það er nú tilviljun að þessi samn- ingur hafi runnið út á svipuðum tíma og þetta álit kemur frá Sam- keppnisráði en við munum hins veg- ar taka að okkur heildsöludreifing- una nú um mánaðamótin.Við höfum þurft að gera okkar ráðstafanir vegna þessa, m.a. að taka inn nýtt tölvukerfi, enda fjölgar óneitanlega nokkuð viðskiptavinunum hjá okk- ur. Einar segir að Samkeppnisstofn- un hafi þó lagt áherslu á að Steinull- arverksmiðjan hafi með þessum samningum ekki vísvitandi verið að bijóta samkeppnislög, heldur hafi mál þróast með þessum hætti. „Mér finnst frá okkar bæjardyrum séð skipta höfuðmáli að við höfðum Borgey byggir upp gæðakerfí samning við þetta tiltekna fyrirtæki sem við urðum að uppfyila þar til úrskurður kæmi um annað.“ Bjartari tíð framundan Sem fyrr segir hefur verið hagnað- ur af rekstri Steinullarverksmiðj- unnar Qögur af síðastliðnum sex árum. Árið 1995 nam hagnaðurinn 35 milljónum króna og segist Einar reikna með því að fyrirtækið eigi að geta skilað hagnaði á næstu árum. Árið 1995 hafí þó verið met- ár vegna fyrrnefnds sölusamnings til Bretlands. „Það sem hefur kannski hjálpað fyrirtækinu mjög mikið er að hráefniskostnaður þess er mjög lítill. Sandinn tökum við úr fjörunni fyrir neðan bæinn og skeljasandinn fáum við frá Faxa- flóasvæðinu. Hafið sér síðan um að endurnýja birgðirnar jafnharðan. Þá höfum við einnig haldið lager- haldi í algeru lágmarki, enda fylgir því mikill kostnaður. Þess í stað höfum við starfað eftir nokkurs konar ,just-in-time“ reglu. Þorri okkar afurða er fluttur með skipum og því er gámunum nú ekið beint inn á gólf hjá okkur og steinullinni hlaðið í þá jafnóðum og hún kemur úr vélunum. Gámunum er síðan ekið beint í skip og fluttir til við- skiptavinanna. Ég held að þessi verksmiðja sé því með eitt minnsta lagerhúsnæði sem ég hef séð hjá steinullarverksmiðjum.“ Einar segir að stór hluti rekstrar- gjaldanna í dag sé því afskriftir af stofníjárfestingunni. „Við sjáum að á síðasta ári námu þessar afskriftir 70 milljónum króna. Þannig að þó fyrirtækið hafi ekki skilað neinum gríðarlegum hagnaði þá hefur greiðslustaða þess verið góð og veruleg ljármunamyndun hefur ver- ið í rekstri þess.“ Einar segir að afskriftum af stofnfjárfestingunni verði lokið á árinu 1997 og eftir það megi reikna með talsverðri hagnaðaraukningu miðað við óbreyttan rekstur. BORGEY hf. hefur ákveðið að byggja upp gæðakerfi sem stenst kröfur alþjóðlega staðalsins ÍST ISO 9001 og fá það vottað. Vinna við verkefnið er þegar hafin og er stefnt að því að vottun verði lokið í desember 1997, að því er fram kemur í frétt. Áætlað er að uppbyggingu gæðakerfsins verði að mestu leyti lokið á þessu ári og að fyrsta úttekt verði í maí til júní 1997, en vegna árstíðabund- innar starfsemi fyrirtækisins verð- ur lokaúttekt ekki fyrr en í lok þess árs. Með þessu vonast stjórnendur fyrirtækisins til að til að festa gæðastjórnun enn frekar í sessi hjá fyrirtækinu, en vottun sam- kvæmt ÍST ISO 9000 stöðlunum krefst agaðra og skipulagðra vinnubragða sem stöðugt eru í endurskoðun. Einnig er vottunin hugsuð til að sýna viðskiptavinum að unnið sé eftir alþjóðlegum við- urkenndum stöðlum. Nú þegar er unnið samkvæmt HACCP-kerfi og mun það eftir sem áður verða grunnurinn að gæðakerfinu. Samhliða vinnu að IST ISO 9001 verður unnið að uppbyggingu umhverfískerfis sem mun taka á stjórnun umhverfis- mála í fyrirtækinu og hefur verið ákveðið að fá umhverfiskerfið vottað eftir ISO 14001 staðlinum. Er áætlað að kerfíð verði vottað í árslok 1997. Markmiðið með umhverfisstjórn- un fyrirtækisins er að koma á skýru skipulagi fyrir umhverfismál í fyrir- tækinu, lágmarka neikvæð áhrif á umhverfið og ná fram hagræðingu með bættri nýtingu aðfanga. VSÓ Rekstrarráðgjöf verður ráðgjafi Borgeyjar við uppbygg- ingu ÍST ISO 9001 og ISO 14001 kerfanna. m/vsk • Stafrænn símsvari • Nýtist einnig sem sími • Fyrirferðalítið og einfalt í notkun • 8 flýtinúmer og 40 skammvalsnúmer • 3 stillingar á myndgæðum Söluaöilar: ÁTæknival OPTSMA Skeifunni 17 - S: 568 1665 ÁRMÚLA 8 - S 588-9000 Tækni til tjaskipta Samkeppnishæf kjör ® Langur lánstími Stuttur afgreiðslutími Erlendar myntir Virk þjónusta á ia..o..u.a Milliliðalaus lánveiting IÐNLANASJOÐUR Á R M Ú LA 13 a • 155 R E Y K J A V í K • S ( M I 588 6400

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.