Morgunblaðið - 29.02.1996, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 29.02.1996, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. FEBRÚAK 1996 B 7 ________VIÐSKIPTI___ Námstefna um árangurssíjórn un •STJÓRNUNARFÉLAG íslands efnir til námsstefnu með dr. Guð- finnu Bjarnadóttur, framkvæmda- stjóra LEAD Consulting í Bandaríkjunum á Scandic Hótel Loftleiðum fimmtudaginn 7. mars 1996 frá kl. 9-12.30. Guðfinna hefur starfað að fjöl- breyttum ráðgjafarverkefnum fyrir- tækja í Evrópu, Asíu og Bandaríkj- unum. Meginhlutverk Lead Consult- ing er að aðstoða stjórnendur og starfsmenn við að koma á árangurs- stjórnun í fyrirtækjarekstri. Beitir fyrirtækið nýstarlegum aðferðum sem byggðar á rannsóknum í sál- fræði og verkfræði, hafa legið til grundvallar í ráðgjafastarfi. DAGBOK Guðfinna er menntuð í stærðfræði og hegðunarsálfræði með sérstaka áherslu á framkvæmdastjórnun. Sérgrein hennar er að hjálpa fyrir- tækjum að hrinda áætlunum sínum og framtíðarsýn í framkvæmd með fræðslu og skipulagningu. Hún þyk- ir eftirsóttur fyrirtækjaráðgjafi og fyrirlesari vestanhafs. Verkefni hennar fara ört vaxandi og er fyrir- tæki hennar I samstarfi við mörg þekktustu ráðgjafafyrirtæki í Bandaríkjunum. Með því að vinna með verkfræðingum að málefnum sem tengjast kerfisferli í viðskiptum hefur Guðfinna þróað einstaka hæfni í að blanda saman framkvæmda- stjórnun og iðnaðarverkfræði. Meðal íslenskra aðila, sem dr. Guðfinna vinnur fyrir, er fjármálaráðuneytið. í erindi sem hún flutti á ráðstefnu sem fjármálaráðherra gekkst fyrir sl. nóvember fjallaði hún um árang- ursstjórnun í ríkisrekstri. Dr. Guðfinna mun á ráðstefnunni Qalla um meginþætti árangurs- stjórnunar, t.d. skilgreining á lang- tímaáætlunum, markmiðum og helstu niðurstöðum sem stefnt skal að í rekstri fyrirtækis. Þá verður fjallað um val á bestu mælikvörðum ■ til að meta árangur starfsins og markvissar leiðir tii að leiðrétta og styrkja framkvæmdir. Dr. Guðfmna leggur áherslu á samstarf stjómenda og annarra starfsmanna og að skilningur á markmiðum fyrirtækisins sé skerpt- ur. Hún mun einnig kynna ýmsar ieiðir til markvissara starfs (per- formance management tools) til að efla árangur og styrkja starfsemi fyrirtækisins. SANYO SPF 201 LASERFAXTÆKI Venjulegur A4 pappír í Fulltrúi fremstu framleiðenda Sigtún 9, 105 Reykjavík Sími: 551 0230 KLM-menn út úr North- west Amsterdam. KLM-flugfélagið hefur skýrt frá því að forstjóri þess og tveir fram- kvæmdastjórar hafi sagt sig úr stjórn Northwest flugélagsins í því skyni að treysta samvinnu félag- anna. KLM segir að Pieter Bouw for- stjóri og framkvæmdastjórarnir Rob Abrahamsen og Leo van Wijk hafi komizt að þeirri niðurstöðu að ekki færi saman að eiga sæti bæði í stjórn KLM og stjórn Northwest. Northwest hafði áður greint frá því að KLM mundi skipa þijá fram- kvæmdastjóra í stjórn Northwest og að þeir yrðu ekki tengdir hol- lenzka flugfélaginu eða öðrum hlut- höfum Northwest. Flugfélögin hafa átt í deilum síð- an í nóvember þegar Northwest ákvað að koma í veg fyrir að KLM beitti rétti til að auka hlut sinn í Nortwhest í 25% úr 19%. Northwest sagði á sínum tíma að KLM reyndi að ná yfirráðum yfir félaginu. KLM segir nú að af- sögn þrímenninganna eigi að koma í veg fyrir að svo virðist sem hol- lenzka félagið reyni smám saman að ná yfirráðum yfir Northwest, en því hafa Hollendingar alltaf vísað á bug. Talsmaður KLM sagði að afsögn þrímenninganna og deila upphaf- legra hluthafa Northwest væru tvö aðskilin mál. „Ráðstöfunin miðar að því að treysta bandalag félag- anna,“ sagði hann. ------» ♦ ♦------ Tjón upp á 150 milljarða dala ífyrra ZUricli. Reuter. TJÓN af völdum slysa og náttúru- hamfara í heiminum nam 150 millj- örðum Bandaríkjadala 1995 og tryggt tjón 14,6 milljörðum dollara, segir í skýrslu frá svissnesku trygg- ingafélagi. Um 28.000 létust af slysförum, þar af 20.000 af völdum náttúru- hamfara. Tjónið var 73% meira í dollurum talið en meðaltjón áranna 1970- 1994 samkvæmt skýrslunni. Tjón af völdum náttúruhamfara nam 12,4 milljörðum dollara. Itúm- lega helmingur tjónsins stafaði af jarðskjálftanum í Kobe, fellibylnum Opal, hagléljum í Texas og vetrar- hörkuin og flóðum í Evrópu sam- kvæint skýrslunni, sem verður fá- anleg í inarzlok. Birting þessarar auglýsingar er formsatriöi FJÖLMIÐLUNHF FJÖLVARP ÍSLENSKA ÚTVARPSFÉLAGIÐ HF. DM 53.000.000. Skuldabréfalán. Umsjón: Chase Investment Bank Limited. Veitt af: The Chase Manhattan Bank, N.A. The MitsubishiTrust & Banking Corporation. NM Rothschild & Sons Limited. MeesPierson N.V. Búnaöarbanki íslands. Sparisjóðabanki íslands hf. Milligöngumaður og umsjón verðbréfavörslu: The Chase Manhattan Bank, N.A. Febrúar1996

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.