Morgunblaðið - 29.02.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 29.02.1996, Blaðsíða 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA fNbtgMfflUfaib 1996 FIMMTUDAGUR 29. FEBRÚAR BLAÐ D Andersentil Rangers DANSKI knattspyrnumaðurinn Erik Bo And- ersen, sem hefur leikið með Álaborg, er að öll- um líkihdum á leið til Glasgow Rangers og mun þá leika við hlið Brians Laudrups hjá skosku meisturunum. Danska útvarpið skýrði frá því í gær að Walter Smith, knattspyrnusljóri Ran- gers, hafi náð samkomulagi við Álaborg um kaupverðið á Andersen og hljóðaði það upp á 1,2 mil).jónir punda (122 milljónir króna). Tals- maður skoska félagsins vildi í gær ekki stað- festa fréttina og sagði að það hef ði enginn leik- maður skrifað undir í dag, „en það gætu orðið einhverjar fréttir frá okkur á morgun [í dag]". Andersen er 24 ára sóknarmaður og var markahæsti leikmaður dönsku deildarinnar á síðasta tímabili með 24 mörk. Hann var lykil- maður í liði Alaborgar sem varð danskur meist- ari í fyrsta sinn í 110 ára sögu félagsins. Morgunblaðið/Kristján PATREKUR Jóhannesson og félagar hans í KA íögnuðu sigrinum, 23:22, gegn íslandsmelsturum Vals vel og lengl eftlr leiklnn og þökkuöu áhorfendum stuoninginn. Patrekur geröi sigurmarkið í lelknum, sem að öilum líkindum ræAur úrslitum um að Akur- eyrarliöiö veröi í efsta sæti delldarinnar og Valsmenn í ööru sæti. „Var frábært ad sjá á eftir boltanum í netid" Patrekur Jóhannesson gerði sigurmark KA gegn Val, með því að vippa yfir Guðmund Hrafnkelsson úr vítakasti fáeinum sekúndum fyrir leikslok Reynir B. Eiríksson skrifar frá Akureyrí Það orð sem lýsir þessum leik best er taugatitringur — það var nóg af honum á báða bóga, sagði Patrekur Jó- hannesson, sem tryggði KA sigur á Val, 23:22, er hann skoraði úr víti á lokasekúndum leiksins í mikilvæg- um leik liðanna í 1. deildinni í handknattleik á Akureyri í gær- kvöldi. Patrekur var því aðalhetja KA- manna í leiknum sem að öllum lík- indum ræður úrslitum um að Akur- eyrarliðið verði í efsta sæti deildar- innar og Valsmenn í öðru sæti. Bæði lið eiga reyndar eftir tvo leiki en ættu að vinna þá báða undir eðlilegum kringumstæðum, miðað víð hvernig deildin hefur verið í vetur. Leiki KA og Valur til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn, eins og margir spá, snýst dæmið því við frá því í fyrra; fyrsti og þriðji leik- ur í þeirri rimmu yrði á heimavelli KA og einnig sá fimmti og síðasti, ef með þyrfti. „Það var erfitt að standa á víta- línunni en það gekk upp og það var frábært að sjá á eftir boltanum í netið. Ætli ég verði ekki að segja að ég hafi verið að reyna að vinna tíma með því að vippa yfir Guð- mund! Það voru leiknar mjög góðar varnir í leiknum en það sama er ekki að segja um sóknirnar — þær voru ekki sem bestar og leikmenn gerðu fullt af místökum. En það gleymist fljótt eftir sigurinn," sagði Patrekur. „Alltvitlaust" „Það var allt vitlaust í kvöld og leikurinn svo sannarlega eins og við mátti búast", sagði Erlingur Kristjánsson, fyrirliði KA, eftir leikinn. „Það voru allir að tryllast úr spenningi, en þetta gekk upp hjá okkur og við erum því auðvitað í sjöunda himni. Vörnin hjá okkur var góð, við náðum að stilla hana ve) saman en það hefur ekki geng- ið í undanförum leikjum. Það voru allir vel með á nótunum og sigur- inn gott ferðanesti fyrir okkur í síðustu leikina í deildinni." „Dómaramir guggnuöu" „Dómararnir guggnuðu í þess- um leik alveg eins og þegar við lékum hér á móti KA í bikarnum. Það virðist svo sem dómararnir þori ekki að dæma hérna fyrir norðan, þeir guggna þegar á hólm- inn er komið. Það er ekki annað um þennan leik að segja," sagði Olafur Stefánsson, fyrirliði Vals, sem var greinilega mjög heitt í hamsi eftir leikinn. ¦ Dýrmætur / D4 Lárus Orri og félagar í toppbar- áttu 1. deildar LÁRUS Orri Sigurðsson og félagar hans í Stoke City unnu Watf ord, sem er í neðsta sæti, 2:0 í ensku 1. deildinni í gærkvöldi. Stoke er nú í 4. sæti deild- arinnar ásamt Hudders- field, en tvö efstu liðin komast beint upp í úrvals- deildina, en 13 umferðir eru enn eftir af deildar- keppninni. Derby er efst með 60 stig, en Stoke hefur 49 stig og á tvo leiki til góða á Derby. „Leikurinn gegn Wat- ford var ekki mjög góður, enda vðllurinn eitt drullu- svað. Þetta var mikil bar- átta í fyrri hálfleik en við vorum mun sterkari í þeim síðari. Við settum á þá mark í upphafi seinni hálf- leiks og bættum öðru við skömmu síðar og þá var þetta aldrei spurning," sagði Lárus Orri við Morgunblaðið eftir leikinn. „Þetta hefur gengið mjög vi'l hjá okkur að undan- f örnu. Við höf um ekki tap- að í síðustu fimm deildar- leikjum og erum kontnir í toppbaráttuna og það er góð tilf inning." Lárus Orri hefúr leikið alla leikina með Stoke á tímabilinu utan einn, en þá var hann meiddur. „ Já, ég er búinn að leika 38 leiki í vetur og get ekki annað en verið ánægður með að halda sæti iními i liðinu. Ég hef þó ekki enn náð að skora. Það hefur verið regla hjá mér að skora eitt mark á hverju keppnis- timabili í gegnum árin og ég á enn möguleika á að selja mark. Annars fer ég ekki mikið fram á völlinn þvi varnarleikur er mitt hlutverk," sagði Lárus Orri. KNATTSPYRNA: AJAX BÆTTI EEMN EINNIRÓS í HNAPPAGATIÐ / D8

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.