Morgunblaðið - 29.02.1996, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 29.02.1996, Blaðsíða 5
4 D FIMMTUDAGUR 29. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. FEBRÚAR 1996 D 5 URSLIT KA-Valur 23:22 KA-heimilið, íslandsmótið í handknattleik - 1. deild karla, 20. umferð, miðvikudaginn 28. febrúar 1996. Gangur leiksins: 2:0, 2:2. 5:2, 5:6, 8:8, 10:10, 11:11, 12:12, 12:16, 15:16, 18:18, 20:19, 20:21, 22:21, 23:22. Mörk KA: Patrekur Jóhannesson 8/3, Jul- ian Duranona 6/1, Jóhann G. Jóhannsson 5, Erlingur Kristjánsson 3, Leó Örn Þorleifs- son 1. Varin skot: Guðntundur Arnar Jónsson 11 (ltil mótheija). Utan vallar: 14 mín. Mörk Vals: Dagur Sigurðsson 8/3, Ólafur Stefánsson 4/1, Sigfús Sigurðsson 3, Val- garð Thoroddsen 3, Jón Kristjánsson 2, Davíð Ólafsson 1, Júlíus Gunnarsson 1. Varin skot: Guðmundur Hrafnkelsson 10/1 (2 til mótheija). Utan vallar: 14 mín. Dómarar: Einar Sveinsson og Þorlákur Kjartansson. Grimmir en margir dómar vafasamir. Áhorfendur: 829 (uppgefinn fjöldi). ÍR-UMFA 23:22 íþróttahús Seljaskóla: Gangur leiksins: 2:2, 2:4, 5:4, 5:7, 9:9, 11:12, 13:12, 15:12, 18:14, 19:17, 21:20, 23:21, 23:22. Mörk ÍR: Frosti Guðlaugsson 6, Magnús Már Þórðarson 4, Jóhann Öm Ásgeirsson 4/3, Daði Hafþórsson 3, Ragnar Örn Ósk- arsson 2, Guðfinnur Kristmannsson 2, Ólaf- ur Gylfason 1, Einar Einarsson 1, Njörður Ámason 1. Varin skot: Magnús Sigmundsson 15/1 (þar af 7 til mótheija). Utan vallar: 4 mínútur. Mörk UMFA: Ingimundur Helgason 6/5, Bjarki Sigurðsson 5, Páll Þórólfsson 5, Róbert Sighvatsson 3, Páll Þórólfsson 3, Jóhann Samúelsson 1, Alexey Trúfan 1, Þorkell Guðbrandsson 1. Varin skot: Berg- sveinn Bergsveinsson 6 (þar af 2 til mót- heija), Sebastian Alexanders 4/2. Utan vallar: 6 mínútur. Dómarar: Sigurgeir Sveinsson og Gunnar yiðarsson vora góðir. Áhorfendur: 250 og létu vel í sér heyra. FH - Haukar 23:21 Kaplakriki: Gangur leiksins: 2:0, 4:2, 6:4, 6:7, 9:8, 10:10, 13:10, 18:13, 19:18, 21:18, 23:21. Mörk FH: Siguijón Sigurðsson 5/3, Guðjón Ámason 4, Gunnar Beinteinsson 4, Sigurð- ur Sveinsson 4, Hans Guðmundsson 2, Sturla Egilsson 2, Guðmundur Pedersen 1, Hálfdán Þórðarson 1. Varin skot: Jónas Stefánsson 16/1 (þaraf 4 til mótheija). Utan vallar: 6 minútur. Mörk Hauka: Halldór Ingólfsson 10/1, Aron Kristjánsson 3, Gústaf Bjarnason 3, Hinrik Öm Bjamason 3, Gunnar Gunnars- son 1, Petr Baumruck 1. Varin skot: Bjami Froistason 19/1 (þaraf 5 til mótheija). Utan vallar: 6 mínútur. Dómarar: Gunnar Kjartansson og Ólafur Haraldsson, höfðu góð tök á ieiknum allan tímann. Áhorfendur: 1000. KR-Stjarnan 19:31 Laugardalshöll: Gangur leikins: 0:1, 3:3, 4:8, 6:13, 9:14, 11:17, 14:21, 18:24, 19:31. Mörk KR: Hilmar Þórlindsson 5/3, Harald- ur Þorvarðarson 5, Sigurpáll Aðalsteinsson 4, Jóhann Þorláksson_ 2, Björgvin Barðdal 1, Gylfi Gylfason 1, Ágúst Jóhannsson 1. Varin skot: Hrafn Margeirsson 14 (þaraf 3 sem fóra aftur til mótheija). Utan vallar: 14 mín. Sigurpáll Aðalsteinson rautt spjald fyrir kjaftbrúk sem og Haukur Ottesen þjálfari. Björgvin Barðdal rautt spjald - 3 brottvísanir. Mörk Stjörnunnar: Konráð Olavsson 7, Dmítrí Filippov 6/2, Magnús Sigurðsson 5, Jón Þórðarson 5, Sigurður Bjamason 4, Magnús A. Magnússon 2, Viðar Erlingsson 1, Hafsteinn Hafsteinsson 1. Varin skot: Ingvar H. Ragnarsson 14/1 (þaraf 6 aftur til mótheija), Axel Stefáns- son 5. Utan vallar: 2 min. Dómarar: Guðjón Sigurðsson og Hákon B. Siguijónsson vora á heildina litið sæmi- legir en misstu tökin um miðjan seinni hálf- leik. Áhorfendur: 49. ÍBV-Grótta 24:21 Vestmannaeyjar:. Gangur leiksins: 1:1, 4:3, 6:5, 9:8, 10:10, 13:14, 13:15, 16:16, 18:18, 20:20, 24:21. Mörk ÍBV: Arnar Pétursson 8/2, Gunnar Berg Viktorsson 6, Svavar Vignisson 5, Haraldur Hannesson 3, Arnar Richardsson 1, Davíð Þór Hallgrímsson 1. Varin skot: Sigmar Þröstur Óskarsson 25/3 (þar af 10/1 til mótheija). Utan vallar: 12 mínútur. Mörk Grótta: Juri Sadovski 5, Jón Þórðar- son 4, Jens Gunnarsson 4, Jón Örvar Krist- insson 4, Einar Jónsson 2, Davíð Gíslason 2. Varin skot: Sigtryggur Albertsson 5, Ólaf- ur Finnbogason 1. Utan vallar: 6 mínútur. Dómarar: Gísli H. Jóhannsson og Hafsteinn Ingibtrgsson. Áhorfendur: t’m 350, þar á meðal hijóm- sveitin Stalla Hú og þó nokkrir sem fylgdu Gróttu og létu vel i sér heyra. Selfoss - Víkingur 20:20 íþróttahúsió á Sclíossi: Gangur leiksins 1:0, 2:3, 4:4, 6:5, 7:6, 8:10, 9:11 10:12, 12:15, 14:16, 16:17, 18:17, 18:18, 19:19, 19:20, 20:20 Mörk Selfoss: Kinar Gunnar Sigurðssn 6, Sigurjón Bjarnason 5, Valdimar Grímsson 5/1, Björgvin Rúnarsson 2, Einar Guð- mundsson 2. Varin skot: Hallgrímur Jónasson 13 (þar af 4 til mótheija), Gísli Felix Bjarnason 2/1 (þar af 1 til mótheija Utan vallar: 4 mínútur Mörk Víkings: Knútur Sigurðsson 7, Árni Friðleifsson 4, Friðleifur Friðleifsson 3, Rúnar Sigtiyggsson 3, Kristján Ágústsson 2, Hjörtur Örn Arnarson 1. Varin skot: Reynir Þór Reynisson 17/1 (þar af 4 til mótheija Utan vallar: 6 mínútur Dómarar: Egill Már Markússon og Örn Markússon höfðu góð tök á leiknum. Áhorfendur: 150. Fj. leikja U J T Mörk Stig KA 20 17 2 1 562: 504 36 VALUR 20 16 2 2 536: 439 34 HAUKAR 20 11 3 6 513: 472 25 STJARNAN 20 10 4 6 520: 483 24 FH 20 9 4 7 522: 496 22 UMFA 20 9 2 9 482: 475 20 GRÓTTA 20 8 4 8 483: 483 20 ÍR 20 8 1 11 440: 464 17 SELFOSS 20 8 1 11 494: 530 17 ÍBV 20 5 3 12 454: 496 13 VÍKINGUR 20 5 1 14 445: 473 11 KR 20 0 1 19 466: 602 1 1. deild kvenna Valur-Víkingur...............21:25 Fylkir - ÍBV.................28:30 FH-Haukar....................15:20 Mörk FH: Björk Ægisdóttir 6, Hildur Erl- ingsdóttir 3, Bára Jóhannsdóttir 3, Díana Guðjónsdóttir 1, Hrafnhildur Skúladóttir 1, Hildur Pálsdóttir 1. Mörk Hauka: Auður Hermannsdóttir 8, Hulda Bjarnadóttir 4, Harpa Melsted 3, Thelma Arnadóttir 2, Kristín Konráðsdóttir 1, Judith Estergal 1. KR-Fram......................19:20 Mörk KR: Helga S. Ormsdóttir 7, Anna Steinsen 6, Brynja Steinsen 2, Edda Krist- insdóttir 1, Selma Grétarsdóttir 1, Ólöf Indr- iðadóttir 1, Valdís Fjöhúsdóttir 1. Mörk Fram: Berglind Ómarsdóttir 7, Arna Steinsen 4, Þuríður Hjartardóttir 3, Ingi- björg Jóhannsdóttir 3, Þórann Garðarsdótt- ir 2, Hafdís Guðjónsdóttir 1. Fj. leikja u j T Mörk Stig STJARNAN 18 14 3 1 436: 292 31 FRAM 18 14 2 2 424: 333 30 HAUKAR 18 12 1 5 420: 317 25 ÍBV 18 10 3 5 436: 388 23 VlKINGUR 18 9 3 6 422: 343 21 FYLKIR 18 8 0 10 395: 425 16 KR 18 6 0 12 391: 407 12 VALUR 18 6 0 12 378: 425 12 FH 17 4 0 13 306: 396 8 ÍBA 17 0 0 17 237: 519 0 2. deild karla HK - BREIÐABLIK ...............25: 24 Fj. leikja u J T Mörk Stig FRAM 16 15 0 1 497: 319 30 HK 16 14 1 1 497: 320 29 FYLKIR 16 10 1 5 430: 370 21 ÞÓR 14 9 0 5 350: 338 18 ÍH 16 8 0 8 351: 364 16 BREIÐABLIK 15 6 1 8 381: 371 13 Bí 16 3 2 11 410: 504 8 ÁRMANN 16 1 1 14 319: 517 3 FJÖLNIR 15 1 0 14 315: 447 2 Fj. leikja U T Stig Stig KEFLAVÍK 17 15 2 1408: 901 30 BREIÐABLIK 17 14 3 1286: 917 28 UMFG 17 13 4 1199: 944 26 KR 16 12 A 1084: 879 24 l'R 16 8 8 1063: 1060 16 UMFN 16 7 9 974: 972 14 TINDASTÓLL 16 6 10 962: 1104 12 VALUR 17 4 13 865: 1144 8 is 16 2 14 709: 1161 4 ÍA 16 1 15 707: 1185 2 NBA-deildin: Clovoland - Goldon Statu Indiana - Portland.... Now .Jorsoy - Miaml..... Milwaukoo - í'harlottc... Chifago - Mirinosota... I Jallas - Philadclphia. Houston - Toronto............105:100 Denver - Washington............96:92 LA Clippers - San Antonio......95:90 Knattspyrna Meistarakeppni Evrópu Amsterdam: Ajax - Real Zaragoza (Spáni).....4:0 Winston Bogarde (41.), Finidi George (53.), Danny Blind (66. vsp.., 69. vsp.). 22.000. ■Ajax vann 5:1 samanlagt. England 5. umferð bikarkeppninnar Liverpool - Charlton.............2:1 (Fowler 12., Collymore 59.) - (Grant 87.). 36.818. ■Liverpool sækir Leeds heim í átta liða úrslitum 10, mars. Nottingham Forest - Tottenham....2:2 (Woan 3., 72.) - (Armstrong8., 27.). 18.600. ■Liðin leika aftur 9. mars og sigurvegarinn á síðan heimaleik gegn Aston Villa. Aukaleikir Southampton - Swindon.............2:0 (Oakley 62., Shipperley 76.). 13.962. ■Southampton á útileik gegn Manchester United 11. mars. Wimbledon - Huddersfield.........3:1 (Ekoku 9., Goodman 40., 84.) - (Booth 8.). 7.015. ■Wimbledon sækir Chelsea heim 9. mars. Chelsea - Grimsby................4:1 (Duberry 21., Hughes 54., Spencer 56., Peacock 58.) - (Groves 55.). 28.545. Úrvalsdeildin Aston Villa - Blackburn..........2:0 (Joachim 55., Southgate 71.). 28.000. 1. deild Leicester - Derby...............0:0 Norwich - Sheffield United......0:0 Stoke - Watford.................2:0 Þýskaland Undanúrslit bikarkeppninnar Karlsruhe - Diisseldorf..........2:0 (Kiijakow 16., Hássler 79.). 22.000. ■Karslruhe mætir Kaiserslautern í úrslit- um. Ítalía Undanúrslit bikarkeppninnar Fiorentina - Internazionale......1:0 Gabriel Batistuta (78.). ■Fiorentina vann 4:1 samanlagt og mætir Atalanta í úrslitum. Spánn Undanúrslit bikarkeppninnar Espanyol - Barcelona..............2:3 ■Barcelona vann 4:2 samanlagt og mætir Atletico Madrid eða Valencia í úrslitum. Holland Go Ahead Eagles - NEC Nijmegen...2:2 De Graafschap - Heerenveen.......2:2 Staða efstu liða Ajax..............21 18 2 1 71:11 56 PSV...............22 17 3 2 75:13 54 Feyenoord.........23 11 7 5 46:29 40 Forkeppni ÓL í S-Ameríku A-riðill Bólivía - Paraguay...............4:1 Milton Coimbra (15., 28., 35.) Liber Guti- errez (37.) - Carlos Espinola (45.). Brasilia - Uruguay...............0:0 Staðan Brasilía............4 3 1 0 11:3 10 Uraguay.............4 3 1 0 9:4 10 Bólivía.............4 1 0 3 6:9 3 Körfuknattleikur 1. deild kvenna Keflavík - Breiðablik.......67:52 Gangur leiksins: 0:2, 10:5, 17:11, 25:16, 30:20, 36:25, 45:29, 52:39, 56:44, 60:48, 67:48, 67:52. Stig Keflvíkinga: Veronica Cook 25, Anna María Sveinsdóttir 16, Björg Hafsteinsdótt- ir 10, Erla Reynisdóttir 8, Erla Þorsteins- dóttir 8. Stig Breiðabliks: Betsy Harris 24, Birna Valgarðsdóttir 12, Inga Dóra Magnúsdóttir 12, Hildur Ólafsdóttir 4. .......92:80 .....101:87 .......90:93 .......84:88 .....120:99 ....115:121 I kvöld Körfuknattleikur Úrvalsdeildin: Borgarnes: UMFS-KR.............20 Akureyri: Þór-ÍA...,...........20 Njarðvík: Njarðvík - ÍR........20 Sauárkrókur: UMFT - Haukar.....20 Smárinn: Breiðablik - Keflavík.20 Hlíðarendi: Valur - Grindavik.20 FELAGSLIF Hlaupárshlaup Máttar Fyrsta almenningshlaup ársins verður í dag, fimmtudag. Hér er um að ræða Hlaupárshlaup Máttar, sem hefst kl. 18.30 á horninu á Miklubraut og Skeiðavogi. Hægt er að velja um tvær vegalengdir, 4,2 km og 8,7 km. Skrán- ing fer fram hjá Mætti, Faxafeni 14, til kl. 18 í dag. Þátttökugjald er 500 krónur fyrir fullorðna og 250 krónur fyrir börn tólf ára og yngri. Allir þátt- takendur sá sérhannaðan verðlauna- pening og bol. Hjólreiðamenn koma saman Framhaldsstofnfundur Landsambands Hjólreiðamanna verður í kvöld í íþrótt- amiðstöðinni í Laugardal kl. 20. Á stofnfundi sem haldinn var fyrir fullu húsi í nóvember var skipaður starfs- hópur, sem hefur lokið starfi. Fyrsta stjórn samtakanna verður kosin á fundinum ásamt því að skipað verður í hinar ýmsu nofndir. Kvennakvöld Blika Kvcnnakviild Hreiðaliliks verður í Smár- anum laugardaginn 2. mars og opnar húsið kl. 20. Hægt cr að kuupa iniða í Smáranum. IÞROTTIR IÞROTTIR Stefán Stefánsson skrífar HANDKNATTLEIKUR Magnús hetja ÍR Magnús Sigmundsson, mark- vörður ÍR, rak endahnútinn á góðan baráttuleik sinn og félaga sinna gegn Aftur- eldingu í Seljaskóla í gærkvöldi þegar hann varði vítaskot frá Ingimundi Helgasyni að leikslokum og tryggði ÍR 23:22 sigur en Ingimundur hafði tekið 5 vítaskot og skorað úr öllum. „Ég varð að taka vítakastið þar sem ég klúðraði leiknum gegn Sel- fossi á dögunum," sagði Magnús eftir leikinn. „Við ætlum eins langt og við getum í deildinni en það er betra til að losna við Val og KA í átta liða úrslitakeppninni. Okkur hefur þó gengið vel gegn þeim lið- um og munum taka þau ef þarf. En númer eitt er að komast í úr- slitakeppnina." Þó að meiri barátta væri í heima- mönnum frá upphafi náðu Mosfell- ingar að halda forskoti fram undir lok fyrri hálfleiks. Þá komusL ÍR- ingar með góðum kafla í 13:12 og eftir tíu mínútur í síðari hálfleik var staðan 18:14, ÍR í vil. Tap blasti við gestunum, sem tóku sig á en ÍR hélt sínu striki. Þegar mínúta var eftir og staðan 23:22 höfðu ÍR-ingar möguleika á að innsigla sigur sinn með vítaskoti en Sebast- ian Alexander gerði sér lítið fyrir og varði annað vítaskot sitt í leikn- um. Hinum megin fékk Róbert Sig- hvatsson vítakast er fjórar sekúnd- ur voru eftir en Magnús varði. ÍR-ingar börðust fyrir hveijum bolta. Þeir léku 5-1 vörn með Frosta Guðlaugsson mjög góðan fremstan og það skilaði þeim síðan sjö mörkum úr hraðaupphlaupum. Magnús var góður í markinu en bestur var Magnús Már Þórðarson, sterkur í vörn og sókn. Mosfellingar virkuðu örlítið sein- ir og ekki sást mikið til sigurvilja fyrr en leið á síðari hálfleik. Ró- bert var að venju dijúgur á lín- unni, Páll Þórólfsson nýtti sín færi og Ingimundur var öruggur á vítal- ínunni. KORFUBOLTI Keflavíkur- stúlkur deitdar- meistarar Keflavík sigraði Breiðablik 67:52 í 1. deild kvenna í körfuknatt- leik á heimavelli sínum í gærkvöldi og tryggði sér þar Frá með deildarmeist- Gísla aratitilinn. Staðan í Blöndal í hálfleik var 36:25 Keflavík 0g sjgUrinn öruggur allan leikinn. Breiðabliksstúlkur voru aðeins einu sinni yfir í leiknum og það var í byrjun leiks en þær gerðu fyrstu körfuna og komust í 2:0. Eftir það tóku keflvísku stúlkurnar völdin og höfðu forystu til leiksloka. Þær juku forskot sitt jafnt og þétt eftir því sem leið á leikinn. Þær léku vel bæði í vörn og sókn og uppskáru eftir því. Blikastúlkur reyndu oí' mikið af þriggja stiga skotum sem rötuðu ekki rétta leið. Bandaríska stúlkan Veronika Cook var best í liði Keflvíkinga og Anna María Sveinsdóttir átti einnig ágaTan leik. Hjá Blikum var Betsy Harris allt í öllu og Birna Valgarðs- dóttir var góð í vörn. Bræðraslagur Morgunblaðið/Kristján Kristjánsson BRÆÐURNIR Erlingur og Jón Kristjánssynir mættust enn einu sinni í „úrslitaleik" og hafði fyrirliði KA betur. Hér er hann í hraðaupphlaupí og við það að skora en þjálfari og leikmaður Vals kemur engum vörnum við frekar en Guðmundur Hrafnkelsson í marklnu. Dýrmælur sigur bikarmeistara KA BESTU handknattleikslið landsins háðu enn einn taugatrekkjandi úr- slitaleikinn á Akureyri í gær en flestir síðustu leikir þessara liða hafa verið opinberir eða óopinberir úrslitaleikir og spennan ávallt í há- marki. Þessi viðureign KA og Vals var engin undantekning og það voru KA-menn sem tryggðu sér sig- urinn, 23:22, með marki úr víta- skoti undir blálokin. Þar með hafa bikarmeistararnir tveggja stiga for- skot á íslandsmeistarana þegar tvær umferðir eru eftir í deildar- keppninni. H etjurnar úr íslendingasögunum stigu ljóslifandi fram á gólf KA- heimilisins þar sem allt of margir áhorfendur höfðu allt of hátt í allt of miklum hita. Æsingur- inn lét engan ósnortinn Stefán Þór Sæmundsson skrifar frá Akureyri og hetjurnar á vellinum tókust á með taugarnar þandar og vöðvana spennta. Áður en yfir lauk hafði sjö leikmönnum úr hvoru liði verið vísað af velli og dómar- ar, gæslumenn og lögregla höfðu haft ærinn starfa. KA-menn byijuðu betur og náðu þriggja marka forskoti eftir 10 mínútna leik, 5:2. Jóhann fór á kostum. Baráttan var mikil í vörnum beggja liða og gulu spjöldin komu á færibandi. Ólafur, Sig- fús og Dagur í tvígang breyttu stöðunni í 5:6 en Jóhann jafnaði eftir að Duran- ona hafði skotið í stöng af vítalínunni. Leikurinn var síðan í járnum síðustu tíu mínútur hálfleiksins og staðan 11:11 bauð upp á barning eftir hlé. Valsmenn náðu góðum kafla í upp- hafí seinni hálfleiks og breyttu stöðunni úr 12:12 í 12:16. Guðmundur varði víta- skot frá Duranona og fleiri skot frá kappanum. Nú voru 20 mínútur eftir og þá hrökk Patrekur í gang svo um mun- aði. Duranona jafnaði 18:18 þegar 12,30 mín. voru eftir og komst þá loksins á blað í seinni hálfleik. Ólýs- anleg spenna einkenndi lokasprett- inn og tíðir brottrekstrar bættu ekki úr skák. Dagur kom Val marki yfir, 20:21, þegar 7,45 mín. voru til leiksloka en Patrekur jafnaði að bragði. Duranona tók síðan Dag úr umferð. Alfreð fór í sóknina. Það var síðan Guðmundur Arnar sem bjargaði KA. Glæsimarkvarsla hans færði KA hraðaupphlaup og Jóhann skoraði 22:21 þegar 3,17 mín. voru eftir. Guðmundur varði síðan á ótrúlegan hátt frá Sigfúsi á lín- unni. Dagur jafnaði úr víti og Duranona var rekinn út af þegar 2,06 voru til loka. KA-menn upp- skáru allmörg aukaköst áður en Patrekur braust í gegn og fiskaði víti. Hann skoraði sjálfur úr vítak- astinu með því að vippa yfir Guð- mund Hrafnkelsson og 8 sekúndur nægðu Valsmönnum ekki til að jafna. Þrátt fyrir sigurinn geta KA-menn ekki bókað deildarmeist- aratitilinn því leikmenn ÍBV og Víkings geta reynst þeim erfiðir. I þessum leik var það ódrepandi seigla sem skóp sigurinn. Jóhann lék vel, Patrekur góður í seinni hálfleik, Guðmundur var traustur í lokin og Erlingur átti skínandi leik. Hjá Val var Dagur langbestur og Valgarð átti góðan sprett. Vörnin var sterk og þeir Ólafur og Sigfús voru Duranona erfíðir. Sennilega hefði verið sanngjamt að semja um skiptan hlut en um slíkt er ekki að fást þegar mikið liggur við. Sigmar átti stórieik íEyjum Sigfús Gunnar Guðmundsson skrifar frá Eyjum Sigmar Þröstur Óskarsson átti stórleik í marki Eyjamanna í gærkvöldi er þeir mættu Gróttu á heimavelli sínum. Hann var maðurinn á bak við þriggja marka sigur heima- manna, 24:21. Með sigrinum bættu Eyjamenn stöðu sína í harðri bar- áttu við Víking um það hvort liðið bjargar sér frá falli í aðra deild. Leikurinn var í jafnvægi allan fyrri hálfleik. Leikmenn ÍBV voru þó yfirleitt fyrri til að skora og komust nokkrum sinnum tveimur mörkum yfir en Gróttumenn gáfust aldrei upp og á lokamínútum hálf- leiksins komust þeir fram úr og voru einu marki yfir í hálfleik, 14:13. Síðari hálfleikur var hnífjafn og Gróttumenn brugðu fijótlega á það ráð að taka aðalskyttu Eyjamanna, Gunnar B. Viktorsson, úr umferð. En þeim varð ekki kápan úr því klæðinu vegna þess að þá tók Arn- ar Pétursson að sér hlutverk Gunn- ars að bera uppi sóknarleik ÍBV. Þegar tíu mínútur voru eftir urðu kaflaskil er Eyjamenn skelltu í lás í vörninni á sama tíma og Sigmar Þröstur fór hamförum í markinu. Heimamenn skoruðu íjórum sinnum í röð og breyttu stöðunni úr 20:20 í 24:20. Gróttumenn áttu síðasta orðið en það breytti engu um niður- stöðu leiksins. Baráttan var aðal heimamanna í vörninni og sóknin var leikin af skynsemi. Ekki má gleyma Sigmari Þresti, hann undirstrikaði enn einu sinni að það stenst honum enginn snúning er hann hrekkur í gang. Sigmar varði 25 skot þar af öll þtjú vítaköst Gróttumanna. Vörn Gróttu var góð, en markverðirnir náðu sér aldrei á strik. Úrslit réðust á síðustu sekúndu Sigurður Jónsson skrifar frá Selfossi Sigurjón Bjarnason tryggði Sel- fyssingum jafntefli 20:20 á síðustu sekúndu leiksins gegn Vík- ingi. Einar Gunnar Sigurðsson tók aukakast þegar fimm sekúndur voru eftir. Reynir Þór, markvörður Víkings, varði skotið en Sigurjón náði frákastinu á lín- unni og náði að blaka boltanum í mark á lokasekúndunni. „Þetta var rosalegt, það var alveg að líða yfir mig,“ sagði einn af yngri stuðnings- mönnum Selfossliðsins eftir leikinn og lýsir það vel spennunni sem var á síðustu mínútunum. Víkingar börðust hatrammlega fyrir veru sinni í deildinni, höfðu yfir í hálf- leik, 9:11. Reynir Þór Reynisson markvörð- ur var bestur Víkinga, varði 17 skot en sóknarmönnum Víkings gekk ekki sem skyldi að notfæra sér þau færi sem markvarslan gaf til að hegna Selfyssingum sem voru of mistækir í sóknarleik sínum. Annars var leikurinn mjög daufur í fyrri hálfleik þar sem sóknir beggja liða enduðu í þæfingi og leikleysu á köfium. Það var ekki fyrr en er líða tók á síðari hálfleik- inn sem leikmenn beggja liða hresstust og sýndu skemmtilegan leik. Knútur Sigurðsson átti góðan leik með Víkingi og gerði mörg gullfalleg mörk. Sama er að segja um Einar Gunnar Sigurðsson sem tók öðru hveiju af skarið og gerði það sem aðrir geta ekki að lyfta sér hátt upp framan við vörnina og þá er gulltryggt að mark fylgir. Lokamínúturnar voru mjög spennandi og greinilegt var að Vík- ingar töldu sig hafa tryggt sigurinn og vonbrigði þeirra voru mikil þeg- ar lokasekúndurnar voru allar Sel- fyssingum í hag, sem sýnir að hið ótrúlega getur gerst á þann hátt sem engum dettur í hug. En það var harðfylgi Siguijóns Bjarnason- ar sem tryggði Selfyssingum jafn- teflið. AuðveK hjá Stjömunni Stjarnan átti ekki i minnstu erfið- leikum með að leggja slakt lið KR. Stjarnan sigraði sanngjarnt 19:31. Það var ljóst allt frá fyrstu- minútu hvert leikurinn stefndi, í átt að marki KR. KK komst þó yfir á fyrstu mínútum og hafði yfir 3:2. Eftir það tók Stjarnan við. Með þá Konráð Olav- son í horninu og Ingvar Ragnarsson í markinu í fararbroddi áltu Stjörnu- menn hvorki í vandræðum með að komast framhjá vörn KR-inga né stöðva sóknir lieirra. I hállkúk var stað- Sindrí Bergmann Eiðsson skrífar an.orðin 9:14 fyrir Stjörnuna. Seinni hálfleikur var eins og sá fyrri. Munurinn jókst og það á fleiri en einn máta. Markamunurinn jókst og fjöldi KR-inga upp í stúku jókst einnig. Björgvin Barðdal var settur í stúkuna eftir að hafa fengið 3 brottvísanir, Sigurpáll Aðalsteinsson var eitthvað ósáttur við það og fór sömu leið, sem og Haukur Ottesen þjálfari sem var alls ekki sáttur við að dómararnir væru að reka strákana lians af leikvell- inum, svo liann fór sömu leið. Eftir það minnkaði mótspyrna KR enn meira og ekki var hún mikil í'yrir. Stjarnan átti greiða leið að marki KR og lauk leiknum með 12 marka mun. Leikurinn var að flestu leyti slakur og ekki var laust við að dómararnir drægjust niður með seinni partinn. Ráku svolítið hressilega út af í seinni hálfleik. KR-ingarnir inættu líka ein- beita sér meira að því að spila hand- bolta og hvíla í sér talfærin á meðan. Hjá Stjörnunni voru þeir markmenn Ingvar og Axel Stefánsson í miklu stúði sem og Konráð og Magnús Sig- urðsson fyrir utan. Hjá KR stóð Hrafn Margeirsson markvörður upp úr. FH er stóri bróðir ívar Benediktsson skrifar FH-ingar undirstrikuðu þá skoð- un sína að þeir eru stóri bróðir- inn í handboltanum í Hafnarfirði er Haukar komu í heimsókn í íþrótta- húsið í Kaplakrika í gærkvöldi. Þeir voru einu marki yfir í leikhléi, 9:8, og gáfu síðan á fulla ferð í upphafi þess síðari, náðu fimm marka forskoti á fyrstu sautj- án mínútum leikhlutans. Sá marka- munur var of mikill fyrir „litla bróð- ur“ sem klóraði þó í bakkann eink- um fyrir vaska framgöngu Halldórs Ingólfssonar og Bjarna Frostason- ar. Lokatölur 23:21. I fyrri hálíleik var sóknarleikur beggja liða hugmyndasnauður og versnaði ef eitthvað var þegar á leið. Árvakar varnir og góð mark- varsla var aðal hálfleiksins. FH-ing- ar höfðu betur framan af, en svo kom fjórtán mínútna kafli þar sem þeir skoruðu ekki og Haukar kom- ust yfir í fyrsta skipti, 7:6. FH-liðið hrökk í gang í upphafi síðari hálfleiks og lék af skynsemi. Haukamenn komust lítt áleiðis gegn flatri og sterkri vörn gestgjaf- anna og skoruðu aðeins fjórum sinnum á fyrstu átján mínútunum. FH-ingar undir styrkri stjórn Guð- jóns Arnasonar léku langar sóknir með góðum árangri og lögðu á þeim tíma grunninn að sigrinum. Haukar féllu í þá gryfju að leika stuttar sóknir með ónákvæmum sendingum og lélegum markskotum. FH-ingai slökuðu á undir lokin og Halldói Ingólfsson skoraði fimm mörk í röc' og kom forskoti FH niður í eit mark, en lengra komust þeir ekk og FH-liðið beit frá sér á lokakafl anum og verðskuldaði sigurinn. Leikur FH-liðsins í síðari hálfleik var eflaust einn sá besti sem það hefur sýnt í vetur. Þá er rétt að geta ágætrar frammistöðu Jónasai Stefánssonar í markinu. Héðinn Gilsson lék ekki með FH nú vegns meiðsla. Sóknarleikurinn brást hjá Haukum. Það var öðru fremur ein staklingsframtak Halldórs Ingólfs sonar og stórleikur Bjarna Frosta sonar í markinu, sem bjargaði and liti Hauka frá stærra tapi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.