Morgunblaðið - 29.02.1996, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 29.02.1996, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. FEBRÚAR 1996 D 7 BÖRN OG UNGLINGAR íslandsmeistaramótið í þolfimi í Laugardalshöll á sunnudaginn Meistaramir bjartsýnir UNGLINGAMEISTARAMÓTIÐ í þolfimi fer fram í Laugardals- höllinni á sunnudaginn klukkan hálf fjögur. Nærri þrjátíu kepp- endur hafa skráð sig til leiks, en keppt verður í flokki ein- staklinga, tvenndarkeppni og þrímenningi. Meistarar síðasta árs i' einstaklingsflokkum pilta og stúlkna, þau Hafþór Óskar Gestsson og Maria Björk Her- mannsdóttir, verða meðal þátt- takenda og einnig Linda Björk Unnarsdóttir og Steinunn Jóns- dóttir en þær sigruðu í tvennd- arkeppni. Þau eru á aldrinum 15-16 ára. Ivar Benediktsson skrífar Oll gáfu sér tíma til að hitta Morgunblaðið nýlega, en upp á síðkastið hafa þau æft daglega til að allt verði í sem bestu standi hjá þeim þegar til alvör- unnar kemur. „Alla jafna æfum við fjór- um sinnum í viku, en síðustu fjórar vikurnar æfum við daglega, allt upp í fimm til sex tíma á dag með hlé- um,“ sagði Linda Björk aðspurð um æfingatíðnina. En hvers vegna að æfa svona mikið? „Það fer mikill tími í að finna spor og æfa þau, koma þeim í takt við tónlistina sem flutt er með æf- ingunum. Einnig þarf að huga vel að liðleika og styrkja sig sem frek- ast er kostur," sagði Stéinunn sem hafði orð fyrir hópnum, en hin tóku undir þessi orð hennar. „Við verðum með talsvert erfið- ari æfingar en í fyrra. Munurinn liggur í meiri krafti og auknum lið- leika," sögðu þær stöllur Linda og Steinunn. Þær sögðu talsverðan tíma fara í að stilla saman strengi Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson VERÐLAUNAHAFAR í stúlknaflokki í fyrra. María Björk Her- mannsdóttir sigraði, Svava Sigurbergsdóttir varð önnur og Svanhildur Snæbjörnsdóttir í þriðja sæti. svo þær yrðu eins samtaka og kost- ur væri í æfingunum. Þar lægi mik- ill munur á milli einstaklingskeppn- innar og tvenndarkeppninnar. Ef annar aðilinn gæti ekki gert ákveðnar æfingar yrði að fínna nýjar og þetta gæti skapað tals- verða yfirlegu. „Við eigum von á hörkukeppni og munum leggja okk- ur fram um að vetja titilinn.“ María Björk fékk þriðju hæstu einkunnina á meistaramótinu í fyrra. Hún hefur verið meidd í baki síðan í ágúst og hefur nýlega hafið æfingar á ný. „Undirbúningur hefur gengið ágætlega, en ég verð að passa bakið. Ég geri mér vonir um að mér takist að veija titilinn. Þó gæti brugðið til beggja vona. Nú eru fleiri keppendur og flestir þeirra koma úr fimleikunum og hafa þar af leiðandi góðan grunn fyrir þol- fimina. í fyrra var ég ekki með sérstaklega undirbúnar æfingar fyrir mótið heldur spilaði ég „rútín- una“ af fingrum fram og væntan- lega verður svipað upp á teningnum að þessu sinni.“ „Ég bytjaði að æfa þolfimi af krafti fyrir tveimur árum. Nú æfi ég á hvetjum degi og er auk þess í fimleikum. Áður var ég í Tae- kwon-do,“ sagði Hafþór Óskar. „Ég er í sæmilegu formi núna, var betri í fyrra. Reyndar kann ég skil á fleiri æfingum nú en þá,“ bætti hann við og sagðist vera búinn að setja sam- an æfingar og tónlistin væri tilbúin og nú biði hann bara eftir að mótið hæfist. „Ég vonast til að mér takist að gera eins vel og síðast." Þau sögðu áhuga vera mikinn á þolfimi meðal unglinga og von þeirra er sú að sem flestir á þeirra reki reki nefið inn í Höllina á sunnu- daginn á meðan keppnin stendur yfir. Mamma og pabbi glöð „FRÆNDI minn æfði karate og mér fannst spennandi að prófa. Mér þótti strax mjög gaman en hann hætti nokkru síðar,“ sagði Anton Kaldal Ágústsson úr KFR. Hann sigraði í flokki unglinga fæddir 1983 og ’84, hlaut 21,4 í einkunn. Félagi hans úr KFR, Bjarni Traustason, varð annar með 21,3. Ég bjóst ekki við að vinna verð- launapening, hvað þá gullverðlaun. Þetta eru fyrstu gullverðlaun mín á ævinni. Ég er mjög ánægður og mamma og pabbi verða glöð.“ Þess má einnig geta að Anton varð ásamt félögum sínum í KFR í öðru sæti í hópkata. Anton er tólf ára og er í sjöunda bekk Laugarnesskóla. Hann hefur æft karate í fimm ár. Anton sagð- ist hafa æft alveg sérstaklega vel fyrir mótið. Jafnhliða karateæfing- unum leggur hann einnig stund á badminton hjá TBR, bytjaði þat- sl. vor. „Ég æfi karate þrisvar í viku, klukkutíma í hvert skipti og það er pottþétt að ég held áfram að æfa.“ Mamma plataði mig „ÞETTA var hörkukeppni og ég er hæstánægður með annað sætið því það voru tuttugu og sjö keppendur í mínum flokki,“ sagði silfurhafinn, Bjarni Þorsteinsson, félagi Antons. „Mamma er í karate og hún plataði mig á æfingu fyrir einu og hálfu ári og mér finnst mjög gaman. Næsta mót er Unglingameistara- mótið í kumite í mars og þar ætla ég að taka þátt,“ bætti hann við og sagðist staðráðinn í að æfa áfram og reyna að krækja í verðlaun á Unglingameistaramótinu' á næsta ári, þá á eldra ári í flokknum. Hann er nemandi í Langholtsskóla. Landsliðsmenn framtíðarinnar? ÞAÐ voru rúmlega níutíu þátt- takendur í handboltaskóla sem HSÍ stóð fyrir í íþróttahúsi Fram nýlega. Þáttakendur voru fæddir á árunum 1980-1982 og komu af suður og suðvestur- landi. f haust sendi HSÍ öllum hand- knattleiksdeildum á svæðinu bréf þar sem þær voru beðnar að tilkynna þá sem að þeirra mati kæmu til greina. I fram- haldinu fylgdust þjálfarar 16 ára landsliðanna með þeim í leikjum vetrarins. Að athugun lokinni voru valdir 30 strákar fæddir 1980, sami fjöldi drengja fæddir árið 1981 og loks rúm- lega þrjátíu stúlkur fæddar 1980-82. Nýlega voru hóparnir kallaðir saman og voru í æfingabúðum föstudag, laugardag og sunnu- dag undir stjóm Heimis Rík- harðssonar og Guðmundar Árna Sigfússonar, en þeir þjálfuðu drengina, og Svövu Baldvins- dóttur og Reynis Stefánssonar er þjálfuðu stúlkurnar. Æfingar stóðu yfir í eiim og hálfan klukkutíma hvem dag. Auk þess komu Þorbjöra Jensson, lands- liðsþjálfari karla, og Krislján Halldórsson, landsliðsþjálfari kvenna, og fóru yfir ýmsa töfra íþróttarinnar. Jafnframt voru fluttir fyrirlestarar um næringu og annað í þcim dúr. „Markiniðið með þessu er að finna einstaklinga í unglinga- landsliðin,“ sagði Heimir Rík- harðsson. „Við verðuni með sams konar skóla fyrir iðkendur á norður og austurlandi á Akur- eyri sextánda og sautjánda mars og fá félögin á því svæði tilkynningu þess efnis á næstu dögum,“ bætti hann við. Taldi Heimir að vel hefði tekist til. Þátttakendur sem Morgunblað- ið ræddi við voru almennt ánægðir með helgina og það sem boðið var upp á, sérstak- lega höfðu drengirnir orð á að þeir hefðu lært ýmislegt í varn- arleik. Guðinundur Árni sagði að sér hefði fundist áberandi munur hvað knattmeðferð drengja fæddir 1981 hefði verið yfir höfuð betri en þeirra eldri. „Ég hef enga einhlíta skýringu hvers vegna svo er, en ein ástæðan tel ég geti verið sú að sá árgangur hefur verið þátt- takandi í fjölliðamótum HSI þar sem allir hafa fengið að reyna sig. Það hefur eldri árgangur ekki gert. Fjöliðamótin voru ekki byrjuð þegar þeir voru til dæmis í fimmta flokki." „Við emm að kanna hvort ekki verði hægt að fara í sanis konar ferð með úrvalslið úr þessum drengjahópi tU Dan- merkur í sumar eins og við fór- um í fyrra með þann hóp sem var í sautján ára landsliðinu sem keppti í Þýskalandi um jólin. Enn er verið að athuga þetta en það væri vissulega gaman ef af því gæti orðið, ég tel þá ferð- ina hafa skilað góðum árangri," sagði Heimir Ríkharðasson. Mikil breidd í kata Morgunblaðið/ívar HAUKAR sigruðu í hópkata unglinga fædd 1983 og ’85, Há- kon Fannar Hákonarson, Örn Ingi Agústsson og Sigdís Vega. UNGLINGAMEISTARAMÓT ís- lands í kata karate fór fram í Hveragerði nýlega. Mikil þátt- taka var í mótinu, en alls tóku þátt 172 einstaklingar frá tiu félögum. Mótið gekk í alla staði vel og tímaáætlanir stóðust næstum upp á mínútu. Sveitir og einstaklingar frá Karatefé- lagi Reykjavíkur, Haukum og Þórshamri kræktu í flest verð- laun, en annars einkenndi breiddin mótið öðru fremur. Mótið var tvískipt og hófst fyrri hlutinn klukkan tíu um Ynorguninn með forkeppni en úrslit- >n fóru fram eftir hádegi. í hópkata skildi aðeins 0,1 stig á milli sveita í efstu sætum. Sama var upp á teningnum í einstaklings- keppninni, sáralítill munur var á milli keppenda og gáfu stúlkurnar piltunum eftir. Kom á óvart „Það kom tnér á óvart að lenda í fyrsta sæti í dag,“ sagði Sólveig Krista Einarsdóttir frá Þórshamri er hún hafði tekið á móti gullverð- launutn í flokki táninga fæddra 1979 og ’80. Annar varð Gunnar Már Gunnarsson Akranesi. Bæði fengu 21,9 í einkunn, en Sólveig hlaut jafnari einkunnir og hlaut því gullið. Þau höfðu nokkra yfirburði í flokknum. Jóhanna Hólm, Fjölni, varð í þriðja sæti, var 0,9 stiguin á eftir. „Ég er nýkomin í flokkinn, sigraði í flokknum fyrir neðan í fvrra og ég átti alls ekki von á að sigra á fyrsta ári,“ bætti Sólveig við. Hún kvaðst hafa æft karate í tvö og hálf ár og æfa jöfnum hönd- um kata og kumite. „Hjá Þórs- hamri er frábær féiagsskaput- og ég er ekkert á þeim buxunum að hætta.“ Hvatning til að halda áfram Ekachai Saithong úr KFR sigraði örugglega í flokknum fyrir neðan Sólveigu, unglingar fæddir 1981 og ’82, hlaut 21,9 í einkunn. í öðru og þriðja sæti letitu Eiríkur Krist- jánsson, Haitkum, og Björgvin Þor- steinsson úr KFR, hvor um sig hlaut 21,7. „Ég er tnjög ánægður með sigurinn, hann kom mér í opna skjöldu. í fyrra lenti ég í öðru sæti í einstaklinga, en nú sigra ég, og í þriðja sæti í hópkata. Nú tók ég bara þátt í einstaklingakeppninni,“ sagði Ekachai eftir að hann hafði fengið gullið um hálsinn. Ekachai er fæddur í Thailandi en hefur búið hér á landi í átta ár og líkar vel við land og þjóð. „Það er engin spurning, ég ætla að halda á áfram að æfa á fullu og þessi sigur dreg- ur ekki úr ætlun minni,“ bætti hann við.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.