Morgunblaðið - 01.03.1996, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 01.03.1996, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI FÖSTUDAGUR 1.MARZ1996 13 Tvær myndlistarsýningar í Listasafninu á Akureyri TVÆR myndlistarsýningar verða opnaðar í Listasafninu á Akureyri á morgun, laugardag- inn 2. mars, kl. 14. í austur- og miðsal sýnir ljós- myndarinn og bókagerðarmað- urinn Guðmundur P. Ólafsson ljósmyndir en sýningin nefnist „í náttúru íslands - yósmyndir og bækur“. Bækurnar eru meðal annrra Fuglar í náttúru íslands, Perlur í náttúru íslands og Ströndin í náttúru Islands. Guð- mundur hefur fyrir löngu ort sig inn I hjarta þjóðarinnar með bók- um sínum þar sem hann með list- rænu næmi vefur saman myndir ogtexta. I vestursal safnsins er sýning Náttúra * Islands og málverk á verki rússnesku listamannanna Komar og Melamid um „eftirsótt- asta og síst eftirsóttasta málverk íslensku þjóðarinnar“, auk þess sem gefur að líta sams konar verk frá Bandaríkjunum. Komar og Melamid sýndu „eft- irsóttasta og síst eftirsóttasta" málverk bandarísku þjóðarinnar í Alternativ-safninu í New York árið 1994 en þau byggðu á skoð- anakönnun meðal úrtaks Banda- ríkjamanna um hvernig slík verk ættu að vera. Hagvangur hefur gert skoðanakönnun meðal 1.000 Islendinga um smekk, þekkingu og viðhorf og voru málverk gerð eftir niðurstöðu hennar sýnd á Kjarvalsstöðum í febrúar síðast- liðnum. Á sýningunni er einnig eftir- sóttasta og síst eftirsóttasta mál- verk bandarísku þjóðarinnar og vekur athygli hversu lík þau eru íslensku verkunum. Rússnesku listamennirnir hafa gert slík verk í 12 þjóðlöndum ogþykja verkin afar lík innbyrðis. HEFUR ÞÚ SÉÐ 2. TBL. EIÐFAXA 1996 ? MEÐAL EFNIS: Viðtal við Andreas Trappe hrossaræktanda. Eflum tengsl íslenska hestsins við menningu og listir. Vakri-Skjóni í Villta Vestrinu. Auk þess fylgir blaðinu veggspjaldið HESTAÞING 1996. ÁSKRIFTARSlMI 588 2525 EIÐFAXI ehf. Ármúla 38, 108 Reykjavík Sími 588 2525, fax 588 2528 Heimsókn- arþjónusta kirkjunnar AÐ GLÆÐA von er heiti á fyrir- lestri sem Sigrún Gísladóttir fram- kvæmdastjóri ellimálaráðs Reykja- víkurprófastsdæmis flytur á fræðslufundi í Safnaðarheimili Ak- ureyrarkirkju á morgun, laugardag- inn 2. mars, frá kl. 13.30 til 15.30. Fundurinn er á vegum Eyjafjarðar- prófastsdæmis, en samstarfshópur prófastsdæmisins um málefni aldr- aðra annast undirbúning og fram- kvæmd. Efni fundarins er heimsóknar- þjónusta kirkjunnar, en hún er fólg- in í því að starfsfólk eða sjálfboða- liðar á vegum safnaðanna heim- sækja reglulega aldraða og jafnvel aðra, sem slíks þarfnast. Heimsókn- arþjónustan er hugsuð sem kær- leiksþjónusta kirkjunnar og er áhersla lögð á að sjálfboðaliðar komi að henni en meginmarkmiðið er að rjúfa einangrun og vera vinur í nafni kristinnar trúar. Sóknarprestar og sóknarnefnd- arfólk er sérstaklega hvatt til að mæta en allir sem áhuga hafa á málefninu og eru tilbúnir að liðsinna sem sjálfboðaliðar eru velkomnir. Aðalsteinn Svanur sýnir í Karólínu SÝNING á verkum Aðalsteins Svans Sigfússonar listmálara verður opnuð á Café Karólínu á morgun, laugardaginn 2. mars. Þetta er 10. einkasýning Aðalsteins á Akureyri, auk þess sem hann hefur sýnt verk sín í Reykjavík og víðar. Síðast sýndi hann í Listasafninu á Akureyri haustið 1995. Að þessu sinni sýnir Aðal- steinn landslagsmálverk sem hann hefur málað á spónaplöt- ur með olíulitum. „Þetta eru augnabliksmyndir af áningar- stöðum, minningarbrot úr ferð sem aldrei var farin. Við þræð- um ströndina til að kanna ytri mörk eyjarinnar og við leitum inn að miðju hennar til að þekkja kjarnann. Áningarstað- irnir eru alþekktir: Fjalla- drottningin sjálf og eyjar og drangar, sem við þekkjum af póstkortum, varða veginn sem hverfur í móðu. Hvort heldur er til hafs eða á eyðimörkum hásléttunnar. Og hið raunveru- lega myndefni er áfangastaður í fjarska þar sem jörð, vatn og loft renna saman í eina sjónar- rönd,“ segir í lýsingu mynd- anna í sýningarskrá.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.