Morgunblaðið - 01.03.1996, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 01.03.1996, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. MARZ 1996 19 ÚRVERINU Ýsan sem veiðist hefur smækkað á síðustu árum í FEBRÚARHEFTI Ægis fjallar Einar Jónsson um vöxt ýsu við ísland. í grein hans kemur fram að miklar breytingar hafa orðið á vexti og kynþroska ýsu hér við land en meðallengd ýsu hefur farið nær stöðugt fallandi síðustu 7-8 árin. Á síðasta ári voru viðmiðun- armörk ýsu sunnan og suðvestan- lands lækkuð samkvæmt tillögu Hafrannsóknarstofnunar vegna þess að stór árgangur frá 1990 hafði vaxið mjög treglega á þessu svæði. Einar segir að vöxtur ýsu sé háður flóknu samspili ýmissa breyta, svo sem hitafari, fæðu- framboði, árgangastærð og kyn- þroska en ekki sé hægt að fullyrða um hvaða þáttur af þessum sé mest afgerandi. Sýnt hafi verið fram á að meðallengd ýsu falli nokkuð eftir fallandi hitastigi á þeim svæðum þar sem hún veiðist og hafí væntanlega alist upp á. Einar segir ljóst að hitafarsáhrif á vöxt hljóti að vera mikil fyrst þau séu á annað borð greinanleg því göngur á milli svæða hljóti að draga úr auðsæi slíks vaxtarmunar en ýsa sæki almennt úr kalda sjón- um suður á bóginn til hrygningar þegar hún verði kynþroska. Ef lit- ið sé á einstaka árganga geti vöxt- ur þeirra fallið algerlega út úr slíku mynstri þar sem á allstórum köfl- um á hlýsvæðum megi sjá mun lélegri vöxt en gerist á öðrum köfl- um sem ótvírætt megi kalla kald- sjávarsvæði. Ennfremur segir Einar í grein- inni að sjá megi mikinn mun á vexti ýsu á milli tiltölulega lítilla svæða sem hafi væntanlega öll svipað hitastig. Það sé því ljóst að að aðrir þættir eins og fæðu- framboð og kynþroski geti skipt sköpum um vöxtinn. Einar segir einnig að að göngur á milli svæða verði síðan ýmist til að draga úr eða auka sjáanlegan vaxtarhraða fisksins. Hann segir að • til að kanna hvað áhrifaþáttur sé sterk- astur í sambandi við vöxt ýsu verði að skoða samspil vaxtar og fleiri en einnar áhrifabreytu sam- tímis. Til standi að gera slíkar greiningar en erfitt sé um upplýs- ingar um sumar breytur eins og t.d. fæðuframboð. Laxeldi í 950.000 tonn um aldamót? Óttast kreppu fínnist ekki nýir markaðir TALIÐ er, að framboð á laxi á síð- asta ári hafi verið um 1,4 milljónir tonna en 1994 var það 1,2 millj. tonn. Stafar aukningin af meiri veiði Japana og við Alaska auk þess sem eldið eykst stöðugt. Búist er við, að framboðið aukist enn á þessu ári þótt aldrei sé hægt að segja ná- kvæmlega fyrir um veiðarnar. Sérfræðingar FAO, Matvæla- stofnunar Sameinuðu þjóðanna, segja, að nauðsynlegt sé að finna nýja markaði fyrir laxinn en að und- anförnu hefur verð á honum lækkað verulega í Evrópu, einkum á laxi frá Noregi. Er því spáð, að laxeldisfram- leiðsla Norðmanna komist í 330.000 tonn á þessu ári og verðið muni Iækka enn. Á móti þessu vegur, að búist er við aukinni laxneyslu í Suðaustur- Asíu, Evrópu og Bandaríkjunum og Japan- virðist geta tekið við meiru þar sem þar er farið að nota laxinn í „sushi“ í stað túnfisks. Meiri fullvinnsla Sérfræðingarnir segja, að til að vinna laxinum nýja markaði verði að fullvinna hann betur fyrir neyt- endur, koma með reyktan iax og laxsneiðar á grillið í lofttæmdum umbúðum, og svokallaður „hvítur lax“ er einnig talinn eiga góða mögu- leika. Þá er því sleppt að gefa laxin- um litarefni til að gera holdið rautt og er hann þá talinn geta komið í stað Alaskaufsans í unnum afurðum. Áætlað er, að laxveiðin við Alaska hafi verið 442.000 tonn á síðasta ári, 8% meiri en 1994, en nokkru minna fékkst þó fyrir aflann en árið áður. Við Kanada er laxveiðin hins vegar á hraðri niðurleið. Hún var aðeins 45.000 tonn á síðasta ári, 32% minni en 1994, sem var talið hrein hörmung, og horfurnar á þessu ári eru jafnvel enn verri. í Japan var laxveiðin 200.000 tonn 1995 og rúmlega 180.000 í Rússlandi. Mikil aukning milli ára Það er í eldinu, sem aukningin er mest en eldisframleiðslan var lík- lega um 550.000 tonn á síðasta ári. Hún var 207.000 tonn í Noregi 1994 en fer trúlega í 330.000 tonn á þessu ári eins og fyrr segir. í Chile var hún 95.000 tonn, 70.000 1994, og 70.000 tonn í Skotlandi, 40% meiri en 1994. Norðmenn spá því, að laxeldis- framleiðslan komist í 950.000 tonn um aldamótin og því ljósi óttast margir, að til kreppu komi í grein- inni vegna offramboðs. Undanþága frá seiðaskilju SJAVARUTVEGSRAÐUNEYTIÐ hefur ákveðið með reglugerð sem gefin var út ö.febrúar að heimilt sé að stunda rækjuveiðar án seiða- skilju í Grænlandssundi djúpt út af Norðvesturlandi. Þessi ákvörðun er tekin að beðni Farmanna- og fiskimannasambands íslands og að fenginni umsögn Hafrannsókna- stofnunar en samkvæmt reynslu skipstjórnarmanna eru nánast eng- in seiði á þessari veiðislóð. Ákvörð- un ráðuneytisins gildir að svo stöddu til l.júlí 1996 en Hafrann- sóknastofnun mun fylgjast með veiðum á svæðinu auk þess sem gerðar verða tilraunir með notkun seiðaskilju með 25 mm rimlabili. Frosti kaupir Andey ísafirði. Morgunblaðið. BÚIÐ er að ganga frá vilja- yfirlýsingu beggja aðila um kaup Frosta hf. á togaranum Andey frá Hornafirði. „Við erum búnir að ná samkomu- lagi um öll atriði,“ segir Ingi- mar Halldórsson, fram- kvæmdastjóri Frosta. Kaup- verð fékkst ekki uppgefið, en um 500 tonna kvóti af ýmsum tegundum fylgir skipinu. Andey er smíðuð í Póllandi árið 1989. Hún er 211 brúttó- lestir, 33 metrar á lengd og 8,60 .metrar á breidd. „Við erum að endurnýja flotann," segir Ingimar. „Eg á von á því að í kjölfarið á þessum kaupum verði Haffari seldur, en hann var byggður árið 1959.“ Hann segir að áhöfnin á Andey sé á vegum seljanda, en ný áhöfn verði ráðin ef af kaupunum verði: „Viljayf- irlýsingin var undirrituð fyrir nokkrum dögum og áætlaður afhendingartími á togaranum er eigi síðar en 1. apríl.“ Hann segir að skipið eigi að fara á rækjuveiðar, en rækjukvóti fylgi ekki með í kaupunum. „Við munum leggja því til okkar eigin kvóta.“ 588 3309 Ráðningarþjónustan Háaleitisbraut 58-60 Sirni 588 3309, fax 588 3659 20.maf fyrir meðhöndlun Húðkrem dr. Guttorms Hernes frá Bodfy í Noregi er nú aftur fáanlegt í Græna vagninum. Sendum í póstkröfu um land allt. Alnavöru markaður Áöur allt aö 399,-/m Zag Thermosæng ÁÖur 5.900,- Comfort dýna stærð 105x200 Áöur 24.900 Innifalin þykk dýnuhlíf verasett Áöur allt aö 1.290 i) I . V . X Baösloppar áöur 990,- stk. Nú 1 fulloröins og íbama Skeifunni 13 Noröurtanga 3 108 Reykjavík 600 Akureyri 568 7499 462 6662 Reykjavíkurvegi 72 220 Hafnarfjörður 565 5560 Holtagörðum v/Holtaveg 104 Reykjavík 588 7499
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.