Morgunblaðið - 01.03.1996, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 01.03.1996, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. MARZ 1996 21 Sitt sýnist hverjum um hlutskipti Díönu London. Reuter. BRESK blöð fjölluðu mikið og ítar- lega í gær um þá ákvörðun Díönu prinsessu af Wales að fallast á skilnað að lögum við Karl Breta- prins eftir 15 ára hjónaband. Veltu þau því fyrir sér hvert yrði hlut- skipti Díönu og sýndist sitt hveij- um um það. Lögmenn hófu í gær samninga um ákvæði skilnaðar- samkomulags. Yfirlýsing Díönu kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og skyggði á fréttir af samkomulagi bresku og írsku forsætisráðherranna um að hefja allsheijar viðræður um frið á Norður-írlandi. Virtist hún jafnvel koma hirðinni í opna skjöldu og fjölmiðlar höfðu gengið út frá því að Díana væri andvíg skilnaði. „Þetta er dapurlegasti dagurinn í lífi mínu,“ sagði hún í yfirlýsing- unni. Þau Karl hittust í St. Ja- mes’s-höllinni í fyrradag. Blaðið Daily Mail sagði að þar hefði hún sagt Karli: „Eg elskaði þig og mun ætíð elska þig því þú ert faðir barna minna.“ Kvænist Karl aftur? Sum blaðanna leiddu að því get- um, að Karl myndi ganga að eiga hjákonu sína, Camillu Parker Bowles þegar hæfilegur tími væri liðinn frá lögskilnaði þeirra Díönu. Hugsanleg framtíð Díönu fékk þó mun meiri umíjöllun. Daily Ex- press sagðist vona að skilnaðurinn yrði algjör og séð yrði til þess að Díana drægi sig alveg úr kastljósi fjölmiðla, hirðin gæti ekki annað þar sem hætta væri á að Díana riði stjórnarskránni og þar með konungdæminu að fullu. Norman Stone, prófessor í sögu við Oxford-háskóla, fjallaði um skilnaðinn í sögulegu samhengi fýrir blaðið The Guardian. Hann sagði að á dögum Ottómana hefði Díönu verið stungið í poka og fleygt í hafið. Hefði hún verið uppi í rússneska keisaradæminu hefði hún verið lokuð inni í nunnu- klaustri til æviloka. Niðurstaða Stone var, í ljósi þess að hugur hennar stæði til hlutverks sendi- herra, að Díana yrði skipaður landsstjóri á Falklandseyjum. „Nú getur þjóðin andað léttar, og prinsessan líka. Alténd verður hún ævinlega móðir framtíðarkon- ungs og sem slík á hún að njóta virðingar og reisnar,” sagði Times. Misvísandi yfirlýsingar Blaðið Daily Mirror sagði hins vegar, að svo virtist sem af hálfu beggja aðila væri ætlunin að klekkja á hinum. Með því væru þau hins vegar aðeins að skaða kon- ungdæmið. Blaðið lét þessi ummæli falla í tilefni misvísandi yfirlýsinga um skilnaðinn. Talsmaður Díönu til- kynnti að hún hefði fallist á beiðni Karls um skilnað. Ennfremur að hún yrði höfð með í ráðum þegar teknar yrðu ákvarðanir um syni þeirra, hún myndi halda prinsessu- titlinum, búa áfram í Kensington- höll og hafa skrifstofur í St. James’s-höllinni. Aðstoðarmenn drottningar gáfu hins vegar í skyn að í þessu efni hefði prinsessan þjófstartað. í frétt frá höllinni sagði, að Elísabet drottning hefði hlustað með mikilli athygli er hún heyrði að prinsessan af Wales hefði samþykkt skilnað. „Við getum staðfest að prinsinn og prinsessan af Wales áttu einka- fund í dag í St. James’s-höllinni. Þar voru einstök atriði skilnaðar- samkomulagsins ekki rædd og heldur ekki framtíðarhlutverk prinsessunnar. Einstök atriði, þ. á m. titlar, eru óútkljáð og þarfnast umfjöllunar. Það tekur tíma. Það sem prinsessan hefur drepið á í þessu sambandi ber fremur að taka sem óskir en ákvarðanir,” sagði í tilkynningu frá drottningarhirðinni í fyrra- kvöld. ERLENT Reuter KARL Bretaprins kannar olíumengun á strönd Wales vegna strands olíuskipsins Sea Empress. Ciller segir veigamikil mál óleyst Ankara. Reuter. TANSU Ciller, forsætisráðherra bráðabirgðastjórnar Tyrklands, sagði í gær að enn væri ekki kom- inn stjórnarsáttmáli milli hægri flokka landsins þótt gert hefði verið samkomulag í grundvallaratriðum um myndun stjórnar til að koma í veg fyrir að sigurvegarar þingkosn- inganna í desember, íslamski vel- ferðarflokkurinn, kæmist til valda. Ciller, leiðtogi flokksins Sann- Íeiksstígurinn, sagði að viðræður hennar við Mesut Yilmaz, leiðtoga Föðurlandsflokksins, hefðu gengið vel. Þau hittast aftur í dag. Sannleiksstígurinn og Föður- landsflokkurinn hafa ekki meiri- hluta þingsæta og þyrftu því að reiða sig á stuðning vinstri afla til að halda velli. Ekki hefur verið leyst úr því hver verði forsætisráðherra, en talað var um að Ciller og Yilmaz myndu skiptast á. Jeltsín skipar stj órn- inni að bæta kjörin Moskvu. Reuter. BORÍS Jeltsín, forseti Rússlands, hefur skipað ríkisstjórninni að vinna harðar að því að bæta kjör þeirra, sem höllustum fæti standa, og vonast augljóslega til, að það geti aukið líkur hans á endurkjöri í forsetakosningunum í júní. Jeltsín sagði á fundi með æðstu mönnum stjórnarinnar í gær, að áður fyrr hefðu flest ljós verið log- andi í stjórnarráðinu þegar hann sjálfur hefði farið heim klukkan níu eða tíu á kvöldin en nú væri hvergi ljóstýru að sjá. Sagði hann, að ráðherrarnir yrðu að taka sér tak því að það væri mikilvægasta hlutverk þeirra að standa vörð um velferð almennings. Ekki kosningaáróður „Þetta er enginn kosningaáróð- ur, heldur sjálf forsenda umbóta- starfsins. Að undanförnu 'nöfum við þó verið uppteknir af allt öðru,“ sagði Jeltsín í reiðitón. Fyrir um viku varaði Jeltsín Víktor Tsjernomyrdín forsætisráð- herra við og sagði, að stjórninni yrði vikið frá tækist henni ekki að bæta kjörin en Gennadíj Zjúg- anov, forsetaframbjóðandi komm- únista, segist ætla að afnema að mestu þá nýskipan, sem Jeltsín hefur beitt sér fyrir í efnahagsmál- unum. Samkvæmt skoðanakönnunum hefur Zjúganov miklu meira fylgi en Jeltsín. Tsjernomyrdín sagði á fundin- um í gær, að hann vissi, að þetta ár gæti skipt sköpum fyrir um- bótastarfið og Jeltsín sjálfan. Það væri þó takmörkum háð hvað rík- isstjórnin gæti leyft sér. „Þáð má ekki slaka neitt á í stjórn peninga- og fjármála, við megum ekki grafa undan fjárlög- unum í því skyni að kaupa okkur vinsældir og við verðum að sporna gegn ofstjórnaráráttu ríkisvalds- ins í efnahagsmálunum. Við meg- um ekki leggja stein í götu ein- staklingsframtaksins og við verð- um að halda einkavæðingunni áfram,“ sagði Tsjernomyrdín og Jeltsín tók undir það, að aðgerðirn- ar mættu ekki vera verðbólgu- hvetjandi. „Eg veit hvað það er erfitt fyr- ir ríkisstjórnina að sitja undir árás- um „verðbólguflokksins“,“ sagði Jeltsín og átti við kommúnista- flokkinn. „Þetta stríð er ekki auð- unnara en forsetakosningarnar en þið eruð á réttri leið og ég stend með ykkur.“ ATUIN Veisla fyrir Iftið MEÐAN BIRGÐIR BESTU KAUPIN 1/2 lambaskrokkar D1A niðursagaðir pr.kg. Grænar baunir Verslanir Nóatúns eru opnar til kl. 21, öll kvöld NOATUN Grænar baunir 1/2 dós 400 gr. NÓATÚN 17 - S. 561 7000, ROFABÆ 39 - S. 567 1200, LAUGAVEG 116 - S. 552 3456, HAMRABORG 14, KÓP. - S. 554 3888, FURUGRUND 3, KÓP. - S. 554 2062, ÞVERHOLT 6, MOS. - S. 566 6656, JL-HÚSINU VESTUR í BÆ - S. 552 8511, KLEIFARSEL 18 - S. 567 0900, AUSTURVER, HÁALEITISBR 68 - S. 553 6700
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.